Þjóðviljinn - 16.04.1952, Side 8
Fiskaflinn i febrúarlok var
orbinn41,108 lesfir
Er 6.307 leslum meiri en á sama tíma í fyrra og
9.699 lestum meiri en í hitteðíyrra (
Fiskaflinn í febrúar s.l. varð 26.589 smál. — Tii samanburð-
ar má geta þess að í febrúar 1951 var fiskaflinn 22.893 smál.
— Fiskaflinn frá 1. janúar til 29. febrúar varð alls 41.108 smál.
en á sama tíma 1951 var fiskaflinn 34.801 smál. og 1950 var
aflinn 31.409 smál.
Hagnýting þessa afla var
sem hér segir: (til samanburð-
eru settar í aftari dálk tölur
frá sama tíma í fyrra)
Smál.
13.336
20.141
4.079
2.785
Smál.
16.657
10.238
5.352
112
Isvarinn fiskur
Til frystingar
Til söltunar ..
Til herzlu . ,..
1 fiskimjöls-
verksmiðjur .. 423 1.887
Annað ......... 344 555
Þungi fisksins er miðaður
við slægðan fisk með haus að
Undanskildum þeim fiski, sem
fór til fiskimjölsvinnslu, en
hánn er óslægður.
Sikifting aflans milli veiði-
skipa til febrúarloka varð:
Bátafiskur .... 19.392 smál.
Málfundahópur Æ.F.R.
Lokafundur — Sam-
eiginleg kaffidrykkja
á fímmtudagskvöld kl. 8.30.
DAGSKKÁ:
Jón Rafnsson erindi og
margt fleira til skemmtunar.
Togarafiskur
21.716 smál.
Samtals 41.108 smál
(Frá Fiskifélagi Islands)
Sirkus i biói
Stjörnubíó sýnir enn kl. 5 í
dag rússnesku myndina Sirkus..
Er nú búið að sýna hana svo
lengi að sýningum fer að
fækka úr þessu, og er því viss-
ara fyrir þá sem hyggjast sjá
myndina að draga það ekki úr
hömlu. Aðsókn að myndinni
hefur verið geisimikil, enda
munu fáar myndir hafa verið
gerðar snjallari um þetta efni.
Myndin er í hinum undurfögru
agfalitum sem Rússamir eru
sérfræðingar í. Þvílík list hefur
sjaldan sézt á tjaldi í Reykja-
vík.
Skíðamót íslands 1952
Magnús Andrésson skíðakappi tslands
Skíðalandsmót Islands 1952 fór fram á Akureyri um pásk-
ana. Veður var heldur óhagstætt, og skíðafæri stundum ekki
gott. Mótið fór fram á ýmsum stöðum í nágrenni bæjarins,
við svonefndar Miðhúsaklappir og ausíur í Vaðlaheiði og víðar.
Mótstjóri var Hermann Stefánsson, íþróttakennari, og var öll
framkvæmd mótsins með myndarbrag. Komu engin óhöpp fyrir.
Úrslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
Norræn tvíkeppni (ganga og
stökk) Magnús Andrésson,
Strandam. 442,9 st., og hlaut
hann titilinn skíðakappi Is-
lands 1952.
Ganga 30 km. 1. Ebenezer
Þórarinsson, Isafirði 2.24,51. 2.
Finnborgi Stefánsson, Þing.
2.25.35. 3. Jón Kristjánsson,
Þing. 2.26.56.
Sveitarkeppni í svigi. 1. Sveit
Tveir ungir sjómenn drukkna við
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Tveir ungir sjómenn drukknuðu við Vestmannaeyjar
s.l. laugardag er v.b. Veiga fórst skammt vestur af Eini-
drang, í suðvestan stormi. M.b. Frigg bjargaði sex mönn-
um af áhöfninni, er tók'st að halda sér á floti í gúmmí-
björgunarbát.
I eftirfarandi frásögn af slys-
inu er stuðst við frásögn skip-
stjórans á v.b. Veigu, Elíasar
Gunnlaugssonar.
Aðfaranótt laugardags réru
ailir bátar frá Eyjum. Veður
var slæmt um nóttina en fór
•batnandi með morgninum.
