Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. marz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Hvers vepa kýs bún jrögBÍna Bókmenntalegl hryðjuverk Engin fyrri öld fóstraði jafn- marga aðalsmenn í vísindum, listum og stjórnmálum og sú er síðast leið. Einn fremstur rit- Jiöfundur í þeirri tignu sveit var frakklendingurinn Viktor Húgó, og átti 19. öldin fáa að- sópsmeiri menningarpersónu- leika en hann .1 brjósti hans hrærðust ýmsar hinar merk- ari hugmyndir og hugsjónir með samtíð hans. Hann undi ekki þeim smámannlega lífsstíl er hann óttaðist að Napóleon litli mundi lögleiða i Frakklandi er hann komst til valda — og hvarf því á braut um árabil. „Ég bannfæri harðstjóra, og veit að skáld er dómari þeirra“, mælti hann einu sinni. Mál hans var alltaf ástríðuþrungið eins og skap hans. Hjarta hans var heitt eins og öldin sem það sló. Á þessu ári er liðin hálfönn- ur öld frá fæðingu hans. Hann var sextugur að aldri er hin mikla skáldsaga hans, Vesaling- arnir, kom út; en liún er jafn- an talin með fremstu verkum hans. Hún var gefin út í 10 bindum árið 1862. Má vera að það sé í tilefni þessa níræðisaf- mælis sem bókaútgáfan Röðull sendi hana frá sér í nýrri ís- lenzkri þýðingu og einu bindi síðastliðið haust. Sú útgáfa er í tveimur orðum sagt bók- menntalegt hryðjuverk, og verður ekki komizt hjá að helga henni dálítinn greinar- stúf — þó seint sé. Þýðandi bókarinnar, Ólafnr Þ. Kristjánsson, gerir í formála nokkra grein fyrir tilkomu þess- arar útgáfu. Meðal annars get- ur hann þess að sagan sé „all- mjög stytt“. Við skulum at- huga það ofurlítið nánar. 1 þessari nýju íslenzku þýð- ingu er Vesalingamir réttar 240 bls. í allstóru broti og sett nokk- uð þéttu letri. Eins og áður er sagt kom sagan upphaflega út í 10 bindum, og er mér raunar ókunnugt um stærð þeirra hvers um sig. Hins vegar á ég Vesalingana á sænsku, í 13 bindum, samtals nokkuð á þriðja þúsund bls. Auk þess hef ég athugað franska fjög- urra binda útgáfu. Er hún hátt í 2000 síður. Á hverri síðu er einni línu færra en í íslenzku útgáfunni, og einnig nokkru færri stafir í hverri línu. Mun láta nærri að reikna með rösk- um 1400 síðum í frönsku útgáf- unni með sama lesmáli á hverri og í þessari nýju íslenzku út- gáfu, sem er 240 bls. eins og áður sagði. Kemur þá á daginn að í þýðingu Ólafs Kristjáns- S'onar eru fimm síður af hverj- um sex strikaðar út, fimm línur af hverjum sex, fimm orð af hverjum sex. Eftir stendur ein síða, ein lina, eitt orð. Enda segir þýðarinn að sagan sé „allmjög stytt“. Svona er mað- ur heiðarlegur og frómur. Þá segir þýðandinn að stytt- ingin sé mjög haganlega gerð, „svo að óvíða munu finnast missmíði á“. Við skulum ganga úr skugga um það af eigin raun hvernig því er farið. Á annarri síðu þýðingarinnar segir svo: „Þótt biskupinn væri svo góðgerðasamur, að hann gæfi næstum ,því allt, sem hann gat við sig losað, þá hélt hann þó enn eftir sex silfurdiskum og súpusleif úr silfri“. Hvernig er þessi setning til- komin ? Ég leitaði hennar í sænsku útgáfunni og mun e. t. v. hafa fundið frumrök hennar á bls. 26 í fyrsta bindinu. Þar segir, eftir þýðingu þeirra feðga Ein- ars og Ragnars Kvaran: „Þó að biskupinn hefði breytt vagni sínum í ölmusugjafir, fór hann engu að síður embættisferðir sínar“. Ég sá þegar að emb- ættisferðirnar koma hér eins og þruma úr heiðskíru lofti, svo ég tók að leita niðurlags greindrar setningar á öðrum stöðum. Að lokum fann ég það á 60. síðu sænsku útgáfunnar, og hljóðar það svo, í þýðingu þeirra feðga: „Að öðru leyti verður að kannast við, að hann átti sex skeiðar og gafla og eina súpuskeið eftir af fyrri tíðar dýrgripum sínum“. Ef upphaf setningarinnar um súpusleif biskupsins er hér rétt rakið, þá tengir þýðandinn sam- an tvær setningar yfir 30 blað- síðna haf (í sænsku útgáfunni), og verður að breyta hlutum beggja. Segir hann þó í for- mála að allt sé sagt með orðum höfundar sjálfs. Liklegra þyk- ir mér þó að setningarhlutinn um góðgerðasemi og gjafir biskupsins sé að öllu frum- smíð Ameríkumanna, og hefur þeim veitzt létt að ljúga því í Ólaf Þ. Kristjánsson að þetta séu eigin orð höfundar. Neðar á þessari sömu ann- arri síðu íslenzku þýðingarinn- ar segir svo: „Dag nokkurn í öndverðum októbermánuði árið 1815. ..