Þjóðviljinn - 25.05.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 25.05.1952, Page 6
€) _ ÞJÖÐVILJINN — Sunnuáagur 25. maí 1952 - i . 1 x 0 Arnasafn Framhald af 1. síðu. hvenærí haust söfnuninni muni ljúka en sennilega mun það verða í olrtóber mánuði og lík- nr henni með almennum fjár- söfnunardegi. Sérstök nefnd mun hafa með höndum fjár- söfnunina þennan dag og eiga sæti í .henni Arngrímur Kristj- ánsson, Jón Ámason og Stefán Ólafur Jónsson. Nefndin hefur komið sér saman um meðfylgj- andi ávarp til Islendinga, þar sem skorað er á alla lands- menn að leggja sinn skerf til söfnunarinnar. Munu fulltrúar þeir, sem sæti eiga í lands- nefndinni skrifa félögum þeim, sem innan vébánda félagasam- banda þeirra eru og óska eftir framlagi úr félagssjóðum þeirra, en frekari aðgerða af hálfu félaganna er ekki gskað að svo komnu máli. Verkalýðssendi- néfndin segir frá Framhald af 8. síðu. Ekki gert ráð fyrir stríði — Við fengum þýddar grein- ar úr blöðunum í ÍVIoskva, en þar koma út um 20 dagblöð. Þau eru með öðrum hætti en hér, Þannig er Pravda t.d. aðeins 4 síður, og ísvestía, sem «r þýðingarmesta blaðið um heimsmál, einnig 4 síður. Frétt- ir virðast birtar þar seinna en hér, — en þar er ekki talið .sæmandi að fara með ósann- indi. Aldrei varð ég þess var að Sert væri ráð f.vrir stríði, held- ur hitt að talin var ástæða óil að efla vinsemd milli allra þjóða. 'Spurði «m aíít — nema eitt Vi'ð, fengum greið svör við -öllu sem við spurðum um, og spurðum um allt sem okkur 'datt í hug. Eitt var þó sem «g spurði ekki um í Sovétríkj- unrnnr það var hvort börnin *sem ég talaði við á barnaheim- ilunum ættu foreldra. Ég gerði það fyrst, en hætti því þar sem oft kom í ljós að báðir foreldr- arnir höfðu fallið í stríðinu, og margur á enn um sárt að binda. Brejttn ferðaáætluninni — Það hafði svo verið ráð fyrir gert að yið færum til Gorki og Leningarðs. En okk- ur datt í hug að reyna hve haldgóðar væru sögurnar um fyrirfram gerðar áætlanir og að ekki væri ferðafrelsi í Sovét- ríkjunum, og sögðum að þar sem íslendingar hefðu verið á þessum stöðum áður vildum við fara aanað. Og þá var allt í lagi með það, nema við ósk- uðum að fara til Stalingarð, -en það var ekki hægt. Okkur var sagt að þar væri enn ekki búið að byggja nema eitt gistihÚ3 eftir stríðið — og þangað voru þegar komnar aðrar sendinefndir, m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Brasilíu, svo við völdum að fara til Kænugarðs og Krím- skagan3. Og svo var það aúvinnu- leysinginn! Hvar sem nefndin kom voru allir önnum kafnir við fram- leiðslustörf eða húsbyggingar — en þó sá nefndin einn at- vinnulausan mann. Það var knattspyrnudómarinn á Dyna- móleikvanginum — leikurinn var þannig Leikinn að dómarinn þurfti ékkert að gera allan jtímana! 171. DAGUR sínar og auð og allsnægtir ungfrú Stark, vöknuðu hjá henni beizkar og fjandsamlegar tilfinningar, sem hún hafði ekki fund- ið til áður. Þetta var ekki réttlátt. Þetta var ósanngjarnt. Allar þær vikur sem liðið höfðu síðan þau töluðu síðast um þetta mál, hafðj Clyde varla talað orð við hana í verksmiðjunni eða annars staðar, því síður heimsótt hana á herbergi hennar af ótta við að hún legði fyrir hann spurrflngar sem hann gat ekki svarað. Og henni fannst hann ekki einungis sýna henni kærnleysi, iheldur hefði hann eínnig andúð á henni. En þegar hún gekk heim eftir að hún háfði horft á þetta lítil- fjörlega en þó áhrifamikla atvik, var það ékkí aðallega reiði sem gagntók hana, heldur harmur vegna þeirrar ástar og öryggis sem var horfið og kæmi sennilaga aldrei aftur-------aldrei — — aldrei. En hvað það var hræðiíegt.. . hræðilegt. Um líkt leyti kom annað atvlk fyrir Clyde, sem helzt virtist undirbúið af illgjörnum, meinfýsnum örlögum. 