Þjóðviljinn - 16.03.1952, Page 1

Þjóðviljinn - 16.03.1952, Page 1
flokkunnní Allir deildafundir falla niður annaokvöld. SIGFUS SIGURHJARTARSON LATINN Þjdðviljinn flytur íslenzku þjóðinni harmafregn. Sigfús Sigurhjartarson er látinn. Hann andaðist í gærkvöldi að heimili sínu um klukkan hálf níu. Banamein hans var hjartaslag. ísland á þar á bak að sjá einum sinna allra beztu sona. Alþýða fslands hefur misst einn glæsilegasta og giftusamasta foringja sem hún hefur eignazt. Er þungur harmur kveðinn að ástvinum hans, og öllum þeim öðrum sem fagnað höfðu svo nýlega heim- komu hans. Einn bezti sonur íslands er lagztur til hvíldar eftir annasaman og erfiðan vinnudag. Starfi hans og minningu mun alþýða íslands ætíð halda í heiðri og geyma sem hjartfólgins fjársjóðs. Rotaforingjamlr Lynde McCormick 09 Williðm Andrews koma í dag Olíufélagið og hvalsföðin lófin víkja úr Hvalfirði til að rýma fyrir herraþjóðinni Þjóðviljanum barst í gær þessi . frettatilkynning fra utanríkisráðuneytinu, dags 15. marz: „Lynde McCormick yfirflotaforingi Atlantshafsbanda- Iagsins er væntanlcgur til íslands sunnudaginn 16. marz. Kemur hann til viöræöna viö ríkisstjórn íslands og yfir- mann vamarliðsins á íslandi. í för með yfirflotaforingj- anum er flotaráösforingi hans, Sir Wiiliam Andrewes flotaforingi, og annað íöruneyti.“ Heimsókn þessa flotaforinsria Atlanzhafsbandaiagrsins er Is- lendingrum síður en svo á- nægjuefni. Telja má vis.t að meB komu þeirra eiffi að herða á þeim hernaðarhlekkj- irni sem verið er að vefja Is- land ogr íslenzku þjóðinsír Nú er svo komið. að her- stjórn Bandarikjanna telur sér heimilt að haga sér gagrnvart Islendingum sem hernuminni þjóð, dreifa um allt Iand her- gtöðvum sínum án alls tiliits til lífs og hagrsmuna íslenzku þjóðarinnar. Heimsókn Lynde MoCormick yfiríiotaf oringja Atlanzhafsbandalagsins er vafa laust liður í þeirri áætlun bandarisku herstjórnarinnar að gera fsland að mikUvægtim iið undirbúningrs heimsauðvaldsins tll árásarstyrjaidar. Einhver minnist nú varnað- arorða Þjóðviijans Vegna olíu- Htöðvarinnar f Hvalfirði. NÚ ÞEGAB MUN AKVEÐIÐ AÐ I.ÁTA BÆÐI OUUFÉLAG- 1» OG HVALVEIÐI8TÖÐINA HVEBPA A BBOTT ÚB HVALFIBÐI, og er auðvelt að grera sér í hugrariund hvað vak- ir fyrir ríkisstjórntnni ogr hin- um bandarisku húsbændum hennar í sambandi við þann fiutning. Það verður ekki of oft á það minnt að íslenzka þjóðin ber ekki ábyrgð á þeim landráða- samningum sem ráðherrar og þingrmenn bandarísku fiokk- anna hafa gert um afsal ís- ienzks lands og landsréttinda. Islendingar hafa háð sjálf- steðisbaráttu öidum saman við ofurefli, þar til slgur vannst. Hin nýja sjálfstæðisbarátta verður styttri, en hve löng sem hún verður Iýkur henni ekki nema á einn veg: lslendingar vinna á ný sjálfstæði sitt úr hóndum hins erienda kúgun- arva/.ds og innlendra Ieppa þess. Það eru fulltrúar feigs skipulags sem í dag koma hingað í því skyni að herða hernaðarf jöturinn um