Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 15. marz 1952
Laugardagur 15. marz 1952 — ÞJÓÐVIUINN — (5
þjÓÐVILJINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: J6n Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Siml 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 18
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
_______________________——-----------------------------'
Burt með ríkisstjórnina — bölvald
atvinnuleysisins!
Aöalatriðið í atvinnuleysisbaráttunni er að allur al-
menningur fái tafarlaust aftur jafn blómlega atvinnu og
hann hafði á nýsköpunartímabilinu; að hver hönd fái
verk að vinna. Það verður að setja alla íramleiðslu lands-
manna fyrir útflutning í fullan gang og allan innlend-
an iönað og byggingarstarfsemi af stað með fullri orku.
Hverjum er þáð að kenna aö atvinnuleysiö er, — að
útflutningsframleiðslan er fjötmð, að iðnaðurinn er drep-
inn, að frjáls byggingarstarfsemi er bönnuö?
Það er ríkisstjórn íhalds og Framsóknar að kenna —
Alþýðuflokkurinn var að vísu meö í því áð byrja á sví-
viröingunni en hrökk svo frá af hræöslu viö fólkið.
Það er ríkisstjórnin, — íhaldiö og Framsókn, — sem
lielfjötrar útflutningsframleiðsluna með útflutningseinok-
un, lánsfjárbanni og taglhnýtingsskapnum við kreppu-
lönd auðvaldsins.
Það er ríkisstjórnin, — íhaldið og Framsókn, — sem
drepur íslenzka iðnaðinn vitandi vits, samkvæmt skipun-
um amerískra húsbænda sinna — og lætur svo blöð sín
flytja hræsnisfullar lofgerðir um nauðsyn hans, meðan
ráöherrar blaðanna murka úr honum lífið.
Það er ríkisstjórnin — íhald og Framsókn — sem bann-
ar ísl. að byggja yfir sig, gerir þeim fyrst eins erfitt
um lánsfó og hægt er, en bannar þeim, sem treysta sér til
aö kljúfa það fjárhagslega. Og um þetta bami við bygg-
ingunú hefur ríkisstjórnin fengið beina fyrirskipun frá
Marshallstofnuninni, eins og bszt kom í ljós, er smáíbúöa-
frumvarpið var stöðvað á Alþingi af amerísku valdboði.
Það er ríkisstjórnin, — íhald og Framsókn — sem notar
einokunarvald sitt yfir atvinnu- og viðskiptalífinu, til
þess aö koma á atvinnuleysi og neyö, — en notar gjaldeyri
þjóðarinnar. sem hægt væri aó nota til byggingaefnis- og
hráefnakaupa, til innkaupa á óþarfa og útlendum iöju-
vörum, sem hægt væri aö framleiða hér.
Eigi að útrýma atvinnuleysinu, þarf að brjóta þessa rík-
isstjórn á bak aftur, en þaö þýðir að’ svifta íhald og Fram-
sókn því pólitíska fylgi, sem þessir flokkar einokunar og
atvinnuleysis hafa. Þetta verða öll verkalýösfélög og all-
ar þær millis.téttir, sem nú verða fyrir barðinu á pólitík
þessara flokka: atvinnuleysinu, lánsfjárbanninu og kaup-
getuminnkun. að skilja.
Þessvegna er það eitt höfuðskilyrði til sigurs í barátt-
unni fyrir fullri atvinnu aö alþýöa landsins fylki sér gegn
þessum flokkum neyðarinnar, rýri þá öllu fylgi.
Aiþýðuflokksbroddarnir óttast aö alþýðan skilji að þáð
sé höfuöatriði. í atvinnuleysisbaráttunni að ríkisstjómin
fari frá, að kjósendur segi þessum flokkum upp holl-
ustu. AB-klíkan veit meðsekt sína á Marshallstefnu
þessára flokka, þeirri stefnu, er veldur allri ógæfunni.
AB-klíkan skríöur á hnjánum fyrir þessum flokk-
um þessa dagana eins og alltaf. í tíma og ótíma sver sá
flokkur og sárt viö leggur að aldrei skuli hann vinna
með öörum en þeim, — mestu íhaldsflokkum landsins að
sögn hans sjálfs!