1 ökuferð norður á bóginn næstkomandi sunnudag til Arrow Lake, þar sem Trum- bullsfólkið átti sveitasetur og Sondra hafði ráðgert að eyða helginni, lá leiðin framhjá Biltz og hópurinn varð að taka á sig krók til austurs í áttina til heimilis Róbertu. Loks komn þau að veg sem lá frá norðrj til suðurs, frá Trippettsville og framhjá heimili Róbertu, og þau beygðu inn á hann. Nokkrum mínútum síðar komu þau að vegamótum rétt við hús Aldenfjölskyldunn- ar og þaðan lá vegur til Biltz frá austri til vesturs. Tracy Trumbull ók bílnum, og hann bað einhvem um að skjótast upp að bóndabænum og spyrja, hvort þessi vegur lægi til Biltz. Clyde var næstur dyrunum og skauzt út. Svo leit hann á nafn- ið á póstkassanum sem stóð við vegamótin og virtist tilheyra hrörlega bóndabænum á hæðinni fyrir ofan, og honum varð hverft við þegar þar stóð nafn Titus Alden — nafnið á föður Róbertu. Og hann áttaði sig brátt á því, að þetta hlaut að vera heimili hennar, því að hún hafði sagt honum, að foreldrar hena- ar byggju skammt frá Biltz. Hann hikaði andartak og vissi ekiki hvort hann átti að halda áfrám_, því að einu sinni hafði hann gefið Róbertu mynd af sér, og ef til vill hafði hún sýnt ættingj- um sínum hana. Og sú tilhngsun að Róberta væri tengd þessum ömurlega og afskekikta stað, og hann sjálfur um leið, gerði það að verkum, að hann langaði mest til að snúa við og hlaupa burt. En Sondra, sem sat við hlið hans í vagninum, tók eftir hiki hans og kallaði: ,,Hvað gengur að þér, Ciyde? Ertu hræddur við vóffann?“ Hann áttaðj sig á því, að þeim fyndist framkoma hans 'kynleg, ef hann héldi ekki áfram upp stíginn. En þegar hann virti- fyrir sér húsið úr nálægð fylltist hann þunglyndi og döpr- um hugsunum. Hvílíkt hús. Einmanalegt og eyðilegt, jafnvel á þessum bjárta og fagra vordegi. Og þakið skakkt og skælt. Brot- inn reykháfurinn að norðanverðu — brotin lágu fyrir neðau hann; syðri reykháfurinn kominn að falli og haldið uppi með þungum bjálka. Vanhirtur stígurinn upp frá veginum, sem háím rölti eftir í hægðum sínum. Honum fannst ömurlegt að sjá brotnar og ójafnar 3teinflögurnar sem notaðar voru sem þrsp við aðaldyrnar. Og ómáluð, hrörleg útihúsin báru eýmdinni ean ljósara vitni. „Hamingjan góða.“ Þetta var þá heimili Róbertu. Og þrátt fyrir hina glæsilegu framtíð sem beið hans í sambandi við Sondru og félaga hennar í Lycurgus, gerðist hún svo djörf að krefjast þess að hann kvæntist henni. Og þarna beið Sondra í bílnum og sá þetta allt — þótt ihún vissi ekki neitt. Hvílík fá- tækt. Hvílíkt fádæma volæði. Mikið var hann orðinn fjarlægur svona eýmd. Hann hafði einhverja lamandi tilfinningu í maganum eins og hann hefði orðið fyrir höggi, þegar hann nálgaðist dyrnar. Og hon um til enn meiri skapraunar opnaði Titus Alden sjálfur dyrn- ar í gömlum, slitnum jakka með olnbogana út úr, gömlum þvældum skinnbuxum og grófum, óburstum, of stórum skóm og starði á hann eins og hann vildi spyrja hvan honuna væri á hönd- um. Clyde hrökk við þegar hann sá klæðaburðinn og ennfremur svip af Róbertu um augu og munn, en spurði þó í skyndi hvort ''egurinn sem lægi frá austri til vesturs lægi til Biltz og þaðan út á aðalþjóðveginn. Og þótt hann hefði helzt óskað þess að hann svaraði einfaldlega játandi, svo að hann hefði getað forðað sér hið bráðasta, þá vildi Titus heldur ganga með honum út á túnið og banda með hendinni og sýna honum, að með því að halda áfram eftir Trippettsvilie veginum í tvær mílur enn og h'eygja síðan til vesturs, gætu þau stytt sér leið. Clyde ,þakkaði honum stuttaralega, sneri sér undan næstum áður en Títus hafði lokið máli sínu og flýtti sér af stað. Nú minntist hann ,þess að Róberta hlaut að líta sto á, að þrátt fyrir allt sem Lycurgus hafði á boð3tólum — Sondru — vorið og sumarið — ástina, ævintýrin, öryggi og Vald — ætl- aði hann að afsala sér þvi, flýja með henni og ganga