Þjóðviljinn - 24.05.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.05.1952, Blaðsíða 8
SkýrsSa SÞ Framhald af 1. síðu. tiiri, Kína og alþýðulýðveldun- um — segir skýrslan ,að bæði framleiðsla og eftirspurn hafi aukizt á þessu tímabili. Iðnað- arþróunin hefur að mestu leyti fyigt fyrirfram gerðum áætl- unum. 1 mörgum þessara ianda hefur framleiðslan farið fram úr áætlun, og var þá farin sú leið, að hækka takmarkið. Um þriðja flokks löndin seg- ir skýrslan, að framleiðslan hafi dregizt aftur úr, en verð- lag farið hækkandi. Viðskiptabannið hefur ekki náð tilgangi 1 skýrslunni er minnzt á gjaldeyris- og greiðslukreppur, sem vígbúnaðurinn hefur vald- ið í mörgum auðvaldsrikjanna, m. a. á Norðurlöndum. Getið er um tilraunir Bandaríkjanna til þess að lama viðskiptin milli austurs og vesturs, og í sam- bandi við það er komizt svo að orði: Austur-Evrópuríkin hafa bætt sér niðurskurðinn á við- skiptum við Vestur-Evrópu með auknum viðskiptum sín á milli. Alþýðulýðveldin yfir- leitt hæst I skýrslunni er sérstaklega drepið á matvælaframleiðsluna. Hún dregst sí og æ aftur úr iðnaðarvöruframleiðslUnni. 9é litið á heiminn sem heild er matvælaframleiðslan minni nú en hún var fyrir 15 árum. 1 skýrslunni er birt tafla er sýnir hversu mikið iðnað- arframleiðslan hefur aukizt frá 1950 til 1951. Þar kemur skýrt í ljós, að lönd sósíalismans hafa mikla yfirburði fram yfir auðvaldslöndin. Lítið á skýrsl- una: Japan ................... 39% Ungverjaland ............ 30% Bygging barnaspítala liafin næsta vor Vciðas liðus í siækkuu Landspílalans —■ Sjððus Hringsins er nii 2,1 miiljónií króna Á aðalfundi Kvenfélagsins „Hringsins“, sem haldinn var 20. þ. m.; var einróma samþýkkt, að félagið legði fram barna- spítalasjóð sinn, sem nú er orðinn rúml. 2 millj. kr., til þess að koma upp barnaspítala sem lið í fyrirhugaðri stækkun Landspítalans, er væntanlega verður byrjað á á næsta ári. Má því telja góðar horfur á. að ekki líði langur tími úr þessu þar til upp er kominn barnaspítali hér í bæ, en það hefur um all- mörg ár verið aðaláhugamál „Hringsins". Rúmenia .................. 29% Pólland.............. 24% Þýzka alþýðulýðveldið .. 22% Luxemburg ................ 22% Vestur-Þýzkaland ...... 21% Búlgaría ................. 19% Finnland ................. 18% Ráðstjórnarrikin ..........16% Grikkland .................16% Tékkóslóvakía ............ 15% Chile .................... 15% Belgía ................... 15% Brasilía ................. 14% Frakkland ............... 13% Austurríki ................12% Italía............... 12% Indland,............. 11% Bandarikin ............... 10% Mexíkó .................... 8% Kanada................ 7% Júgóslavía ................ 6% Noregur . ................. 5% Svíþjóð ................... 4% írland .................... 4% Holland .................. 4% Suður-Afríka .............. 4% England ................... 2% Argentína ................. 2% Danmörk ................... 1% Samtals nemur framleiðslu- aukningin í heiminum frá 1950 til 1951 12%, svo að Ráð- stjórnarríkin og alþýðulýð- veldin eru fyrir ofan meðallag, flest auðvaldsríkin sem en nefnd eru í skýrslunni fyrir neðan meðallag. eru Þýzkir kratar fordœma bandalagið við Vesturveldin Foringjar sósíaldemokrata í Vestur-Þýzkalandi for- dæma harölega fyrirhugaöan bandalagssamning þess og Veuturveldanna. Þingmeirihluti ríkisstjórnar Adenauers í Vestur-Þýzkalandi ■hafnaði í gær kröfu sósíaldemo- krata, sém eru *annar stærsti flokkurinn á þingi, um að hernaðarbandalagssamningur- inn við Vesturveldin