Veiga VE 291, með 8 manna
áhöfn, átti net sín vestur af
Einidrang. Er leið á daginn
versnaði veðrið og gekk á með
snjóhrvðjum af suðvestri og
var úfinn sjór. Veiga var að
ieggja af stað heimleiðis og
var stödd 2 sjómilur vestur af
Einidrang þegar reið yfir bát-
inn sjór stjómborðsmegin, er
braut lunninguna og allar
stunnur þeim megin í bátnum,
hurð í stýrishúsi og rúður. Er
sjórinn braut yfir bátinn tók
einn hásetann, er staddur var
í stjómborðsgangi, fyrir borð
og hvarf hann sjónum félaga
sinna. Hann hét. Páll Þórorms-
son, frá Fáskrúðsfirði, 26 ára
gamall og ókvæntur.
Á stýrishúsi Veigu var
geymdur gúmmíbjörgunarbátur
Framhald 4 7. síðu.
Reykjavíkur 33.2 sek. 2. Sveit
Isfirðinga 343.9 sek.
Svig karla, A-fL Haukur Sig-
urðsson, Isafirði 110.5 sek.
Svig karla, B-fl. Einar V.
Kristjánsson, Isafirði 95.4 sek.
Svig kvenna, A og . B-fl.
Marta B. Guðmundsdóttir, Isa-
firði 89,4 sek.
Stökk, A-fl. Guom. Árnason,
Siglufirði, 227,3 stig (stökkl.
35,5 og 33,5 m.).
Stökk, B-fl. Einar Þórarins-
son, Siglufirði, 213,5 stig.
Stökk unglinga: Hartmann
Jónsson, Siglufirði 227,7 stig.
Hartmann átti lengsta stökkið
á mótinu, 37 metra.
Brun karla, A-fl.: Valdimar
Örnólfsson, Reykjavík, 1.27,0
mín.
Tvíkeppni í bruni og svigi
karla: Magnús Guðmundsson,
Reykjavík.
Skíðaganga A-fl. 15 km.: Jón
Kristjánsson, Þing., 1.05.47.
Skíðaganga B-fl. 15 km.:
Magnús Andrésson, Strand.,
1.07.04.
Mótinu lauk með verðlauna-
afhendingu að Hótel KEA á
annan í páskum.
Féll niður um lyfiuop og
beinbroinaéi
Miðvikudaginn fyrir páska vildi það slys til í Kassagerð
Reykjavíkur að maður féll niður um lyftuop, um tvær hæðir,
cg lærbrotnaði.
Maðurinn sem varð fyrir
þessu slysi heitir Benedikt
Kristjánsson, og á heima á
Hverfisgötu 100.
Slysið vildi til með þeim
hætti að Benedikt var að fara
í lyftunni upp á efstu hæð húss
ins. Hann stöðvaði lyftuna á
þriðju hæð, og gékk þar út til
að skila af sér lykli. Á meðan
var lyftan kölluð frá honum,
en hann veitti því ekki athygli,
gékk inn í opið og féll niður
um tvær hæðir. Lærbrótnaði
Framhald á 7. síðu.
Veglegt félagsheimili vígt í Rolimga-
vík í fyrradag
Bolungavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans
Vígsla hins nýbyggða félagsheimilis hér í Bolungavík fór
lram í gær við hátíðlega athöfn og að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Athöfnin hófst með guðs-
þjónustu í Hólskirkju. Ræður
fluttu formaður félagsheimilis-
gtjórnar, Benedikt Bjarnason,
og framkvæmdastjóri Jónatan
CEinarsson, einnig fulltrúar
þátttökufélaganna, alþingis-
menn kjördæmisins o. fl. Sextíu
manna blandaður kór söng
undir stjórn Sigurðar Friðriks-
sonar. Einnig söng blandaður
kvartett og karlákvartett. Sýnd
ur var leikþáttur úr Fjalla-Ey-
vindi. Frumort ljóð voru flutt.
Skemmtiatriðin þóttu takast
með ágætum.
Byrjað var á byggingu fé-
lagsheimilisins árið 1946.
Byggingarkostnaður • er orðinn
Framhald á 7. siðu.
Yfirlýsing
há leikurum pjóðleik-
hússins
I tilefni af ummælum
Mánudagsblaðsins 14. þ.m.
þar sem sagt er að „leik-
arar séu ákaflega reiðir
þeirri ákvörðun þjóðleik-
hússtjóra að fá hingað
erlenda leikflokka — sýni-
Iega að tilefnislausu“, vilj-
um við lýsa yfír þvi að
ummæli þessi eru ekki að-
eins tilhæfulaus, heldur
algerlega andstæð sann-
leikanum. Leikararnir
hafa einmitt verið þess
mjög hvetjandi að fá hing
að leikheimsóknir frá höf-
uðleikhúsum Norðurlanda,
og þá alltaf talið sjálfsagt
að Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn yrði
fyrst fyrir valinu. Okkur
er það sérstakt gleðiefni
að þessu er nú hrundið í
framkvæmd og bjóðum
hina erlendu félaga og
gesti hjartanlega vel-
komna.
