Þjóðviljinn - 24.04.1952, Qupperneq 1
IflLllillA
viuinn
Fimmtudagur 24. apríl 1952 — 17. árgangur — 90. tölublað
30* marz máiaferiin:
VORNINNI SNUIÐ I SOKN
í snjallri ræðu afhjúpar Egill Sigurgeirsson hrl. hneykslanlegan mála-
filbúning ákæruvaldsins og sannar að lögreglan og formenn þríflokkanna
áftu sök á óeirðunum — Sækjandi bíður með kröfur sínar
Réttarhöldunum út af atburðunum 30. marz var
íram haldið í gær. Sækjandi málsins, Hermann Jóns-
son hrl., lauk ræðu sinni, en íyrstur verjenda, Egill
Sigurgeirsson hrl., hóí sína ræðu og hafði ekki lok-
ið henni um kvöldið. Mál Egils var snjallt og ýtar-
legt. Krafðist hann þess að skjólstæðingar sínir yrðu
sýknaðir, sýndi hann skilmerkilega fram á ósam-
ræmi í vitnisburðunum gegn hinum ákærðu, sann-
aði að um skipulagðan samblástur gegn Alþingi hafi
ekki verið að ræða og afhjúpaði hina hnevkslanlegu
framkomu yfirvaldanna bæði í sambandi við óeirð-
irnar og málatilbúnaðinn. Ræða hans verður rakin
hér eins og rúm leyfir. — Réttarhöldin hefjast aftur
á föstudagsmorgun kl. 9 og lýkur þá Egill sennilega
ræðu sinni og annar verjandi, Ragnar Ölafsson hrl.
tekur við.
RÆÐA SÆKJANDA
Sækjandi byrjaði á ræðu sinni
í gærmorgun kl. 10 og lauk iþá
að ræða um mál þessara manna:
Mál Páls Theodórssonar
(verjandi: Einar B. Guðmunds-
son hrl.). Páll var í undirrétti
dæmdur í 3. mán. fangelsi fyrir
brot á 108 gr. hgl.
Mál Hreggvlðs Stefánssonar
(verjandi: Ragnar Ólafsson
hrl.). Hreggviður var í undir-
rétti dæmdur í 3. mán. fangelsi
fyrir brot á 108 gr. hgl. Hann
liafði fleygt eggi í „landsuður".
Mál Sigurðar Jónssonar (verj
andi: Sveinbjörn Jónsson hrl.),
en Sigurður hafði í undirrétti
verið sýknaður, þar eð engar
sannanir lágu fyrir um að hann
hefði gerzt brotlegur við liegn-
ingarlögin.
Mál Kristóférs Sturlusonar
(verjandi: Ragnar Ólafsson
hrl.), en Kristófer var einnig
sýknaður í undirrétti. Kristján
varð fyrir svívirðilegum árósum
af hendi ritstjóra Morgunblaðs-
ins, sem er rannsóknarefni út
af fyrir sig, en engar sannanir
komu fram, er bent gátu til
þess að liann hefði gerzt brot-
legur við hegningarlögin.
Mál Guðmuudar Björgvins
Vigfússonar (verjandi: Ragnar
Ölafsson hrl.). Guðmundur var
sýknaður í undirrétti.
Mál Stefáns Odds Magnús-
sonar (verjandi: Ólafur Þor-
grímsson hrl.), en Stefán var
einnig sýknaður í undirrétti. -
L0KA0RÐ SÆKJANDA
í lok ræðu sinnar gat sækj-
andi þess, að liann hefði ,nú
rakið eing ýtarlega Cg honuiri
hefði þótt nauðsynlegt málsat-
vik öll-og vitnisburð, er snerta
málið í heild og hvern einstaf.tan
sakbornino'. Hann hefði einnig
rakið dómsniðurstöður undir-
réttar og á hverju þær byggð-
ust, en hefði af ásettu ráði ekki
gert að umtalsefni refsihæðina
það ætlaði hann að gera í seinni
ræðu sinnl, cr hann hefði hlust-
að á málflutning verjendanna,
tiJ þess að forðast endurtehn-
ingar.
VÖRNIN HEFST
Að lokinni ræðu sækjanda hóf
mál sitt Egill Sigurgeirsson hrl.
