Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1952, Blaðsíða 1
Skrifstofur Þjóðviljans og prentsmiðja verða lokaðar í dag. Næsta blað kemur út á þriðju- dag. Laugardagur 22. marz 1952 — 17. árgangur — 68. tölublað SIGURHJARTARSON í dag kveður íslenzk alþýða, íslenzka þjóðin, leiðtoga sinn Sigíús Sigur- hjartarson. Útíör Sigfúsar hefst með húskveðju að heimili hans í dag kl. 1. Séra fakob Jónsson flytur húskveðjuna. Minningarathöfn í Dómkirkjunni hefst kl. 2. Björn Magnússon prófessor og séra Kristinn Stefánsson stórtemplar flytja minningarorð. Dómkirkjukór- inn undir stjórn Páls ísólfssonar og SÖngkór verkalýðsfélaganna undir stjórn Guðmundar Jóhannssonar syngja. Þórarinn Guðmundsson leikur einleik á fiðlu. Hátölurum verðúr komið fyrir utan á kirkjunni. Góðtemplarahúsið verð ur opið meðan á athöfninni stendur og geta menn hlýtt á útvarp þar. Að lokum flytur Björn Magnússon prófessor bæn í Fossvogskapellu. Þjóðviljinn í dag er helgaður minningu Sigfúsar og rita nokkrir félagar hans kveðjur og minningargreinar. Fara hér á eftir kveðjuorð Brynjólfs Bjarnasonar: Kveðja til Sigfúsar Það springa út blóm í sporum þínum, það spretta upp lindir úr orðum þínum, það vaxa upp stofnar af verkum þínum, það vorar og birtir af anda þínum — og þó er nú hljótt í huga mínum. Og eigi er kyn bóít hugur sé hljóður: ég hugsa til okkar særðu móður — þú varst henni, Sigfús, sonur góður, sannur og göfugur lífs þíns óður, og því fer nú kvíði um kalinn gróður — ég kveð þig í fylgsni vors minnsta bróður. Það er ótrúlegt fyrir þá, sem ekki þekktu til, að hinn mildi atorkumaður, Sigfús Sigurhjart- arson, skyldi eiga við lahga og hættulega vanheilsu að stríða. Á siðastliðnu ári ágerðist sjúk- dómur hans með svo illkynjuð- um hætti að við félagar hans vorum milli vonar og ótta. Hann fór til Sovétríkjanna til að leita sér lækninga og fyrstu bréfin hans gáfu okkur vonir, sem vöktu fögnuð í brjóstum okkar. Fimmtugsafmæli hans var eins og fagnaðarhátíð. Við lifðum í voninni að 'hitta hann aftur heilan eftir skamma stund, og fá að þrýsta hönd hans. Sú von rættist. Og hví- likur fagnaðarfundur. — Hann kom heim heill og hress og tók þegar til starfa með simii aikunnu atorku og harðfylgi. Hg held að ég hafi aldrei séð hann jafn hamingjusaman. Hann hafði séð fegurstu drauma sína í veruleikanum, liugsjón sína í framkvæmd, sem hann hafði helgað allt sitt líf og alla sína snilligáfu. Enn sem fyrr snerist allur hugur hans um það að boða þjóð sinni sannleikann, strjúka þoku blekkinganna af hinum höldnu augum hennar. Hann hóf starf sitt á því að halda erindi í Gamla bíói um för sína og það, sem hann hafði séð og heyrt. Húsið var troðfullt og hundruð manna urðu frá að hverfa. Ég hef heyrt alla þá, sem hlustuðu á þetta erindi og ég hef talað við, ljúka upp ein- um munni um það, að aldrei Mlnnmgarlundur um irhjartarson verður í Austurbæjarbíói á morgun sunnudag klukkan 2 eítir hádegi Eö&gliós veEkalýðslélagaima í Reykjavík syngur. Einar Olgeirssou íiylus kveðju. Sergarmarsinn leikiim Húsio verður opnað kl. 1.30. — Fundurinn heíst kl. 2 stundvíslega. Miðstjém Sameiniugarfkkks alþýðu — Sósíalistaflokksins hefðu þeir heyrt sagt frá líf- inu í Sovétríkjunum með slík- um ágætum. Erindi Sigfúsar var mál dagsins í Reykjavík. Á þessari stundu reis snilld hans hæst í boðun sannleikans í þessu landi, sem er tröllriðið af lýginni. Og orð hans máttu sín meira en flestra, ef ekki allra, núlifandi Islendinga. Þúsundir landa hans þekktu raunsæi hans, mannkosti, drenglund og saimleiksást. En Sigfús var sjálfur ekki ánægður. Að loknu erindinu átti hann