Þjóðviljinn - 24.05.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 24, maí 1952 Viðtai iiAusturlunds?9 við Lúðvík Jósepssom * * i® m , ‘iV SðSS orðln sferkasfa samfa Miklir möguleikar á viðskiptum milli ery f msin: og Austur-Evrópu Síðastliðinti laugardag birti ÞjQðyiljinn grein eftir Ársæl Sigurðsson um efna- hagsráð'éefnuisa í Moskva, er haklin var fyrri hluta apríl mánaðar og sótt af 471 fuiltrúa frá 49 löndum. Eins og þá var skýrt frá -voru þeir Lúðvík Jósepsson alþingismaður og Magnús Þorgeirsson kaupmaður fulltrúar á ráðstefnunni auk Ársæís. „Austurland“, biað sósíalista í Nesltaup- stað bii'li 9. þ.m. mjög fcóð- legt viðtal við Lúðvík um ráðstefnuna, Fer viðtalið í heild hér á eftir: Var efnáhagsráðrstefnan f jöl- sótt? Á ráðstefnunni voru mættir 471 fulltrúi frá 49 þjóðum. Með þessum fulltrúum voru allmargir sérfræðingar og að- stoðarmenn og voru sendi- nefndir sumra rikja mjög fjöl- mennar. Áttn Vestur-Evrópuþjóðirnar yfirleitt fulltrúa á ráðstefn- unni? Já. Meðal annars var þar fjölmenn sendinefnd frá Stóra- Bretlandi, fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, Hollandi, Belgiu, Frakkla.ndi, Vestur- Þýzkalandi og ítalíu, svo og frá Bandaríkjunum og flestum ríkjum Suður-Ameríku. Auk þess voru svo að sjálf- sögðu líka fjölmennar sendi- nefndir frá öilum þeim ríkjum, sem haft hafa vinsamlega sam- húð við Sovétríkin og mikið bar á fulltrúum hinna fjö!- rnennu Asíuþjóða svo sem Kína, Indlands, Pakistans, Indónesíu og Kóreu og frá Japan voru einnig fulltrúar. Hverskonar menn, ég á við í hverskonar stöðam, sóttu ráð- stefnuna, aðallega? Frá hinum vestrænu þjóðum voru fulltrúamir yfirleitt ekki fulltrúar ríkisstjórna sinna, en frá ýmsum öðrum löndum voru þeir fyrst og fremst fulltrúar ríkisstjórnanna. Þarna voru menn úr ýmsum þjóðfélags- stéttum, en mikið bar á hag- fræðingum, kaupsýslumönnum, þekktir bankastjórar vor.i þarna, ráðherrar og fyrrver- andi ráðherrar og nokkrir þingmenn eins og t.d. frá Bret- landi. Hvernig var störfum ráð- stefnunnar hagað? Allar ræður voru samtönis þýddar á sex tungumál. rúss- nesku, ensku, þýzku, frönsku, spönsku og kínversku.. Hver fulltrúi hafði heyrnartæki við sitt sæti og gat valið um ó hvaða tungumál hann hlustaði hverju sinni. Á ineðan á ráð- stefnunni stóð var gefið út sér- stakt prentað blað" ráðstefn- unnar á þessum tungumálum. Þar voru birtar jafnóðum ræð- lur og tillögúr, sem voru flutt- ar á fundunum. Þarna voru fluttar margar rfeður, sem vörpuðu skýru ljósi yfir ástand og horfur í viðskipta- og efna- 'hagsmálum svo að segja frá öllum þjóðum heims, Hafa mikil viðskipti átt sér stað undanfarið milli Austur- og Vestur-Evrópu? Nokkur viðskipti hafa verið milli Austur-Evrópulanda og flestra Vestur-Evrópulanda, en síðastliðin tvö til þrjú ár hef- ur borið mikið á, að eðlileg viðskipti milli þessara aðila hafi verið trufluð af stjórn- málaástæðum. Telur þú, eftir að hafa ver- ið á þessari ráðstefnu, mögu- legt að auka þessi viðskipti og telur þú áhuga fyrir því af beggja hálfu? Já, ég tel að miklir mögu- leikar séu á stórauknum við- skiptum milli þessara aðila og ég tel, að þessi ráðstefna