að eiga hana. Laumast með heani á afskekktan stað. Þetta var hræði- legt. Og með barn á framfæri á hans aldri. Æ, hvérs vegna hafði bann verið svona heimskur og veikgeðja að bindast henni svo nánum böndum? Vegna þess eins að hann var einmana um stundarsakir. Æ, hvers vegna hafði hann. ekki beðið átekta, og þá hefði þessi undraheimur opnazt honum engu að síður? Æ, hefði hann aðeins beðið. Og ef hann gæti nú ekki losnað við hana skjótt og örugglega, yrði þessi dýrlega framtíð frá honum tekin og fátæktin oig ör- birgðin biði hans enn á ný og þjarmaði að honum eins og áður fyrr í foreldrahúsum. Og honum datt einnig í hug, hversu und- arlegt það var, að hann og þess stúlka, .sem bæði foöfðu. átt svipaða bemsku, skyldu laðast svona hvort að öðru í fyrstu. Hver skyldi orsökin vera? En hvað lífið var annars undarlegt? En vandamálið hvíldi á honum eins og mara, og hvernig átti han.n að leysa það? Og það sem eftir var leiðarinnar snerist hug- ur hans allur um það. Ef Róberta eða foreldrar hennar bæru frain kæru á hann við Gilbert eða föður hans, væri hann búinn að vera. Þessar hugsanir hvíidu svo þungt á honum, að eftir að hann kom inn í bílinn sat hann þögu.11, iþótt hann foefði áður tekið ákafan þátt í samræðunum um áframhaldandi skémmtanir. Sondra, sem sat næst honum og hafði áður hvíslazt á við hann um ýmislegt sem hún hafði á prjónunum, sagði nú lágt: „Hvað er að stákinum mínum?“ (Þegar henni virtist Clyde. dapur í hragði, talaði hún ævinlega við hann barnamál og það hafði næstum rafmögnuð áhrif á hann. Þá kallaði hann hana „anga- stelpuna sína“). „Nú er hann svo reiður á svipinn. Rétt áðan var hann svo mikið kátur. Hann á aftur að vera kátur. Brosa til Sondru sinnar. Vera góður drengur og taka um handlegginm á Sondru." .Hún sneri sér við og leit í augu hans til þess að aðgæta, hvaða áhrif þetta tai hennar hefði, og Clyde reyndi að verða glaður í bragði. En þrátt fyrir' hina dásamlegu blíðu sem hún sýndi honum, sá harm Róbertu sífellt fyrir sér — ásigkomulag hennar, nýafstaðnar kröfur hennar og nauðsyn þess að fara á brott með henni. —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oöo— —oOo— —oOo—• BARNASAGAN Töfráhestiirinn 1 3. DAGUR íyrir hásæti konungs, þar sem hann hafði tekizt í loft upp. Fór hann þá af baki, fleygði sér fram fyr- ir könginn og lagði pálmagreinina að fótum honum. Persakonungi fékk stórrar undrunar, að sjá at- burð þenna, og varð honum þegar hugur á að eign- ast hestinn. Ásetti hann sér að kaupa kjörgrip þenna, hvað dýr sem yrði, og átti hann sízt von á að mæta neinni torveldni af eigandans hálfu; leit hann svo á, sem hann ætti þegar töfrahestinn, og mætti telja hann með hinum dýrustu gersemum sínum. „Eftir ytra útliti hestsins", sagði hann við Ind- verjann, „þá mundi ég ekki hafa metið hann svo dýran, sem hann er dýrmætur í raun og veru. Nú hefur þú sýnt mér, að ég leit þar skakkt á, og vil ég þakka þér með því, að kaupa af þér hestinn, ef þú vilt selja". „Herra!" svaraði Indverjinn. „ég efaði aldrei, að yðar hátign mundi ekki nægja, að dást að hon- um, heldur mundi yður verða hugur á að eignast hann. Þó ég nú þekki ágæti hans til hlítar, og viti, að ég get með honum öðlazt ódauðlega frægð um allan heim, þá er mér það ekki svo fast í hendi, .að ég fyrir þá sök sé tregur á að verða við óskum yðar hátigiiar. En samt verð ég að geta þess, að ég mun ekki láta yður fá hestinn, nema með einu skilyrði, sem yður, ef til vill, mislíkar. Svo er mál með vexti, að ég 'keypti ekki hestinn af þeim, er hafði smíðað hann; ég gaf honum einkadóttur mína í staðínn, og gerði hann mér jafnframt að skyldu, að selja aldrei hestinn, en þó kvað hann mig mega láta hann burt í skiptum, ef ég væri vel sæmdur af þeim hlut, er í móti kæmi." i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.