Þjóðviljinn - 11.06.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1952, Blaðsíða 3
Miðvi'kudagur 11. júni 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 RITSTJ.: TRYGGVI SVEINBJÖRNSS. BALDUR VILHELMSS. OG GUÐGEIR MAGNÚSS. fslenzk œska gegn amerískum spHlingarher og afsiðunaráhrifum Það er ekkert vafamál heldur örugg vissa, að almemiingi í Reykjavík er farið að óa við uppivöðslusemi hersins á sam- komuhúsum, á kaffistofum og í einkahíbýlum. Það er heldur ekkert vafamál, heldur vissa, að margir foreldrar og aðrir nánir ættingjar eiga nú um sárt að binda vegna hersambanda liálfvaxinna og fullvaxinna dætra, systra, frænkna. Og enn fleiri eru ,þó þau foreldri, sem ekki hafa minnstu hugmynd um lifnað dætra sinna. Þeir foreldrar trúa kannski ennþá Morgun- blaðinu og öðrum málgögnum McGaws um, að hershöfðinginn, þessi „vinur íslenzkrar menningar", takmarki ætíð tölu her- manna í bæinn, og kalli heim börn sín af sömu samvizkuseminni og menningarvinsemdinni og lofað var í sumar og haust. Islenzka ríkisstjórnin hefur nú þegar lýst því yfir, að ýms- ir staðir á Islandi, „hernaðar- lega mikilvægir“ geti hvenær sem er átt von á bandarískum herflokkum. Ríkisstjórnin er með öðrum orðum sístarfandi Og sístuðlandi að því, að spilli- valdurinn á íslandi banda- ris'ía hernámsliðið — komist í nánara samband við æskuna og allt landsfólkið. — íslendingar mega ekki taka þessari ógnun og vaxandi uppivöðslusemi hersins með þögn og þolinmæði. Fólk úr öllum stéttum og flokkum hefur megnustu andúð á spillingarhernum bandaríska. Þessi andúð fólksins verður að fá sinn farveg, sína farvegi — það verður að virkja hana til mótaðgerða gegn hermanna- vaðlinum og því siðleysi, sem siglir í kjölfar hans. Mögulei'k- arnir til að vinna gegn óþrifum hersins eru miklir og ráðin mörg. Allt mjálm um ,,að ekk- ert sé hægt að gera“ er svika- tal. Hvarvetna í löndum Vest- ur-Evrópu, þar sem bandarískir spillingarherir eru staðsettir, á sér stað vaxandi, mótuð og árangursrík andstaða. Islendingar eru eina skandin- aviska þjóðin, sem verður að þola bandarískan spillingarher. Þeir verða af þeim sökum að heyja raunverulegt varnarstríð gegn „menningarástríðum“ Mc- Gaws og herg hans. Að öðrum kosti vinnur þessj brennivíns- og ikvennafarsher þjóðinni ó- bætanlegt tjón. Hvaða leiðir og vopn eru til að heyja með baráttuna gegn spillingarhernum ameríska? — Hugleiðum það nánar. sumir framhaldsskólar og í- þróttafélög skulu hafa lagt sig í íþróttakeppni við her- námsliðið. Slíkar iþróttakeppnir verða að hverfa úr sögunni. Þær eru ekkert annað en lævis- leg aðferð til að koma æsk- unni í samband við herinn, að- ferð til að sljóvga æskuna, E-pilla henni. Skólaæskan má ekki láta skipuleggja herinn þannig inn á sig. Þeir sem koma eða reyna að koma slík- um keppnum í kring verða að skoðast sem agentar fvrir her- inn og sakast um að vinna gegn æskunni. Við verðum að finna laiðir til að koma upplýsingum um stúlkur, sem sjást með her- mönnum áleiðis til foreldra og aðstandenda með bréfum eða viðtölum, og stuðla þannig að sterkara aðhaldi þeirra með kornungum fákunnandi telpu- krökkum. Allir verða að leitast við að skapa sterkt almenningsálit og siðgæðiskvarða hjá fólkinu og þá æskunni sérstaklega, gagn- vart setuliðinu. Hver einasti ærlegur, vitiborinn Islendmg- ur á næg ráð til að vinna að því. Hverskonar félög og samtök æskunnar eiga- að vinna gegn spillingu æskunnar Öll æskulýðsfélög í Reykja- vík af hvaða toga, sem þau eru annars spunnin, eiga að móta afstöðu meðlima sinna gagnvart hernum. Vorþing um- dæmisstúkunnar hefur sam- þykkt ályktun í þessu efni. — Öðrum samkundum ber að gera hið sama. Ungmennafélög og önnur samtcCt æskunnar úti um land þurfa að fara að brynja sig til varnarstarfsemi, þar sem rík- isstjórnin hefur ógnaö öllum landshlutum með bandarískum herflokkum í nánustu framtíð. Þessa ögrun ríkisstjórnarinnai ber æskulýðssamtökum úti urr, land að nota vel til vakningar. — Ungmennafélag Njarðvíkur hefur þegar farið af