tal við mig og sagði að það væri öldungis ómögulegt að gera efninu nein fullnægjandi skil á svona stutt- um tíma. Næst liugsaði hann sér að halda tvö erindi. Ann- að sem fjallaði aðallega um kjör almennings í Sovétríkjun- um, tryggingakerfið og fræðslu- málin, eftir því sem tími entist til. Hitt um stjórnarfar Sovét- ríkjanna, lýðræði alþýðunnar, en í þ\ú efni sagði hann mér að margt af því sem hann hafði séð og heyrt og kynnt sér, hefði veri'ð fyrir sér eins og opin- berun. — Þessu næst ætlaði hann að skrifa stóra bók um Sovétríkin, en hann hafði í för sinni viðað að sér ótrúlega miklum forða af gögnum til hennar. Fundur var nú boðað- ur í stærsta samkomuhúsi bæj- arins, þar sem Sigfús ætlaði að halda fyrra epndi sitt af tveim- ur fyrirhugu'ðum og enn sem fyrr seldust allir aðgöngumið- '•.r á skammri stund, og hundr- að manna urðu frá að hverfa. — En kvöldið áður en erindið skyldi halda, laust hinn við- sjáli sjúkdómur hann til bana, rétt eftir að hann kom heim úr mannfagnáði, sem templar- ar héldu honum til heiðurs. Þetta var eins og reiðarslag. Allt það bezta í íslenzku'þjóð- inni var lostið djúpum harmi. — Þúsundir góðra Islendinga fundu til, eins og þeir hefðu misst náinn ástvin. Og hvílíkur harmur mundi þá ekki kveðinn að nánustu ástvinum, konu og börnum, þegar slíkur maður fellur frá. En ei;tt veit ég: Sigfúsi Sigur- hjartarsyni mundi vera það sizt að' skapi, áð við færum að telja harma okkar yfir moldum hans. Víst er mikið skarð fyrir skildi, ekki nðeins i Sósíalistaflokkn- úm,--heldur allstaðar í fylking- um islenzku þjóðarinnar, þar sem barizt er fyrir góðum mál- stað. Afrek hans verða ekki talin hér. I foaráttunni gegn á- fengisbölinu stóð hann í fylk- ingarbrjósti, og engan hef ég þekkt, sem hafði jafn djúpan skilning á hörmum þeirra, sem eiga um sárt að binda af völd- um þess. Þess vegna varð starf hans á þessu sviði farsælla en flestra annarra. Margt hið bezta í skólalöggjöf okkar er fyrst og fremst verk Sigfúsar og væri þó betur ef allar tillögur hans hefðu náð fram að ganga. En mesta afrek hans er þó þáttur hans í stofnun Sósíal- istaflokksins, sköpun hans og mótun allt til þessa dags. Fyrir það verk mun sagan geyma nafn hans i þakklátri minningu komandi kynslóða. Það er mikil hamingja að hafa átt. slíkan félaga sem Sig- fús Sigurhjartarson og fá að njóta verka hans. Og sú hamingja verður ekki frá okkur tekin. Verkið stendur þó mað- urinn falli. Það sem Sigfús hef- ur kennt okkur hverfur ekki með honum. Við geymum það í hug og hjarta. Og sannarlega er það meira í anda hans að minnast þeirrar hamingju í dag og fagna því að liún skyldí falla okkur í skaut, en að gefa sig sorginni á vald. Hvernig fáum við bezt heiðr- að minningu Sigfúsar Sigur- h jartarsonar ? Með því að neyta allra þeirra krafta sem- með okkur blunda, hverjum einum, hvern dag og hverja stund til þess að vinna f.yrir hugsjón hans. Skarð slíkra af- reksmanna verður að vísu aldr- ei fyllt af neinum einstaklingi. En það er hægt að fylla það af mörgum mönnum, sem allir leggjast á eitt að láta af mörk- um hið bezta sem i þeim býr. Við strengjum þess* heit í dag, að gera öll það sem í okkar valdi stendur til að fylla hið auða skarð. Og við látum okk- ur það ekki nægja. Við lofum því áð láta einskis ófreistað til að herða sóknina, gera allt starf flokksins samhentara, markvissara og árangursríkara en nokkru sinni fyrr. I dag heitum við Sigfúsi Sig- urhjartarsyni því að varðveita arf hans, einingu flokksins okk- nr. eins og sjáaldur áugna vorra. Þá einingu vilja og at- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.