Þjóðviljinn - 30.05.1952, Síða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1952, Síða 1
Föstudagur 30. maí 1952 17. árgangur 119. tölublað Blóðugur bardagi á götum Parísar, lögregla skýtur á motmælafund gegn Ridgway sýklahershöfðingja Duclos, foringja Kommúnistaflokks Frakklands, varpaS i fangelsi, mótmœlaverkföll skollin á Fangelsi fyrir aS gagnrýna ráðherra Alan Menderés, forsætisráð- herra Tyrklands, hefur lagt fram á tyrkneska þinginu frumvarp til laga um að leggja fangelsisrefsingu vi'ð því að gagnrýna tyrkneska ráðherra opinberlega. Fréttaritari Ass- ociated Press i Istanbul segir að talið sé víst að frumvarpið verði samþykkt. Blaðamenn við blöð andvíg stjórninni eiga þá yfir höfði sér eins til sex ára fangelsi ef þeir skrifa annað en lof um ríkisstjórnina. í fyrrakvöld sló í blóðugan bardaga á götum Parísar. Lögreglusveitum var skipað að skjóta á mót mælafund gegn komu bandaríska sýklahershöfðingj ans Ridgways til borgarinnar. Féll einn maður en hundruð særðust. Eftir viðureignina létu yfirvöldin varpa Jacques Duclos, foringja Kommúnistaflokks Frakklands, fangelsi. Einn maður, verkamaður af arbaættum, beið bana af skot- um lögreglunnar. Ekki hefur verið birt tala óbreyttra borg- ara spm særðust, en vitað er að þeir skipta liundruðum. Skýrt hefur verið frá að 37 lögreglu þjónar hafi hlotið meiðsli, svo leggja þurfi þá á sjúkrahús þegar tekið var á móti kylfuá- rás á mótmælafundinn. Um 700 ananns voru handteknir. Stjórnarskrárbrot. Fundur franska þingsins 1 gær snerist um handtöku Due- lcs, sem auk þess að vera að- alritari kommúnistaflokksins í veikindaforföllum Maurice Thorez er formaður þingflokks- ins. Lesin var tilkynning frá Charles Brun innanríkisráð- herra, þar sem segir að í bíl Duclos hafi fundizt hlaðin skammbyssa, kylfa, útvarps- tæki og tvær bréfdúfur. Duclos verði ákærður fyrir að hafa vopn í fórum sínum og fyrir tilræði við öryggi ríkisins. Ferdinand Grenier, einn af þingmönnum kommúnista, sagði að handtaka Duclos væri stjórnarskrárbrot. Samkvæmt stjórnarskránni eru þingmenn friðhelgir nema þeir séu staðn- ir að glæp og jafnvel þótt sak- argiftirnar gegn Duclos væru sannar hefði ekki mátt hand- taka hann úr því að það var ekki gert á staðnum þar sem viðureign lögreglunnar og fund- armanna var háð. Auk þess væri ekki nema eðlilegt að Duc- los hefði við hendina skotvopn, því að ekki er nema ár síðan honum var sýnt banatilræði. Grenier kvað það kynlegt, ef það væri saknæmara fyrir Duc- los en þúsundir annarra franskra bíleigenda að hafa út- varpsviðtæki í bil sinum. CGT hvetur til verkfalls. Parísarblöðin I’Rumanité og Liberation voru gerð upptæk í gær annan daginn í röð fyrir ðandalsgi mófmœlt é Yestur- ierlfrs, lögregla feer unglinga Þúsundir unglinga söfnuðust saman í Vestur-Berlín í gærkvöldi og mótmæltu hernaöarbandalagssamningi stjórnar Vsstur-Þýzkalands við Vesturveldin. Jacques DucJos að hvetja til mótmæla gegn handtöku Duclos. Stjórn franska Alþýðusambandsins CGT, sem telur á fimmtu milljón meðlima, hvatti í gær til verkfalla til að mótmæla handtökunni. Námumenn í kola námunum í Norður-Frakklandi lögðu niður vinnu þegar í gær. Stjóru Suðnr-Kóreu í upp- Iausn9 Rhee hundsar þingió Leppstjórn Bandaríkjamanna í Suöur-Kóreu er í upp- lau'sn vegna deilu Syngman Rhee forseta og þingsins. Kirkjum mótmæl- enda lokað Kirkjuráð mótmælenda á ftal •íu hefur samþykkt mótmæli gegn „ofsóknum og fjölda of- beldisverka og skerðingu trúar bragðafrelsis á hinni kaþólskn ítalíu". Séra Sbaffi, formaður ráðsms, sagði blaðamönnum, að innanríkisráðuneyti rikis- stjórnar kaþólska flokksins á ftalíu hefði látið loka mörgum kirkjum mótmælenda og bann- að þeim að koma upþ öðrum. Um síðustu helgi setti Svng- man Rhee herlög í Suður-Kór- eu til að geta fyrirskipað hand- töku níu þingmanna, sem hann sakaði um að standa að komm únistísku leynisamsæri gegn sér. Þingið neitaði í gær með 96 atkvæðum gegn þremur að staðfesta tilskipunina um her- lög og krafðist þess að þing- mennirnir yrðu látnir lausir. Rhee kvaðst myndi vjrða vilja þingsins að vettugi, herlög yrðu í gildi áfram og þingmönnun- um yrði ekki sleppt. í gær sagði varaforstinn af sér til að mótmæla einræðis- brölti Rhee og Kóreunefnd SÞ gaf út yfirlýsingu þar sem framkoma forsetans er gagn- Truman (Bandaríkjaforseti sendi Rayburn, forseta fulltrúa deildar þingsins, bréf í gær og fer þess þar á leit að veitt verði 3.341 milljón dollara til bygg- ingar