Þjóðviljinn - 08.07.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1952, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. júlí 1952 — 17. árgangur — 147. tölublað jíiokkunnn! Félagar! Gæti3 þess a3 glata ekki flokksréttiudum vegna vanskila. GreiðiS því flokks- gjöldin skilvíslega í byrjun hvers mánaðar. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 f. h. og 1—7 e. h. Stjórnin. Frystihúsin yfirfull af fiski og hætta starfsemi sinni um miðjan þiennan mánuð Við það missa mörg hundruð manns vinnu sína og hætast í atvinnuleysingjahópinn Flest frystihús í landinu eru nú að yfirfyllast af fiski og er allt í mikilli óvissu um hvort unnt reyn- ist að selja þessa framleiðslu. Mun ekki minna en um 10 þús. tonn af flökum liggjandi í frystihúsun- um eins og sakir standa. Frystihúsin hætta flest eða öll að taka á móti fiski a.m.k. úr togurunum nú um miðjan júlí, en vinnan við frystinguna hefur veitt mörg hundruð manns atvinnu í vetur og vor. Þessi fjöldi allur bætist því við atvinnuleysingjahópinn sem fyrir er. Ákvörðunin um lokun frysti- húsanna tekur að minnsta kosti til allra frystihúsa iands- ins sem eru á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að því er snertir Reykjavík munu einhverjar líkur til að Fiskiðjuver rikisins og Kirkju- sandur taki á móti fiski eitt- hvað áfram, hvað iengi sem það verður. En þessi hús eru bæði utan Sölumiðstöðvarinna r. Sölutregða og allt í óvissu um verðið. Að undanförnu héfur sölu- tregða gert vart við sig að því er frysta fiskinn snertir. Einnig munu frystihúsin óttast alvarlegt verðfall á fiskinum en það sem mestu ræður er að húsin eru yfirfull og eiga því örðugt um vik að taka á móti meira magni. Hefur mikið magn verið fryst í vetur og vor, 'bæði af bátafiski og tog- arafiski og þó einkum hinum síðarnefnda. Þetta ástand í markaðs- málunum er bein afleiðing af stefnu ríkísstjórnarinnar. Hún virðist hafa áhuga fyrir því að eyðileggja markaði en ekki að afla þeirra. Henni tókst að eyði- leggja bezta markáðinn sem Islendingar hafa fengið fyr- ir frysta fiskinn, markaðinn í Sovétríkjunum. Það öng- þveiti sem nú blasir Við í þessum málum og boðar miklum f jölda manna at- vinnuleysi til 'viðbótar við þann fjölda sem fyrir er, er óumflýjanleg afleið- ing af skemmdaíverkum ríkisstjórnarinnar og skeyt- ingarleysis hennar. Ríkis- stjórnin virðist yfirleitt ekkert gera' til þess að reyna að selja framleiðslu iandsmanna. Hún stendur uppi eins og ráðleysingi og stefnir öllu atviunulífi þjóð- arinnar í strand með að- gerðarleysi sínu og ræfil- dómi í stað þess að leit- ast við að afla markaða og bjarga framleiðslunni frá stöðvun og hruni. SLÍK RÍSISSTJÖRN ER EKKI FÆR UM AÐ FARA MEÐ STJÓRN LANDSINS. HÚN ÆTTI AÐ SJÁ SÓMA SINN I AÐ VlKJA ÁÐUR EN HÚN HEFUR SIGLT ÖLLU I STKAND. II / DANSKA STJÓRNN VIRÐIR HÓTANIR Tankskipið aiheni Savétríkjjunnm í gœr Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að virða að vettugi mikilvægur í hernaði voru sam- bann Bandaríkjastjórnar við afhendingu tankskipsins, sem Burmeister og Wain skipastöðin í Kaupmannahöfn 3*efur haft í smíðum fyrir sovétstjórnina. Hótun Banda- ríkjastjórnar um að svlipta Dani allri efnahags- og hem- aðar„hjálp“ hefur þannig ekkli horið árangur. Ríkisstjórnin sat á fundi í gær með formönnum stjórn- málaflokkanna og eftir fund- inn var gefin út tilkynning um að sovótstjórninni mundi verða afhent skipið og væru allir stöðu. I tilkynningunni var sagt að skip þetta hefði verið pantað árið 1946, þrem árum áður en lögin um stöðvun efna- hagshjálpar til landa sem létu Sovétríkjunum í té nokkurn flokkar sammála um þá af- þann varning sem talizt gæti TTM ^ ''■••1 r 1 • • r rloro atok a pingi repu- blikana sem Iiófst í »ær Flokksþing repúblikana í Bandaríkjunum hófst í gær I Chicago. Á þessu þingi verður úr því skorið, hvert forsetaefni repúblikanar bjóða fram í kosningunum í haust. Buizt er við miklum átökum á þinginu. (Berlín í gær. ^Frá fréttaritara Þjóðviljans. ( Samþykkt var áskorun til ( (fjórveldanna og annarra (þjóða heimsins, þar sem ítekið er fram, að bezta'' nausn Þýzkalandsmálanna 4 7mundi fáöt með því að halda < mú þegar fjórveldaráðstefnu, I ))og gefa þýzku þjóðinni kost ( /á því að sýna einingarv:!ja > (sinn í frjálsum kosningum,. (og leyfa henni að mvnda' (i'íkisstjórn, sem fær væri [um að gera