Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 6
6? — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 22. marz 1952
Þegar mér var -sögð fregnin
um fráfall Sigfúsar Sigurhjart-
arsona,r sama kvöldið og hann
lézt átti ég erfitt með að trúa
eigin eyrum. Og ég veit að svo
hefur verið um marga. Ástvinir
hans, samherjar og vinir höfðu
fyrir skömmu fagnað heimkomu
hans frá útlöndum þar sem
hann hafði leitað sér lækninga
og hressingar. Allar vonir virt-
ust standa til að öðruvísi færi.
Hann virtist hafa fengið veru-
lega bót meina sinna, var hress
í bragði og lét ek'.d á því standa
að taka til sinna margháttuðu
félagsmálastarfa fyrir flokk
sinn, bæjarfélag og hin mörgu
félagssamtök er nutu krafta
hans og hæfileika.
Það var vissulega líkt Sigfúsi
Sigurhjartarsyni að láta engan
drátt á því verða að hef ja störf-
in og baráttuna að nýju. At-
orka hans og skyldurækni var
fágæt og hann var allra manna
ólíklegastur til að sýna sjálfum
sér hlífð í nokikru þegar skyldu-
störfin voru annarsvegar, og
þau áhugamál og hugsjónir sem
hann hafði gengið á hönd og
helgað krafta sína og lífsstarf.
— Hann hafði nýlega flutt stór-
fróðlegt og snjallt erindi um
land verkalýðsins og sósíalism-
ans fyrir troðfullu húsi í Gamla
bíói og næsta dag beið hans
fullskipað stærsta samkomuhús
bæjarins og aðsókn að því erindi
hafði verið slík að óþekkt var
í sögu höfuðstaðarins.
Fregnin um andlát Sigfúsar
kom eins og reiðarslag. Vonir
vina hans og samherja um batn-
andi heilsu hans og að fra.m-
undan væri enn langt og giftu-
samt starf og forusta í frelsis-
baráttu alþýðunnar og íslenzku
þjóðarinnar allrar voru allt í
einu orðnar að engu. Hann var
einn þeirra manna er þjóðin
mátti nú sízt sjá á bak eins og
högum er háttað. Fjölþættir
hæfileikar hans, einlægni og
baráttueldmóður var með því-
likum yfirburðum að það var
örðugt að hugsa sér framtíð-
ina, vandamál hennar og að-
kallandi störf án brautárgengis
þessa stórbrotna og giftudrjúga
forustumanns.
Söknuðurinn eftir slíkan
mann sem Sigfús er sár og
innilegur. Þjóðin finnur að hún
hefur misst á miðjum aldri einn
sinn bezta son og mikilhæfan
drengskaparmann. Fráfall hans
er harmað af svo mörgum að
fátítt er um mann sem staðið
hefur í fremstu víglínu íslenzkr-
ar stjórnmálabaráttu og hvergi
dregið af sér í stormum hennar
og stríðum. Ber þetta því
gleggst vitni hvílikur maður
Sigfús var og hve fágætum og
almennum vinsældum hann átti
að fagna.
I raðir íslenzkrar alþýðu og
flokks hennar, Sósíalistaflokk-
inn, er höggvið stórt og vand-
fyllt slcarð við fráfall Sigfúsar.
Hann hafði átt einn stærsta
þáttinn í sameiningu íslenzkra
sósíalista í einn flokk, sem væri
því hlutverki vaxinn að skipu-
leggja stjórn hagsmunabaráttu
alþýðunnar og sókn hennar til
frelsis og sósíalisma. Honum
var það að þakka framar öllum
öðrum að þessa einingu ís-
Ienzkra sósíalista tókst að
vernda og treysta þegar mest á
reyndi. Sigfúsi var Ijóst afl
einingarinnar og nauðsyn sam-
heldni um meginstefnu og hann
vissi að um hana varð að standa
yörð ætti verkalýðnum að verða
sigurs auðið í baráttunni fyrir
þjóðfélagsskipan jafnréttis og
sósíalisma. Og hann hafði orðið
þeirrar hamingju aðnjótandi að
sjá árangur starfs síns og for-
ustu i samhentum og öflugúm
flokki sínum og þeirri sókn-
dirfsku sem einkennt hefur
verkalýðshreyfinguna á undan-
förnum árum þegar litið er á
starf hennar í heild. Enginn
einn maður á stærri hlut að
sigrum og sókn íslenzkrar al-
þýðu síðasta hálfan annan ára-
tug en Sigfús Sigurhjartarson.
Með lífsstarfi sínu og fordæmi
hefur hann skilið okkur félög-
um sínum eftir dýrmætan arf
sem okkar hlutverk er að
vemda og ávaxta.
