Þjóðviljinn - 04.06.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 04.06.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. júní 1952 Bruðuheimilið Framhald af 8- síðu. Bryndís Pétursdóttir fara með smærri hlutverk. Líklega hefur ekkert skáld í heiminum, hvorki fyrr né síð- ar, haft önnur eins áhrif og Henrik Ibsen hafði á sínum tíma; og þó einkum eftir að hann samdi Brúðuheimilið. — Hann byrjaði að vinna að því haustið 1878, og lauk við það næsta ár. Það kom út 4. des- ember 1879, og fór þegar na:sta ár sigurför um Evrópu. - Aðalpersónan er kona, Nóra að nafni. Eiginlega hét hún Elenóra, sagði höfundurinn. Nóra er bara gælunafn mitt. — Maður liennar ef Helmer, ný- útnefndur bankastjóri. En fyr- ir nokkrum árum þurfti hann að leita sér læknis í útlöndum; og þá tók Nóra lán, án vitund- ar hans, til að kljúfa kostnað- inn. Síðan borgar hún af lán- inu af heimilispeningum sín- um, en er allt kemst upp skerst í odda milli hjónanna og Nóra liverfur brott, frá manni og börmun. Hér er ekki rúm til að lýsa þeim átökum, en það er sannað í leikritinu að kon- an hefur rétt til að vera hún sjálf, eins og skáldið orðaði þáð. Henni ber meira að segja skylda til þess. Nokkur atriði leiksins eru gerð með hliðsjón af atburð- um sem Ibsen þekkti sjáifur. Danska skáldkonan Laura Kiel- er, er Ibsen þekkti vel, tók lán til að maður hennar gæti leitað sér lækningar erlendis. Lækningin tókst, en slikar veru aðstæður konunnar í hjóna- bandmu að hún þorði ekki að láta mann sinn vita af þessu, og lenti hún að lokum í því að falsa vixil til að greiða lánið. Það komst upp, og eig- inmaðurinn krafðist skilnaðar. í þeim átökum bilaði konan andlega, þó hún rétti við aftur. Þessir atburðir hvöttu skáldið til að semja verk sitt, en það kom fleira til greina. Það voru að hefjast kvenfrelsistímar bæði í bókmenntum og þjóð- lífinu, og sjáandinn Ibsen hafði auðvitað manna gleggstan skiln ing á undirokun konunnar bæði á heimili og í þjóðfélagi. Hún var sannarlega lægri vera en karlmaðurinn. Leikrit hans Brúðuheimilið er voldug árás á þessa fordóma. Konan er mann- inum jafntigin að eðli, við- horf hennar er meira að segja oft og tíðum óspilltaíra og upprunalegra af því hún tekur minna tillit en k'arlmaðurí nn til erfðalyginnar og þjóðfélags- venjunnar. Það er hvergi minnzt á kosningarrétt eða því- líkt í Brúðuheimilinu, heldiir er það þáttur í hinum ævi langa boðskap höfundarins um hina andlegu byltingu: þið skuluð gera svo vel og viður kenna rétt og skyldu konunn- ar til að vera hún sjálf. „Ég ætla mér að komast að rauu um það“, segir Nóra, „hvcrt okkar hefur rétt fyrir sér: þjóðfélagið eða ég“. Það veldur víst engri þjcð- félagslegri hneykslun lengur þó kona fari af heimili sínu. En leikritið skírskotar til okkar enn í dag fyrir listrænan mátt höfundarins, fyrir magnanir.a í samtölum og tilfinningu. Hann lyfti verki sínu þangáð jipp sem að eilífu er barizt um rétt manneskjunnar til frelsis og sjálfræðis. Helmer breytist úr þröngsýnum embættismanni, •höldnum þorgaralegum hlevpi- dómum á 19. öld, í tákn hins sígilda sjálfbyrgingsskapar, þröngsýni og þjóðfélagslegs afturhalds. Nóra verður manns- andinn sjálfur og draumur hans um lífsfyllingu. $f. 177. DAGUR yíir bréfi Róbertu ofaná bréfið frá Sondru — og svo dýrleg og heillandi var frásögn hennar af framtíðarhorfum hans og hennar, að hann gat með engu móti hætt að hugsa um þessa lsusn, sem virtist svo eðlileg og auðveld — ef svona slys gæti k'<mið fyrir hann og Róbertu. Hann var alls ekki að ráðgera reinn glæp. Hann var aðeins að hugsa um slys, sem gæti anðveldlega komið fyrir. .. . Ó, en þetta „gæti auðveldlega komið fyrir.