hafi ýtt mjög mikið imdir að auka þessi viðskipti. Þannig kom t.d. fram á ráðstefnunni bein yfir- lýsing frá formanni rússnesku nefndarinnar um að Sovétríkin væru nú þegar reiðubúin til að Lúðvík Jósepsson selja ýmsar þýðingarmiklar framleiðsluvörur sínar til Frakkland, Stóra-Bretlands, Italíu og annarra landa og kaupa af þeim aftur ýmsar.fram leiðsluvörur þeirra, sem þessi lönd sérstaklega þurfa að aelja, eins og sakir standa. Kunnugt er iíka, að á ráðstefnunni voru gerðir stórir viðskiptasamning- ar milli Austur-Evrópuríkja og ýmissa Vestur-Evrópuríkja. Mundu þessi viðskipti, ef þau gætu tekizt í súórum stíl ekki hafa heillavænleg áhrif á efnaliagslíf Vestur-Evrópu ? Jú, vissulega. Það kom- greinilega fram á ráðstefnunni, að ef iþessi viðskipti gætu tek- izt á eðlilegan hátt milli Aust- urlanda og Vesturlanda, raundu mörg Vestur-Evrópu- ríki fá markað fyrir iðnaðar- vörur sínar, sem nú eru ill- seljanlegar og gætu fengið í staðinn ýmsar vörur, sem ann- ars þarf að greiða með dollur- um, sem þessi lönd öil eru fá- tæk af. Auk þess mundu svo gagnkvæm viðskipti verða rujög þýðingarmikið skref í þá átt að tryggja frið. 1 ræðum liagfræðinga frá Vestur- Evrópu kom m.a. mjög greini- lega fram að þessi viðskipti mundu í framkvæmd þýða at- vinnu fyrir hundruð þúsundo manna, sem nú eru atvinnu- lausir í Vestur-Evrópu og koma i veg fyrir sívaxandi at- vinnuleysi. Hverja inögaleika tehir þú á viðskiptum milli sósialistisku landamia og fslands? Ég tel möguleika á slíluim viðskiptum mikla. Frá þessum löndum getum við fengið flest- ar eða allar vörur, sem við þurfum að flytja til landsins. Frá Sovétríkjunum gætu ís- lendingar t.d. fengið allt sitt timbur og alla sína kornvöru og frá þeim og öðrum Austur- Evrópulör.dum gætum við einn- ig fengið kol, olíu og ýmsar iðnaðarvörur. Til Sovétríkjanna gætum við selt rnikið af salt- síld og til þeirra og annarra Austur-Evrópuríkja er einnig hægt að selja mikið af öðrum sjávarafurðum, byggt á gagn- kvæmum viðskiptum við þess- ar þjóðir. En hvað um verðlag? Sovétríkin selja átfiutnings- vörur sínar yfirleitt á heims- markaðsverði. Við Islendingarn ir fengum upp verð á ýmsum þeim vörum, er til mála kæmi fyrir Islendinga að kaupa það- an og virtist það fyllilega sam- keppnisfært við það verð, sem við greiðum fyrir slíka vöru nú. En álítur þú, að íslenzka rík- isstjórnin muni gera tilraun til að ná viðskiptasamningum við þessi lönd? Um það veit ég ekkert, en ótrúlegt er, að íslenzka ríkis- stjörnin sinni þessum málum ekkert, svö mikið sem tslend- ingar eiga í húfi og jafnerfið- lega og nú horfir með sölu á okkar útflutningsvörum í þeim löndum, sem aðallega hafa keypt þær. — Eða hvers vegna skyldu Islendingar ekki geta samið við Sovétríkin og önnur lönd Austur-Evrópu eins og Norðmenn gera nú í dag og Englendingar í vaxandi mæ!i, Svíar í stórum stíl og fleiri Vestur-Evrópuríki? Norðmenn ihafa selt til Sovét- ríkjanna 100 þúsund tunnur af saltsíld og gert við þaii stór- an samning um smíðar fiski- báta fyrir Sovétríkin. Bretar munu einnig nýlega hafa selt Sovétríkjunum saítsíld, og Belgíumenn hafa samið við þau um mikiar