Þjóðviljinn - 19.06.1952, Qupperneq 3
Fimmtudagur 19. júní 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
ANNA SIGURÐARDOTTIR:
Islenzkar konur fengu ekld fullt jafn-
rétti nítjánda júní 1915
Kæri ritstjóri. Ég híýt að
verða við ósk þinni um að
skrifa greinarkorn í kvenna-
síðuna, í tilefni af kvennadeg-
inum 19. júní, þar eð ég vil
nota hvert tækifæri til þess að
bæta fyrir þá einfeldni mína á
unga aldri, að trúa því bókstaf
lega, sem þá var haldið fram:
íslen/kar konur fengu jafnrétti
\ið karla 19. júní 1915.
Ég veit ekki hvort trúin á
sannleiksgildi þessarar setning-
ar hefur gert konum meira
gagn en ógagn. Efalaust hefur
margri konunni verið óhollt að
trúa því, að fullt jafnrétti væri
fengið að lögum, en jafnframt
sjá og finna misréttið hvar-
vetna í kring um sig. Það hef-
ur að minnsta kosti ekki aukið
sjálfstraust kvenna, Margnr
hyggur mig sig, en ég ætla
ekki að gera frekari játningu
að sinni.
íslenzkar konur fengu ekki
jafnrétti við karla 19. iúní
1915, aðeins kosningarétt og
kjörgengi til Alþingis, miðað
við fertugsaidur. Þrem árum
síðar, éða 1918, var fullt stjórn
málalegt jafnrétti veitt.
Rétturinn til æðri menntunar
og stjórnmálajafnréttið kostaði
ekki eins mikla baráttu fyrir
islenzkar konur eins og konur
sumra annarra landa. (Ekki. er
mér kunnugt um að alþingis-
menn hafi kvartáð um óþarfa
kostnað vegna þess að kjörseðl-
ar eru meira en helmingi fieiri
en ella og að hver hjón taka
tvær línur á kjörskrám. en
aukin skriffinnska er nú einn
aðaiþyrnir í augum þeirra, er
UPP-
SKRIFTIR
NAUTAKJÖTSRÉTTUR
Það merkilega við þengan
rétt er það að í hann er ekki
notaður dropi af vatni.
Raðið flesksneiðum á pott-
botn, leggið ofan á þær .1 ' j
kg. af nautakjöti, stráið ofur-
litlu af salti og pipar vfir.
Leggið .1 kg. af hökkuðum lauk
°g Vá kg. af tómötum ofan á
kjötið. Sjóðið við hægan eld
3—4 tíma.
fiskisCp.a
Fisksoð, 1 stór laukur, 4
meðaistórir tómatar ofuriítið
af hvítlauk 1 matskeið mad-
eira, ofurlítið af saxaðri stein-
selju, lítið eitt salt, ristað
brauð. Laukurinn, sem er sax-
aður smátt er brúnaður í
madeiraolíu þangað til hann er
gulbrúnn, þá er sundurskorn-
um tómötum, hvítlauknum
steinseljunni madeiravíninu
bætt í, hrært vel í á meðan.
Síðan er sjóðandi fisksoðinu
hellt í, saltað eftir smekk og
soðið hægt í 20 mín. Ristaða
brauðið ,þori& jgieð súpunni,. _
sérsköttun hjóna er rædd).
Aðeins lítill hluti hverrar
þjóðar nýtur æðri menntunar
og hefur raunhæf afskipti af
stjórnmálum. og verður því sá
hluti kvenna lítill er af alger-
lega persónulegum ástæðum
hefur áhuga á þessum réítind-
um. Hins vegar mundi fulít
efnahagslegt jafn.rétti \æra
þýðingarmikið fyrir hverja ein-
ustu konu. Róðurinn fyrir jafn-
rétti í fjármálum hefur þvi orð
ið erfiður og enn eygjum við
ekki land.
Eitt af fyrstu lagaákvæðun-
um um jafnrétti í fjármálum,
eftir að baráttan fyrir réttind-
um kvenna var hafin, var um
jafnan erfðahluta systra og
bræðra. Þó held ég að áhugi
kvenna hafi ekki ráðið hér ö!lu
um. Sennilegra er að það hafi
verið áhugi tengdasonarins, er
varð að sjá af bróðurpartin-
um til mágs síns. Hálfri öid
síðar (um 1900) fær eiginkon-
an nokkrar réttarbætur gagn-
vart eignum heimilisins, en þó
telst hún ekki f járráða og munu
leifar þessara laga hafa sett
svip sinn á stjórnarskrána frá
1944, þar sem sagt er að liver
fjárráða maður hafi kosninga-
rétt og kjörgengi: „Gift kona
telst fjár síns ráðandi, þótt
eigi hún óskilið fjárlag með
manni sínum“.
