Þjóðviljinn - 24.05.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.05.1952, Blaðsíða 1
Laugardagur 24. maí 1952 — 17. árgangur — 114. tölublað Verkaljfgðssendinefndin komin heim: ri ímrvaldur Þórarinsson farar- stjóri sendinefndarinnar við komuna til Reykjavíkur (; miðjum stiganum). Fraoskir kratar deila m Vestur- Evrópukerinn Flckksþing franskra sósíal- demokrata stendur nú yfir og ■urðu harðar deilur í gasr um afstöðu flokksins til hervæð- ingar Vestur-Þýzkalands. Marg- ir ræðumenn mæltu gegn hern- aðarbandalagi Vestur-Þýzka- lands og Vesturveldanna og stofnun Vestur-Evrópuhers með þýzkri þátttöku. Flokksstjórnin hefur lagt til að þingið feli þingmönnum sósíaldemokrata að greiða atkvæði með stofnun Vestur-Evrópuhers. Jules Moch, fyrrverandi landvarnaráðherra, gerði það að tillögu sinni, að ákvörðun um staðfestingu samningsins um stofnun Vest- •ur-Evrópuhers skyldi frestað þangað til eftir forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum. Kvað hann ljóst að utanrikisstefna Bandaríkjanna gæti breytzt verulega við kosningarnar. FRIÐUR MILLI ALLRA ÞJOflA kjörorðið sem yfirgnæfði öll önnur í kröfugöngu verkalýðsins í Moskva 1. maí Verkalýðsnefnd MlR sem fór héðan til Sovétrékjanna 26. aprif s.I. í boði Alþýðusambands Sovétrikjanna kom heim með sænsku flugvélinni s.I. sunnudag. „£g hafði gert mér mjög glæsilegar hugmyndir um Sovétríkin áður en ég fór, en raynslan, það sem ég sá þar í ferðinni tók öllu því fram er ég hafði gert mér hugmynd um", sagði Sigurður Guðnason formaður sendinefndarinnar er Þjóðvilj- inn. hitti hann við heimkomuna. Sendinefndin fór héðan 26. apríl, kom til Moskva 29., var þar við hátíðahöld verkalýðsfélaganna 1. maí og dvaldi í Moskva til 8. maí en fór þá til Kænugarðs og seinna s'uður á Krímskagann, tíi Simferopol og Jalta, en ssðan norður tíl Moskva og þaðan til Kaupmannahafnar 20. þ. m. Sendinefndin ræddi í gær við blaðamenn um för sína og hafði tararstjórinn, Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur, orð fyrir henni. Áður en nefndin fór frá Moskva talaði hún við rússn- eska fréttamenn og tét þeim í té yfírlýsingu þá er birt verður hér á eftir, en frásögn nefndarinnar af ferðalaginu verður í blaðinu á morgun. — Yfirlýsing sendinefndarinnar er svo- hl jóðandi: Ránsfengurinn var 9 milljónir Brezki póstmálaráðherrann •hefur skýrt frá því á þingi að ræningjarnir sjö, sem stöðv- uðu póstbíl á götu í London á miðvikudaginn og rændu honum, hafi komizt yfir 200 þúsund sterlingspund eða um níu milljónir íslenzkra króna, en ekki 1,8 milljónir eins og fyrst var fcaldið. Þetþa er mesta peningarán, sem komið hefur til kasta Scotland Yard og vinna liundruð leynilög- reglumanna að þvi að upplýsa málið. „Við undirrituð verkamanna- sendinefnd frá Islandi höfum nú dvalið 3 vikur í Sovétríkjunum. Nefndinni var boðið til þess- arar farar af Alþýðusam- bandi Sovétríkjanna fyrir milli- göngu Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna (MlR). Nefndina skipa fulltrúar frá eftirtöldum félagssamtök- um verkafólks á Islandi: Verkamannafélaginu Dagsbrún, Reykjavík; Verkamannafélag- inu Hlíf, Hafnarfirði; Iðju- félagi verksmiðjufólks, Reykja- vík; Sveinasambandi bygginga- manna, Reykjavík; Þvotta- kvennafélaginu Freyju, Reykja- vík; Alþýðusambandi Norður- lands; Verkakvennafélaginu Snót, Vestmannaeyjum. LÍFSKJÖR OG VINNU- SKILYRÐI VERKALÝÐSINS Nefndin hefur talið það að- alhlutverk sitt í þessari för að kynna sér, eftir því sem tími og aðstæður leyfðu, lifskjör, vinnuskilyrði og menningarlega aðstöðu verkalýðsins í Sovét- rikjunum. I þessu skyni hef- ur nefiídin varið tíma sínum til þess að heimsækja vinnu- staði, skóla, bamaheiimli. hressingar- og sumardvalar- heimili, félagsheimili og til þess að eiga viðtöl við ýmsa af forystumönnum verkamanna i Sovétríkjunum og einstaklinga innan verkalýðssamtakanna, er nefndin hefur átt kost á að kynnast í sambandi við heim- sóknir á vinnustaði og hvíld- arheimili. # FRÁ LENlNGRAD TIL JALTA Lengst af dvalartíma sínum í Sovétríkjunum hefur nefndin dvalizt í Moskva, Kiev og Jalta, auk þess, sem nefndin hefur komið til Leníngrad, Kar- kov, Simferopól og Vorones. I Moskva heimsótti nefndin m. a. tauverksmiðju, klæðageiíð, bslaverksmiðju, úra- og mæli- tækjaverksmiðju og vinnustaði byggingariðnaðarmanna. í Kiev heimsótti nefndin skóverksm., byggingarvinnuí*;aði og sam- yrkjubú í grennd við borgina. SKÓLAR — B ARN AHEIMILI — HVlLDAR- OG HRESS- INGARHEIMILI VERKA- MANNA Á Jalta heimsótti nefndin m. a. á ríkisbú í vínyrkju og verksmiðju, sem starfar í sam- bandi við það. Á þessum stöð- um hefur nefndin heimsótt og kynnt sér rekstur barna og gagnfræðaskóla, barnaheimili, hressingar- og dvalarheimili verkamanna og æskufólks. Auk Pramhald á 7. siðu. Dodd og Colson lækkaðir í tign Pace, hermálaráðh. Banda- ríkjanna, skýrði frá því í Was- hington í gær, að hershöfðingj- arnir Dodd og Colson, sem mest komu við sögu í atburð- unum !