Þjóðviljinn - 10.07.1952, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. júlí 1952 — 17. árgangur — 151. tölublað
IfiokkunnnS
Félagar! Gætið þess að glata
ekkl flokksréttindum vegna
vanskila. Greiðið því flokksr-
gjöldin skilvíslega í byrjun
hvers mánaðar. Skrifstofan er
opin daglega kl. 10—12 f. h. og
1—7 e. h. Stjómln.
Öffylltir söfnunarlistar drífa að
16 Eiöfn að meðaltali á hverjum lista — fsafjörður: 606
— Vífilstaðir: 95 — Nú eiga menn að Ejúka söfnuninni
eg skila listunum strax
Það var í upphaíi vitað, að undirtektir almenn-
ings undir þetta mikla réttlætismál mundu verða
góðar og glæsilegar. Nú er það óðum að sannast
með tölu þeirra nafna, sem á söfnunarlistunum eru,
en þeir drífa að úr öllum áttum. Það er tæpur
mánuður síðan nefnd sú, er forgöngu hafði í und-
irskriftamálinu, birti ávarp sitt til þjóðarinnar, en
nú er söfnun undirskriftanna að ljúka.
Nefndin biður alla þá sjálfboðaliða, sem lista
bafa undir höndum, að senda þá til sín hið fyrsta.
Þúsundir söfnunarlista eru enn þá úti, en nokkra
daga tekur að innkalla þá og á meðan er tækifæri
fyrir þá að skrifa nöfn sín, sem enn ekki hafa gert
það.
í Reykjavík hefur söfnunin
gengið vel og til nefndarinn-
ar eru komin nokkuð hundr-
uð söfnunarlistar með samtals
9000 nöfnum og hafa að með-
altali verið um 16 nöfn á
hverjum skiluðum lista. Fleiri
hundruð listar eru enn í gangi
í Reykjavík og er nú nefndin
að auglýsa eftir þeim. ,
Einstakir sjálfboðaliðar hafa
gengið sérlega vel fram í söfn-
uninni og í gærkvöldi bárust
spurnir af tveimur mönnum,
sem hvor um sig hafði safnað
um '300 nöfnum.
Nú er um að gera, að þeir
sem með lista eru, Ijúki söfn-
un sinni og sendi útfylltu list-
ana til nefndarinnar hið fyrsta.
Utan Reykjavíkur hefur söfn
unin farið fram úr öllum von-
um. Þeir sem lista fengu eru
Óöum að senda þá útfyllta og
með flestum þeirra er bréf
sem í eru kveðjur og óskir
um góðan árangur. Þess erú
dæmi, að 90% þorpsbúa hafa
skrifað undir.
"N
Næstu daga verða tölur birt-
ar, sem sýna árangur söfnun-
arinnar á liverjum stað.
★ Símar söfnunarinnar eru:
7512, 3724, 2537.
★ Pósthólf söfnunarinnar er
792. Utanáskrift: Sakar-
upPftjöf, pósthólf 792,
Reykjavík.
★ Allir þeir, sem vilja hjálpa
forstöðunefndinni til að
standa straum af óhjá-
kvæmiiegum kostnaði við
söfnunina, eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við
nefndarmenn eða koma
framlögum sínum á fram-
færi á áðurnefnda staði.
Hervæðing Vestur-Þýzka-
lands fyrir Bonnþingi
Sósíaldemokratar lýsa yíir andstöðu sinni
í gær voru samningar Adenauerstjórnarinnar við vesturveld-
in um hervæðingu Þýzkalands og þátttöku þess í hinum svo-
nefnda „Evrópuher“ Iagðir fyrir neðri deild (Bundestag) þings-
ins í Bonn.
I gær hófst ráðstefna einingarflokks sósíalista í Beriín og
héit Walter Ulbricht formaður fiokksins aðalræðuna.
I ræðu sinni sagði Ulbrieht,
að hlutverk ráðstefnunnar væri
að stuðla að því að krafan um
sameiningu Þýzkalands næði
fram að ganga. Hann lýsti yf-
ir einbeittum vilja allra íbúa
Austur-Þýzkalands til að
standa á verði um heill þýzku
þjóðarinnar.