verði ræddur á þingi áður en Aden- auer undirritar hann. Ætlunin er að undirritunin fari fram með mikilli viðhöfn á mánu- daginn í Bonn, höfuðstað Vest- ur-Þýzkalands. Eden, utanríkis- ráðherra Bretlands, og Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, koriu til Bonn í gmr þeirrp. erinrlp r.l ••ni'rrita samninglnn íyrii hcnd stjórr.a sinna. Schumacher, foringi sóríal- demokrata, lýsti yfir f gær að hver sá Þjóðverji, sem undir- ritaði samninginn við Vestur- veldin, fyrirgerði með því ver :i réttinum til að heita Þjóðverji. Hann tilkynnti einnig að hann og aðrir foringjar sósíaldemo- krata hefðu afþakkað boð urr1 að vera viðstaddir þegar samn- ingurinn verður undirritaður. Nýr sorplireiiisiinarhíll af sænskri gerð tekinn í notkmi Endurbætui á húsakynnum sorphreinsunarinnar f gær sýndi borgarlæknir fréttamönnum og ýmsum fleiri gestum nýjan sorphreinsunarbíl af sænskri gerð sem verið er að taka í notkun. Er bíll þessi og nýjar sorptunnur sem sam- tímis verða teknar í notkun á því svæði sem hann fer yfir, mikil framför frá því sem verið hefur. Jafnframt var gestun- um boðið að skoða hin endurbættu húsakynni sorphreinsunar- innar við Vegamótastíg. Hinn nýi sorphreinsunarbíll verður í einu af hverfum bæj- arins sennilega. suðvestur bæn- um og er í ráði að fá fleiri slíka bíla gefist þessj vel við hreinsunina. Billinn tekur 8 rúmmetra af sorpi I einu og í honum eru tæki sem flytja það til þannig að öruggt sé að bíll- inn fyllist hverju sinni. Sorp- ílátin sem tekin verða í notkun í því hverfi sem þessi bíll ann- ast eru smíðuð hjá Stálumbúð um h.f. hér í bænum. f sambandi við þennan nýja bíl er ráðgert að fjölga hreins- unarflokkunum úr 4 í 5. Ekki á það þó að þýða mannaf jölgun því fækkað verður í þeim sem Framhald á 7. síðu. Upphaflega beindi Hringur- inn starfsemi sinni að berkla- málunum og þá einkum að fjárhagslegri hjálp við berkla- sjúklinga, en grundvöllur þeirr- ar starfsemi féll burtu, er rík- ið tók að sér framfærslu berkla sjúklinga. Félagið kom líka upp hressingarhæli fyrir berkla veika í Kópavogi, sem það rak fyrir eigin reikning um hríð, en afhenti síðan ríkinu að gjöf, og hefur það verið notað fyrir holdsveikisjúklinga síían Laug- arnesspítalinn brann. Síðan 1942, eða um 10 ára skeið, hefur öll starfsemi fé- lagsins beinzt að því marki að fullkominn bamaspitali yrði settur hér á stofn. Hringurinn setti sér það markmið að safna fé, er byggja mætti fyrir barnaspítala. Þótt Hringurinn sé fámennt félag, aðeins hálft annað hundrað félagskonur, er nú svo komið, að sjóðurinn er orðinn rúmlega 2.100.000.— kr. Er Hringnum bæði Ijúft og skylt áð þakka þá vinsemd og Framhald á 7. síðu. DJóÐviumN Laugardagur 24. maí 1952 — 17. árgangur — 114. töhiblað Friðgeir Sveinsson drukknaði í höfn- inni á sunnudagskvöldið SíðastBðið sunnudagskvöld vihli það slys til að Friðgeir Sveinsson gjaldkeri Bókaútgáfu menningarsjóðs ók í sjóinn hjá Ingólfsgarði og drukknaði.. Allt er í óvissu um livernig slys þetta hefur viljað til og að því bezt er vitað hefur eng- inn séð þegar bíllinn fór út af hafnarbakkanum — fyrr en hann var að sökkva. Lögreglunni barst tilkynning um þetta kl. 9,10 um kvöldið. Höfðu 4 menn frá Ólafsfirði verið staddir á Faxagarði er þeir sáu mikla skvettu í krik- anum framundan saltþúsinu austast við höfnina. Sýndist þeim Ijós bíll vera að sökkva. Tilkynntu þeir það lögreglunni er fékk hafnarbátinn og annan bát til að fara á staðinn. Kaf- ari var fenginn frá Hamri. Seint mun hafa gengið að fá kafara, því hann fór ekki nið- ur fyrr en kl. var farin að