Þjóðviljinn - 25.05.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1952, Blaðsíða 3
Sumiudagur 25. maí 1925 — ÞJÓÐVÍLJINN — (3 EINflR BRflGI: Alþýðan og rithöfundarnir verða að fá að rceðasf við Stokkhólmi á lokadag- inn 1902. Bróðdr Bjami. Ég var að iesa bréfið sem þú sendir mér í Þjóðviijanum 4. maí. Það var serlegt og umhugsunarvert í fyllsta máta, og ég þakka kærlega. Bréf þitt fjallaði að öðrum þræði um ljóðsveig minn, Svan á báru — hinum um nú- tímaljóðagerð okkar almennt. Um hið fyrra skal ég reyna að vera stuttorður: Að mínu viti er ein kórvilla í viðhorfi þínu til ljóðs, og hún dregur síðan margar á eftir sér: Það er hin skilyrðislausa krafa þún til ljóðmyndar um ströngustu nákvæmi og lógík. Slíka kröfu verður að gera til vísinda, en má ekki gera til myndrænna lýrískra smáljóða. (Þú ættir að lesa það, sem Kuusinen skrifar einmitt um þetta atriði í hinum stórmerku bréfum sínum til Diktoniusar, kannski það skynsamlegasta sem ritað hefur verið í seinni tíð um Ijóðlist á norðurlanda- inálunum). Þess vegna verður spurning þín: „hver er þá þessi fjaðraþytur. ... ?“ alveg út í bláinn frá mínum sjónar- hóli séð, og sama er að segja um skollann, sem þú sást koma úr sauðarleggnum. Af sömu á- stæðu verður skilningur þinn á Haustljóðinu airangur í verulegum atriðum að mínum dómi, og kemur þar enn skýr- ar • í ljós munurinn á skoðun- um okkar. Ég sé nefnilega ekki betur en þú sláir sjálfan þig algerlega í rot. Þú segir: „Svanurinn er þjóðin þin..“, en nokkrum línum áðun:1 „ef svanurinn er seldur .... hef- ur hann auðvitað verið fluttur brott og sést ekki frarnar". Þessu kem ég ekki saman. En þannig geta niðurstöðurnar hæglega orðiö, ef við leggjum strang-rökfræðilegt eða stærð fræðilegt mat á ljóðmynd. Þú manst sjálfsagt eftir vísu- orðunum í lýðveldishátíðar- ljóði Jóhannesar, sem hvert fífl þykist geta hæðzt að — en það er síður en svo nokk- ruð við þau að athuga. Hlut- verk ljóðmynda — eins og •annarra listmynda — er tíð- ast að vekja ákveðinn geð- blæ, beina huganum í ákveðna átt, eða segja viss sannindi, sem eru skýr og óvéfengjan- leg, ef við reynuin ekki að .teygja þau útfyrir vébönd Ijóðsins sjálfs. — Ég veit auð- vitáð ekki með neinni vissu, bvort bjartsýnin í lok þessa Iljóðs er tilbúningur eða ekki — hún er að verulegu leyti trú eins og bjartsýni er alla jafna. En án þeirrar trúar er að minnsta kosti óþarfi að vera að burðast við að lifa, Ihvað þá skrifa. Þetta „brageyra þjóðarinn- ar“, sem þú hefur stundum ver- ið að minnast á, hefur áreiðan- lega aldrei verið til nema sem þjóðsögn, að vísu sprottin af skemmtiiegum veruleika: senni- lega mennt fremur en gáfu sumra manna i landinu. Er það ekki imynduu ein, að þeim fari fæ-kkandi? Mín sök er stærri en svo að ég geti skellt henni á brageyrað — ég tek hana á bakið. — Ef þú heldur, að það eitt hafi