Þjóðviljinn - 14.06.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.06.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 14. jú.ní 1952 Beethoven Framhald af 5. síðu. leikur, sem þessir ritsnápar skilja ekki, er sá að hin já- kvæðu, frjóu öfl sálar hans voru svo sterk, að hann hélt áfram að lifa, þ.e.a.s að skapa, ekki vegna ógæfunnar, heldur þrátt fyrir hana. Hann reiddi sig á sitt innra tónnæmi, og samdi hvert lagið eftir annað, og jós úr brunni lífsvilja og lífsgleði, aldrei sorgan og beiskju. Níunda sinfónían er frá þessum tíma og mörg verk gneistandi af lífsþrótti. Beet- hoven var hornóttur að eðiis- fari, og auðvitað varð hann erfiður í umgengiii, það varð að skrifa í stað þess að tala við hann, góðar heimildir eru til fyrir því, að maðurinn heyrnarlausi, sem auk þsss þjáðist af erfiðum sjúkdómi hafi átt það til að vera kátur og fjörugur og get.að not- ið ríkulega gæða ’ífsins! Þegar stjórnarskrá SovAtríkj- anna gekk í gildi, árið 1936, var níunda sinfónía Beethovens leikin við hátíðahöidin. Það virðist mjög eðlilegt. Þjóðir Sovétríkjanna þekkja af cig- in raun baráttuna við kúgar- ana, högg örlaganna á dyrn- ar, en þær hafa líka eins og Eeethoven í 5. siiifóníunri, tek- ið örlögin kverkataki. og þær þekkja, eins og hann sigurinn á neikvæðu öflunum. Þvi er það að hann er mjög kær þjóð- um Sovétríkianna og arnarra landa, þjóðum sem beina ásjónu smni að nýjum tímum morgun- roðans. Styrkurinn í tjáningu hans til mannkynsins, samfélagsins mikla, leynir sér ekki. Hann vafði milljónirnar, allan heim- inn örmum. Og mennimir finna gleðina, gleðina, sem Schiller lýsir í orðum og Beethoven í tónum. En við, sem ennþá lifum í myrkri harðstjórnarinnar gömlu, leitum til Beethovens fremur en nokkru sinni áður, og sækjum til hans lífsnær- ingu, frjóa og tápmikla. Til hans er styrk a'ð sækja í barátt- unni við þá, sem vilja drekkja mannkyninu í óþverra, hatri og villimennsku, og hina sem ætla að svæfa það morfinsvefni dul- spekinnar — því að hann er heilbrigðin 1 jóslifandi! Rúmum tveimur áratugum éftir lát Beethovens, en hann andaðist 26. marz' 1827, gáfu tveir ungir menn út bækling. sem endaði á þessum orðum: Öreigar allra landa, sameinizt! Beethoven hefði skilið, hvað í þessum orðum fólst og gert að sínum. Þegar heyrnarleysið virtist meina honum þess að njóta lifsins, þá gat hann, í nafni frelsisástar karlmennsku og manngæzku boðað í loka- kór níundu sinfóníunnar: Bræðralag alls mannkynsins. Bæjaifréltir Framhald af 4. síðu. kvartettinn leikur). 20.45 Leikrit: „Eiginmaður Heienu" eftir Phiiip Moeller, í þýðingu Stefáns Jóns- sonar fréttamanns. — Leikstjóri: Jón Aðils. 21.35 Tónleikar: Mela. chrino strengjasveitin leikur (pl.) 22.10 Danslög (pl.) til kl. 24.00. Ríkisst.jórnin tekur á móti gest- um í ráðherrabústaðnum, Tjarn- argötu 32, þjóðhátíðardaginn 17. júni, kl. 5—7. DUCLGS Framhald af 1. síðu. rétt í París í gær. Bar hann fram þjófnaðarákæru á hend- nr lögregluþjónunum, sem handtóku hann, kvað þá hafa stolið skjalatösku sinni með j 30.000 frönkum. 186. DAGLR sunnanverðu, afskékkta veginiftn til Threé Mile Bay? Þar er rllt sem þú þarfnast. Báti hvolfir á sliku vatni og Róberta er að eilífu horfin úr lífi þínu. Hún kann ekki að synda. Vatn- ið — vatnið — sem þú hefur séð — sem ég hef sýnt þér — er það ekki tilvalinn staour? Svo afskekkt og eyðilegt og þó svo nærri Og það er svo auðvelt fyrir ykkur Róbertu að !kom- est þangað — ekki beint heldur óbeint — í þessa ímynduou brúðkaupsferð, sem þú ert begar búinn að samþykkja. Þú þarft aðeins að breyta um nafn þitt — og hennar. Þú hefur aldrei leyft henni að minnast á þig og samband ykkar og hún hefur aldrei gert það. Þú hefur aldrei skrifað henni nein hættuieg bréf. Og ef þú mæltir þér nú mót við hana einhvers staðar, eins og þú ert þegar búinn að lofa og enginn sæi ykkur, þá gætirðu ferðazt með henni eins og til Fonda áður fyrr, nema nú yrði það til Big Bittern — eða einhvers staðar í grcndinni." „En það er dkkert gistihús við Big Bittern,“ leiðrátti Clyde. „Þar er aðeins skáli sem rúmar nokkrar manneskjur, og hann er alls ekki góður.