Þjóðviljinn - 10.05.1952, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJÍNN — Laugardagur lO.maí 1952
Friðum Þmgvöll
Framhald af 5. síðu.
þeir aðrir er neituðu erlendri á-
sælni um landsréttindi. Þar var
alþingi íslendinga háð öldum
saman, þar var lögtekin hin
kristna trú og að ein lög og
einn siður skyldu ríkja í land-
inu — og nú síðast lýðveldis-
stofnunin 1944. Þingvellir,
hjartastaður íslenzku þjóðar-
innar, alþýðunnar. I huga hvers
íslenzks manns er Þingvellir
annað og meira en grjót,
sprimgur og vatn. Þar finnum
vér hjartslátt Fjalikonunnar.
En þangað getur Islendingur
ekki komið lengi né dvalið þar,
án þess að hitta fyrir „varnar-
liðsmenn“, tákn auðvaids og
tæki auðvaldsspillingar ogkúg-
unar. Þingveilir eru í þeirra
augum aðeins leitt grjót, vatn
og sprungur. Þeir finna ekki til
neinnar helgi og hafa ekki hug-
mynd um sögu þessa staðar og
'hvers virði hann er íslenzku
þjóðinni. Þeir vita máski ekki
áð þeir með nærveru sinni á
Þingvöllum eru að saurga
heilög vé og traðka á helgum
og viðkvæmum tilfinningum
hernuminnar þjóðar. En engu
mundi það breyta háttalagi
þeirra þó þeir vissu það. Þeir
eiga nefnilega, að eigin dómi,
ibrýnt erindi til Þingvalla. Þeir
stunda þar þá iðju, er virðist
vera einn aðalþátturinn í
„vemdinni“ hingað til, þ. e.
telpnaveiðar og afsiðun æskunn
ar. Mörgum foreldrum mun
finnast það átakanlegt að geta
ekki áhættulaust l'éýft bamihu
sínu að dv.elja á helgasta stað
þjóðarinnar. Syrgilegt finnst
manni það, er maður gengur
um hið fagra Iandsiag Þing-
valla, að ganga hvað eftir
annað fram á „verndara" og
fermingartelpur að þeim at-
höfnum er særa velsæmiskennd
hvers siðaðs manns. Særir það
-ekki þjóðarmetnað vorn, að
aðaltungumálið oft á tíðum er
tunga framandi þjóðar, tunga
innrásarliðsins og fylgikvenna
þeirra ?
Ég veit að margir munu
hætta Þingvmllaferðum sínum
af ofangreindum ástæðum. En
eigum við að flýja Þingv'elli?
Eigum vér að banna bömun-
um að koma á Þingvöll ? Eig-
um vér að hætta að „skunda
á Þingvöll og treysta vor
heit ?“
Nei. vér krefjumst þess að
ÞingvöIIur sé fyrir íslendinga.
Vér krefjumst þess að eiga einn
staé á fósturjörðinni, þar sem
vér getum notið góðviðris og
náttúrufegurðar án þess að
verða tmfluð af ósiðuðum inn-
rásarskríl, sem vér erum neydd
til að hafa fyrir augunum
thvem dag. Sameinumst, aliir
Islendingar, um þessa sjálf-
sögðu kröfu, hvar í flokki sem
vér stöndum og hvar sem við
erum búsettir í landinu. Þing-
völlur er og verður ailtaf hern-
aðarlega þýðingarlaus staður.
Það væri því skýlaus óvinátta
ef þessari kröfu yrði ekki sinnt.
Ég skora á alla, er áhrif
geta haft á mál þetta, einstakl-
inga og félög, að beita sér fyr-
ir framgangi þess. Við eigum
eftir, íslenzk alþýða, að gera
margar og stórar kröfur í
framtfðínni, og fylgja þeim vel
á eftir. Gerum þessa litlu kröfu
að einum prófsteini til að kanna
af 1 vort og vér munum enn
-einu sinni fá sönnun þess að
sameinuð alþýða er sterkasta
afl sem til er á þessari jörð,
sterkari en nokkúr atóm- eða
vetnissprengja mun nokkm
s'nni verða. Islendingar. Kraf-
an er: Friðum Þingvöil. Þing-
velli fyTir Islendinga.
Ásmundur Jónsson.
160. DAGUR
ekki til reiði gagnvart honum. Hún sagði aðeins við sjálfa sig,
að þótt hann þættist hafa ráð undir rifi hverju í þessum
vanda, þá ætlaði hún ekki að ölilu leyti að fara að ráðum hans.
