Þjóðviljinn - 14.06.1952, Page 1

Þjóðviljinn - 14.06.1952, Page 1
 Kína tilkynnti i gær að mestu loftárásir stríðsins þar hefðu verið gerðar í gær. Hefðu 20 sprengjuflugvélar og 50 steypi- flugvélar gert árásir á vegi og brýr i grennd við landamæri Kína og Indó Kína. Laugardagur 14. júní 1952 — 17. árgangur — 130. tölublað BB aimennn íjarnags* og n sklpfakreppu á VesfurEöndum' Gunnar Myrdal, forstöBumaSur efnahags- nefndar SÞ, telur aukin viSskiptl milli austurs og vesturs bryna nauSsyn „Sú verðbólga, sem nú gerir vart við sig í öllum löndum Vestur-Evrópu, getur snúizt upp í almenna fjárhags- og viðskiptakreppu við minnstu sveiflu niðrávið í atvinnulífi Bandaríkjanna". Svo fórust Gunnari Myrdal, forstöðumanni efnahagsnefndar SÞ í Evrópu orð í viðtali við fréttamenn í gær. Hann lagði áherzlu á að mikilvægasta verkefni nefndarinnar væri að auka viðskiptin milli Austur- og Vestur-Evrópu. Bretar reyna að stöðva út- fiutning ofíu frá Iran Brezka stjórnin hefur gert ráöstafanir til aö koma í veg fyrir aö Iransmenn geti selt sína eigin olíu til annarra landa. Efnahagsnefnd Evrópu var stofnuð árið 1947 í marzmán- uði af efnahags- og félagsmála- ráði SÞ. Verkefni hennar er að afla upplýsinga um allt sem varðar viðskipta- og atvinnulíf Evrópu og gefur hún út heild- arskýrslur um þessi efni. Enn- fremur á allan hátt að greiða fyrir viðskiptum Evrópuland- anna á milli. Nefndin hefur einnig gert athuganir á ýmsum sérstökum vandamálum, svo sem járnbrautakerfi Evrópu kola- og stálframleiðslu, og vinnur nú að samningu skýrslu ujn timburframleiðsluna. f þess- um skýrslum er leitazt við að gefa áreiðanlega vitneskju, sem hinar einstöku ríkisstjórnir geta notað sem grundvöll fyrir utan- ríkisviðskipti sin. Brýn nauðsyn á auknum viðskiptum. Nefndin hefur hvað eftir ann- að bent á þá lífsnauðsyn s.em Evrópuþjóðunum, bæði í vestri og austri er á að auka viðskipt- in sín á milli, en slílk viðskipti gætu leyst Vestur-Evrópu úr þeirri stöðugu klípu, sem skort- urinn á gjaldmiðli vestan hafs er. í þessu skyni hefur nefndin boðað til ráðstefna um viðskipti milli austurs og vesturs, og er ætlunin að halda slika ráðstefnu í september í haust, ef þátttaka fæst frá hlutaðeigandi ríkis- ístjórnum. Er von á skýrslu frá neíndinni um- austur-vesturvið- skiptin í haust, en sú fyrsta ®Iík kom út í fyrra. Efnahagsráðst. í Moskvu spor í áttina. Prófessor Myrdal lagði rfika áherzlu á nauðsyn slíkra við- ekipta og lót í ljós þá skoðun Örðsending frá Kvenfélagi sósíalista Farið verður inn á Heið- (mörk í dag (laugardag)í jklukhan 4 e.h. frá Þórsgötih . 