ganga 12. Var þá kominn kranabíll frá Vöku og þegar kafarinn hafði fest taug í bíl- inn var byrjað að hífa hann upp, kom hann upp úr sjónum um 10 mín. fyrir 12, en það var ekki fyrr en kl. hálf eitt að tekizt hafði að ná honum upp á bryggjuna og hafði þá einnig verið fenginn til þess kranabíll frá Eimskip. Enginn vissi hver eða hverjir Framhald á 7. síðu. Barnaskólinn Hafnarfirði 75 ára Barnaskóli Hafnarfjarðar er 75 ára á þessu starfsári og minnist afmælisins á morgun með útisamkomu við skólann. Verða þar fluttar ræður og ávörp en börnin syngja og sýna leikfimi. Enrfremur verður þá opnuð sýning á handavinnu og síarfi nemenda. Frumsýning á Skipbrotinu sæla Leikhússtjóri Konunglega leikhússins og frú hans við komuna til ? Reykjavíkur á sunnu- í daginn. | Dönsku leikaramir, nær 30' manna hópur, kom hingað með sænskri flugvél á sunnudaginn var. Frumsýning þeirra í þjóð- leikhúslnu á „Skipbrotiriu sæla“ verður í kvöid. 1 gær voru ’eikaramir í boði hjá menntamá.aráðherra ásamt norsku leikkonunni Thore Seg- eicke er hingað hefur verið ráðin til a3 setja upp Brúðu- heimilið. Gerður Helgadóttír komin heim Gerður Heigadóttir kom hingað til lands á laugar- daginn en hún hefur undan- farin ár stundað myndlist- arnám í Frakklandi og ítalíu og haft tvær sjálfstæðar sýningar í París, auk þess að hún hefur átt verk á nokkrum samsýningum. Hún mun hafa í hyggju að halda sýningu hér i sept- ember n.k. Barnaskóli Hafnarfjarðar var fyrst til húsa í Flensborgar- skólanum en seinna í Bryde- húsunum svonefndu, gömlum verzlunarhúsum. Árið 1902 var svo byggður barnaskólinn und- ir Hamrinum, en 1927 var byggður nýr barnaskóli úr steini við lækinn og var hann stækkaður 1946. I vetur sóttu skólann 510 börn. — Skólastjóri er Guðjón Guðjónsson. Olía úr E1 Grillo 1 gær var hafizt handa me'ð að dæla olíu úr oliuskipinu E1 Grilló er legið hefur á botni Seyðisfjarðar síðan í síðasta stríði. Var olíunni dælt í Þyril, er mun flytja hana í geyma. Er talið að þarna sé um fyrsta flokks brennsluolíu að ræða. Síðari hluti Í.R .-mótsins á morgun Síðarj hluti afmælismóts I.K. fer fram á íþróttavellinum á morgun og hefst kl. 2 e. li. Keppt verður í 10 greir.um og eru þátttalcendur frá 8 félögum. í 200 m verður keppnin mjög-----------:— ---------* spennandi milli þeirra. Guð- mundar Lárussonar Á, Ás- mundar Bjarnasonar K.R. og Harðar Haraldssonar Á. I 100 m hlaupi drengja munu líklegastir til sigurs þeir Vil- hjálmur Ólafsson Í.R., Þorvald- ur Óskarsson Í.R., Alexander Sigurðsson K.R. og Jafet Sig- urðsson K.R. I kringlukasti keppa um sig- urinn Friðrik Guðmundsson, Þorsteinn Löve og Örn Clausen. I hástökki eru 5 keppendur og líklegastir til sigurs Gunnar Bjamason Í.R., Baldur Alfreðs- son K.R. og Birgir Helgason K.R. I 1000 m hlaupi verður keppn in sennilega hörðust milli Eiríks Haraldssonar Á- og Sigurðar Guðnasonar Í.R., en h>eppendur eru 7. Framhald á 7. síðu. Hittast á Seyðisf. Norska hafrannsóknarskip- i'ð G. O. Sars er lagt af stað í haírannsóknarleiðangur. Fer það írá Lofoten vestur og norður í haf til Jan Maven og þaðan ætlar það að rannsaka. hafið við ísröndina til Sval- barða. Danska hafrannsóknarskipið Uana rannsakar svæði'ð rorður af Færeyjum allt upp til Ís- lands. María Júlía rannsakar sjávarhita fyrir norðan Ísland allt til Jan Mayen. ívssi þrjú skip eiga því að jafna mikilsverðum upplýsing- um um hafið fyrir norðan og sustan ísland og síldsrgöng- ur á þessu svæði. Gert er ráð fvrir að skipin verði öl] á Seyðisfiröi 21. næsta mánaðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.