skipasmíðar. Bretar munu einnig nýlega hafa selt Sovétríkjunum sait- síld, og Belgíumenn hafa sam- ið við þau um mikiar skipa- smíðar. — Gafst þér ekki koAur á að kynnast russneskri fram- leiðsluvöru? — Jú. Meðan á ráðstefnunni stóð voru haldnar . margar framleiðsluvörusýniíxgar í Moskva. Við íslendingarnir fórum á nokkrar þessara sýninga og kynntum okkur vöruverð og gædi, Þessar sýniqgar gáfu ljóslega til kynna að fram- leiðisiuvörur Spvétríkjanna eru þegar orðnar mjög fjölbreytt- ar og yfirleitt í háum gæða-’ flokki. Hafðirðu tækifæri til að kynna þór kjör verkafólks í Sovétríkjuuum? Ég spurðist fyrir um launa- kjör í ýmsum starfsgreinum og reyndi að gera mér grein fyrir kaupmætti launanna. Það er greinilegt aö launakjör verkafólks, iðnaðarfólks og skrifstofufólks eru góð og skapa mikla kaupgetu. Auk- þess, sem launin eru yfirleitt há, fylgja þeim mikil fríðindi og launþegi þar í landi greið- ir ýmist ekki eða þá aðeins að litlu leyti ýmislegt það, sein drjúgur hluti tekna okkar gengur til að greiða. Má þar nefna fulikomið trygginga- kerfi með algjörlega ókeypis meiöluin, iæknishjálp og ■ ';V-:vaþússvi.st. Húsaleiga er mjög lág. 3—4% af laununum á móti 20—30%, sem hér er aígengt. Skatta þurfa menn enga að greiða eða þá mjög lága, Samanburður, sem gerð- ui' hefur verið á kjörum laun- þcga i Englandi og Sovétríkj- unum, sýiiir að kaupméttur launa í Sovétríkjunum er all- mikiu meiri en á Bretlandi. Ea hvað viltu segja mér um atvinnuöryggi? Atvinnuleysi er gjörsam- lega óþekkt fyrirbrigði í Sov- étríkjunum. Þar hafa allir, sem aðstöðu hafa til að vinna, fasta atvinnu, ekki aðeins karl- menn á bezta yinnualdri, held- ur kvenfólk og ungir menn og gamlir eftir því sem þeir hafa getu til að vinna. Borgarablöðin hér heima og sjálfsagt í öllum löndum, halda því að lesendum sínum, að ferðamaður í Sovétríkjun- um sé ekki frjáls ferða sinna, heldur sé hans gætt við hvert fótmál af leynilögreglu Stalíns. Hvað segir þú um þetta? Varst þú ekki alltaf með lögreglu- menn á hælunum á meðan þú dvaldist austan tjalds? Ekki gátum við Islending- arnir orðið varir við þetta fremur en járntjaldið. Við gát- um farið hvert sem við vild- um og erfitt á ég með að skilja, að nokkur Rússi hafi í ýmsum tilfellum vitað nokk- uð um _hvert við vorum að fara og hvað við vorum að gera þegar við fórum einir. Varðst þú m'ikið var við þann styrjaldarimdtrbúnmg, sem alltaf er verið að fræða Reykjavíkurdeild R.K.1. hélt aðalfund hinn 16. þ.m. í fund- arsal V.R. Formaður deildarinnar, sr. Jón Auðuns, dómkirkjuprestur, flutti sbýslu um starfsemi deildarinnar á árinu 1951. í júní 1951 tók deildin að öllu leyti við rekstri og um- sjón með sumardvöl barna, sem R.K.l. hefur haft með höndum undanfarandj ár. Á barnaheimilum deildarinn- ar dvöldu alls 190 börn allan dvalartímann. Síðast í desembermánuði tók deildin í notkun 2 nýja sjúkrabíia. Eins og áður ann- aðist slökkvilið Reykjavíkur sjúkraflutningana á vegum deildarinnar. Þakkaði fonnað- ur þeim gott starf. Árið 1951 voru sjúkraflutn- ingar með bifreiðum deildarinn ar eins og hér segir: Innanbæjarflutningar 2999, utanbæjarflutningar 66, flutn- ingar