“ Ég fór á hnotskóg eft- ir þessari setningu í hinni ó- styttu sænsku útgáfu, og fann hana að lokum á bls. 153. Þarna hefur þeim Amerrkumönnum og Ólafi Þ. Kristjánssyni tekizt að stytta Hugó með áttatíu. Og munu óvíða „finnast missmíði á“. I köflum þeim sem sleppt er milli áðurgreindra setninga seg- ir af því að manneskjan sé andi og þjóðfélagið sé ábyrgt fyrir fáfræði mannanna og andlegu myrkri í hugum þeirra. Það er sagt að réttlæti og góðvild skuli ríkja, og það er ráðizt á franska skattkerfið sem miðar að þvi að halda þreki fólksins niðri, láta það lifa í eymd og niður- lægingu, bera sitt ok án mögl- unar. Þessu er sem sagt sleppt með öllu, og segir þýðandinn að ■þar muni óviða sjást missmiði á. Þessi nýja útgáfa Vesaling- anna er gerð eftir bandariskrí styttingu, samkvæmt formála 'þýðandans, og vekur það strax slæman grun á heniii. Um fiölda ára skeið hefur verið í gangi mjög öflug forheimsk- unarherferð á hendur banda- rísku þjóðinni, og hefur náðst ágætur árangur. Einn þáttur þeirrar herferðar hefur faiizt í þvi að forða fólkinu frá góö- um bókum: stytta þær og end- ursegja, þurrka burt úr þeirn alla lifsskoðun og heimspeki, afmá ádeilu þeirra og þjóðfé- lagslega túlkun, strika yfir feg- urð þeirra og snilld — og haís eftir einhvern nakinn söguþráð, eins spennandi og við verður komið, eins þýðingarlausan og óvinir fólksins geta óskað sér, eins loginn og hann fremst get- ur verið þegar búið er að plokka utan af honum alla á- deilu, allt raunhæfi, alla feg- urð. Það er þetta sem Banda- ríkjamenn gerðu við Vesaling- ana, hina miklu sögu Viktor-i Húgó, hinn fagra boðskap hans, hina stóru ádeilu hans. Það er þessi misþyrming sem herra Oliver Steinn og lagsmenn hans töldu nauðsyn að koma á fram- færi við íslenzkan almenning. Það er þessi óskapnaður sem uppfræðari æskulvösins í Hafi'.- arfirði, herra Ólafur Þ. Krist- jánsson, finnur engin missmíði á. Útgáfustarfsemi af þessu tagi er ekiki alveg ný bóla á Islandi. Á stríðsárunum var til dæmis gefið út eitthvert ágrip af Don Kikkóta Servantesar, og væri vert að glugga í það verk við tækifæri. Pikkvikkskjölin munu einnig hafa beðið svipuð örlög í íslenzkri þýðingu. Þá er það alkunnugt að hér hefur um allmörg ár verið gefið út heilt tímarit sem hefur aðeins eitt atriði á stefnuskrá sinni: að prenta styttar sögur og endur- sagðar. Ég meina Kjarna, sem manndómur þjóðarinnar er þó vonandi þúinn að drepa. Islendingum ber að varast þessa aðferð. Við höfum hing- að til getað lesið bækur í heilu líki, enda óvíst hvernig okkur hefði reitt af að öðrum kosti. í þúsund ár hefur ástin á and- anum verið ókkar sterka hlið. Við höfum unnað honum jafnt í list okkar og lífi, og aldrei látið okkur nægja ágrip af hon- um. Við höfum aldrei farið fram á það við neinn að hann stytti og endursegði fyrir okk- ur menningu heimsins, og við þurfum enn á heilli fegurð og óskertri snilld að halda í landi okkar og lífsbaráttu. Þegar landar okkar taka upp skríl- mennsku í bókaútgáfu hlýtur Islendingur að rísa upp og setja hnefann í borðið. Það minnsta sem við getum gert er að segja menningarspillum okkar að skammast sín. B. B. Hin „ábyrga stjórnarand- staða“ er alltaf sjálfri sér lík. Þegar. ríkisstjórn afturhaldsins vinnur verstu verkin er stuðn- ingur AB-klíkunnar jafnan vís. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að banna færustu fræði- mönnum þjóðarinnar á sviði landhelgismálanna erindaflutnr ing í Ríkisútvarpinu um þetta stóra hagsmunamál þjóðarinn- ar hefur að vonum vakið mikla athygli og undrun almennings. Menn spyrja eðlilega: Hvað vakir fyrir ríkisstjórninni, hvers vegna kýs hún þögnina og afskiptaleysi af hálfu þjóð- arinnar um þetta örlagaríka stórmál ? Síðan um miðja síðustu viku hefrr verið von á tilskipun rík- isstjófnarinnar um landhelgina Af einhverjum ástæðum hefur dregizt dag eft.ir dag að tilskip- unin yrði birt. Almenn og rök- r.tudd tor.tryggni í garð ríkis- stjórnarinnar er fyrir hendi. Is- lendingar trúa þeim mönnum illa til að standa á verði í þessu örlagaríka réttindamáli, sem berastir hafa orðið að svikum og brigðmælgi við sjálfstæði þjóðarinnar og eigin eiða í þeim efnum. Hér á landi eru margir menn sem hafa mikinn áhuga á lax- og silungsveiði. Skúli Pálsson, fofstjóri, er að því leyti ólík- ur þeim að hann hefur eink- rnn áhuga á Iax- og silungs- rækt. Hefur hann til dæmis komið upp myndarlegu klak- húsi og uppeldisstöð fyrir sil- unga uppi við Grafarholt, og fóstrar hann þar silung sinn á vísindalegan hátt. Nú fyrir skömmu hefur hann fengið lánaðar frá Bandaríkj- unum myndir er að þessum málum lúta. Sýndi hann frétta- mönnum þær í gærdag, og er fyrirhugað áð hafa á þeim sjálfstæðar sýningar hér í ein- hverju kviltmjmdahúsinu inn- an tíðar. Erfið gifting ACHESON gengur ekki sem bezt að pússa saman Maríönnu frönsku og þýzka biðilinn. Ungfmin hefur nefniiega kynnzt piltinum áður, segir Bidstrup, danski skopteikn- arinn með þessari mynd. Hefði ríkisstjórnin lireina samvizku þyrfti hún ekki að óttast almennar fræðilegar um- ræður í Ríkisútvarpinu um landhelgisrétt Islands, liún myndi fagna slíku framlagi af heilum huga og gleðjast yfir þeim vakandi áhuga sem þær bæru vott um. Ekkert er lík- legra til ávinnings fyrir mál- stað og rétt Islands en almenn þekking þjóðarinnar á rétti sínum til útfærzlu landhelginn- ar og vaxandi áhugi fyrir þv£ að fá hann viðurkenndan £ reynd. En ríkisstjórnin er á öðru. máli. Af ástæðum sem vafa- laust koma fljótlega í ljós hef- ur hún hindrað umræður fræði- manna um þessi mál í Ríkisút- varpinu. Og AB-fulltrúinn í út- varpsráði var henni innilega sammála og játar það í blaði sínu í gær. En þar segir Stef- án Pétursson orðrétt um af- stöðu sína til málsins: „Ég taldi vafasamt að rétt væri að hefja slíkar umræður í útvarp- inu á þessari stundu og lagði til að afgreiðslu á tilmælum Farmanna- og fiskimannasam- bandsins yrði frestað til frekari athugunar.“ Þetta eru alls fjórar myndir, þrjár stuttar og ein nokkru lengri. Er hún frá Alaska og nefnist Silfurmilljónir Alaska. Eru fyrst nokkrar svipmyndir af landslagi, m. a. hrikalegar myndir af brotnandi skriðjökl- um við strönd. Síðan víkur sög- unni að laxinum, sýnt umhverfi hans, ár og vötn og veiðiskap- ur. Er síðan ýtarleg lýsing á því hvernig laxinum veiddum er breytt í framleiðsluvöru, með flóknum og fimum vélum, þar sem mannshöndin kemur varla nærri. Fyrsta smámyndin sýndi hryggningarstöðvar silunga, og lýsti nokkuð uppvexti seiðanna. Mjög glögg mynd. Þá var sýnd stutt mynd frá klakstöð og því lýst hvernig silungaseiðin eru meðhöndluð á slíkum stöðum í Bandaríkjun- um. Vir'ðist þar sannarlega þurfa margs að gæta, og mega þeir er fást við slík störf hér á landi ekki láta hana fram- hjá sér fara. Framhald á 7. síðu. Silfurmilliónir Alaska Kvikmyndir um laxa- og silungsrækt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.