Hann er verjandi þeirra Stefáns
Ögmundssonar, Magmisar Jó-
els Jóhannssonar og Jóns Múla
Árnasonar. I uppliafi ræðu sinn-
ar gerði hann þær kröfur, að
skjólstæðingar sínir yrðu allir
sýknaðir. Hann sagði, að málið
hafi ekki verið réttilega með
farið af hálfu ákæruvaldsins,,'
þar eð rannsókn málsins hafi
leitt í ljós, að ekkert samband
hafi verið milli hinna ákærðu
í óeirðunum og engar sannan-
ir læg'ju fyrir um að einhver
aðili hafi haft forgöngu um ó-
spektirnar. Kvaðst Egill mundu
í ræðu sinni leitast við að sýna
fram á, að um engan skipulagð-
an samblástur eða samtök um
að ráðast að Alþingi eða sjálf-
ræði þess hafi verið að ræða,
einnig myndi hann þurfa að
vekja athygli á sannleiksgildi
nokkurra vitnisburða en að
lokum mundi hann taka fyrir
mál skjólstæðinga sinna hvers
inn sig.
ALLS EKKI UM AÐ RÆÐA SKIPULAGÐA ÁRÁS Á
ALÞINGI
Upphaf málsins Ikvað Egill
vera inngöngu Islands í Atlants
hafsbandalagið. Tillaga í því
efni lá fyrir Alþingi 29. marz
og 30. marz og skóðanir manna
'Voru mjög skiptar í málinu. Ég
tel Iþað ekki vera í mínum verka
hring að rekja skoðanamismun
þennan, en hann var mikill og
djúpstæður eins Og ljóslega
kom fram í dagblöðuniun.
f skýrslu forseta Sameinaðs
Alþingis, Jóns iPálmasonar, sem
lögð var fram 3. okt. 1949, seg-
ir að vísu, að því hafi verið
.hótað af andstæðingum Atlants-
hafsbandalagsins að hindra af-
greiðslu málsins frá Alþingi.
Þessa f ullyrðingu hv. forseta tel
ég vera ranga, sagði Egill, og
ekkert er það í sikjölum málsins,
sem hér liggja fyrir, sem styður
hana að hinu minnsta leyti. Á
hinn bóginn liggja fyrir mý-
maigar sannanir þess, að eng-
inn hinna ákærðu hafi hvatt til
óspekta eða reynt að hindra af-
greiðslu málsins á Alþingi.
Otifundur var haldinn í Lækj
argötu hinn 30. marz að tilhlut-
an Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík og Dagsbrún-
ar. Lögreglustjóra var tilkynnt
um fundinn og fundurinn fór í
alla staði mjög friðsamlega
fram og' var stuttur. ;Svo segir
sjálfur yfirlögregluþjónninn:
„Var síðan samþykkt á fundin-
um harðorð mótmæli gegn samn
jngn.nm. A8 öðru leyti íór furid-
urinn friðsamliega fram og eliki
kunmigt um, að neinu ræðu-
manna eða annarra, sem á fund-
inum vorri, eggjuðu til ofbeldis-
verka.“ Fundarstjóri var Guðm.
Vigfússon en ræðumaður skjól-
stæðingur minn, Stefán Ög-
mundsson, og er framburður
þeirra beggja samhljóða fram-
burði yfirlögregluþjónsins.
INNAN ALÞINGIS-
HÚSSINS
va.r allt í ró og spekt. Þar
var aldrei gerð hin minnsta til-
raun til að „hindra afgreiðslu
málsins frá Alþingi“, og er þó
augljóst að vettvangur slíkrar
framtakssemi var innan veggja
þinghússins sjálfs. I þinghús-
inu voru þingmenn og starfslið
Iþingsins svo og áheyrendur svo
sem rúm leyfði og voru í hópi
þeirra andstæðingar jafnt sem
meðmælendur Atlantshafsbanda
lagsins.
I vitnisburði varðstjórans hjá
rannsóknarlögreglunni, Magn-
úsar Eggertssonar, segir
svo: „Kveðst vitnið (M. E.)
aðallega hafa verið á á-
heyrendapöllum og einnig
nokkað til og frá um liúsið,
nema hvað það fór heim til sin
að snæða miðdegisverð og dvald
ist þar um Á/2 klúkkustund.
