Þjóðviljinn - 13.05.1952, Blaðsíða 1
Svar sent á morgun
Fulltrúar Vesturveldanna
luku í gær við að semja fjórða
uppkastið að svari við orðsend-
ingu sovétstjórnarinnar um
Þýzkaland. Ef þetta uppkast
finnur náð fyrir augum ríkis-
isstjórna þeirra verður orð-
sendingin afhent á morgun.
HÆSTIRÉTT-
UH FHEMUR
Hinír svívlrðilegu dómar undirréftar að mesfu sfaðfesfir og þar
með fullkomnaðar þær réftarofsóknir gegn saklausum alrnenn*
ingif er Bjarni Ben. hefur staðið fyrir, en hinum seku sleppt
Hæstíréttur leggur blessnn sina yfir vopnun Heimdallar 1 marz, mistök lögreglustjóra
og hina bneykslanlegn meðferð máisins i héraði
Dómarnir vekja undrun o§ gremju
Ðómsorð Hæstaréttar í 30. marz málunum voru
birt í gær. Bera þau greinilega merki um fingraför
dómsmálaráðherrans og þeirra afturhaldsafla, sem
30. marz 1949 sviku ísland inn í Atlanzhafsbanda-
lagið og efndu til óspekta með þjálfuðu kylfuliði á
Austurvelli þann dag í því skyni að hefja réttarof-
sóknir gegn verkalýðshreyfingunni og Sósíalista-
flokknum. Dómsorð Hæstaréttar eru hnefahögg fram-
an í almenning í landinu og bein ógnun vi.ð réttar-
öryggi íslenzka ríkisins. Hæstiréttur staðfestir að
mestu dóma undirréttar en tekur sig þó fram um að
þyngja refsingu þeirra, sem á einhvern hátt eru
bendlaðir við Sósíalistaflokkinn, og seilist af vís-
dómslegri nákvæmni eftir kosningarétti þeirra og
kjörgengi. Hinar furðulegu dómsniðurstöður Hæsta-
réttar vöktu undrun og gremju allra réttsýnna Is-
lendinga og hefur hann nú glatað virðingp þeirra
sem óháður dómstóll.
Það sem einna mesta eltirtekt vekur er það, að
Mæstiréttur dómfellir Stefán Magnússon, sem í und-
irrétti var sýknaour, rænir Jón Múla Árnason. hinn
vinsæla úivarpsþul, horgaralegum réttindum, sem
indirréttur sá enga ástæðu til, og tekur Olaf Jens-
son læknastúdent einan út úr hópi hinna ákærðu
stúdenta og dæmir hann í óskilorðsbundinn fang-
elsisdóm en hinir fá skilorðsbundna dóma og einn er
sýknaður. Mun ÞJóðviIjinn ræða ýfarlega dómsnið-
rarstöður Kæstaréttar, þegar honum hafa borizt for-
sesdur þeirra, en þær fær hann ekki fyrr en í dag.
Verða nú dómsorðin birt hér í heild.
Verða hér á eftir rakin dóms-
orð Hæstaréttar en þess getið
í svigum hver hafi verið dóm-
ur undirréttar:
„Ákærðu Guðmundur Björg-
vin Vigfússon, Hreggviður Stef-
ánsson, Kristófer Sturluson og
Sigurður Jónsson eiga að vera
sýknir af kröfum ákæru-
valdsins í máli þessu.
(Sýknaðir af undirrétti voru
Guðmundur Vigfússon, Kristó-
fer Sturluson, Sigurður Jóns-
son og Stefán Oddur Magnús-
eon. Hæstiréttur sýknaði því
ti] vi'ðbótar Hreggvið Stefáns-
son stud. mag. en dæmir Stef-
án Magnússon í 2500. kr. sekt
sbr. síðar).
Ákærði Stefán Ögmundsson
sæti fangelsi 12 mánuði. Stað-
fest er ákvæði hins áfrýjaða
dóms um sviptingu réttinda
hans.
(18 mánaða fangelsi og
sviptur kosningarétti og kjör-
gengi.).
Ákærði Alfons Guðmundsson
sæti fangelsi 12 mánuði, en
refsingu hans skal fresta og
hún falla niður eftir 5 ár frá
uppsögn dóms þessa, ef skil-
orð VI. kaf’a laga nr. 19/1940
verða haldin. Ákærði er frá
birtingu dóms þessa sviptur
kosningarétti og kjörgengi til
opinberra starfa og annarra
almennra kosninga.
(6 mánaða fangelsi óskilorðs-
bundið).
Ákærði Jón Kristinn Steins-
son sæti fangelsi 7 mánuði.
Hann er fná birtingu dóms
þessa sviptur kosningarétti og
kjörgengi til opinberra starfa
og annarra almennra kosninga.
(6 mánaða fangelsi, en ekki
sviptur kosningarétti og kjör-
gengi).
Ákærði Magnús Jóel Jóhanns-
son sæti fangelsi 7 mánuði.
Staðfest eru ákvæði hins áfrýj-
aða dóms um frádrátt gæzlu-
varðhaldstíma og sviptingu
réttinda ákærða.
(12 mánaða fangelsi og
sviptur kosningarétti og kjör-
gengi).
Ákærði Stefnir Ólafsson sæti
fangelsi 7 mánuði. Staðfest eru
ákvæði héraðsdóms um frá-
drátt gæzluvarðhaldstíma og
sviptingu réttinda ákærða.