stað meo samþykkt ályktunar um þær hættur sem íslenzk tunga og menning er í. Þessi afstaða er öðrum ungmennafélögum til fyrirmyndar. Nú hefur lauslega verið drepið á brýningu meðlima æskulýðsfélaganna til að þeir finni leiðir til að beita sér út á við, meðal heilbrigðrar æsku og einnig æsku með lamaðan viónámsþrótt siðferðislega. Hvert félag vígi Það, sem mesta þýðingu hef- ur þó, er starfið innan félag- anna. Það starf er hið raitn- verulega aðhald, sem keþpa skal að. Með því að bæta og auka félagsstarfið er verið að setja íslenzkt félags- og menn- ingarstarf í stað þeirrar banda- rísku grautarmenningar og spillingar, sem leppamir ís- lenzku hafa troðið uppá þjóð- ina. Til þess að geta bætt félags- starfið þarf æskan að læra að hagnýta betur en hingað til íslenzku menningarverðmætin. Séu þau verðmæti nýtt rétti- lega, þ.e. í aðgengilegri búningi en hingað til, munum við finna enn betur til styrks okkar gagnvart „menningu“ hins bandaríska supermanns. Sögur okkar, ljóð, dansar og söngvar þurfa að lærast bet- ur og iðkast meir en nokkru sinni fyrr. Við eigum faltnn mikinn þjóðvarnarkraft í sum- um þeim menningarverðmætum sem þjóðin hefur 'ekki kynnzt að neinu gagni, heldur fær að- elns að vita um öðru hvorn gegnum aðdáunarstunur ör- fárra fræðimanna. Það er auð- vitað efni í sérstaka grein, að skrifa um hagnýtingu .'þessara Framhald á 6. síðu. Mótun hugarfars og framkomu Hingað til hefur öll afstaða okkar verið sljó. Það er eins og okkur sé sama um allt og alla. Það hefúr *t.d. viðgeng- ist tiltölulega átöjulaust, að menn gerðust milligöngumenn fyrir setuliðið, útveguðu því kvenfólk, vín og aðgang að samkomuhúsum. Slíkir menn eru misindismenn, skaðræðis- gripir, sem vinna þjóðarskaða. Við eigum að láta slíka menn heyra í hverskonar áliti þeir eru. Við höfum sjálfir sýnt ó- þolandi sinnule.ysi gagnvart hermannaásókn á skemmtistaði okkar. Við eigum að hreinsa skemmtanir okka" af öl’bm hermannalýð. Það getum við vel og höfum oft gert. með bví að set.ia að skilvrði að hermenn séu útilokaðir frá stöðum sem við sækjum. Þa'ð er hin mesta svívirða að STÚLKUR! Sýnast ykkur ]>essir menn vera þvílíkir riddarar að ekki sé horf- andi í að fórna þeim bæði sið- ferðinu og franitíðinni, að menningu og tungu ógleymd- um? — Þessi mynd er tekin á Aust urvelli í Reýkja vík s. 1. sumar. FARIÐ HEIM! Síðr.n ameríska stríðsliðið hreiðráði um sig á Keflavík- urflugvelli fyrir rúmu ári, hef- ur farið vaxandi skilningur á því, að þá kom vágestur inn í landið. Hann var að vísu ekki líklegur til stórræða sá hópur, sem fyrstur kom, en hann átti eftir að vaxa og á það sjálf- sagt eftir ennþá. Samt grunaði þá marga að hér væri hætta á ferðum og sá ótti var ekki á- stæ'ðulaus. Bandaríkjamenn byggja nú „’and af okkar landi“. Þeir "eisa sér varanleg. híbýli og úygg'ja á langdvöl. Bandarískir j menn byggja útvarpsstöð og j senda út fyrir sinn part af j landinu og hinn partinn líka. j Nú er ekki aðeins ÚTVARP j KEYKJAVÍK — það er líka j RADIO KEFLAVlK AIRPORT I og það er liafið kapphlaup um h'iústendurna. Á götunum eru ekki aðeins íslendingar. Það eru líkg bandarískir stríðsmenn og þeir eru í unVformum mcð bnöppum! Þeim fer sífellt fjölg- andi, bráðum verða þeir eins margir og „landinn11,- kanr.ski fleiri. Þeir fræknustu eru komn- ir svo langt í hemaðariistinni, að fyrir utan að verja landið sitja þeir með vinkonu eða systur á veitingahúsi og svo eru þeir komnir inn á heimilið. Sigurinn er þeirra markmið. ANNAÐ MENNINGARSTIG Það væri óneitanlega gaman áð vita nokkur deili á þess- um striðsglöðu dátum, mega strjúka af þeim glansa ókunn- Þar sem œskan berst Síðustu mánuði hefur bar- áttan gegn kúgun Frakka í Túnis færst- mjög í aukana. Æskan myndar kjarna í frels- isbaráttunni þar, eins og hún ætti að gera hér. Skólaæskan í Túnis beitir sér á skipulagð- an hátt gegn kúgurunum. Her- menn Franska nýlenduhersins hafa orðið aö mæta andstæð- ingum úr barnaskólum, gagn- fræðaskólum, menntaskólum og háskólum. Vegna virkrar and- úðar