“ Það var hin dimma og skuggalega hugsun, sem hann mátti ekki hugsa til enda. Hann mátti það ekki. Og þó -- og þó,-----:----Hann var ágætur sundmaður og ^æti synt í land — hversu langt sem væri. En á hinn bóginn vissi hann að Róberta var ósynd. Hann hafði oft farið með henni á bað- ströndina síðast liöiö sumar. Og svo — og svo — já, og ef hann léti hjá líða að bjarga henni. ... Og þegar hann sat þarna og braut heilann í litla herþerg- jnu sínu klukkan langt ge.ngin tíu um kvöld, fann hann undar- legan fiðring fera um hársvörð sinn og fingurgóma. En hvað þetta var óvænt og hryllileg hugmynd. Og það var kvöld- blaðið sem vakti hjá honum þessa þanka! Var það ekki undar- legt. Og í vatnahéraðir.u, þar sem Sondra dvaldist, voru ótal, ótal vötn. Hún hafði sagt það sjálf. Og Róberta hafði yndi af útiveru og vatnaiþróttum, þótt hún kynni ekki að synda — kvnni ekki að synda — kynni ekki að synda. Og þau, eða hann að minnsta kosti, voru í þann veginn að fara upp í vatnahéruð- in, og ef til vill — og því ekki það? bæði höfðu þau talað um skemmtiferð fjórða júlí — hann og Róberta — En nei! Nei! Umhugsunín um svona slys — hversu umhugað sem honum var um að losna við hana — var syndsamleg, skuggaleg og hræðileg. Hann mátti ekki hugsa svona — alls ekki. Þetta var svo ljótt — svo svívirðilegt — svo hræðilegt. Þetta var andstyggileg hugsun. Hvernig hafði hún komizt inn í höfuð hans? Og einmitt núna — þegar hún krafðist þess að hann hlypist á brott með henni! Dauði! Morð! Morð á Róbertu! En að losna við hana — og þessar ósanngjörnu, óbreytan- legu kröfur hennar. Köldum svita sló út um hann allan — við tilhugsunina. Og nú — ef — ef! En hann mátti ekki ^hugsa um það. Og ófædda barnið hyrfi þá líka af sjónarsviðinu!! En hvernig gat nokkrum dottið til hugar að gera slíkt sem þetta af ráðnum hug — viljandi? Og þó — margt fólk drukkn- aði á þennan hátt — piltar og stúlkur — menn og konur — hér og þar — alls staðar í heiminum á sumrin. Auðvitað vildi hann ekki að slíkt sem þetta kæmi fyrir Róbertu. Eins og nú stóð á. Hann var ekki maður af því tagi, hvað sem hann var rð öðru leyti. Það var hann ekki. Það var hann ekki. Það var liann ekki. Kaldur sviti spratt fram á enni hans og í lófunum. Hann var ekki þannig maður. Heiðvirt, heilvita fólk hugsaði ckki þannig. Og hann ætlaði ekki að gera það — upp frá þessu. Titrandi af ótta við sjálfan sig — að svo óhugnanleg hug- mynd skyldi hafa náð tökum á honum -—■ reis hann á fætur, kveikti á lampanum og las aftur fréttina á eins rólegan og íhugandi hátt og hann gat, og hélt að hann gæti með því fjarlægt þetta úr huga sínum fyrir fullt og allt. Svo klæddi hann sig og fór út að ganga — gekk eftir Wykeagy Avenue, Central Avenue og Oak Avenue og heim aftur eftir Spruce stræti og Central Avenue — og hélt að hann gæti gengið burt frá þessari ísmeygilegu andstyggðar hugsun. Eftir nokkra stund leið honum betur, — hugarástand hans varð eðlilegra og mannlegra — og hann sneri aftur heim á herbergi sitt til að sofa og hann þóttist viss um að honum hefði tekizt að losna undan áhrifum þessarar hræðilegu freistingar. Hann mátti aldrei, aldrei, — aldrei hugsa um þetta framar — aldrei. Svo féll hann í hálfgert hitasóttarmók og dreymdi grimman, svartan hund, sem reyndi að bíta hann. Hann slapp úr klóm þessa villidýrs með því að vakna í skelfingu en sofnaði strax aftur. En nú var hann kominn á framandi, skuggalegan stað, j' skóg, dal eða þröngt gil milli tveggja fjalla og frá þessum stað virtist liggja freistandi stígur. En sem hann gekk eftir stígnum varð liann þrengri og þrengri og æ skuggglegri og loks hvarf liann alveg. Þá sneri hann við og ætlaði að freista þess að kom- ast' til baka sömu leið, en að baki hans var þá iðandi kös af slöngum. Og upp úr kösinni teygðu sig tugir hausa með klofnar tungur og glóandi glyrnur. Og þegar hann sneri sér við í skyndi stóð æðisgengið, hyrnt villidýr fyrir framan hann — risavaxið — og marði slöngukösina undir fótum — og vamaði honum leið- arinnar. Skelfingu lostinn