Engin endanleg ákvörðun
f.vrr en í liaust.
Umræðunni um hervæðingu
Þýzkalands, sem hófst í gær,
verður lokið í dag. Er það
fyrsta umræðan um málið, en
éndanlega verður ekki gengið
frá því fyrr en í september er
þingið í Bonn kemur saman
aftur eftir sumarleyfið.
Adenauer hélt ræðu í þing-
inu í gær og lagði á það ríka
áherzlu, að ef samningarnir
við vesturveldin fengju ekki
samþykki þingsins mundi
stefna þeirra í Þýzkalands-
málunum biða algeran ósígur.
Sósíaidemokratar
mótmæla.
Carlo Scþmidt leiðtogi sósíal
demokrata á Bonnþingi lýsti
yfir eindreginni andstöðu
þeirra gegn samningunum.
Hann sagði að framtíð þýzku
þjóðarinnar og allrar Evrópu
mundi stefnt í voða, e€ geng-
ið yrði frá þessum samning-
um áður en þrautreynt væri,
hvort takast mætti að ná sam-
komulagi um sameiningu
Þýzkalands.
Malik beitir neit-
unarvaldi
Malik fulltrúi Sovétrikjanna
í öryggisráðinu beitti í gær
neitunarvaldi sínu til að hindra
lögmæta samþykkt tillögu
Bandaríkjanna um að stimpla
ákærur Kína og Norður-Kóreu
um sýklahernað uppspuna frá
rótum. Malik hefur lýst yfir
því að hann álíti öryggisráðið
ekki fært til að gera ályktun
um þetta mál að málsaðilum
fjarstöddum, en hvorki Kina
né Norður-Kóreu hefur verið
leyft að mæta á fundum ör-
yggisráðsins. Tillagan var að
öðru leyti samþykkt með 9
atkvæðum, en eitt land, Pakist-
an sat hjá.
Ofan á Iokun frystihúsanna:
SaltflskframleiSslan
einnig að sföðvast!
Sölusamband ísienzkra fiskframieiðenda birti í út-
varpinu í gærkvöld aðvörun til alira saitfiskverkunar-
stöðva um að taka ekki á móti meira magni til verkun-
ar og sölu en þegar hefur borizt á Iand, vegna sölu-
tregðu á saltfiski.
Þessi tilkynning S.Í.F. hlýtur að \ekja niikia athygli
og óhug meðal alls almennings. Eins og Þjóðviljinn
skýrði frá í fyrradag er iokun frystihúsanna þegar á-
kveðin og mun húu koma til framkvæmda þegar á
mánudag. Eftir aðvörun S.Í.F. virðist útilokað að nolik-
ur fiskur verði lagður hér á iand í sumar, H\rORT
HELDUR ER TIL VERKUNAR í HRAÐFRY STI-
HtJSUM EÐA SALTFISKVERKUNARSTÖÐVUNUM.
Boðar þetta stórlega vaxandi atvinnuleysi og sýnir ,í
hvert óefni öll stefna ríkisstjórnarinnar og viðskipta-
pólitík hennar er að leiða alia framleiðsiu og lífsaf-
komumöguleika þjóðarinnar.
Slltnar uppúr samningum í Panmunjom
Bandaríkjamenn taldir hafna allri málamiðlun
Allan Winnington fréttaritari Londonarblaösins Daily
Worker í Panmunjom skýrir frá því, að taliö sé þar, aö
Bandaríkjamenn muni ófúsir til allra samninga. Kemur
þetta heim viö það sem sagt var í blaöinu í gær eftir
útvarpinu í Peking, aö Bandaríkjamemn hafi hafnaö
málamiðlunartillögum Noröur-Kóreumanna.