Minningu þessa ástsæla for-
ustumanns, félaga og vinar
verður bezt haldið í heiðri með
því að íslenzkir sósíalistar
treysti raðir sínar og öll alþýða
efli baráttuna og starfið fyrir
framgangi þess málsstaðar sem
hann unni og helgaði afburða
krafta sína og lífsstarf. Látum
minninguna um Sigfús Sigur-
hjartarson og ævistarf hans allt
verða okkur til aukins þreks og
áræðis í baráttunni sem fram-
undan er: fyrir frelsi íslands,
þjóðfélagsvöldum alþýðunnar
og sköpun hins stéttlausa þjóð-
félags sósíalismans á íslandi.
Þannig minnumst við okkar
fallna foringja bezt og á verð-
ugastan hátt.
Guðmundur Vigfússon.
★
Enda þótt æfistarf Sigfúsar
Sigurhjartarsonar hafi verið ó-
venjulega" fjölþætt ög marg-
brotið og aðal vettvangur bar-
áttu hans hafi verið stjórn-
málasviðdð, voru þau baráttu-
málin ekki fá, sem hann sam-
tímis helgaði krafta sína.
Eitt þessara mála var sam-
vinnuhreyfingin.
Eins og hvarvetna annars-
staðar, þar sem hann lagði
hönd á plóginn, ávann hann sér
óskorað traust í neytendahreyf-
ingu Reykjavíkur. Árið 1940
var hann kosinn í stjórn KRON
og frá árinu 1945 til æfiloka,
var hann kjörinn formaður fé-
lagsstjómarinnar.
Vegna stéttarafstöðu sinnar,
er verkamanninum, ef svo
mætti segja, sósíalisminn í blóð
borinn. Leiðir menntamanna til
sósíalismans eru breytilegar og
ekki allra að rata þær. Sum-
ir snúast til fylgis við stefn-
una af hagfræðilegum skiln-
ingi, aðrir af fagurfræðilegum
eða mannúðarlegum hvötum.
Ég held að menntamaðurinn
Sigfús Sigurhjartarson hafi
kastað sér út í stjórnmálabar-
áttuna við hlið verkalýðsstétt-
arinnar, ekki aðeins á fræði-
legum grunni, hann Vár víð-
lesinn marxisti, heldur vegna
fölskvalausrar samúðar með
þeim sem áttu bágt, þ. e.
af mannást. Eins og alkunnugt
er var Sigfús heitur bindindis-
maður, það svo að sumir aðrir
sem áttu samleið með honum á
öðrum sviðum, fannst nóg um.
Engum getur blandazt hugur
um, að fylgi hans við Góð-
templararegluna var ekki
sprottið af hans eigin þörf, til
þess að verjast freistingum
Bakkusar, heldur vegna hins,
að hann kenndi svo sárt til með
þeim mörgu, sem þjáðust af
afleiðingum óhóflegrar vín-
nautnar.
Þannig var það reyndar um
öll önnur verksvið sem hann
valdi sér. I hita starfsins og
baráttunnar fyrir réttum og
góðum málstað, var hans eigið
„ég“ ekki til. Hin ósáttfúsa
andstaða hans gegn ríkjandi
þjóðskipulagi auðmannsins var
þessu marki brennd. Það var oft
og einatt, á hans viðburðarika
starfsferli, að hann tefldi ó-
hikað og án allra vangaveltna
i hættu vinsemd vina sinna og
setti rétt málefni jafnan skör
hærra en persónuna sem hann
deildi við.
Með fráfalli Sigfúsar Sigur-
hjartarsonar eiga samvinnu-
menn íslenzkir og þó einkum
reykvískir, á bak að sjá ein-
um sínum traustasta forsvars-
manni. Þessi mannskaði er sam-
tökunum þeim mun tilfinnan-
legri nú, sem þau eiga við vax-
andi örðugleika að etja. Megin-
stoð reykvískra neytendasam-
taka hefur frá öndverðu verið
alþýðan — hinn vinnandi mað-
ur og kona. Með stöðugt skert-
um kaupmætti launa og ýmist
hálfgerðu eða algeru atvinnu-
leysi mikils þorra stéttarinnar
hljóta verzlunarsamtök hennar
að bíða hnekki, eins og alþýð-
an sjálf.
Síðustu samverustundir mín-
ar með Sigfúsi, en það var
tveim dögum fyrir andlát hans,
bar samvinnumálin á góma.
Að vanda var Sigfús bjart-
sýnn á framgang samtakanna.