skólaæskunnar gengur tortryggni kúgaranna svo langt að þeir leita á nemendum og kennurum skólanna. Finnist á þeim pennahnífur eða kuti til að ydda blýant, eru þeir teknir fastir fyrir að „bera vopn“. Fræg er sagan af stúdent, sem tekinn var fastur fyrir að eiga skóhorn og þess vegna sakað- ur um að „bera vopn“. Þegar lögreglunni var bent á hiö frið- samlega eðli þessa tækis, fékk sá sem athugasemdina gerði, högg á ehnið með skóhorninu frá lögregluþjóninum sem sagði um leið: þú sérð það getur meitt! En - sögurnar sem við fáum beint frá æskunni, sem stendur í eldinum, eru ekki abar jáfn skemtilegar og þessi. Á hverj- um degi eru fjöldi kröfugangna í Túnis, sem æskan tekur þátt í. Frakkar hafa reynt að sundra samfylkingu fólksins og tíðum notað til þess skotvopn. Frakkar hafa f’Oygíí fjölda nemenda í fangabúðir, sem eru af svipuðu tagi og Hitlersfanga búðirnar. Stúdentar hafa feng- ið fangelsisdóma frá einu ári upp í 5 ár, sumir hafa verið fluttir ■ nauðugir langar leiðir frá heimkynnum sínum. Stórar jarðarfarir myrtra Túnisbúa Framhald & 6. síðu. ugleikans og hermennskunnar og sjá, hvað þeir hafa að geyma. Flestir þeirra, eins og mestur hluti Bandaríkjamanna yfir- leitt, lifir á hungurstigi and- lega séð. Óvíða er gert eins mikið eins og í . heimalandi þeirra til þess að viðhalda þessu hungri. Þar er almenn- ingi haldið undir blýþungu fargi skrums og áróðurs. Og það er aldrei slakáð á. Blöð- in, bækurnar þeirra, kvikmynd- irnar, þetta — ásamt mörgu öðru — hjálpast að í barátt- unni gegn heilbrigðri hugsun og skynsemi. Heart’s-blöðin eru kannski frægust. Bókmenntirn- ar, sem þeir lesa mest, eru furðusögur frá öðrum hnöttum um ofurmenni og glæpalýð, klámsögur kryddaðar tilfinn- ingavaðli og hrottaskap. Af þessum sögum er síöan gerð- ur fjöldi kvikmynda, svona til að undirstrika verðmætið, til að ítreka gildi þeirra. Það eru gerðar tilraunir til að bjóða Islendingum upp á þessi bandarísku menningar- verðmæti, en með síversnandi árangri. En þetta er hin andlega fæða bandarískra og þeir eiga vart kost á ö'ðru. Það er því ekki að undra, þótt þeir séu ekki vitsmunalegir jafningjar 12 ára barna. Við hljótum að líta á þá smáum augum í mátulegri fjarlægð. FRAMANDI SIÐFERÐI Þegar hermennirnir komu hingað, var það margt, sem þeim gekk erfiðlega að skilja. Þeim fannst að hér hlyti allt að vera eins og í Guðs-eigin- landi og urðu hissa og leiðir. Þeir spurðu um hitt og annað en fengu óljós svör. Hvar eru stripldanshúsin ? Hvar eru næt- urbúllurnar? Hvar éru hóru- húsin? Og þeir urðu undir- furðulegir, ef þeim var vísað heim til að finna þau aftur. Það gleymist líka stundum að þetta eru hermenn, sem kannski verða sendir til Kóreu á morgun til að deyja og þeir hafa annað siðferði en venju- legir menn. Þeirra siðferði til- heyrir deginum í dag en ekki þeim næsta. Og þeir breyta samkvæint þvi, sérstaklega hvað snertir hið fagra kyn. Ástandsdömurnar virðast vera furðu seinar að átta sig á því, að þær gegna hlutverki síðasttöldu ,,húsanna“ í aug- um flestra Islendinga og her- mannanna lika. Þetta hlýtur að vera umhugá- unarefni foreldra þeirra ungu stúlkna, sem leiðst hafa út í drasl við hermennina, mest fyr- ir sök þýlundaðra yfirvalda. Hermennirnir halda að þeir séu komnir til þess að ,,hjálpa“ okkur, segja þeir. Þeir nota, gjarnan hástemmd orð, svo sem menning, lýðræði, bræðralag, og vilja segja okkur hvað þau merkja. En þar sem ekki ríkir sem beztur skilningur, leitast þeir við að skýra þetta nán- ar. Þeir jafnvel taka upp hníf til áð sýna að þeim sé full alvara með „hjálpina“. Svona- eru þeir einlægir í útskýring- um og íslendingar seinir að skilja þá, Með dvöl sinni og öllu fram- ferði hér á landi eru banda- rísku hermennirnir að ryðja. braut nýju mati á gömlum hugtökum, sem við vitum vel, hvað þýða og hafa þýtt fyrir okkur sem smáþjóð. Þeir eru ógnun við íslenzka menningu, tungu og þjóðerni. Við höfum aðeins eitt við þá að segja: FARIÐ HEIM,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.