fyrir mér vak- að að skapa þokkafulla stemn- ingu með smáþjóðunum, sem þú tilnefnir. hefurðu aðeins skynjað þau skemmri-skynjun, sem ég nefni svo. Ætlun mín með hinu minnsta t. d. var að koma lífsskoðun minni í höf- uðdráttum og viðhorfi til heimsmála fyrir í eins hnit- miðuðu formi og ég gæti, 8 vísuorðum, sem væru fullgild barngæla jafnframt. Hvort það hefur tekizt, er annað mál og ykkar að dæma. En lestu þau aftur. Þú spyrð, hvort ég haldi að pólitísku kvæðin bíti fast á hina athafnasömu sölumenn vora. Ég held þú sért galirm. Ég skal segja þér, Bjarni, að ég hef alllengi verið þeirrar skoðunar, að það sé ekki til annars en útjaska kjálkabein- unum um aldur fram að tala við þá yfirleitt. Ég álít að það væri miklu viturlegra að kitla þá svolítið. Manstu ekki eftir því úr menntaskólanum, að við stálum stundum strák eða stelpu úr hinum bekkjunura og slepptum þeim ekki, fyrr en bekkjunautar þeirra komu og tóku þá af okkur með valdi? Hvað segirðu um, að nokkrar reykvískar konur „stælu“ nafna þínum utanríkisráðherra og kitluðu hann á miðju Lækjar- torgi, þangað til hinir úr ríkis- stjórninni kæmu og leystu hann úr kvennahöndum, ef þeir gætu? Heldurðu að það jafn- gilti ekki eins og 100 hest- burðum af pólitískum ræðum? Hugsaðu þér upplitið á mínum manni, þegar hann kæmi á næsta fund í Atlantshafsráð- inu. Það vantar húmor í póli tíkina. — Nei, ég beini orðum mínum ávallt til „hins einfalda manns, sem ennþá væntir sér góðs“. Þú biður um manninn inn í ljóðlistina, og ég svara Pyrir mig: að ég 'hef varla sett saman tvö orð í ljóðveg um annað en manninn og þá lifandi náttúru, sem hann er hluti af. Og þar er mikið af blómum og fuglum, guði sé lof. — Hérmeð er útrætt um kver- ið af minni hálfu: „Við létum gamlan dvalarstað að baki — höldum nú áfram, lítum ei framar við“. Hinar almennu hugleiðingai* þínar um íslenzka nútímaljóð- list féllu mér að ýmsu leyti vel í geð, en þó finnst mér þú ganga fram hjá kjama máls- ins. Það er gömul saga, að menn hafa ríka tilhneigingu til að skella allri skuldinni á ein- hvern syndasel, ef þeim finnst eitthvað miður fara. Nú þykj- ast menn hafa uppgötvað aft- urkipp í islenzkum bókmennt- um, einkum ljóðlistinni, og syndaselirnir eru fundnir: ungu höfundarnir eru ekki verki sínu vaxnar. En þetta er patentlausn: málið er ekki svona einfalt, enda væri þá ástæðulaust að gera sér rellu út af því. Þá væri ekkert annað en leggjast á eyrað og bíða eftir fæðingu spámannsins. íslenzk ljóðlist stendur alls ekki á Iægra stigi nú en hún hefur oft áður gert og ég fyrir mitt leyti ber eng- an kvíðboga fyrir henni frem- ur en íslenzkum bókmenntum yfirleitt, svo fremi að aðrir ræki skyldur sínar eins sam- vizkusamlega og rithöfundam- ir. Ég hef gert mér far um að fylgjast með hræringum í ís- lenzkum bókmenntum, einkum þeim sem eru að vakna, og ég