Það er aðeins eitt, sem valdhafar þessa lands og hús-
bændur þeirra nú óttast. Þaö er ef þeir sjá aö alþýða
landsins fylki sér af svo miklum krafti um Sósíalista-
flokkinn, — þann flokk, sem braut geröardómsfjötra nú-
verandi stjórnarflokka 1942 og knúöi fram stórvirkustu
atvinnuframkvæmdir íslenzkrar sögu, — að völdum
þeirra sé hætta búin. Þá fyrst munu þessir flokkar fara
að láta af núverandi atvinnuleysispólitík sinni. En það
er ekki nóg.
Alþýða íslands þarf að hnekkja svo valdi þessai’a flokka
að ,þeir treystist aldrei aftur til að leiöa neyðina og at-
vinnuleysiö inn á íslenzk alþýóuheimli.
JÓH. ÁSGEIRSS. skrif-
ar: — „Ég get ekki sagt eins
og kerlingin: — Þagað gat ég
þó með sann, þegar hún Skál-
holtskirkja brann. — Að vísu
I var engin kirkja að
brenna, en ég ætlaði
^ ekkert að segja, eða
skrifa, þótt svona
færi, eftir að ég hafði horft á
kvikmynd af rússneskmn sirk-
us, sem sýnd var í Gamla bíói
sunnudaginn 9. marz, eftir er-
indi Sigfúsar Sigurhjartarson-
ar,. er hann flutti þar kl. 2
e.h. sama dag. Þetta kom mér
líka nokkuð á óvart, sökum
þess að ég hafði áður séð sirk-
us, bæði á kvikmyndum og eins
sá ég sirkusinn sem kom liing-
að í haust. Og fannst mér þá,
að ég vera búinn að fá nóg af
slíku í bili.
•
„EN Á þessum rúss-
neska sirkus var meiri fjöl-
breytni að sjá og ég vil segja
miklu meiri leikni á allan hátt.
Þáð virðast hrein undur, hvað
þeir eru langt komnir í jafn-
vægislist. Þar sást línudans-
ari stíga línuna þótt aðrir tveir
stæðu á honum. Einnig virðast
Rússar slyngir dýratemjarar.
Stærðar fíll kom þar fram á
sriðið, og sló taktinn með sín-
um svera fæti, eftir hljóðfalli
harmonikunnar. Landbimir léku
þar alls konar listir, svo sem
hjólreiðar og dans.
•
„EN MEÐ því furðuleg-
asta var þó það, að sjá unga
stúlku meðal fjögurra ljóna,
sem urruðu og létu skína vel
í tennumar. Hún virtist ekki
gefa því mikinn gaum, því hún
lagði eitt ljónið midir vanga
sinn og klappaði því. —■ Senni-
lega hafa þá einhverjir áhorf-
endur viljað vera komnir í
stað Ijónsins — en hvort þeir
vildu vinna það til að verða að
ljóni veit ég ekki. —
•
„EINNIG LÉT hún þau
öll leggjast niður og klappaði
þeim, eins og hún væri að svæfa
þau og skrei'ð svo endilöng
þvert yfir þau á eftir, en þau
hreyfðu sig ebki á meðan, voru
eins og lömb. Vald hennar yfir
þeim virtist ótakmarkað. En
það dásamlegasta, sem ég sá
þarna var samleikur manna og
hesta. 1 þeirri leikni og list var
eitthvað sem ég kannaðist við,
en get ekki túlkað. Einn mað-
ur stjórnaði þar milli 10—20
hestum á harfta stökki um
hringsviðið, eins og einum á
beinum vegi.
•
„ANNAIl LEIKUR var
það, að knaparnir snéru sér við
á hestbaki, héngu utan í síð-
um hestanna og fóru jafnvel
midir þá á sprettinum og komu
svo upp á bak hestsins hins
vegar. Mér duttu í hug fyrri
tímar, þegar sumir karlar í
sveitinni létu reiðhestana sína
ganga yfir sig, eða skriðu und-
ir kvið þeirra. En þá voru þeir
rakir, eins og sagt var.
„EN SLÍKAR „kúnstir“
eiga ekkert skylt við þá þjálf-
un og leikni sem þarna var um
að ræða, að öðru leyti en því,
að hesturinn skilur manninn í
báðum hlutverkunum. Þá var
nú ekki minnzt um það vert
að sjá knapana. stökkva af
jafnsléttu upp á bak hestanna
á sprettinum og standa þar,
þótt hestamir væru á stökki.