Hún ætlaði ekki að segja að unnustinn hefði yfirgefið hana,
því að henni fannst það svo smánarlegt, heldur áð hún væri gift
og hún og maður hennar væm of fátæk til að eignast barn
ennþá — sömu söguna og Clyde hafði sagt lyfsalanum í Schen-
ectady. Hann vissi ekkert um, hvemig henni leið. Og eldd ætl-
aði hann með henni til að veita heruii stoð og styrk,
Ea af kvenlegri þörf sirmi fyrir utanaðkomandi styrk, sneri
hún sér nú að Clyde, greip um hendur hans, stóð grafkyrr og
óskaði þess eins að hann. tæki utanum hana, gældi við hana og
segði henni að þetta gengi áreiðanlega vel og hún skyldi ekki
vera hrædd. Og þótt hann elskaði hana ekki lengur, var þetta
csjálfráða merki um hennar fyrra traust nóg til þess að hann
losaði báðar hendur sínar, tók hana í fang sér og sagði í þeím
tilgangi að hughreysta hana: „Svona nú, Berta. Þú mátt ekki
missa kjarkinn. Þú verður að standa þig, fyrst við erum kom-
in svona langt. Þetta gengur allt vel þegar þú ert komin inn.
Ég er viss um það. Þú þarft bara að fara upp tröppurnar,
hringja bjöllunni cg þegar hann eða einhver kemur til dyra,
skaltu segja að þú þurfir að tala einslega við Iskninu. Þá skil-
ur hann að þetta er einkamál og það er strax betra.“
Hann hélt áfram með fleiri ráðleggingar, en þegar hún fann
hve tilfinningar hans gagnvart henni ristu gmnnt og hve von-
laus aðstaða hennar var, hristi hún af sér slenið og sagði:
„Jæja, viltu þá etkki bíða hérna? Farðu ekki langt í burtu. Ef
til vill kem ég strax aftur.“ Svo hraðaði hún sér í rökkrinu
inn um hliðið og eftir gangstígnum sem lá upp að útidyrunum.
Þegar hún var búin að hringja bjöllunni opnuðust dymar og
í Ijós kom læknir, sem yzt sem innst var glöggt dæmi um hinn
venjulega sveitalækni, þrátt fyrir hugmyndir Clydes og Shorts
•um hið gagnstæða — hátíðlegur, varfærinn, siðávandur, trú-
aður, hafði ýrasar skoðanir, sem hann áleit frjálslyndar, og
aðrar sem frjálslynt fólk hefði talið smásálarlegar og jafnvel
þröngsýnar. En. vegna fáfræði og heimsku margra í kringum
sig gat ihann að minnsta kosti litið á sjálfan sig sem lærðan
mann. Hann var í stöðugri snertingu við alls konar fáfræði og
vanræikslu og sömuleiðis frómleika, dugnað, íhaldssemi og vel-
gengni og þegar staðreyndimar virtust gera að engu fyrri
skoðanir hans um ýmis atriði hafði hann reynt að taka sér
stöðu mitt á milli himnaríkis og helvítis til þess að geta verið
í friði. Að ytra útliti var hann lágvaxinn, þrekinn maður með
kringlótt höfuð en viðkunnanlegan svip, snör, grá augu og
þægilegt bros. Giáýrótt hár han.s var greitt frá enninu á dá-
lítið hégóirdegan hátt. Og handleggir hans og feitar og til-
finninganæmar hendur hengu máttleysislega niður með hliðun-
um. Hann var fimmtíu og átta ára gamall, kvæntur, þriggja
barna faðir og einn sonur hans. var þegar farinn. að nema
læknisfræði til þess' að geta fetað í fótspor föðursins.
Fyrst bauð hann Róbertu að setjast inn í óvistlega og þrönga
biðstofu og bað hana að bíða meðan hann lyki við kvöldmatinn.
Síðan birtist hann í dyrunum að álíka óvistlegu inrira herbergi
eða lækningastofu, þar sem var skrifborð hans, tveir stólar, nokk-
itr lækningaáhöld, bækur og skápur með ýmsum læknistækjum,
og bauð ihenni sæti. Og Róberta féll í sitafi þegar hún sá hve
hann var grár fyrir hærum, þrekinn og virðulegur og drap
tittlinga í sífelíu, en þó hafði hún jafnvei búizt við að hann
værl enn óaðgengilegri. Hann var að minnsta kosti gamall og
hann sýndist gáfaður og öruggur, þótt hann væri ekki sérlega
hlýr eða vingjarnlegur í fasi. Hann horfði rannsakandi á hana
um stund eins og hann væri að athuga hvort hann kannaðist
við hana úr nágrenninu og sagði síðan: „Jæja, hver eruð þér?
Og hvað get ég gert fyrir yður?“ R.ödd hans var djúp og þægi-
ieg og því var Róberta mjög fegin.
Um leið fann hún að nú var komið að því að hún yrði að
leysa frá skjóðimni um sjálfa sig og smán sína, og hún sat
grafkyrr, hcrfði fyrst á hann og síðan niður fyrir sig og hún
fór að fifcla við handtöskuna, sem hún hafði meðferðis.
„Já, skiljið þér,“ sagði hún alvarleg og taugaóstyrk og öll
framkoma hennar sýndi þess Ijós merki að hún var í mikilli
geðshræringu. „Ég kom .. . ég kom . .. það er að segja .... ég
hélt að ég gæti það áður en ég kom inn, en nú þegar ég sé yð-
ur ..Hún þagnaá^ færði sig til í stólnum eins og hún. ætlaði
að rísa á fætur og bætti við um leið: „Hamingjan góða, hvað
betta er hræðilegt. Ég er svo óstýrk og ..