Eftir að fullt stjórnmála-
jafnrétti var fengið, er enn
hafizt handa um fjármálajafn-
réttið. Hjónabands- og sifja-
löggjöf Norðurlanda, sem gekk
í gildi á árunum 1921—1930
(fyrst á Islandi, síðast í Finn-
landi) er byggð á fullum jafn-
réttisgrundvelli, þótt ýms á-
kvæði séu umdeilanleg og fram
kvæmdaatriði vanti.
Eflaust hafa semjendur þess-
ara lagabálka (hjónabandslaga,
sifjalaga og laga um fjármál
hjóna) skoðað þau sem grund-
vallarlög í málum hjóna og
gert ráð fyrir áð þeim hjóna-
málefnum, sem lög þessi fjalla
ekki um, muni verða breytt til
samræmis. Dæmi þess má
nefna að Bentzon prófessor í
f jölskyldumálum við Kaup-
mannahafnarháskóla segir í
grein um hjónabandið, að vafa-
lítið muni með tímanum hverfa
úr lögum allt misrétfi hjóna í
milli, t.d. muni samsköitun
verða afnumin og ríkisborgara-
réttur gerður óháður hjóua-
bandi.
Fjórðungur aldar er Mðinn
frá því að sú grein er skrifuð,
en framfarir í þessum málum
eru litlar sem engar. Orsökin
er m. a. sú, að réttindi og
skyldur hjóna samkvæmt hjóna
bandslögunum og skyldur Cor-
eldra gagnvart börnum sínum
skv. sifjalögunum hafa illa
gleymzt við samning nýrra laga
(tryggingalaga) og við endur-
skoðun eldri laga (skatta og
útsvarslaga). Skattalögin frá
1935 og útsvarslögin frá 1945
brjóta algerlega í bág við
hjónabandslagabálkana, erfða-
lögin og kosningalögin, sem
þelja bjónin tvo sjálfstæða ein-
staklinga. Skatta og útsvars-
lögin fara með fjármál hjón;
sem væru þau einn maður.
Hvað réttlætir það, að hjón
(tveir kjósendur •— tveir fram-
færendur — tveir starfandi
borgarar) skuli bera þyngri
skattabyrðar en t. d. tveir ó-
kvæntir bræður, sem eiga fyrir-
tæki saman, eða tvær ógiftar
systur, sem hafa íbúð og heim-
ili í sameiningu. Ein aðaimót-
mælin fyrir fullu jafnrétti í
skattamálum, fyrir utan óttann
við aukna skriffinnsku, eru
þau, að konur almennt hætti
að vilja vinna heimilisstörfin
sjálfar, ef þvingunarráðstöfun-
um skattalaganna yrði aflétt.
Öhætt er að fullyrða, að sá
ótti er ástæðuiaus, a. m.k. ef
giftum konum og mæðrum jafn
hliða hindrunarlausu stöðuvalL
sem hverjum manni ber skv.
23. grein mannréttindaskrár
sameinuðu þjóðanna, eru
tryggð þau réttindi, er 24. gr.
ræðir um, það er réttur til
hvíldar, tómstunda og hæfilegr-
ar takmörkunar vinnutíma o.
s. frv.
Krafa kvenna í skattamálum,
hvaða stjórnmálaskoðun, sem
þær hafa, hlýtur að vera helm-
ingaskipting eigna og tekna til
skattlagningar, án tillits til
framlags hvors hjóna, í sam-
ræmi við erfðalögin og lögin
um fjármál hjóna. Aðrar kröf-
ur stefna ekki að fullu jafn-
rétti milli hjóna og brjóta því
í bág við almenn mannréttindi
og hugsjón og takmark kven-
réttindahreyfingarinnar.
jmmarn^
Konan á myndinni ber ljósmóðurtösku, sem Barnahjálp SÞ hef-
ur látið gera. Sjóðurinn hefur útbýtt 2000 sltkum töskum
fyllfum lyfjum og ljósmóðuráhöldum til sveitaljósmæðra í lönd-
um í Asíu og Suður-Ameríku, sem vð það hafa fengið nútíma.
Iyf og áhöld til umráða l fyrsta skipti.
Almannatryggingalögin eru
einhver þýðingarmestu lög, er
alþjóð varðar. Konum ber aö
þakka, að tryggingalögin taka
tillit til misréttisins í launa-
málum með iðgjaldagreiðslum.
en vonandi þurfa þær ekki að
þiggja slikar ívilnanir til lang-
frama, enda hefur alþjóðavinnu
málaþingið 1951 samþykkt kröf
una um sömu laun fyrir vinnu
af sama verðmæti. Við samn-
ing. þessára laga hafa, aftur
á móti, þau sorglegu mistöli
átt sér stað, að framfæislu-
skylda móðurinnar og gildi
framfærslustarfa hennar hefur
gleymzt (og verst er, þegar
skattalögin og tryggmgalögin
leggjast á eitt).
Glöggt dæmi má nefna: Fjöl-
skyldubætur falla niður, er
Tryggingastofnun ríkisins reyn
ir að bæta fjölskyldunni frá-
fall annars framfærandans,
föðurins, með þvi að greiða
barnalífeyri með börnunum.