Leikarar Þjóðleikhússins.
þlÓÐVILIINN
■ — ■ ■ -■ 1 ■ ■■■.. .- -
Miðvikudagur 16. apríl 1952 — 17. árgangur — 84. tölublað
SÝNING SVERRIS HARALDSS0NAR
L»-..
Ágæt aðsókn hefur verið að málverkasýningu Sverris Haralds-
eonar undanfarna daga og hafa nú séð sýninguna 500 manns
og 24 myndir selzt, en á sýningunni eru alls 109 myndir. Sýn-
ingin! er opin daglega frá kl. 1—11. Vekur sýnirig þessa unga
Iistamanns óskipta athygli og ættu menn ekki að láta hana
fram hjá sér fara óséða. — Teiknimyndin hér að ofan er af
Elíasi Mar.
Braggi í Múiakampi brennur
I fyrrinótt brar.n braggi í Múlakampi. Bjuggu í homun þrjár
fjölskyldur, samtals tíu manns, er misstu innbú sitt að mestu
leyti.
Eldsins varð vart um þrjú-
leytið í fyrrinótt, og var
slökkvili'ðið þegar kvatt á vett-
vang. Er þáð kom á staðinn
var eldurinn orðinn mjög magn
aður, og stóð upp úr þaki
braggalengjunnar. Voru þrjár
íbúðir í bragga þessum, og
brunnu innanstokksmunir 2ja
fjölskyldnanna allir inni, en
húsmunir þriðju fjölskyldunnar
skemmdust mjög af vatni og
reyk.
Fólkið slapp allt heilt á húfi,
en stendur auðvitað uppi slyppt
og allslaust. I bragganum
bjuggu Eðvarð Ingibergsson á-
samt konu sinni; bróðir Eð-
varðs með konu og tvö böm;
Telpa lærbrotnar
Á annan í páskum varð lítil
telpa, Sigríður Kristjánsdóttir,
Fossvogsbletti 56, fyrir bifreið-
inni Ö-209, og lærbrotnaði.
Var Sigríður litla að koma út
úr strætisvagni á móts við
kirkjugarðinn í Fossvoginum.
Gekk hún aftur fyrir vagninn,
en í sama bili bar að Ö-209 úr
gagnstæðri átt, og lenti litla
stúlkan undir honum.
Sigríður er 9 ára gömul.
þrjú ung börn.
Eldsupptök eru ókunn, en.
þessir braggabrunar eru að
verða alvarlegt mál sem hljóta
að vekja til umhugsunar um
vandamál þess fólks sem í þeim
býr.
árangurslaus leit
að
selveiðibátunum
Leitin að norsku selveiðibát-
unum hefur enn ekki borið á-
rangur. Leitað hefur verið
stanzlaust undanfarna sólar-
hringa, bæði af skipum
og flugvélum, og hafa ís-
lenzkar og ameriskar flug-
vélar flogið um 20.000 km. und-
anfarin dægur í þessari leit.
1 bátunum, fimm að tölu
munu hafa verið um 90 manns,
allir frá tveimur stöðum í Nor-
egi: Álasundi og Tromsö! Það
er skoðun þeirra sem voru
staddir á hafinu norður af ís-
landi er bátarnir týndust að
þeir hafi farizt. Veðrið var ó-
skaplegt, svo að jafnvel stærri
Framhald á 7. síðu.
Fréttabréf fró HornafirSi
Hornafjörður, 4. apríl. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
1 dag lestaði m.sk. Jökulfell hér 1781 kassa af ýsuflökum,
429 kassa af ufsaflökum og 87 kassa af steinbítsflökum, eða
rúmlega 52 smálestir af flökum fyrir Ameríkumarkað.
Pökkun á saltfiski er nú að
hefjast og mun nokkuð af hon-
um fara héðan seint í þessum
mánuði.
Póstskipið hefur ekki sézt
hér síðan 16. f.m. og ekki von
á skipi frá Skipaútgerð ríkisins
fyrr en um miðjan þennan mán-
uð, en Hornfirðingum bregður
ekkert við, þeirra hagsmuna
hefur sjaldan verið vel gætt af
þeirri stofnun. Þó halda sumir
því fram að nú sé bara verið
að sýna fram á að illa sé hægt
að stjórna ríkisrekstri og hægt
sé að nota styrkina til strand-
ferðanna annað en til hagsbóta
Homfirðingum.