“ „Því betra. Þeim mun færra fólk er þar.“ „Það gæti sézt til okkar í lestinni á leiðinni. Fólk gæti þekkt mig aftur sem manninn sem með henni var.“ „Sást til ykkar í Fonda, Gloversville, Little Falls? Hafið þið ekki hingað til ferðast sitt í hvorum klefa og gætuð þið ekki eins gert það núna? Á þetta ekki að vera leynileg gifting? Og því skyldi brúðkaupsferðin ekki líka vera leynileg?" „Mikið rétt — mikið rétt.“ „Og þegar þú ert búinn að koma iþessu í kring og þið komið til Big Bittern eða að einhverju svipuðu vatni — það eru svo mörg vötn þarna — þá er ekkert auðveldara en að róa út á slíkt vatn. Engar spurningar. Þið þurfið ekkí að nafna nöfn jkkar. Bátur tekinn á leigu í klukkutíma, háifan dag eða heil- an. Þú sást eyjuna í sunnanverðu vatninu. Var hún. ekki falleg? Er ekki ómaksins vert að skoða hana. Því skylduð þið efcki fara þangað í skemmtiferð áður en þíð gangið í hjónabandið? Hefði hún ekki ánægju af því — svona örvílnuð og raunamædd eins og hún er núna — skemmtiferð — hvíld áður en hið nýja líf hefst? Er það ekkí sermilegt — skynsamlegt? Og sennilega kemur hvorugt ykkar aftur úr þeirri ferð. Þið drukknið bæði, er það ekki ? Hver er sjónarvottur? Ef til vill sér leiðsögu- maður — umsjónarmaður bátanna — veitingamaðurinn til ykkar þegar þið farið. En hvernig vita þeir, hver þú ert? Eða hver hún er? Og þú heyrðir hvað vatnið er djúpt.“ „En ég vil ekíki drepa hanp. Ég vil ekki drepa hana. Ég vil ekki gera henni neitt til mislka. Ef hún vill aðeins sleppa. mér og fara sjálf sína leið, þá tel ég mig sælan og heppinn yfir þvi að sjá hana aldrei framar.“ En hún vill ekki sleppa þér eða fara sína leið, nema þú farir með henni. Og ef þú ferð þína leið, þá missirðu Sondru og allt sem henni tilheyrir og hið dásamlega skemmtanalíf — álit frænda þíns, vina hans, bílana, dansleikina, glæsilegu sumar- bústaðina' og vatnalífið. Og hvað tekur svo við? Lítilfjörleg atvinna. Lélegt kaup. Enðarleysi og flækingur eins og eftir slysið í Kansas City. Aldrei framar neitt tækifæri þessu líkt. Viltu það heldur?“ „En eitthvað getur orðið til að eyðileggja framtíðardrauma mína hérna — eins og í Kansas City?“ „Að vísu — jú — en þó er allt með öðrum hætti. Nú ertu sjálfs þín ráðandi. Þú getur komið öllu fyrir eftir eigin geð- þótta. Og ekkert er auðveldara. Mörgum bátnum hvolfir á hverju. sumri — fólkið í þeim drukknar, af því áð- það kann yfirleitt ekki að synda. Og hver þarf nokkurn tíma að vita, hvort mað- urinn sem var í fylgd með Róbertu Alden á Big Bittern Ik.unni að synda éða ekki? Og drukknun er þægilegasti dauðdagi sem til er — tnginn hávaði — engin hróp — ef til vill rekst hún f f tilviljun í ár eða bátshliðina. Og svo er þögn. Frelsi — lík, sem ef til vill finnst aldrei. Og þótt það finnist og þekkist, þá er ekkert hægara fyrir þig en að láta líta út sem þú hafir verið annars staðar, við eitthvert annað vatn á leiðinni til Tólfta vains. Er nokkur skekkja í þessu ? Liggur þetta ekki beint við ?