Og stundum stukku þeir þrír
eöa fjórir samtimis á sama
hestinn og var það skritin sjón
að sjá hestinn með alla þessa
hrúgu á bakinu. — Heildarsvip-
urinn yfir þessum sirkus virtist
mér bæði glæsilegri og skemmti
legri en yfir þeim sem ég hef
áður séð. — Eitthvað nýtt, létt
og þó frumstætt var yfir þess-
ari sýningu, sem kom öllum í
gott skap, sem á liorfðu. —
Jóh. Ásgeirss.
I.auffardagur 15. marz (Zachar-
ias). 75. dag’ur ársins. — Hefst 21.
vika vetrar. — Tungrl í hásuðri
kl. 3.00. — Árdegisflóð kl. 7.25.
— Síðdegisflóð kl. 19.45. — Lág-
fjara kl. 13.37.
EIMSKIF:
Brúarfoss kom tii Antverpen
12.3.; fer þaðan í dag til Hull og
Reykjavik. Dettifoss fór frá Rvík
7. þm. til New York. Goðafoss
fór frá Rvík í gærkvöldi til Isa-
fjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar
og Húsavíkur. Gullfoss er í K-
höfn. Lagarfoss fór frá New York
13. þm. til Rvíkur. Reykjafoss
fór frá Rvík 13. þm. til Antwerp-
en og Hamborgar. Selfoss fór frá
Bremen í gærmorgun til Rotter-
dam og Rvíkur. Tröilafoss fór frá
Davisville 13. þm. til Rvíkur. Pól-
stjarnan lestar í Huil í dag til
Rvíkur.
Skipadeild S.I.S.:
Hvassafell losar kol fyrir Norð-
urlandi. Arnarfell er væntanlegt
til Álaborgar á morgun, fiá R-
vík. Jökulfell er í N.Y.
Slúpaútgerð ríki'stns:
Hekla var á Isafirði í gærkvöld
á norðurleið. Skjaldbreið fór frá
Reykjavík í gærkvöld til Austfj..
Ármann fpr frá Reykjavík í gæ.r-
kvöld til Vestmannaeyia. Baldur
fór frá Rvík í gærkvöld til Búð-
ardals.
Flugféiag tslands:
1 dag verður flogið til Akureyr-
ar, Vestmannaeyja, Blönduóss,
Sauðárkróks og ísafjarðar. — Á
morgun til Akureyrar og Vestm.-
eyja.
./r' 12.50—13.35 Óska-
lög sjúklinga (B.
R. Einarss.). '18.00
Útvarpssaga barni-
anna: „Vihir um
veröld alla“ eftir
Jo Tenfjord, í þýðingu Halldórs
Kristjánssonar (Róbert Arnfinns-
son leikari) —- IX. 18.30 Dönsku-
kennsla; II. fl. — 19.00 Ensku-
kennsla; I. fl. 19.25 Tónleikar:
Samsöngur. 20.30 Leikrit: „Sonur
stjarnanna" eftir B. Shaw, í þýð-
ingu séra Gunnars Árnasonar.
Léikstjóri: Lárus Pálsson. —
Leikendur: Gunnar Eyjólfsson,
Inga Þórðardttir, Steindór Hjör-
leifsson og- Lárus Pálsson. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. —■ 22.10
Passíusálmur (30). 22.20 Danslög
— 24.00 Dagskrárlok.
LITLA FLtrGAN.
Lagið hans Sigfúsar Halldórs-
sonar, sem nú er á allra, vörum
og töfrað hefur þúsund hjörtu ‘sið-
ustu 200 klukkustundirnar — það
kemur í allar bókaverzlanir í dag.
Ilugsið ykkur!
Skrifstofa Mæð rastyrksnefndar
í Þingholtsstræti 18 verður fram-
vegis opin kl. 2—4 e.h. alla virka
daga nema laugardaga. Lögfræð-
ingur nefndarinnar er til viðtals
á mánudögum.
Kvikmyndasýning. Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra sýnir tvær
fræðslumyndir um meðferð löm-
xinarsjúklinga í Tjarnarbíói kl.
2 e.h. á morgun. Aðgangseyrir ki'.
5,00 rennur að óskiptu til félags-
ins.