vegna slysa 93 — Alls 3158. I nóvember hafði deildin fé- lagasöfnun. Voru það aðallega nemendur úr Hjúkrunarkvenna skóla Islands, Húsmæðraskóla Reykjayíkur og gagnfræðaskól- um þæjarins, sem önnuðust Þ J ÖÐ VILJINN — (3 okkur á að fram fari aus.Cur þar? Nei, síður en svo. Við sáum enga hermannaílokka, engar heræfingar og mjog lítið her'á öllu því, sem til styrjaldar- reksturs heyrir, þó ég efist hinsvegar ekki um, að Rússar muni eiga í fórum sinum eitt- hvað talsvert af slíku. Aftur á móti varð víða á vegi okk- ar áróður fyrir friði og sam- tökum friðarvina. Þannig sá- um við á mörgum stöðmn í borginni, m. a. á opinbsrum byggingum, stórar áletranir, þar sem skorað var á menn að styðja friðarsamtökin. Eru ekki allir hlutir þjóðnýttir auí* ur þar? Þjóðnýting er mikil þar. Þannig er verzlunin rikiseign. eða rekin af samvinnuféÍQgum og allur atvinnurekstur, sem. byggist á • aðkeyptu vinnuafii, er rekinn -á ’ sama hátt. Hins vegar er það rangt þegar sagt er að þar í iandi séu ailir híut- ir þjóðnýttir. Mjög margir ein- staklingar eiga t.d. nú orðið prívatbíla og mér var sagt, að t. d. námuverkamenn ættu undantekningarlaust príyatbíla. Ýmisir eiga íbúðarhús. einkum í þorpum og smærri borgum úti á landsbyggðinni. I land- búnaði er t.d. algengt, að bændur hafa nokkurt eigin bú til heimilisframleiðslu og selja þá jafnframt nokkuð af þeirri framleiðslu sinni, þó að þeir vinni að langmestu leyti á samyrkjubúum. Hvað vi'ó þú að lokum taka, fram um áhrif þau, sem þessi stutta dvöl þín meðal fólksius ausían tjalds hafði á þig? Mér er það sérstaklega minnisstætt hve fólkið í Sov- étríkjunum er frjálslegt og vel- útlítandi og hve sannfært það- er um hlutverk sitt og þjóðfé- lagslega þýðingu. Mér er það enn ljósara en áður, hve hin sósíaiistísku ríki eru komin langt á framfarabrautinni og hve stór og órjúfandi heild þau eru orðin. Allur austurhluti Evrópu og Asíu, allt hið nýja Kína og Kórea ásamt fleiri As- íuríkjum, eru þegar oríin það afl og sú samtakaheild, sem sterkust er í heiminum. söfnunina, undir stjórn deild- arinnar. Eins og að undanförnu voru merki R.K.l. seld á ösku- daginn. I Reykjavík annaðist deildin merkjasöluna. 1951 söfnuðust alls kr. 44.342,50 fyrir merki og í gjöfmn, þar af var R.K.I. greitt af merkja- sölunni kr. 20.000,00. Þá vann deildin ásamt stjóru R.K.Í. að söfnun handa því fólki, er verst varð úti vegna flóðanna í Pódalnuin á Italíu. Þá vann fulltrúi frá deildinni með stjórn R.K.t. að því að fullgera bamaheimili að Laug- arási, svo að þar mætti starf- rækja sumardvalaheimili fyrir börn, sumarið 1952. Önnur mál, sem deildin hef- ur haft til umræðu og athug- unar, eru helst þessi: 1. Athugun á starfrækslu sumardvalaheimilis fyrir van- gæf börn. 2. Að koma upp nokkrum birgðum af nauðsynlegustu hjálpar- og hjúkrunargögnum, sem væru tiltækar, ef hingað bærust hættulegar farsóttir eða eitthvað óvenjulegt bæri að höndum. 3. Að koma á fót námskeið- um, þar sem kennd verðii Frumhajd á 7. siðu, _j B. Þ. Frá aðallimdi Reykjavíkuídeildaj IJLL: iJndirbvr starfrækslu somarheirailis fyrir vangæf börn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.