“ ,,En ef bátnum hvolfdj og hún drukknaði ekki, hvað þá? Ef hún héldi sér í bátinn, lirópaði á hjálp, yrði bjargað og segði eftir á frá öllu. . . . Nei, nei, ég get það ekki -— éig vil ekki gera það. Ég vil ekki berja hana. Það væri hræðilegt — viðurstyggilegt." „En smáhögg — örlúið högg undir þessum krmgumstæðum nægði til að gera hana svo ringlaða að hún sykki. Það er sorglegt að vísu, en hcnni hefur gefizt tækifæri til að fara sina leið. er ekki svo? Og hún vildi það ekki og vill ekki sleppa þér heldur. Er þetta þá sérlega ósanngjarnt? Og gleymdu því ekki, að eftir þetta bíður Sóndra þín — Soadra hin fagra — og líf við hlið hennar í Lycurgus — auðæfi, tignarstaða, sem þú gætir aldrei hlotið að cðrum kosti — aldrei — aldrei. Ást og hamingja jafningi hvers sem er — jafnvel Gilberts frænda þins.“ Röd-diti fjarlægðist og hvarf inn í skuggann, — þögn, draumar. Og Clyde íhugaði aR se.m sagt hafoi verið, en var þó ékki sannfærður. Dýpri ótti og mann.úðlegri tilfirmingar ýttu til hiiðar ráðleggingum raddarinnar í salnum mikla. En þegar hann fór skömmu seinna að hugsa um Sondru og hinn dýrðlega heim hennar og síðan um Róbertu, vitraðist hin skuggalega rödd hcnum aftur í skyndi, biíðari og ísmeygilegri en nokkru sinni fyrr. „Já, þú ert ennþá að hugsa. Og þú ert eíkki búinn að finna neitt ráð, og þú finnur það aldrei. Ég er búinn að benda þér á einu leiðina — einu leiðina. Þetta er langt vatn. Og væri það ekki auðvelt að róa um vatnið þangað til þú fyndir ein- hvern heppilegan stað — einhvern afskekktan krók í suður- endanum, þar sem vatnið er djúpt? Og væri ekki auðvelt að ganga þaðan gegnum skógana til Three Mile Bay og Grey vatns? Og þaðan til Cranstoniandareignarinnar ? Það er ferja yfir vatnið þar, eins og þú veizt. Svei — hvað þú ért huglaus — þig skortir dirfsku til að afla iþér þes3 sem þú þráir mest —oQo— —oQo— —oOo— —oOo— —oOo-oOo— oOo—• BARNASAGHN Töíralsesturioíi 17. DAGUR Þá mælti kóngsdóttir: ,,Af því ég heí enga hug- mynd um hallirnar á Persalandi, þá get ég ekki lagt neinn dóm á þenna samanburð yðar, en þó þér séu-3 hreinskilinn maður og einlægur, þá get ég samt varla truað því, að samanburðurinn sé ailskostar nákvæmur, cg munuð þér víst mæla svo íyrir kurteisis sakir. En ekki vil ég samt niðra hö.11 minni íié óvirða hana í yðar augum; þér hafið betra skyn á slíku en svo, að þér kveðið upp rang- an dóm. En það segi ég yður sannast, að mér þ-ykir hún fremur tilkomulítil í samanburði við höllina konungsins, hans föður míns, því hún er miklu stærri, íegurri og skrautlegri. Skuluð þér segja mér, hvemig yður þykir hún vera, þegar þér eruð búinn að skoða hana; því fyrst þér einu sinni af tilviljun eruð kominn að höfuðborg ríkis þessa, þá munuð þér víst vilja sjá hana og koma á fund föður míns, svo hann geti sýnt yður alla þá sæmd, sem yður ber ao réítu fyrii tignar sakir og atgjörvis.” Þannig vakti hún löngun hjá kóngssyninum frá Persalandi til að sjá kóngshöllina í Bengal, og koma á fund föður hennar; var hún jafnframt von- góo um, að þegar kóngur sæi svo fríðan, vitran og algjörvan kóngsson, þá mundi hann ef til vill gera sér kost á ao giftast honum. Taldi hún víst, að kóngsson mundi ailfús tii ráðsins, og gæti hún þannig fengið ósk sinni framgengt, án þess að breyta móti siðsemdar reglum þeim, er henni bar að gæta, eins og kóngsdóttur sæmdi, sem í öllu vildi sýnast hlíta vilja föður síns. En kóngsson svaraði ekki eins og hún hafði við búizt. „Kóngsdóttir!" mælti hann, „ég efa ekki, að konungshöllin í Bengal sé fegurri en yðar, fyrst þér segio að svo sé. Þar sem þér gefið mér kost á að ganga fyrir konunginn föour yðar, þá mundi mér vera það sönn gleði, og meira að segja, mér mundi þykja það hin mesta virðing. En dæmið nú sjálfar um, hvort það sé ráðlegt, að ég komi fyrir sjónir svo voldugs konungs eins og einhver ævintýrari með tvær hendur tómar oa án slíks föruneytis, sem tign minni hæfir." Beiddi hún hann þá að vera áhyggjulausan um það, ef hann annars vildi á fund hans fara; kvaðst hún skyldu gefa honum svo mikið fé ,sem hann þyrfti, til að fá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.