1 dag verða,
gefin saman í
i hjónaband af
sr. Bjarna Jóns
syni. ungfr.ú
Hulda Guð-
mundsdóttir og Kristján Benja-
mínsson. Heimili þeirra verður að
Víðimel 31. — 1 dag verða gefin
saman í lijónaband af séra Jakob
Jónssyni ungfrú Halley Svein-
bjarnardóttir og Kristján Guð-
mundsson, bilstjóri. Heimili ungu
hjónanna verðxir á Melhaga 16.
Rafmagnstakmörkunln í dag
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Eiliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hliðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík í
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnes- og Rangárvalla-
sýslur.
Dómkirkjan. Mess-
að kl. 11. Sr. Ósk-
ar J. Þorláksson.
Messað kl. 5. Sr.
Jón Auðuns. Barna
guðsþjónusta verði-
ur í Tjarnarbíói á sunnud. kl. 11.
Sr. Jón Auðuns. — Nesprestakall.
Messað kl. 2 í Kapellu Háskólans.
Sr. Jón Thórarensen. — Laugar-
neskirkja. Messa kl. 2. Sr. Garðar
Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl.
10.15. Sr. Garðar Svavarsson. —
Fríkirkjan. Messað kl. 2. Sr. Þor-
steinn Björnsson, — IlaUgríms-
kirkja. Messa kl. 11 f. li. Sóra
Jakob Jónsson. Barnamessa kl.
1.30 e. h. Sr. Jakob Jónsson.
Messa kl. 5 e. h. Sr. Sigurjón Þ.
Árnason.
Næturvarzla í Ingólfsapótelci.
Sími 1330.
Læknavarðstofan Austurbœjarskól-
anum. Sími 5030. — Kvöldvörður:
Kjartaan R. Guðmundsson. Niet-
urvöröur: Þórður Þórðarson,
LRINH
Þorvaldur Pórarinssoni
r
Island og Haagdómurinn
Freyjugötu 41. — Ljósmyndasýn-
ingin er opin alla daga kl. 1—10.
I.
I grein sem birtist í Þjóð-
viljanum 3. október 1951 hélt
ég því fram að víðátta fisk-
veiðalandhelgi íslands hlyti að
skoðast innanríkismál vort, og
því væri oss eigi skylt að lúta
lögsögu alþjóðadómsins í Haag
um hana. Það er skoðun mín
að fyrir þessu megi færa nægi-
lega traust rök, söguleg, lög-
fræðileg, náttúrufræðileg og
efnahagsleg. Hinsvegar gat ég
þess til í sömu grein, að í
leynisamningi Bjarna Bene-
diktssonar við Bretlandsstjórn.
sumarið 1951, kynni að felast
sku’dbinding um að vifturkenna
lögsögu alþjóðadómstólsins í
Haag um fiskveiðalandhelgi Is-
iands. Með liliðsjón af þessu
lagði ég til að Alþingi það sem
þá sat iéti þegar í stað málið
til sín taka og lýsti yfir eigna-
rétti vorum á fiskimiðum ís-
lenzka landgrunnsins. Ekki
varð þó af neinum aðgerðum
þar að sinni, og mun þingið
eftir atvikum hafa talið rétt
a.ð bíða átekta þar til úrskurð-
ur væri fallinn í Haag í fisk-
vei'ðadeilu Breta og Norðmanna.
Sá úrskurður kom 18. desem-
ber s. 1., og mun nú eiga að af-
saka aðgerðaleysi ríkisstjórn-
arinnar í landhelgismálunum
með því að verið sé að rann-
saka gi’di hans og áhrif fyrir
oss. Um slíka. rannsókn getur
naumast verið nema gott eitt
að segja í sjálfu sér ef hún
er gerð af hæfum og ábyrg-
um mönnum, og skal ég síö-
astur manna hvetja stjórnina
til fijótræðis i þessum efnum
eða lá henni þótt hún sé lengi
að viða að sér gögnum. En
ekkert af þessu getur verið
nein afsökun fvrir því að láta
la.ndhelgissamninginn frá 1901
gilda áfram, — Ríkisstjórnin
ætti að taka rögg á sig og lýsa
niður fallirm iandhelgissamning
Dana og Breta frá 1901 og allt
sem honum tPheyrði og af hon
um flaut. Þrn næst þyrfti
stjórnin ’að kni'a saman Alþing.
en þar æt.ti a'ð samþvkkja lög
um ævaranrii eignarétt ísiands
á ís’enzkn landgrunninu með
fiskimiðum bess og öilum öðr-
um gögnum og gæðum hverju
nafni sem refnast.. (Rétt er að
geta þess hér að lög nr. 44,
5. apríi 1948 lýsa hvergi vfir
eignarétti voriun á fiskimiðum
landgrunusins, enda þótt þau
' geri ráð fyrir sérstakri fisk-
veiðaiögsögu á tilteknum friðun-
arsvæðum innan iaudhelgi og
utan á landpTunninu’).