1, til þess að gróðursetjaí .trjáplöntur í ræktunarsvæð:) félagsins. Þær konur sem) taka vilja þátt í förinni til-) 'kynni það í síma 1576 í dag) * og til hádegis á morgun. - Fritt bílfar. — sína, að aukin viðskipti milli austurs og vesturs mundu bæta mjög ástandið í alþjóðamálum. Aðspurður taldi hann efnahags- ráðstefnuna í Moskva í vetur geta gefið vonir um að aukning viðskiptanna væri framkvæm- anleg, ef ríkisstjórnirnar sýndu vilja á að framkvæma þá samn- inga, sem þar voru gerðir af einstökum viðskiptamönnum. Stórkostlegur árangur Sov- étríbjanna. Prófessor Mj'rdal sagði að hann væri bölsýim á ástandið í heiminum, en‘þó teldi hann ekki hættu á stríði. Hann minntist á verðbólguna á vesturlöndum og hafði þarum þau ummæli sem hér standa að framan. Á hinn bóginn sagði hann engan vafa á að Sovétríkin og önnur ríki Austur-Evrópu og Asiu sem Framhald á 7. síðu. Talsmaður brezka utanríkis- ráðneytisins játaði í London í gær að stjórnum ítalíu og Sviss hefðu verið sendar orð- sendingar vegna þess að olíu- flutningaskipið Rosemary er á leið til Italiu með olíufarm frá Iran. Halda Bretar því fram að olían sé eign brezka olíufélags- ins Anglo-Iranian, sem rak olíu- iðnað Irans áður en hann var þjóðnýttur. Ætlunin er að olían úr Rose- mary verði hreinsuð á ítalíu og flutt þaðan til Sviss og seld þar. ítalska ríkisstjórnin hefur svaráð brezku orðsendingunni og lýst yfir að hún muni ekki leyfa innflutning á olíu frá Ir- an en til þess kemur ekki með olíufarm Rosemary þar sem a Italíu er einungis ætlunin að hreinsa hann en ekki selja. Svissneska stjórnin svarar Bretum ekki ákveðið en segir að henni sé ljóst að flókin lög- fræðivandamál séu tengd olíu- sölu frá Iran. GUNNAR MYRDAL Liðsforisigjar Hitlcrs verða kjarni vesturþýzka hersins Markmiðið hálf milljón undir vopnum 1955 Fyrstu mennirnir, sem kvaddir veröa til vopna í Vest- ur-Þýzkalandi, verða liösforingjar og undirforingjar, skrið drekastjórar og aörir sérfræöingar úr Wehrmacht, en svo nefndist her Hitlers-Þýzkalands. Játa að hafa falsað tölur um flokkun fanga Framkoma Baitdaríkjamanna í fangamálinu í Kóreu mæiist iiia fyrir í Bretlandi Bandarískir aðilar eru farnir að játa óhikað að tölur bandarísku herstjórnarinnar í Kóreu um flokkun fanga hafi veriö falsaðar. Fréttaritari Associated Press, stærstu fréttastofu Bandarikj- anna, í Tokyo, aðsetursstað herstjórnar Bandaríkjamanna í Kóreu, bendir á það í frétta- skeyti 27. fyrra mánaðar að lítið sé að marka þá ftillyrð- ingu herstjórnarinnar að af 169.000 föngum í Kóreu hafi aðeins 70.000 tekið í mál að fara heim til sín við fanga- skipti. m Þessi bandaríski fréttáritari kemst svo að orði: ,,í yfirlýs- ingum samninganefn&ar SÞ i Panmunjom var staðhæft að strífisfangamir hefðu verið flokkaðir þannig að spurningai hefðu verið lagðar fyrir hvern og einn og að talan 70.900 væri niðurstaðan af þessari ná- kvæmu athugun. Nú er ekki annað sýnna en að margir hafi ekki verið spurðir hver fyrir sig. Þetta hlýtur að vekia ljótar grunsemdir um ná- kvæmni talna herstjórnar SÞ um flokkun fanganna“. Fréttaritari New York Tiines í London segir í blaði sínu 3. þessa mánaðar að ekkert sem gerzt hafi síðasta ár hafi haft jafn a!varlegar afleiðingar fyr- ir sámbúð Bretlands og Banda- ríkjanna og meðferð banda- rísku herstjórnarinnar í Kóreu á stríðsfangamálinu. Það sé al- menn skoðun í Bretlandi að það hafi farið í aigerum handa skolum hjá Bandaríkjamönn- um. Duclos kœrir lögregluna J&ryues Duclos, aðalritari