Iririi í húsinu segir það allt hafa
| véýið með ró og spekt, enda
: voru þar eigi aðrir en alþingis-
menn, starfsmenn Al'þingis, á-
í heyrendur á pöllum og lögreglu-
i þjónar." Og sjálfur yfirmaður
! rannsóknarlögreglunnar Sveini:
j Sæinundsson segir í sinni
■ skýrslú: „ . . . og voru áheyr-
: endur mjög prúðir og rólegir.“
Þarna sjáið þið leiðina sem A- og B-flokkar karla keppa á í bruai
á Kolviðarhólsmóiinu í dag. Keppni í A-flokbi hefst ltl. 16 og
í B-flökki kl. 16,30.
UTAN ALÞINGIS-
HÚSSINS
urðu óeirðir og óspeútir, sem
ég mun sýna fram á, sagði. Egill,
Frámhald á 8. síðu.
ÞJÓÐ VILJINN
er 16 síður í dag
l.
Blaðið’ kemur liins vegar
ekki út á morgun
ÞJÓÐVILJINN
óskar öllum lesend-
um sínum gleðilegs
sumars
Afmælissýning á
fslandsklukkunni
1 tilefni af fimmtugsafmæli
Halldórs Kiljan Laxness liefur
Þjóðléikhúsið ákveðið að heiðra
'hann með sýningu á leikriti
hans: Islandsklukkumii. Sýn-
ing þessi fer fram næstkomandi
laugardagskvöld og verður höf-
undurinn viðstaddnr sýninguna.
ADENAUER forsætisráðherra
skýrði vesturþýzka þinginu frá
því í gær að hann teldi til-
gangslaust að reyna að sinni að
semja við Frakka um framtíð
Saarhéraðsins. — Þingið sam-
þykkti ályktun, þar sem lýst
er yfir að Saar sé hluti af
Þýzka’landi og hafi héraðið
verið skilið frá því með rang-
indum.
flokkunnní
Lokasókn flokksins er nú hafin
til þess að ná marki því er við
settum okkur í öflun nýrra áskrif-
enda að Þjóðviljanum og Rétti og
öflun nýrra félaga í flokkinn.
Síðan um helgi hafa fjölmargar
deildir náð 100% í einstökum verk
efnum. Langholtsdeild hefur nú
lokið við að ná 100% í öllum
verkefnum sínurn og er það önnur
deildin sem lýkur við það. 13
deildir hafa, náð 100% og meiru
í innheimtu fiokksgjalda og 4
deildir hafa náð 100% í öflun
nýrra fiokksfélaga. 1 söfnun .nýrra
áskrifenda að Þjóðviljahum og
Rétti standa hlutföllin þannig:
nr Þjóðv. nr Réttui
1 Njarðardeild 118% 5 114%
2 Skóladeild 100% 10 80% '
3 Sunnuhvolsd. 100% 15 22%
4 Langholtsd. 100% 2 180%
5 Sogadeild . 80% 7 100%
6 Bolladeild 78% 1 280%
7 Vogadeild 70% 6 100%
'8 Kleppsholtsd. 56% 4 120%
9 Túnadeild 56% 11 60%
10 Þingholtsdeild 46% 12 43%
11 Laugarnesdeild 44%,. 9 80%
12 Meladeild 33% 3 160%
13 Vesturdeild 25% 12 50%
14 Valladeild 22%
15 Skuggahvd. 20%, 16 14%
16 Hlíðadeild 20% 14 40%,
17 Skerjafjarðai'd. 17%
18 Barónsdeild 11%
19 Þórsdeild 9% 8 100%
20 Nesdeild 9%
Eftir eru nú aðeins 7 dagar til
stefnu. Þessa daga veröur hver
og einn félagi að nota t.il hins
ítrasta, Hvaða deild verður næst
til að ná 100% í öllum yerkefn-
um? Takmarkið í innheimtunni •
er að allir verði skuldlausir fyrir
1. maí. — Tilkynnið nýja áskrif-
endur og flokksfélaga í skrifstofu
Sósíalistafélags Reykjavíkur, sími
7511 eða skrifstofu Þjóðviljans,
sími 7500. — Káum markinu fyr-
ir 1. maí.
í