Á grundvelli slíkra laga
getum vér einir skipaö fisk-
veiðalandhelgi vorri á hverjum
tíma, og ráðið því hversu vítt
belti skuli verja fyrir útlend-
ingum hverju sinni, ellegar
hvort banna skuli þeim með
öllu fiskveiðar á rslandsmiðum.
Þeir sem um mál þessi hugsa
munu helzt bera kvíðboga fyrir
því að oss muni ekki haldast
uppi að ákveða fiskveiðaiand-
helgina á eigin spýtur, þ. e.
með einhliða yfirlýsingn án
samþykkis þeirra þjóða sem
stundað hafa fiskveiðar hér
við land undanfarið. Ég hef
haldið því fram að þetta beri
að telja innanríkismál vort.
Séu hinsvegar til samningar
úm að skjóta ágreiningi um það
til alþjóðadóms, er að taka
þvi. En þá fer að skipta miklu,
hversu málið ber að og um
hvað yrði deilt og dæmt. Ég
er ekki i neinum vafa um yfir-
burði þá sem vor rök hafa yfir
kröfur útlendinga, einkum hin
siðferðilegu og sögulegu; að því
leyti sé ég enga ástæðu til að
óttast úrslitin. Hinsvegar horf-
ir málið e. t. v. allt öðruvísi
við ef ísienzk stjórnarvöld
brestur áræði til þess að standa
á sögulegum rétti vorum, en
halda áfram hikandi friðunar-
ráftstöfunum á grundvelli lag-
anna frá 1948 í stað fullnægj-
andi landhelgisl ögg jaf ar. Því
að eigi hefur enn borizt nein
vitneskja um hverja vísinda-
lega raun sú friðun gaf sem
gerö var fyrir Norðurlandi
sumarið 1950. En vísindalega
Fyrri hluti
friðun á hafsvæðum sem vér
höfum ekki formlega lýst vora
eign, hversu nærri ströndum
sem vera kann, lilýtur að verða
að styðja óyggjandi vísinda-
rökum ef til ágreinings kæmi.
Visindaleg friðun eða vemdun
sem yrði hrundið af gerðar-
dómi eða alþjóðadómstóli vegna
ófullnægjandi undirbúnings eða
brestandi gagna gæti skaðað
málstað vom í bili og tafið
fyrir frambúðarlausn landhelg-
ismálsins. Á hinn bóginn er
auðveit a'ð styðja víkkun fisk-
veiðalandhelginnar með fjöl-
þættum og óyggjandi efnahags-
legum og sögulegum rökum.
Komi málið fyrir alþjóða-
dóminn í Haag mætti einnig
gera ráð fyrir að spurt yrfti
um hin lagalegu rök. Þess-
vegna er rétt að athuga gaum-
gæfilega úrskurðinn 18. desem-
ber 1951 í landhelgisdeilu
Breta og Norðmanna, til þess
aö komast að raiu. um hversu
mikiis megi sin hin sögulegu
og lagalegu rök vor íslendinga.
II.
Aðstaða Norðmanna.
Við Norftur-Noreg (þ.e. norð-
an 66° 28’ 48” norðurbreidd-
ar) hafði norska stjómin á-
kveðið víðáttu landhelgi sinn-
ar með konungsúrskurði 12.
júlí 1935. Þar var með hliðsjón
af sögulegri venju og eldri laga
ákvæftum, sérstaklega kgúrsk.
22. febr. 1812, 16. október 1869.