Winnington segir, að nú eft-
ir fjórða lokaða fund samn-
inganefndanna um málamiðlun-
artillögur norðanmanna séu
líkurnar að samkomulag náist
engu meiri en áður en fund-
irnir hófust, og hafi horfurn-
ar á samkomulagi sjaldan ver-
ið verri í það ár sem samn-
ingarnir hafa nú staðið. Við-
horfið sé svipað og í apríl
s.l., þegar lá við að algerlega
slitnaði upp úr þeim. Banda-
ríkjamenn virðast staðráðnir í
því áð hafna sérhverju boði,
sem norðanmenn gera til að
leysa deiluna.
Allir Kínverjar fluttir
frá Koje.
Allir kinverskir hermenn
sem fangar voru á Kojeeyju
hafa verið fluttir þaðan,, í ör-
yggisskyni”, tilkynnir banda-
ríska herstjórnin. Hún hefur
einnig skýrt frá því að í síð-
Go home,
Ridgway!
Ridgway hershöfðingi kom í
gærmorgun til London á eftir-
litsferð sinni til bandarísku
leppríkjanna í Evrópu.
Þegar hann steig út úr flug-
vól sinni dreif að honum hóp-
ur manna og hrópaði þau orð
sem hann hefur fengið að
heyra hvarvetna á ferðalagi
sínu um höfuðstaði Evrópu:
Go home, Ridgway!
ustu viku hafi 28 fangar flúið
úr fangabúðunum, en 2 verið
skotnir ,,á flótta“. Það orða-
lag er ekki nýtt af nálinni.
En það er einmitt um þessa
fanga, sem deilt er nú í Pan-
munjom. Bandaríkjamenn
halda því fram, að þeir vilji
ekki hverfa heim til fóstur-
lands síns og neita því að
senda þá heim, þvert ofan í
Genfarsamþykktina um með-
ferð stríðsfanga sem mælir
skýlaust fyrir um að allir her-
fangar skuli sendir til heim-
kynna sinna.
Nehrú ítrekar mótmæli
Nehrú forstætisráðherra Ind-
lands hefur ítrekað mótmæii
sín gegn sprengjuárásunum á
orkuverin við
Yalúfljót, og
varað jafn-
framt viS. því
að Bandaríkja-
menn mundu
halda slíkum
stríðsögrunum
áfram: „Það er
furðulegt",
sagði hann, „að
lagt var í jafn
r. KUbrv - hættulega að-
gerð og árásin á orkuverin
við Yalufljót var, á meðan
reynt er til hins ítrasta að
komast að samkomulagi í Pan-
munjom um vopnahlé. Það hlýt
ur að hvarfla að manni, að
nýjar slíkar ráðstafanir af
hálfu SÞ geti haft í för með
sér að Kína dragist inn í styrj-
öldina og það getur á hinn
bóginn hæglega leitt til heims-
styrjaldar".
Skrípaleikur í Chlcago
Allt er í uppnámi á flokksþingi rebúblikana í Chicago. Enn
hefur ekki náðst samkomulag um þá fulltrúa sem vafi leikur
á að hafi rótt til að sitja þingið. Hvað eftir annað hefur komið
til handalögmála milli þingmanna.
Bandaríska útvarpið sagði í
gær, að svo virtist sem Taft
hefði þokað til baka, en Eisen-
hower staðið í stað í . kapp-
hlaupinu. Hins vegar hefðu lík-
ur aukizt á því að þriðji mað-
ur yrði fyrir valinu. En enn
gæti enginn og reyndi enginn
að segja fyrir um hvernig færi.
Þó að þingið hafi nú staðið
í þrjá daga er enn ekki lokið
að ganga frá kjörbréfum full-
trúanna. I gær úrskurðaði
kjörgengisnefnd þingsins sam-
hljóða að Eisenhower skyidi
eiga 13 af 16 fulitrúum frá
Lousiana, en hann hafði áður
haft 2.
Það fer ekki hjá því, að
mönnum sem kunnugir eru
lýðræðisfyrirkomulagi í kosn-
ingum og fulltrúavaii, þyki
fréttirnar sem berast af þessu
þingi annars aðalflokksins í
háborg lýðræðisins furðulegar,
en því veldur ókunnugleiki
þeirra á bandarískum stjórn-
málum. Þing bandarísku f'okk-
anna eru líkust cirkusum og
þetta þing repúblikana er eng-
in undantekning.