í stríðsfangabúðimiim á eynni Koje um daginn, hefðu. verið lækkaðir í tign og væru nú ofurstar. Dodd var fanga- búðastjóri er stríðsfangamir handsömuðu hann og Colson tók við af honum og undirrit- aði samning þann um framsal Dodds sem Clark yfirhershöfð- ingi neitaði svo að standa við. Komu Ridge- way mótmœlt Mótmælafundir gegn komu bandaríska sýklahershöfðingj- ans Ridgways til að taka við yfirstjórn herja A-bandalags- ríkjanna voru boðaðir viða í París í gær. Einnig hafa verið boðaðir mótmælafundir í kvöld og annað kvöld. Franski innan- ríkisráðherrann tilkynnti í gær, að „viðeigandi varúðarráðstaf- anir“ hefðu verið gerðar vegna fundanna en ekki hafði frétzt af neinum árekstrum í gær- kvöld. Skýrsla frá Sameinuðu þjóðunum: s. Framför í alþýðurík j unum Auðvaldslönd í afturför Á vegum efnahagsdeildar Sameinuðu þjóðanna hefur verið birt skýrsla um þróun efnahagsmála í heiminum á tímabilinu 1950 til 1951. Skýrslu þessari er ætlað að vera grundvöllur undir umræður á fundi efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna, en sá fundur á að hefjast innan tíðar. Skýrsla þessi sýnir greinilega muninn á efnahagsþróuninni í auðvaldslönd- unum og sósíalistísku löndunum. I skýrslunni er löndum ffóresk kerg gJiSreycld iitell £iapa]mspreiig|isiift Fréttaritarar með' Bandaríkjaher í Kóreu skýra frá að mesta loftárás styrjaldarinnar þar hafi staðið yfir tvo undanfarna daga.. Síðan í fyrramorgun hafa bandarískar flugvélar farið hundruð árásarferða til borgar suðvestur af Pyongyang, höfuð- stað Norður-.Kóreu. Fjöldi steypiflugvéla. af flugvélaskip- um hafa tekið þátt í árásunum. Bandaríska herstjómin lýsir yfir að hundruðum tonna af sprengjum og tugum þúsunda lítra af benzínhlaupinu napalm , hafi verið varpað yfir borgina og megi beita. að hun hafi verið ar, sem breyta stóru svæði í logandi bál, eru sérstaklega gerðar til fjöldamorða á ó- ibreyttum borgurum. Undan- farnar vikur hafa þingmenn úr öllum flok'.mm á brezka þing- inu gert harða hríð að ríkis- stjórninni til að reyna að fá hana til að skora á Bandaríkja- stjóm að hætta að beita napalmsprengjum í Kóreu. Árásin í gær og fyrradag er iþriðja gereyðingarárás Banda- ríkjanna á kóreska borg á hálf- þurrkuð út. Napalmsprengjurn- úm mánuði. Sendinefndin við komuna til Reykjavíkur. Talið frá vinstri: Þóríur Halldórsson múrari frá Sveinasambandi byggingamanna, Ragnar Þorsteinsson ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafs- fjarðar, Ólafur Jónsson formaður Hlífar Hafnarfirði, Árni Guðmundsson bílstjóri frá Dagsbrún, Guðríður Guðmundsdóttir formaðnr verkakvennaféiagsins Snót í Vestmannaeyjum og Sig- nrður Guðnason formaður Dagsbrúnar. — Þuriður Friðriks- dóttír formaður Freyjti og Gttðlaug Vilhjáimsdóttir frá lðju urðu eftír 1 Kaupmannahöfn. er heimsins skipt í þrjá aðal- flokka; lönd sem talin eru standa á háu stigi efnahags- þróunar. I þeim flokki eru auðvaldslöndin t. d. Bandarík- in og Vestur-Evrópuríkin. I öðrum flokki eru alþýðulýð- veldin, og í þriðja flokki eru auðvaldslönd, sem talin eru standa á lágu stigi efnahags- þróunar, t. d. í Suðaustur-A.síu. Kyrrstaða og affurför í auðvaldsheiminum I fyrsta flokks löndunum óx framleiðslan verulega á tíma- bilinu frá því á miðju ári 1950 til jafnlengdar 1951, en vegna vaxandi skatta og viðskipta- örðugleika hefur vörusala ekki aukizt að sama skapi. Síðari árshelming 1951 og framan af ári 1952 hefur iðnaðarfram- leiðslan farið minnkandi, vegna þverrandi eftirspurnar, en framlei'ðsla á vörum til hern- aðarþarfa hefur enn aukizt. Áætlanir standast — markið sett hærra. Um þróumna i axuiars flokks löndum Ráðstjómarríkjun- Framhald á S. -iíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.