Framfærsluskylda hins fram-
færandans — móðurinnar hef-
ur aukizt en ekki minnkað við
fráfall föðursins, enda er bama
iífeyririnn aðeins lítill hluti
þess, er faðirinn lagði heimil-
inu meðan hans naut við, og
eru því f jölskyldubæturnar
teknar af móðurinni með mikl-
um órétti. Framfærsluskylda
hennar hefur gleymzt.
Til samanburðar er fróðlegt
Framhald á 6. síðu.
Rét fmdi þin og skyldur,
islenzka kona
1 24 ár höfum við konur
átt því láni að fagna að hafa
sama rétt og karlar til að
gegna hverskonar opinberum
störfum í þjóðfélaginu. Það
væri ekki úr vegi að athuga
ofurlítið hvernig við höfum not
fært okkur þann rétt, og skul-
um víð þá fyrst líta á sjálft
löggjafarþingið, þar eigum við
að þessu sinni tvó fulttrúa af
fimmtíu og tveim svo ekki er
hægt að segja að -vel sé stað-
ið á verðinum þar. Svipað
mnn vera um flestar bæjar-
stjórnir á landinu, það mun
fara lítið fyrir kvenfulltrúun-
um þar. Þá eigum við ekki
nökkurn fulltrúa í lögreglunni
og ef að ungar stúlkur kom-
ast á einhvern hátt í missætti
við lögin er um mál þejrra
fjallað af eintómum karlmönn-
um og þá oft af litum skilningi
að manni finnst, og er þar nær-
tækt dæmi frá Keflavíkurflug-
velli í vetur þegar barnungar
stúlkur voru unnvörpum lok-
aðar inni í bragga þegar amer-
íska setuliðið var búið að leiða
þær á glapstigu. Ékki hefur
heldur farið mikið fyrir hlut-
deild okkar í innflutningsmál-
unum, og hefur þó þeim mál-
um oft verið þannig komið að
mannrf Úefur dottið í hug að
skár myndi þeim stjómað ef
þar færi kvenmaður með
stjórnina. En þá er að minn-
ast á þann rétt sem við f'.estar
nötum’ og karlmennimir telja
ekki eftir okkhr, en það er
kosningarétturinn. Við fáum
allra náðarsam'.egast að kjósa
til alþingis fjórða hveri ár og
á þann hátt leggja okkar ske"f
til íhlutunar um hvernig farið
er með æðstu stjórn landsins
næstu fjögur árin. Það áð við
yfirleitt notum þennan rétt
leggur okkur þær skv’dur á
herðar að fylgjast ofuriítið með
því hvemig þmgfu'Itrúamir
fara með umboð það er við
veitum þeim með atkvæði okk-
ar við kosninga- og hvað er
að gerast i þjóðlífinu yfirleitt
á hverjum tima.
Hvernig skyldum við yf'rleitt
rækja þær sky’du” ? Eg held það
leiki varla á tveim tungum að
við rækjum þær lélega, meiri-
hluti kvenfólks segir, ef sfjcrn
mál bera á góma,- „stjómmál
koma mér ekki við, ég héfi nóg
annað áð hugsa“. Fjærri sé mér
að gera lítið úr störfum hús-
móðurinnar innan heimilisins,
á þeim vettvangi liggja áreið-
anlega mörg afrek og hetju-
dáðir sem aldrei koma fram í
dag'ijósið, en við verðum að
gera okkur grein fyrir því að
mál heimilanna og þjóðmálirt
eru ekki eins óskyld og marg-
ir virðast halda. Það er t. d.
heimilum okkar enganveginn ó-
viðkomandi þegar launin hætta'
að endast fyrir brýnustu lífs-
nauðsynjum og fyrirvinna heim
ilisins missir einn góðan veður-
dag atvinnuna.
Þó’ okkur sé yfirleitt sagt af
va’dhöfunum að nú séu „normal
tímar“ þá segir heilbrigð skyn-
semi okkur að þetta sé ekki
rétt, eðlilegt ástand hljóti aðt
vera að allir hafi nóg að bíta.
og brenna. Ef við því brjótum
þetta ástand til mergjar af
hreinskilni og heiðarleik hljót-
um við að komast að þeirri.
niðurstöðu að þetta sé afleíð-
ing þess að í undanförnum.
kosningum hafi þjóðin falið
þeim mönnum forsjá mála
sinna, sem einhvér önnur sjón-
armið setja ofar þeim að
vinna að heill alþýðunnar í.
landinu. Og hvernig í ósköp-
únum hafa slíkir menn komizt
á þing kosningar eftir kosning-
ar? Jú, þjócin hefur kosið þá;
rúmur helmingur kjósenda eru
konur. Þær ganga að kjörborð-
inu með hangandi hendi og
kjósa það sem þeim ér sagt að
Framhald á 6. síðu. ^ i