fullyrði hiklaust: að í brjóst- um ungu höfundanna bærist sönn,. heit og djúp tilfinning, þeir eru gáfaðir og glögg- Böðvar Guðlaugsson, Stefán, skyggnir í bezta máta, þeir Hörð, Jón Jóhannes3on, Jó- eru engu minni listamenn en hann Pétursson, Eirík Hrein, fyrirrennarar þeirra og leggja Einar Kristjánsson o. fí. o. fl. sízt minni rækt við listgáfur Það er sannarléga ekki skortur sínar en þeir. Ég ræð mönn- á skáldum og skáldefnum á um að horfa varlega á þessi íslandi núna. Langfíestir hinna nýju andlit, „því ef til vill á ungu höfunda eiga víða lífssýn hamingjan heima þar“. Og og bjarta, hafa ríka ábyrgðar- reyndar ekkert ef til villl: Það tilfinningu gagnvart þjóð sinni, er staðreynd, að Ólafur Jóhann sjálfstæði hennar og menning- sem er kornungur maður, er ararfi og skilja vél skyidur gagnvandaðasti rithöfundur sinnar kynslóðar á Norðurlönd um, að minnsta kosti, og á fáa jafningja í hópi hinna eldri. Ég fæ ekki séð, að Ljcð Sigfúsar Daðasonar séu ómerk- ari skáldskapur en „Við sundin ba“, nema síður sé, eða kvæði Þorsteins Valdimarsson- a. standi &5 fcaki því, sem Jó- h'nú'is hafði ort á hans aldri, eöa .h.V.dzögur Elíasar Marar siu ai- ncluu leyti cvandaðri vc-h en fy;sta bækur Halldórs L.c::_:cOo ccá Gunnars Gunnars- s:::ar. Og við cigum heilan her- shA'm' af ú'ngu fó.ki öðru. sem r.Vklls má r.f vænta. Agnar Þóröarsoá, Kristján frá Djúpa- læk, Hannes Sigfússon, Óskar Aðalsteinn, Ása í Bæ, Thor Vil- hjálmsson, Drífu Thoroddsen, Jón Óskar, Geir Kriatjánsson, sínar við liin framsæknu ug fricarsinnuðu öfl í heiminum. Ég treysti ungu rithöfundun- um og þeim, sem með þeim vilja starfa, óLíkt betur til að gera eitthvað að gagni fyrir íslenzkar bókmenntir heldur en hinum, sem hæst gelta að ung- um skáldum, þó að þeir þykÍ3t miklir vitringar. Það er ekki nema gott eitt um það að segja að rithöfundutn sé veitt hæfi- legt aðihald. Ódýrir yfirborðs- sigrar eru , sannarlega elcki eftirsóknarvérðir. En vahdaðir listamenn beita sjálfá sig æviu- lega ennþá harðari aga en. nokkrir aðrir géta beitt þá, og þieir eiga við næga erfi'ð- leika að etja, þó ekki sé á þá bætt með sífelldu neikvæðu nöldri. Megnið af því sem sagt Eramhald á 7. sfðis m L SKAK Giiðjén IVa — Prins Vt Eins og kimnugt er vann Guð- jón M. Sigui-ðsson sigur í einvíg- inu við hollenzka taflmeistarann Prins. Guðjón vann fyrri skák- ina en hélt jafntefli í þeirri síðari og var þó all hætt kominn. Prins hefur þá teflt við tvo af beztu skákmönnum okkar, þá Baldur og Guðjón, og hefur unnið helming skáka sinna. Ymsir munu sakna þess að sjá hann hvorki tefla við Lárus né Friðrik, íslandsmeistara fyrra árs og þann sem einna mestrar hylli virðist njóta hjá áhorfendum og áhuga- mönnum. í dag birtir skákdálkurinn fyrri skák þeirra Guðjóns og Prins með skýringum Guðjóns. Hvítt: Svart: G. M. Sigurðsson. L. Prins. Sikileyjarleikuur. 