Isiand. „Venjulegt ástandff við Súes Brezka herstjórnin á Súez- eiði tilkynnti í gær að nú yrði aflétt ýmsum þeim hömlum sem verið hafa undanfarið á samgöngum um Súessvæðið. Er meðal annars afnumið bann við járnbrautarsamgöng- um milli Súessvæðis og Kairo, egypzkir verkamenn teknir á ný til ýmissa starfa hjá brezka setuliðinu og egypzkum föngum sleppt úr haldi. Halda Bretar því fram að nú sé orðið „venjulegt ástand" á Súessvæðinu. Franska stjórnin fullskipuð Hin nýja stjórn Antoine Pin- ay er nú fullskipuð. Voru nöfn ráðherra tilkynnt í gær, en í stjórninni eiga að- eins sæti 22, í stað 40 í stjórn- inni næstu á undan. Sigíús kom heim úr dvöl í Sovétríkjunum íyrir tæpum mánuði. og hóí þegar fyrri störf að nýju af sinni alkunnu atorku og skyldurækni. I gær héldu Góðtempl- arar honum samsæti og hélt Sigfús þar eina af sínum snjöllu ræðum. Var hann þá vel hress en veiktist skömmu eftir að hann kom heim, um sjöleytið. Var sóttur til harís læknir er ekkert fékk að gert og ætlaði að láta flytja hann á spítala. En Sigfús lézt áður en það yrði. Almenningsálif heimsins for- dœmir sýklahernaSinn Forseti heimsfriðarráðsins, Frederic Joliot-Curie, hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu vegna sýklahernaðar Bandaríkja- manna í Kóreu: „Frá fopseta kínversku frið- arnefndarinnar, herra Kúó Mó- jó, hef ég fengið þær skelfi- legu fréttir, að bandarísku her- irnir í Kóreu séu farnir að beita sýklavopnum. Dagana 26. janúar og 17. fe- brúar dreifðu bandarískar her- flugvélar við vígstöðvarnar og að baki þeirra bólusóttarsýkl- um, taugaveikisýklum, kóleru- sýklum og sýklum fleiri ægi- legra, smitandi drepsótta. Þessi hræðilega athöfn getur ekki átt upptök sín í heilbrig’ð- um huga, en hefur engu að síð- ur verið framkvæmd. Hún er framhald af hinum hræðilega glæp er hundruðum þúsunda heimamanna v;A» tortímt á nokkrum sekúndum í Hirósíma og Nagasaki. Notkun sýklavopna er ótví- rætt brot á alþjóðaiögum. og þó einkum á Genfarsáttmálan- um frá 17. júní 1925. Þéim var beitt af jaþönsku herjunum í Kína. — Herráð Bandarikjanna og áhrifamenn í Bandaríkjunum hafa áður ekki farið dult með að af bandarískri hálfu hafa þessi vopn verið undirbúin og fyrir- huguð notkun þeirra. Þetta glæpaverk gengur í berhögg við samþykktina, er gerð var á heimsfriðarþinginu í Varsjá og hvatti til að bönn- uð yrðu öll sýklavopn, eitur- vopn og önnur vopn er miða að múgtortímingu, en í þeirri samþykkt var tjáð ósk og von allra þjóða. Með undirskrift sinni við Stokkhólmsávarpið kröfðust 500 milljónir manna slíks banns og létu þar með í ljós þá ósk og von að slik fjöldamorð yrðu aldrei endurtekin. Nú sjá þjóðirnar hver hætta þeim er búin, hinar miskunnar- lausu grimmdaráðferðir sem notaðar eru til að reyna að þvinga< þær til undirgefni. Almenningur verður að rísa úpp og fordæma þennan glæp. Frederick Joliot-Curie — forseti heimsfriðarrá'ðsins“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.