„Svona nú, góða mín,“ sagði hann vingjarnlega og hug-
lireystandi, hrifinn af aðlaðandi og heiðarlegu útiiti hennar um
leið og hann velti fyrir sér hvað svona snoturri og þokkalegri
sbúlku gæti legið á hjarta og hafði gaman að því að hún skyldi
segja „eti nú, þégar ég sé yður“. „Yið hvað verðið iþér hrædd,
þegar þér sjáið mig,“ sagði hann. „Ég er eklci annað en sveitaT
læknir, og ég vona að ég sé ekki eins hræðilegur og þér virðist
halda. Yður er óhætt að segja mér aillt sem yður sýnist — allt
um sjálfa yður — og þér þurfið ekkert að óttast. Ef ég get
eitthvað hjálpað yður, þá geri ég það.“
Henni fannst hann mjög vingjarnlegur, og samt virtist hann
svo rólegur, virðingarverður og íhaldssamur, að hún óttaðist að
hann yrði mjög hneykslaður þegar hann heyrði mál hennar —■
og hváð þá ? Fengist hanu. til að hjálpa henni ? Og ef hann vtldi
gera það, hvemig ætti hún þá að leysa peningavandamálið, því
að það Maut að hafa mikia þýðingu undir svona kringumstæð-
um. En hún varð að leysa frá skjóðunni fyrst hún var hingað
komia. Hún gat ekki farið án þess að gera það. Hún mjakaði sér
aftur til í stólnum, greip um stóran hnapp á kápunni sinni og
fór að snúa honum á milli fingranna. Svo hélt hún áfram hálf-
kæfðri röddu.
„ En þetta.. þetta er.. dálítið annað, skiljið þér... dálítið
annað en þér haldið... Ég... ég.. “
Aftur þagnaði hún og gat ekkL haldið áfram og hún roðnaði
og fölnaði á víxl Og af því að hún var svo feimin og óstyrk,
augun óvenju skær, ennið hvítt og klæðnaður hennar snyrtilegur
og smekklegur hélt læknirinn að þarna væri um að ræða meriki
um sakleysi eða öllu heldur fáfræði um eitthvað sem stóð í sam-
bandi við œannslíkamann — sem var svo algengt meðal ungs
og óreynds fódiks. Og hann var í þann veginn að endurtaka hin
venjulegu: orð sín um að óhætt væri að segja honum allt, þegar
hann ifékk aðra hugmynd, sem ef til vill hyggðist á hugsana-
flutningi anilli hans og Róbertu. Gat ekki verið að þárna væri
■ oOo— —oOo'— —oOo— —oOo ■ —oOo— —oOo— —oOo -
BHRNASAGHN
TÚKK —TÚKK
3. DAGUR
Mikki hcf fyrstur máls, svo tók ég við, cg ao lck-
um sagði Gústi langa sögu af töfrafólki, galdra-
mcnnum og púkum.
Mikki varð svo smeykur að hann dró teppið upp
fyrir höfuð og bað síðan Gústa að hætta þessari
hryllilegu sögu. En Gústi var ekki aldeilis á því. Til
að skjóta Mikka enn alvarlegri skelk í bringu lamdi
hann hnefanum í þilið og sagði að nú væru púk-
arnir að koma.
Það byrjaði líka að fara heldur ónotalega um mig,
og á endanum bap ég líka Gústa að hætta. Hann
sagði þó sögu sína til enda; og þá varð Mikki ró-
iegri, og sofnaði skömmu síðar. Það var mjög kyrrt.
En við Gústi gátum samt ekki sofnað. Við lágum
með opin augu og hlustuðum á bjöllurnar hans
Mikka berjast um í skálinni.
Það er dimmt eins og í tugthúsi, sagði Gústi.
Það er af því vio settum hlerana fyrir gluggana,
sagði ég.
Við erum nú sannarlega talsvert hugaðir að sofa
svona einir í húsi, og finna þó ekki til hræðslu,
sagði Gústi.
Það birti heldur til í herberginu. Við sáum djaría
fyrir rifunum í gluggahlerunum.
Það er farið að birta úti, sagði Gusti. Hún er svo
stutt nóttin núna um hásumarið.
Kannski er tunglið líka komið upp, sagði ég. —
Að lokum sofnaði ég;. En allt í einu barst mér
hljóð gegnum svefninn: Túkk —túkk — túkk.
Ég glaðvaknaði á samri stund. Þeir steinsváfu
báðir, ÍVIikki og Gústi. Ég vakti Gústa. .
Það er verið að berja, áagði ég.
Hver gæti verið að berja um þetta leyti dags!
andæfði hann.
Heyrðu bara sjálfur.
Við lögðum við hlustirnar. Allt var kyrrt — unz
aftur kom þetta sama hljóð: Túkk — túkk — túkk.
Það er einhver að banka á hurðina. Hver getur það
verið? hvíslaði Gústi.