friðarsamninga.' Kristinn. Fyrsta atriði á • dagskrá þingsins í gær var að ganga úr skugga um hvort kjörbréf allra fulltrúanna mættu teljast gild, en frá sumum ríkjum eru fleiri en ein nefnd sem telur sig rétt kjörna, og styðja þær ýmist Taft eða Eisen- hower, höfuðkeppinautana. Verður þriðjí maður fyrir valinu ? Fylgi þeirra er mjög jafnt og skiptist flokkurinn alger- lega í tvær fylkingar um þá. Er þess vegna af mörgum tal- ið, að svo geti farið, að þriðji maður verði fyrir valinu til að forða flokknum frá upplausn og klofningi. Fyrstu aðalræðuna, sem flutt verður á þinginu í dag, heldur MacArthur hershöfð- Sandgerði skilar 211. Egilsstaðir 65 Næst sí&asti dagur• Herðnm takasóknina! f gær barst forstöðunefndinni enn fjökli nýrra undirskrifta, þar á meðal 211 úr SANDGERÐI og 65 frá EGILSSTÖÐUM. I dag er næst síðasti dagur undirskriftasöfnunarinnar vegna Hæstaréttardómanna í 30. marz-málinu. Um síðustu helgi höfðu yfir 15 þúsund Islendingar undir- ritað ósk til forseta Islands um sakaruppgjöf og full mann- réttindi. En þúsundirnar þurfa að verða enn fleiri! Þess vegna er iþörf enn auk- ins liðsinnis allra þeirra, sem vilja taka þátt í lokasókninni í dag og á morgun. S jálif boðaliðar! Ath'ugið rækilega strax í dag, hverjum þið eigið enn eftir að gefa kost á að skrifa undir! Áhugamemi á vtnnustöðum og í stofnunum! Hafið þið gef ið vinnufélögum ylikar kost á að skrifa undif? Sjómenn, skrifið undir áður en þið látið úr höfn! Reykvíkingar, sem liafið ekkj fengið undirskriftalista heim, — gerið svo vel að hringja í síma 7512, 3724 eða 2537! Samstillta Iokasókn fýrir réttlætismálið í dag og á morgun! ingi, og hafa stuðningsmenn Eisenhowers mótmælt því, þar sem MacArthur styður Taft. Brezka útvarpið skýrði frá því í gær, að ályktun þingsins um utanríkismál væri talin munu styðja stefnu Trumans í einu og öllu, en stjórn hans mun gefið að sök að áliti Bandaríkjanna í umheiminum hafi farið síminnkandi síðan 1945. þykkt í Bandaríkjaþingi. Danska stjórnin teldi sig því ekki bundna af þessum lögum. Skipið þegar afhent. Skipið var þegar í gær síð- degis afhent fulltrúum sovét- stjórnarinnar og var búizt við, að það mundi halda til Sovét- ríkjanna í dag fyrir hádegi. 1 Washington var haft eftir fulltrúa utanríkisráðuneytisins að afhending skipsins mundi ekki hafa í för með sér að Bandaríkin hættu ,,hjálp- inni“ samstundis. Það mundi gera Bandaríkjunum meiri skaða en gagn, einkanlega þar sem Danmörk væri sennilega það land í Vestur-Evrópu, sem minnst hefði gert af því að senda „hernaðarlega mikil- vægar“ vörur til landanna í Austur-Evrópu. Truman tekur ákvörðunina. Truman forseti mun sjálfur taka endanlega ákvörðun um hvaða ráðstafanir skuli gera gagnvart Danmörku vegna þessa agabrots. I tilkynningunni sem sagt er frá að ofan var einnig minnzt á fimm fiskiskip sem Danir hafa lofað Pólverjum í skipt- um fyrir kol. Var sagt, að skipuð mundi nefnd sérfróðra manna til að -skera úr því hvort breyta mætti skipunum, svo að þau væri hægt að nota í hernaði. Málþóf í Panmunjom Vopnahlésviöræðurnar í Panmunjom héldu áfram í gær. Fóru þær fram á lokuöum fundi sem stóö í þrjá stundarfjórðunga. Kvisazt hefur, aö indverska stjórnin liafi snúiö sér til stjórna Bretlands og Bandaríkjanna, og boöiö þeim hjálp til að leysa deiluna um heimsendingu fanganna, en þaö er eina atriöiö sem enn hindrar að samningar takist. Selwyn Lloyd ráðherra sagði í brezka þinginu í gær, að brezka stjórnin hefði náið sam band við Bandaríkjastjórn vegna viðræðnanna í Panmun- jom, en aðspurður neitaði hann því að beint tilboð um mála- miðlun hefði komið frá ind- versku stjórninni. Enn er barizt. Bandaríska herstjómin til- kynnti að árás hefði verið gerð á stöðvar óvinanna í námunda við Panmunjom, og sprengjuárásir á marga staði í Norður-Kóreu, og í Pyongy- ang var skýrt frá því að kom- ið hefði til minni háttar átaka á nokkrum stöðum á miðvíg- stöðvunum, og hefði loftvarna- lið og orustuflugvélar alþýðu- hersins skotið niður fimm bandarískar flugvélar yfir austur- og vesturströndinni. Strachey mótmællr spreng juárásunum. John Strachey fyrrum land- varnaráðherra í stjórn brezka Verkamannaflokksins bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu stjórnmálamanna í Vestur- Evrópu, sem mótmælt 'hafa sprengjuárásum Bandaríkja- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.