Sjálfur liafði hann af eigin
raun, fyrir skemmstu átt þess
kost að kynnast ýtarlega,
íhversu samstillt og einhuga
verkalýðssamtök fá miklu á-
orkað til hagsbóta og vissulega
var traust hans á íslenzkri
’alþýðu ekki minna en á alþýðu
annarra landa.
Við sem áttum því láni að
fagna, að eiga Sigfús að sam-
herja, vonum og óskum að
öll þau málefni sem hann beitti
sér fyrir megi vel dafna. Og
til þess er fróm óskin ekki
einhlít. — Aðeins með efldu
starfi, með auknu framlagi
hvers og eins, getum við, að
nokkru, fyllt í skarðið. Þann-
ig myndi Sigfús sjálfur hafa
brugðizt við mannskáða. Þann-
ig er minningu hans bezt á
lofti haldið .
Isleifur Högnason.
★
Þegar mér var sagt að Sig-
fús Sigurhjartarson væri dáinn
var það mér svo þung harma-
fregn, að mé fannst sem lífið
næmi staðar, eins og styrkur
þáttur þess hreyfiafls sem
knýr til réttlætis og mannbóta
hefði brostið, því þegar ég lít
yfir hina stuttu og starfsömu
ævi þína, sé ég þig allstaðar
framarlega eða fremstan i bar-
áttunni fyrir öllu því sem til
framfara horfði og gleymdir
sízt þeim er næðingur lífsins
lék naprast um. Ég þakka þér
vinur og félagi fyrir samstarf-
ið, hollu ráðin og leiðsögnina,
sem við nutum í verkalýðs-
félögunum og gefin voru af
þinni alkunnu glöggskyggni og
drengskap.
Sigurður Guðnason.
★
Það er vissulega erfitt að
gera sér grein fyrir því, að Sig-
fús er fallinn frá. Ég hef ekki
orð til að lýsa því, hvemig mér
varð við er andlátsfregn hans
barst mér um það bil tveim
klukkustundum eftir að ég
kvaddi hann í síðasta sinn,
hressan og kátan.
Hér verða ekki í þessum lín-
um skrifuð nein eftirmæli um
Sigfús Sigurhjartarson, aðeins
með nokkrum fátæklegum orð-
um þakkað fyrir það mikla leið-
beiningarstarf, sem hann leysti
af höndum gagnvart mér og
fjölda annarra ungra manna.
Þegar ég minnist Sigfúsar finn
ég að stór þáttur í starfi hans
var vissulega leiðbeiningarstarf.
Baráttustarf hans er bending
til okkar um hvar og hvernig
við eigum áð starfa í þágu
þess málefnis, er hann helgaði
líf sitt, og fráfall hans krefst
þess, að við leggjum enn meira
að okkur í starfinu. Við get-
um aðeins á einn hátt full-
þakkað Sigfúsi fyrir allt hans
starf, með því að hver og einn
leggi sig allan fram. Það verð-
ur erfitt að fylla það skarð,
sem nú hefur myndazt í röð-
um íslenzkrar alþýðu, hörð bar-
átta er framundan, en sú bar-
átta skal vinnast og sigur í
baráttunni fyrir sósíalismanum
— friði og bræðralagi allra
manna — verður sannasti
minnisvarðinn, sem íslenzk al-
þýða getur reist Sigfúsi Sig-
urhjartarsyni.
Ég átti því láni að fagna
að vera einn af áheyrendum
að tveim síðustu ræðunum, sem
Sigfús flutti. Sú fyrri var flutt
á vegum Æ.F.R.; sú ræða veit
ég að verður okkur, sem á
hana hlýddum, ævinlega minn-
isstæð, því að í henni fólst
leiðbeining til okkar hinna yngri
samofin brennandi hvatningu.
Það er ánægjulegt að hafa
þessa leiðbeiningu að veganesti
í baráttunni, sem framundan
er. Það komst til tals eftir
þennan fyrirlestur, að æskilegt
væri að fá Sigfús til þess að
skrifa hann niður, svo hægt
væri að eiga hann og senda fé-
lögunum úti á landi. Hér er
aðeins getið um þetta eina
dæmi, en ógemingur er að gera
grein fyrir þeim öllum.
Síðustu ræðu sína flutti Sig-
fús sama daginn og hann dó.
Sú ræða var flutt innan þess
félagsskapar, þar sem Sigfús
hóf félagsmálastarf sitt. Ræð-
an var samtvinnuð aðallega af
tvennu: ættjarðarást og bræðra-
lagshugsjóninni. Það var hug-
sjónin um bræðralag allra
manna, sem bar hæst í öllu
starfi Sigfúsar Sigurhjartar-
sonar innan Góðtemplararegl-
unnar, enda er það löngu við-
urkennt innan reglunnar að
enginn meðlimur hennar starf-
aði betur í anda bræðralags-
hugsjónarinnar en hann. Þetta
er vissulega eðlilegt, þar sem
Sigfús skildi betur ón svo
margir aðrir, að til þess að
grundvallaratriði góðtemplara
um bræðralag allra manna geti-
komið til framkvæmda er að-
eins ein leið, sú að samfylkja
allri alþýðu saman í baráttunni
fyrir þjóðfélagi sósíalismans.