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 a7—a6 Leikur þessi er kenndur við heimsmeistarann Botvinnik. 3. Rbl—c3? ---- Betra er 3. d4, en livítur fer ekki troðnar slóðir eins og næstu leikir leiða í ljós. 3.----- 4. g2—g3 5. d2—d3 6. Bfl—g2 7. h2—h3 8. 0—0 9. Hfl—el 10. Rc3—bl e7—e6 RbS—c6 d7—d5 Rgg—f6 Bf8—e7 0—0 d5—d4 Dd8—c7 manna sinna eins og skákin leiðir í ljós, rétt var hér 18.-Bc6. 19. e4—e5 ‘ Rf6—h5 20. Bg2xa8 Hf8xa8 21. Ddl—f3 Bd7—c6 22. Df3—g4 ----- Traustara var 22. Df2. 22. --- Bc6—d7 23. Dg4—h4 Rh5—g7 24. Kgl—f2 Bd7—e6 25. Rc4—d6 Rg7—f5 26. RdxfS Be6xf5 27. b2—h3 Ha8—c8? Betra var 27.---He8 og síð- an til e6, sem mundi sprengja stöðu svarts. 28. Dh4—f6 h7—h5 Ekki 28.----- Bxh3 vegna 29. Hhl. 29. Hel—gl Dc7—d7 30. Hgl—g5! ----- Hvítt gefur af tur skiptamuninn, og upp kemur endatafl, þar sem svartur fær ekki haldið sökum tvístraðrar peðastöðu. 30. --- Hc8—c6 Auðvitað ekki 30. — — Bxh3 vegna 31. Ha—gl, Bg4; 32. Hg5 xg4, hxg4; 33. Hhl og mát verður ekki varið. 31. Df6xf5 32. Hg5xf5 33. Hal—glt Kf3, Kxe5; 42. Kg3, f4f; 43. Kf2 og hvítur heldur jöfnu. 38. Hg5xf5 39. Kf3—e4 40. Ke4d5 41. Kd5xc5 42. Hf5—h5 43. Kc5xd4 44. Hh5xh4 45. Hh4—h6 46. Hh&—b6 47. f4—fð 48. Hb&—b7t 49. f5—Í6 50. Kd4—c3 Hg6—g3t Hg3xh3 Kf8—e7 Hh3—h2 HIi2xc2 b5—h4 Hc2—c3 Hc3xb3 Hb3—hl b4—b3 Ke7—e8 b3—b2 Hbl—dl b7—b5 strandar á 11. a4, Hb8; 12. Bf4! 11. a2—a4 Bc8—d7 12. Rbl—a3 b7—b6 13. Ra3—c4 e6—e5? Betra var 13. b5—; 14. Bf4, Db7 og svart stendur vel. 14.Rf3xe5 Rc6xe5 15. Bcl—f4 Be7—d6 16. Bf4xe5 Bd6xe5 17. f2—f4 Be5xf4 18. g3xf4 g7—g6? Svartur ofmetur árásargildi 34. Hgl—g5 35. a4xb5 36. Kf2—e2? Dd7xf5 g6xf5 Kg8—£8 b6—b5 a6xb5 Ef 50.---Hel; 51. He7f, Kd8; 52. )Kxb2, sem vinnur. 51. Hb7xb2 Ke8—d7 52. Hb2—b6 Hdl—al ' 53. Kc3—c4 Hal—a4t J 54. Kc4—d5 Ha4—a5t 55. Kd5—e4 Kd7—c7 ! 56. Hb6—b3 ---- Fljótlegra vái; 56. e6! Kxb6; 57- exf7, Ha8; 58. Ke5 og svartur fær. ekki varizt. 56. Ha5—a8 57 d3—d4 Ha8—a4 58. Hb3—h3 Kc7—d7 59Hli3—h7 Kd7—eG 60. Hh7—h8 Get’ið. 18. ÞRAUTIN ABCDBFGH Er hér var komið áttu kepp- 10 endur orðið mjög lítinn tíma til umhugsunar. Bezt var hér 36. Hxf5 og ef 36.----c4; 37. bxc4, bxc4; 38. Kf3 sem vinnur létti- lega. * 36. ---- Hc6—g6 37. Ke2—f3? h5—h4? Með 37. leik sínum gefur hvítur færi á jafntefli, sem svartur sér ekki sökum tímaleysis. Sjálfsagt var auðvitað 37.-----Hxg5; 38. fxg5, Ke7; 39. Kf4, (ekki 39. Kg3, Ke6; 40. Kh4, Kxe5; 41. Kxh5, f4 og vinnur), Kf6; 40,h4, b4; 41. umjtjt I H rifi wm « ■/////,£„ i fxm mm 'Wá WSk WA wm. mu/. 'WM WM WM ■ wm mm mm -■ Hvítur á að máta í 3. leik. 2 stig. Það er gott að fá léttmeti til tilbreytingar stöku sinnum. Þetta sænska dæmi er ekki ósnoturt og heldur ekki þyngra en svo að vanir leysendur ráða sennilega við það án þess að setja stöðuna UPP- W-»-*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.