Kommúnistaflokks Frakklands, sem franska stjórnin lét fangelsa um daginn, kom fyrir Framhald á 6. síðu. Theodor Blank, hermálaráð- unautur Adenauers forsætis- ráðherra og tilvonandi her- málaráðherra Vestur-Þýzka- lands, sagði í Bonn í gær að þegar þessi kjarni manna úr her Hitlers hefði fengið fulla æfingu í meðferð nýrra vopna yrði hlutverk hans að æfa alla þá nýliða, sem kallaðir verða í herinn. Blank kvaðst vonast til að samningurinn um þátttöku V- Þýzkalands í Vestur-Evrópu- her yrði staðfestur það fljótt að fyrstu vesturþýzku her- mennirnir verði komnir í ein- kennisbúninga um næstu ára- mót. Þegar vesturþýzki herinn verður fullskipaður verða í honum að sögn Blanks 12 lier- deildir eða. hálf milljón her- manna. Blank sagði að ætlunin væri að herinn næði þeim styrk á árinu 1955. Skipt um sendiherra Moskvablöðin skýrðu því í gær að Rosjin, sendiherra Sov- vétríkjanna í Kína, hefði látið af embætti en við því tekið Panjúskín, sem nýlega lét af sendiherrastörfum í Bandaríkj unum. Sendiherra í Bandaríkj- unum verður Sarúbin, sem ver ið liefur sendiherra í London, og búizt er við að Rosjin verði sendur til London í stað hans. Deila um ijjór- eeldafund Fréttaritarar í London segja að hlé muni verða á orðsend- ingaskiptum milli stjórna Vest- urveldanna um svar við síð- ustu orðsendingu Sovétríkj- anna um Þýzkaland. Hefur franska stjórnin lagt til að Vesturveldin fallist á uppá- stungu sovétstjórnarinnar um fjórveldafund um sameiningu Þýzkalands en Bandaríkja- stjórn vill enn svara með vífi- lengjum. IfiDkkunnnl Oiðsending til sósíalista í nágrenni Reykjavíkur Sjálfboðaliðar óskast Framkvæmdanefnd hins fyr- irhugaða Jónsmessumóts sósí- aíista á Þingvöllum hefur beð- ið Þjóðviljann að beina þeim tilmælum til forráðamanna sósíalistafélaganna á Suðvest- urlandi að undirbúa í tíma sam- eiginlegar hópferðir á mótið hver á sínum stað. Þar sem ekki eru skipulögð féiagssamtök fyr ir iiendi ættu sósíalistar einnig að hafa samvinn'u um sókn á mótstað. Eins og jafnan áður verður Sósíalistaflokkurinn að ieita til flokksmanna um aðstoð í sam- bandi við þá vinnu sem leggja þarf af mörkum við Jónsmessu- mótið. Er hér hvorttveggja um að ræða, undirbúning mótsins og vinnu á Þingvöllum meðan mótið stendur yfir. Þeir félag- ar sem geta veitt aðstoð sína eru beðnir að gefa sig fram við skrifstoi'u SósíaMstafélags Reykjavíkur, sími 7511. Verkamanna- flokkurinn krefst fulltrúa fyrir Kina í SÞ Flokkstjórn Verkamanna- flokksins brezka birti í gær yfirlýsingu þá um utanríkis- mál. sem hún mun leggja fyr- ir þing flokksins í haust. Er þar lýst yfir að flokkurinn sé fylgjandi fjórveldaráðstefnu Bandaríkjanna, Br'etlands, Frakklands og Sovétríkjanna til að reyna að lægja ýfingarn- ar þeirra í milli. Fylgi Verka- mannaflokksins er lýst við sameiningu Þýzkalands að und- angengnum kosningum um allt landif. Flokksstjórnin segir það brýna nauðsyn að öll ríki viðurkenni alþýðustjórn Kína og að fulltrúar hennar setjist i sæti Kína hjá SÞ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.