Þetta skildi Sigfús og þess
vegna helgaði hann líf sitt þess-
ari baráttu. Og eins og áður er
sagt: því aðeins getum við
fullþakkað Sigfúsi, að við herð-
um baráttuna og vinnum sósíal-
ismanum fullan sigur.
Sigurður Guðgeirsson.
★
Það var í desembermánuði
hið örlagaríka ár 1939. Síðari
heimsstyrjöldin var hai'in, hug-
ir manna í uppnámi út af at-
burðum líðandi stundar. Jafn-
framt því hafð) skapazt hinn
ákjósanlegasti jarðvegur fyrir
hverskonar blekkjandi áróðurs-
starfsemi, enda mun henní
sjaldan hafa verið beitt af
meiri ósvífni en eir.mitt þá.
Ég var stadd.ir ' Reykjavík’
við nám og lagði leið mina eitt
kvöld á félagsfund hjá Æsku-
lýðsfylkingunni. Eitt dagskrár-
atriði þess fundar var það,
að Sigfús Siguvhjartarson ætl-
aði að flytja erindi um stvrj-
aldarátök þau er þá voru ný-
lega hafin. Ég hafði ekki séð
Sigfús fyrr, en langaði til að
kynnast þessum manni, sem ég
vissi að nýlega hafði kastað
frá sér glæsilegum möguleikum
fyllsta frama í borgaralegu!
þjóðfélagi til að standa í
fremstu víglínu í baráttunni1
fyrir sameiningu alþýðunnar og
áhrifavaldi hennar, þótt sú af-
staða væri svo óglæsileg eigin
hagsmunum sem framast gat
orðdð.
Þessi fyrsta kynning olli1
sannarlega ekki vonbrigðum. I
stuttu, skýru erindi lagði ræðu-
maður fram rökin fyrir eðli
þeirra átaka er hann ræddi um,
rök sem vörpuðu skýru ljósi
á grundvallaratriði sem áður
voru óljós éða jafnvel hulin
með öllu. Með sinni hrífandi
mælsku talaði hann til skyn-
semi áheyrendanna, kom þeim
til að hugsa sjálfum um dýpri
rök þess málefnis er fyrir lá.
Kynning okkar varð þó ekkl
mikil í þetta sinn. Hún hófst
fyrst fyrir alvöru nokkrum ár-
um síðar. Á því tímabili hafði
hann sjálfur orðið að þola er-
lenda fangavist fyrir að hafaJ
valið sér það hlutverk að
standa fremst í baráttunni
fyrir rétti íslenzku þjóðarinn-
ar á tímum hernáms og háska.
Þegar kynning okkar hófst svo
fyrir alvöru, varð hún til þess
að ég fékk sifellt meiri mætur
á þessum manni; því þá lærði
ég betur að skilja hvað það var
sem kom honum til að velja þá
afstöðu í málefnabaráttu þjóð-
félagsins, sem hann gerði. Þáð
var í fyrsta lagi hin geysivíðá
yfirsýn yfir vandamál mann-
lífsins, er hann var gæddur,
yfirsýn er grundvallaðist á
glöggskyggni og hæfileika til
að greina aðalatriði á hverjum
vettvangi, og í öðru lagi var
skapgerð hans þannig háttað,
að eigin hagsmunir hlutu ætíð
að víkja fyrir fylginu1 við þanií
málstað er hann sjálfur fann,
sannastan og réttastan.
Það var því i raun og verii
ekki um neitt val að ræða þeg-
ar ákveðá skyldi afstöðuna til
málefna á hvaða vettvangi sem
var. Hann hlaut að standa með
þeim málstað, sem glögg-
skyggni hans og réttlætistil-
finning taldi hinn rétta.
Við fráfall Sigfúsar er þung-
ur harmur kveðinn að ættingj-
um hans, vinum og samstarfs-
mönnum.
Okkur félögum hans og sam-
starfsmönnum á það að verða
hvatning til að herða barátt-
una, starfa betur, með ennþá
meiri áhuga í þágu þeirra mál-
efna er hann helgaði líf sitt. Á
þann eina hátt getum við
minnzt hins Iátna foringja og
félaga svo sem minningu hana
hæfir.
Ásmundur Sigurðsson,