5. janúar 1881 og 9. sept. 1889,
mælt svo fyrir að ytri mörk
norska fiskveiðasvæðisins á þess
um slóðum skuli vera samsíða
beinum grunmínum sem dregn-
ar eru á milli tilgreindra staða
á landi uppi, á eyjum eða
skerjum. I kgúrsk. 12. júlí ’35
var einnig vitnaÖ í ótvíræðan
eignarrétt Noregs að hafsvæð-
um þeim sem um var að tefla,
landfræðilegar aðstæður, og af-
komuskilyrði fólksins í aðliggj-
andi héruðum. Noregur taldi
sér 4 sjómítur út fyrir áður-
nefndar gi’unnlínur, en á land-
helgi var ekki minnzt berum
orðum í kgsúrsk. 12. júlí 1935.
Deilt var um það í Haag,
hvort grunnlínurnar væru í
samræmi við alþjóðalög (þ. e.
a. s. hinar löngu, beinu g“unn-
!ínur), og hvort rétt væri að-
ferð sú sem beitt var við af-
mörkun íiskveiðasvæðisins.
Hinsvegar var ekki deilt um
réttmæti fjögurra sjómílna
beltisins. Eins og alkunnugt er
gekk úrskurðurinn Norðmönn-
um í vil. En þó hafa þeir e. t.
v. fengið vífttækari dóm en þsir
kærðu sig um. Því að slegið var
föstu að fiskveiðasvæðið sam-
kvæmt úrskurðinum frá 1935
væri jafnframt hin raunveru-
lega landhe’gi þeirra.
Bretar hófu togaraveiðar á
hinu umdeilda svæði árift 1906.
Fyrsti togarinn var tekinn og
dæmdur ári’ð 1911. Síðan hafa
Norðmenn starfað óslitið að
málinu, og unnu það loks alveg
eftir fjörutíu ár. Mörg rök
hnigu að lokum undir sigur
þeirra, en þó fyrst og fremst
dugnaður sá og aiúð sem vís-
indamenn þeirra og stjórnar-
völd höfftu ’.agt í undirbúning
málsins frá öndverðu.
I Haag var helzt ágreining-
'ur um breidd fjarða og flóa
(þ. e. l’engd grunnlínanna).
Forsendur dómsins ganga af
tveim „kenningum" brezkra
stjómarvalda og þjóöréttar-
61. dagur
'&í
Samhijóða öskur hristi veggi gistiskálans
veitingamaðurinn greip að hjartastað,
hann þoldi þetta ekki, heldur féll örmagna
á góifið. Það höfðu komið upp tólf á ten-
ingnum!
L á ............
Augu þess rauðhærða vil'tust. vera að
brjótast út úr augnatóttunum og þau urðu
eins og gler í fölu andlitínu. líann stóð
þunglamalega upp og hrópaði: Ó vei,. Ó
vei! og skjögraði út ur 'gistislcálanum.
Sagan segir að hann hafi farið ut í eyöi-
mörkina, en þar hafi sjakalar étið hann
að lokum. Hann var engum harmdauði,
því lxann var harðlyndur og ranglátur og
hafði komið miklu iliii til léiðar með því
að ræna einfeldninga í spilum.
En Hodsja Nasreddín lét vinninginn mikla
í hnakktöskuna sína, faðmaði asnann að
sér og gaf lionum ljúffengar kökur, en á
því varð. asninn ekki lítið hissa, því hann
hafði fengið aðrar, gjafir hjá húsbónda
sinum fimm mínútum áður.
Bandaríkin reka njósnastarfsemi sína í öllum lömlum af meira
Icappi en uokkru sinni fyrr. Myndin er af þremur bandarískiun
njósnurum sem handteknir vorn í Albaniu er þeir srtfu tll jarða-r.
fræðingá í þvi efni nær dauð-
um. Kenningin um bognar
grunnlínur er ekki talin ófrá-
víkjanleg réttarregla, og tiu
mílna reglan um vídd flþa ekki
heldur.
Kehninguna um grtmniínur
sem þræði lögun strandarinnar
má e. t. v. telja aðalreg’.u þjóða
réttarins ennþá. En samkvæmt
úrskurði dómsins giidir hún
ekki ef hefð er komin á aðra
reglu, eða önnur aðferð rejmist
hagfelldari. Skurðbogakenning-
in er að kalla má alveg ný;
fyrst borin fram í tillöguformi
í Haag af Bandaríkjamönniun
árið 1930. Kröfu Breta um
skurðbogakenninguna var ekki
sinnt, og hinar löngu beinu
grunnlínur kgsúrsk. 1935 viður-
kenndar.
