Þjóðviljinn - 10.07.1952, Blaðsíða 6
6)
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 10. júlí 1952
! <■
Framhald af 3. síðu.
framt menningar alls mann-
kynsins.
— að stofna til baráttu, sem
miðar að því að fordæma og
takmarka áhrif allra skaðlegra
biaða, myndabóka og slæmra
kvikrnynda. Krefjast strargrar
reglugerðar um útgáfu og sölu
slíkrar framleiðslu, þó með
fullri virðingu fyrir prent- og
skoðanafrelsi.
— að stofna þjóða.r- og al-
þjóðanefndir, þar sem sæti eigi
menn úr öllum stéttum þjóðfé-
lagsins og fari þessar nefndir
með eftirfarandi málefni:
a) Barátta gegn þeim bók-
menntum, kvikmyndum og dag-
skrám útvarps og sjónvarps,
sem skaðleg eru.
b) Barátta gegn allri kennslu
sem miðar að styrjaldarhug-
leiðingum, gegn öllum myndum
þjóðarrembings og kynþátta-
haturs, ásamt misnotkun truar-
legra tilfinninga í stjórnmála-
og hernaðartilgangi
e) Hvatning verklegra fram-
kvæmda, stofnunar útgáfufyr-
irtækja og bókasafna fyrir
bömin, útgáfu góðra blaða,
'kvikmynda, dagskrár útvarps
og sjónvarps, og styrkja allar
slíkar framkvæmdir, svo sem
íbyggingar íþróttavalla og
stofnanir æskulýðsheimila, sem
fær eru um að láta börnum og
únglingum í té heilbrigðar
skemmtanir í frístundum
þeirra.
— að setja á fót stofnanir,
til að leiðbeina bömum og ung-
lingum í störfum utan skólans.
Þessi störf eiga að gefa þeim
tækifæri til að þroska manr.-
gildi sitt og auka skilínáng
þeirra á bræðralagi meðal þjóða
og hvetja til friðarlegs sam-
bands meðal æskulýðs ýmissa
landa.
—- að leitast því við á allan
■hátt, að ríkisstjómir auki tals-
vert fjárframlög sín til menn-
ingar í stað hemaðar.
— áð leita til rithöfunda,
skálda, leikara, hljómlistar-
inanna og allra annarra lista-
manna til að sameinast í bar-
áttu gegn afturför hugarfars
æskulýðsins og hvetja þá til
að skapa verk, sem bætt geti
siðferðis- og menningarstig
bama og unglinga, til vemdar
friði og hamingju mannkynsins.
SéESundfímar kvenna
Framhald af 3. síðu.
ekki fáanlegir fyrir minna en
á annað hundrað krónur og
hörgull á stórum númemm. —
Hægt er að sauma sér sundholi
og munuin við birta bráclega
snið og leiðbeiningu til hús-
mæðra og ' annarra um þetta
efni.
Vonandi fara sérsundtímar
kvenna að komast á einnig i
Sundlaugum Reykjavíkur. Heil-
brigði og lífsþróttur er sam-
faíra iðkun sunds, útilofts og
sólafí Njótið sumarsins meðan
það ér — áður en varir er
)>áð liðið.
Eagnheiður E Möller
Bergþéra EDavíðsdótfi?
Framhald af 5. síðu.
þrjú, Þorgeir, 18 ára; Maríu
Halldóru, 11 ára, og Davíð
Bjöm sem dó á 2. ári.
Bergþóra andaðist 4. júlí sl.
að hejmili sínu, Drápuhlíð 28.
Síðustu baráttu sína háði hún
með slíku þreki og hugarró .að
fiirðu sætti. Henni.var þó ljóst
hvert stefndi í þcirri baráttu
en hún æðraðist- .aldrei-. H-in
gáfaða kona vissi að enginn má
sköpum rerina.
Bergþóra verður jarðsungin
í dág frá Fossvogskirkju.
' v £ — • •• T'þ II-
205. DAGUR
Og af því að Títus Alden var mikilvægt vitni, sem bæði
þurfti að þekkja lík Róbertu, innihald töskunnar, sem geymd
var í Gun Lodge og losa um málbeinið á póstinum, skipaði
hann honum að skipta um föt og fylgjast með sér og gaf
bonum jafnframt loforð um að hann mætti fara heim til sín
daginn eftir.
Hann varaði frú Alden við að tala um þetta við nokkura
mann og fór síðan til pósthússins til að hafa tal af bréfberan-
um. Og hann gaf þær upplýsingar í áheyrn Títusar, sem stóð
eins og múmia við hlið saksóknarans, að hann hefði tekið
fiölda bréfa, tólf eða fimmtán, frá Róbertu og utanáskriftin
á þeim öllum hafði verið — við skulum sjá —- Clyde Griffiths
— poste restante. Saksóknarinn lét skrifa upp vitnisburð hans
hjá fógetanum á staðnum, hringdi síðan til skrifstofu sinnar
cg fékk þær upplýsingar, að búið væri að flytja lík Róbertu
til Bridgeburg, og síðan ólc hann þangað eins hratt og lögin
leyfðu. Þegar þangað kom fóm þeir að líta á líkið, hann
ejálfur, Títus, Burton Ðurleigh, Heit og Earl Newcomb og
Títus starði eins og sturlaður maður á andlitsdrætti afkvæmis
síns.