nýrra kjarnorkusprengjur vera. Hvítasimnuferð Æ.F.R. Farið veröur í skálann klukkan 3 e.h. á morg- un. Fylkingarfélagar og aðrir sem ætla að taka þátt í feröinni hafi samband við skrifstofuna í dag Efnt veröur til kvöldvöku og dansleiks í skálanum um hátíöina. Einkunnarorðin eru: Fjör og fjölmenni! rýnd. Búizt er við að Rhee fari sinu fram engu að síður, þvi áð bandaríska herstjórnin, sem ræður öllu í Suður-Kóreu þegar allt kemur til alls, hefur dregið taum hans í deilunni við þingið. Um 6000 unglingar Söfnuð- ust saman á mótmælafund en lögregla Vestur-Berlínar var send á vettvang og réðst á unglingana með kylfubarsmið. Tugir unglinganna hlutu meiri og minni meiðsli og vitað er að 60 voru handteknir. Krafizt dvalarleyfis. Innanríkisráðuneyti Austur- Þýzkalands tilkynnti í gær að allir gestir frá Vestur-Berlín og Vestur-Þýzkalandi yrðu að verða á brott úr Aust- ur-Þýzkalandi fyrir sunnudags kvöld. Frá og með 1. júní yrðu ferðamenn frá Vestur-Þýzka- landi að fá sérstakt leyfi til að dvelja í Austur-Þýzkalandi. Ráðuneýtið kvað ráðstöfun þessari beint gegn njósnurum og skemmdarverkamönnum og Árás á sendi- fullfrúa Tveir vopnaðir menn réðust síðustu viku á hermálafull- trúann við sendiráð Indónesíu í Haag, Harjo undirofursta. Hann var fluttur á sjúkrahús vegna meiðsla á höfði, eftir högg með skammbyssuskefti. Hollenzka lögreglan vill ekkert láta uppi um hvað rannsókn málsins líður. dvalarleyfisskyldan yrði þegar afnumin ef samkomulag næð- ist um kosningar um allt Þýzkaland. Ádenauer sent kattarhræ Árvakur póstmaður í Vestur Þýzkalandi tók um sl. helgi eft- ir grunsamlegum böggli, sem skrifað var utan á til Aden- auers forsætisráðherra, sem nýlega var send sprengja í pósti. — Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til og opnuðu þeir böggulinn með viðeigandi varúðarráðstöfunum. Út úr honum valt úldið kattarhræ. Krefjast þjóðnýt- ingar bótalaust Sambandsþing vélsmiða, eins stærsta verkalýðssambands Bretlands, hefur samþykkt á- lyktun um iþjóðnýtingarmál. Er þar skorað á Verkamanna- flokkinn að lýsa yfir, að ef íhaldsmenn geri alvöru úr því að afnema þjóðnýtingu ýmissa atvinnuvega, verði þeir þjóð- nýttir á ný þegar Verkamanna- flokkurinn komist til valda án þess að einstakir eigendur fái nokkrar bætur fyrir. 1 gær var lagður hornsteinn að Irafoss- virkiuninni við Sogið Áætlaðui heildarkostnaður mannvirkisins er 165 milljónir króna og stöðin á að framleiða 31000 kw Hornsteinslagning hinnar nýju virkjunar við Sogift, írafoss- stöftvarinnar, fór fram í gær að viftstöddum mörgnm gestum úr Reykjavík og af SuífurlandsundirleKdi. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti við það tækifæri stutta ræðu og lýsti þróun virkjunarmálanna á undanförnum árum og þó sérstaktega að þv?, er snertir virkjun Sogsins. Síðan lagði Jón Pálmason for- seti Sameinaðs Alþingis hornstein virkjunarinnar f.h. liand- hafa forsetavalds. Flutti hann við það tækifæri ávarp og árn- aði Reykjavík, Hafnarfirði og Suðurlandsimdirlendi heilla í til- efni af þessum merka atburði. Stjórn Sogsvirkjunarinnar bauð mörgum gestum austur til þess að vera viðstaddir lagn- ingu homsteins virkjunarinnar sem fram fór kl. 3 í gær. Að athöfninni lokinni var gestum veittur beini í matskála starfs- mannanna sem vinna að virkj- unarframkvæmdunum. Til bæj- arins var komið aftur kl. 7 i gærkvöld. •Áætlaður heildarkostnaður Irafossvirkjunarinnar er 165 milljónir króna, þar af er stifla. stöð og mannvirki við Irafoss 125 milljónir, háspennulínan til Reykjavíkur 19 milljónir og að- alspennistöðin við Reykjavik 21 milljón. . Aðalsamningar um fram- kvæmdir þessar voru undirrit- aðir í júlí 1950. I ágúst sama ár byrjuðu jarðýtur fyrstu vinnuna að virkjuninni, en áður hafði vegagerð ríkisins unnið að vega- og brúagerð fyrir virkjunina. Hefur siðan verið unnið að útgrefti og sprengingum aðal- lega, en aðeins steyptur aust- asti hluti stíflunnar með inn- taki og botnrásum. Öllum sprengingum er nú senn lokið og aðaluppbyggingin, stein- steypan, fer nú að hefjast. Éignarhlutföll í Sogsvirkjun- inni eru nú þau að Reykjavíkur- bær á 85% en ríkissjóður 15% en þegar Irafossstöðin er kom- in upp er gert ráð fyrir að Reykjavík eigi 65% en ríkið 35%. Hin nýja virkjun er miðuð við tvennar vélasamstæður á fyrsta virkjunarstigi og á að framleiða 31000 kw samtals en stöðin verður gerð fyrir þrenn- ar vélasamstæður fullvirkjuð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.