rak hann upp skerandi neyðaróp og vaknaði — og kom ekki dúr á auga það sem eftir var nætur. FERTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI En umliugsunin um þetta vatn lét hann aldrei í friði, hversu mjög sem hann reyndi til að losna við hana. Hún hafði sprott- ið upp í huga hans af tilviljun, þegar hið persónulega vandamál hans lá á honum eins og mara og við borð lá að það brjálaði hina vesölu dómgreind hans — þessi meinleysislega útþurrkun tveggja mannslífa á Pass Lake. Eitthvert undarlegt afl í huga hans neyddi hann til sð hugsa sífellt um þetta — lík stúlkunnar fannst en lík mannsins ekki. Það var þessi staðreynd sem tróð sér inn í huga hans gegn vilja hans — og í hugskoti hans leyndist ein- hver hugmynd um, að lík mannsins væri alls ekki í vatninu. Alltaf var til vont fólk sem vildi koma öðru fólki fyrir kattarnef, og gat ekki verið að maðurinn hefði farið út á vatnið með stúlk- unni til þess að losna við hana ? Það var auðvitað svívirðilegt at- hæfi, en virtist þó að þessu sinni hafa gengið að óskum. En að honum dytti nokkni sinni í hug að taka til svona sví- virðilegra ráða — nei, aldrei að eilífu. En vandamálið blasti sí- fellt við honum og varð æ alvarlegra með hverjum degi sem leið. Og á hverjum degi eða að minnsta kosti annan hvern dag barst honum ýmist bréf fra Róbertu eða nokkrar línur frá Sondru -—■ og í bréfunum voru sífellt -sömu andstæðurnar, ör- vænting og hamingja, óvissa um-framtíðina og óbilandi lífsfjör. Hann vildi ekki skrifa Róbertu, svo að hann hringdi stundum1 til hennar og talaði við hana á eins kæruleysislegan hátt og hann gat. Hvernig leið henni? Honum þótti gaman að frétta af henni og vita að hún var í sveitinni hjá fjölskyldu sinni, þar sem henni hlaut að líða betur en í verksmiðjunni í þessu veður- fari. Allt gekk auðvitað að óskum, nema ógrynni af pöntunum —oOo—■ —oOo'— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—< Töfrahesturinn 8. DAGUR mundi hesturinn hlýoa honum, og ekki fara í ann- an stað en þangað, sem honum væri hjálpar von, og óhætt að segja til sín. „Hvernig sem því—nú er varið,” sagði konung- ur, „þá get ég samt ekki lagt trúnað á orð þín, og skal það varða lífi þínu, ef sonur minn kemur ekki aftur alheill að þriggja mánaða fresti, eða ég fæ vissa fregn um, að hann sé á lífi.” Skipaði hann um leið, að taka Indverjann fastan og flytja hann í þröngva dýflissu, en sjálfur settist hann fyrir í höll sinni sárt tregandi út af því, að Núrushátíðin hafði endað svo hryggilega, bæði fyrir sjálfan hann og hirðina. Nú ví-kur tíl þess, er fyrr greindi, að Fírus svipt- ist á burt með geysihraða, og var hann að tæpri! stundu liðinni kominn svo hátt upp í loftgeiminn, að hann missti sjónar á öllu fyrir neðan sig, og urðu fjöll og dalir sem ein jafnslétta. Ætlaði hann nú að hverfa aftur og hélt, að ekki þyrfti annað en snúa snerHnam á gagnstæðan veg og víkja hest- inum við með taumnum, en það tjáði ekkert, og bar hesturinn hann alltaf áfram með -sama hraða. Þótti honum það undrum geqna, og margsneri snerlinum fram og aftur; skildi hann nú, hvílíkt glappaskot það hafði verið, að stíga á bak hest- inum, og lata Indverjann ekki segja sér fyrst, hvernig ætti að stýra honum. Hann sá þegar, í hvílíka hættu hann var kominn, en ekki örviln- aðist hann samt fyrir það, heldur rannsakaði hann vandlega höíuð og makka hestsins, og fann hann annan sneril undii hægra eyranu, Sneri hann hon- um og tók þá hesturinn jafnskjótt að berast ofan til jarðar, og fór þráðbeint, eins og hann hafði gert, þegar hann hóf sig í loft upp, nema hvað nú var miklu minni ferð á honum. Á því svæði jarðar- innar, er Fírus nú sveif yfir, var dagsett fyrir hálfril stundu, þegar hann fann snerilinn og sneri honumu En með því hesturinn leið alltaf lengra og lengrai

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.