Fróðlegt er a'ð athuga lítið
eitt þróun deilunnar. — Norð-
menn töidu að reglan um
fjögurra sjómílna landhelgi
hjá sér ætti upptök í til-
skipun frá árinu 1745, en væri
þar sett sem takmörkun á sjón-
deildarreglunni, er náfti gildi
áriö 1691. — Árið 1702 birti
Cornelis van Bynkershoek rit
sitt um yfirráðin á hafinu, og
setti þar fram þá kenningu að
landhelgi skyldi miða við lang
drægi fallbyssunnar, og var
samkv. henni enginn greinar-
munur gerður á lögsögu ýfir
strandsjó og á landi. Aðrir
höfundar tóku upp skotregluna
eftir van Bvnkershoek, en þó
er svo að sjá sem flestjr hafi
með henni einkum átt við hern-
aðaryfirráða- eða hlutleysis-
belti (sbr. t. d. rit Emmerich
de Vattel xun alþjóðarétt árið
1758). ítalinn Ferdinando Gali-
áni er fyrstur talinn hafa sett
fram kenningúna um 3 sjó-
mílna lándhélgi árið 1782 (þ. e.
að miða langdrægi fallbyssna
að þessu leyti við þrjár sjó-
mílur) og átti vitanlega fyrst
og fremst við hlutleysisbelti.
Reglan öðiaðist ekki mikla
viðurkenningu fyrst í stað,
en árið 1793 tilkynntu Banda-
ríki Norðui’-Ameríku að þau
myndu beita henni í sam-
ba-ndi við hiutleysi og var hún
lögfest þar árið eftir. I milli-
ríkjasamningum gætir 3 sjó-
mílna reglunnar ekki fyrr en
árið 1818, í samningi Breta og
Frakka. Reglunni er ha’.dið í
samningi sömu aðila árið 1839
en jafnframt birtist í fyrsta
sinni í þeim samningi reglan um
10 sjómílna vídd f jarða og flóa.
(Hinn víðkunni bandaríski þjóð
réttarfræðingu" John Bassett
Moore segir í ritdómi árið 1S89.
að reglan -sé svo tilkomin áð
menn hafi taiið minni hættu
á að fiskiskip þeii’ra tíma
hrekti inn í landhelgi ef veiði-
svæði þeirra væri hvergi mjórra
en fjórar sjómílur í fjörðum).
Menn sjá því að þriggja sjó-
mílna landheigi og 10 sjómilna
reglan um firði og flóa eru síð-
ur en svo nokkurt náttúrulög-
mál, heldur eru þær mjög tima-
bundið og staðbundið fyx*ir-
brigði. Þær náðu aldrei ai-
mennri viðurkenningu í alþjóða-
Framhald á 6. síðu.
--------------------------\
Hvenær verður
útvarpað frá
studentafund-
inum?
Fyrir nolckru var hald-
inn stúdentafuiulur um
menningarmál, og vorii
umræðurnar teknar á stál-
þráð eins og venjulega
með tilliti til þess að
þeim yrði síðar úUarpað.
Eins og menn muna rauk
Morgunblaðið uj>p eftir
fundinii með riúklum
bægslagangi og átti sér-
siaklega vantalað við Jó-
hannes úr Kötluni, en lét
háít af sínum mönnum.
Þeir sem þekkja viimu-
brögð Morgunblaðsins
vissu þá vel at blaðið
þórtist eiga um sárt að
binda eftir fumlinn.
Síðan hafa úrtarps-
hlustendur beðið þess
með óþreyju að útvarpað
yrði umræð'unum, enda er
það eitt cinsælasta út-
varpsefnj sem völ er á.
En biðin hefur orðið á-
rangursl'aus. Dagur hefur
liðið af degi og ein helgin
af annarri, án þess að
umræfturiar hafi svo
mikið sem verið boCaðar.
Hvað veldur þessari töf?
Og livað kemur til að
Morgunblaðið auglýsir
ekki eftir því að umræð-
unum sé útvarpað, svo að
alþjóð eigi þess kost að
heyra hversu eftirmimii-
lega Jóliannes úr Kötlum
varð sér til minnkunar?
Því það skyldi þó aldrei
vera að það séu Morgun-
blaðsmenn sem hindra að
'umneðurnmu sé útvarp-
að?
>. /