(12 - mánaða fangelsi og
sviptur kosningarétti og kjör-
gengi).
Ákærði Jón Múli Árnason
sæti fangelsi 6 mánuði. Hann
er frá birtingu dóms þessa
sviptur kosningarétti og kjör-
gengi til opinberra starfa og
annarra almennra kosninga.
(6 mánaða fangelsi en ekki
sviptur kosningarétti og kjör-
gengi).
Ákærði Magnús Hákonarson
sæti fangelsi 6 mánuði. Stað-
fest er ákvæði héraðsdóms um
frádrátt gæzluvarðhaldstíma
ákærða. Refsingu ákærða skal
fresta og hún falla niður eftir
5 ár frá uppsögn dóms þessa,
ef skilorð VI. kafla laga nr.
19/1940 verða haldin.
(4 mánaða fangelsi en óskil-
orðsbundinð).
Ákærði Stefán Sigurgeirlsson
sæti fangelsi 6 mánuði. Stáð-
fest eru ákvæði héraðsdóms
um frádrátt gæzluvarðhalds-
tíma. og sviptingu réttinda á-
kærða.
(12 mánaða fangelsi og
sviptur alm. mannréttindum).
Ákærði Garðar Óli Halldórs-
son sæti fangelsi 5 mánuði.
Hann er frá birtingu dóms
þessa sviptur kosningarétti og
kjörgengi til opinberra starfa
og annarra almennra kosninga.
(4 mánaða fangelsi en ekki
sviptur alm. mannréttindum).
Ákærði Friðrik Anton Högna-
son sæti fangelsi 4 mánuði, en
fresta skal refsingu hans og
hún falla niður eftir 5 ár frá
uppsögn dóms þessa, ef skilorð
VI. kafla laga nr. 19/1940
verða haldin.
(3 mánaða fangelsi en óskil-
orðsbundið).
Ákærði Kristján Guðinunds-
son sæti fangelsi 4 mánuði.
(Óbreyttur dómur).
Ákærði Ólafur Jensson sæti
fangelsi 4 mánuði.
(3 mánaða fangelsi).
Ákærði Jóhann Pétursson
sæti fangelsi 3 mánuði.
(4 mánaða fangelsi).
Ákærðu Árni Pálsson, Gísli
Rafn Isleifsson, Guðmundur
Helgason og Páll Theódórsson
sæti hver um sig fangelsi 3
mánuði, en fresta skal refsingu
þeirra og hún falla niður eft-
ir 5 ár frá uppsögn dóms þessa
ef skilorð VI. kafla laga nr.
19/1940 verða haldin.
(Allir þessir stúdentar voru
i undírrétti dæmdir i 3ja mán-
aða fangelsi en óskilorðsbund-
ið).
Ákærði Hálfdán Bjarnason
sæti varðhaldi 30 daga, en
fresta skal refsingu hans og
hún falla niður eftir 5 ár frá
uppsögn dóms þessa, ef skilorð
VI. kafla laga nr. 19/1940
verða haldin.
(3 mánaða fangelsi óskilorðs-
bundið).
Ákærði Stefán Oddur Magn-
ússon greiði kr. 2500.00 sekt
til bæjarsjóðs Reykjavíkur, og
komi varðhald 20 daga í stað
sektarinnar, ef hún greiðist
ekki innan 4 vikna frá birtingu
dóms þessa.
(Var í undirrétti alveg sýkn-
aður).
Ákærði Guðnuindur Jónsson
greiði kr. 1500.00 sekt til rik-
issjóðs, en fresta skal refsingu
hans og hún falla niður eftir
5 ár frá uppsögn dóms þessa,
ef skilorð VI. kafla laga nr.
19/1940 verða haldin. Ef skil-
orð nefndra laga verða ekki
haldin, sæti ákærði 12 daga
varðhaldi, ef hann greiðir ekki
sektina innan 4 vikna, frá því
Framhald á 8. síðu.
’ AUt á sörnu bókina lært
Hæstiréttur vítir sakadémara fyr-
ir að béka ummæli Einars Olgeirs-
sonar en dæmir síðan Einar i 1500
kr. sekt fyrir að viðhafa ummælin!
Dómsorð í máli Einars Olgeirs-
sonar voru einnig birt í gær. Hann
var í undirrétti dæmdur í 900
króna sekt íyrir að móðga undir-
réttardómarann með yíirlýsingu
um að hann svaraði ekki spurning-
um réttarins íyrr en hinii seku-
Einar oigeirss. tögreglustjóri og formenn þríflokk-
anna, hefðu verið kallaðir fyrir rétt. Til að
koróna afrek sín í þessum málum gerir Hæsti-
réttur sér lítið fyrir og þyngir dóminn yfir Ein-
ari með því að hækka sekt hans úr 900 krón-
um í 1500 krónur, — og ekki aðeins það, held-
ur samþykkja hinir 5 virðulegu dómendur
Hæstaréttar vítur á sakadómara fyrir að hafa
látið hafa sig til að bóka ummæli og yfirlýs-
ingu Einars fyrir réttinum! Það skal með öðr-
um orðum hér eftir vera bannað á íslandi að
bóka í réttarskjöl ummæli vitna eða rökstuddar
yfirlýsingar sakborninga um afstöðu þeirra til
réttarins!
Er nú ekki skörin að færast upp í bekkinn?