Og um kvöldið klufckan tíu, þegar sjálf líkskoður.in átti sér
stað í móttökusalnum hjá Lutz bræðrunum, sem önnuðust
jarðarfarir, féll Títus Alden á kné við lík dóttur sinnar, lyfti
fíngerðum, köldum höndum hennar upp að vömm sér og
starði eins og í leiðslu á líkbleikt andlit hennar, umkringt síðu,
brúnu hári, og það var býsna erfitt fyrir þá sem viðstaddir
vom að taka hlutlausa afstöðu. Augu iþeirra allra vom tárvot.
Og nú gerði Títus Alden málið enn áhrifameira. Meðan Lutz
bræðumir, vinir þeirra þrír, Everett Beeker fulltrúí blaðsins
Eepublican í Bridgeburg og Sam Tacksun, ritstjóri Democrat
störðu lotningarfullir á hann yfir höfuðin hver á öðrum, reis
Títus skyndilega á fætur, gekk í áttina til Masons og hrópaði
ofsalega: „Ég vil að þér finnið þorparann sem’framdi þetta
illvirki, herra saksóknari. Ég vil að hann fái að þjást eina
og þessi góða, hreinlynda stúlka varð að þjást. Hún hefur
verið myrt — það er áreiðanlegt. Enginn nema morðingi hefði
farið með stúlku út á vatn og lamið hana á þennan hátt.“ Hann
benti í áttina til látnu stúlkunnar. „Ég á enga peninga til að
setja til höfuðs þessa glæpamanns. En ég skal vinna baki
brotnu. Ég skal selja jörðina mína.“ ^
Röddin brast og hann virtist í þann veginn að detta þegar
hann sneri sér aftur að Róbertu. Og Orville Mason, sem var
djúpt snortinn yfir örvílnun og hefndarþorsta föðurins, gekk
i áttina til hans og sagði: „Komið nú, herra Alden. Við vitum
að þetta er dóttir yðar. Ég skal kalla alla til vitnis um að
líkið hefur þeklczt. Og ef það sannast að litla stúlkan yðar
befur verið myrt, éins og riú virðist líklegast, þá lofa ég yður
þvi, herra Alden, sem saksóknari, að ég skal hvorki spara
tíma, fé né fyrirhöfn til að reyna að finna þennan þorpara og
sjá um að hann fái sinn dóhi. Og þér þurfið ekki að selja jörð-
ina yðar.“
Mason var í mikilli geðshræringu og eftir því mælskur.
Og annar Lutz bræðranna —• Ed -— sem oft vann í þjónustu
fógetans, sagði hrifinn: „Þetta líkar mér, Orville. Svona vilj-
um við að saksóknarinn sé,“ Og Everett Beéker hrópaði:
„Sparið ekki kraftana, herra Mason. Við stöndum allir með
ýður sem einn maður.“ Fred Heit og aðstoðarmaður hans vora
einnig mjög hrifnir af framkomu Masons og gengu nær honum,
Heit tók í hönd vinar síns og Earl sagði: „Gangi yður vel,
herra Mason. Við gerum allt sem við getum; það getið þér
rcitt yður á. Og taskan sem skilin var eftir við Gun Lodge
er komin á skrifstofirna hjá yður. Ég afhenti Burton hana
fy.rir tvcim timum.“
„Ágætt. Ég var næstum búinn að gleyma henni,“ sagði
Máson rólega óg stillilega.
FIMMTI KAFLI
Meðan hann var á leið til skrifstofu sinnar ásamt Alden og
aðstoðarmönnum sínum, var hann að velta fyrir sér orsökinni
til þessa glæps. Og vegna þess sem liann fór á mís við í kyn-
ferðismálum sem unglingur, snerist hugur hans mest um það
atriði. Hann hugsaði um fegurð og yndisþokka Róbertu, fátækt
hennar og strangt uppeldi, og hann sannfærðist smám saman
um að þessi maður, hver sem hann var, hefði tælt hana, orðið
leiður á henni og tekið þann kost að losna við hana á þennan
hátt "-^toéð ‘geiri'íhþúðkaupsférð til Big Bittem. Og hann- fyllt-
ist ó|^jorn!e^u hgþn á þessum manni. Þessj hábölvaða auðstétt!
Þessir ónii.jimgar!.: %nssi lostafulla og eýðslusama auðstétt —■
sem Clyde Griffiths var fulltrúi fyrir. Ef hann' aðeins gæti
-ó'4 f" • i . v; ú
.Sfcysos&ft .05 . ..: ::r; ',0 X)
Um leið datt honum í hug, að vegna þess að stúlkan hafði
lifað með þessum manni á þennan hátt, þá gæti verið að hún
væri barnshafandi. Og þessi grunur vakti forvitni hans um
þetta ástasamband sem hafði endað á þennan hátt — og hann
vildi fá skorið úr því, hvort þessi grunur hefði við nokkuð
að styðjast. Og hann fór að velta fyrir sér, hvaða láskni hann
gæti fengið til að annast rannsóknina — ef hann fengi engan í
Bridgeburg þá í Utica eða Albany.
Hann var svo heppinn að í innihaldi töskunnar fann hann
mikilvægt sönnunargagn. Auk kjólanna og háttanna, sem
Róberta hafði saumað, undirfata hennar, rauðra silldsokka-
banda, sem hún hafði keypt hjá Braunstein í Lycurgus, var
burstasettið sem Clyde hafði gefið henni í jólagjöf síðast liðin
jól. Og hjá því lá lítið, látlaust bréfspjald, sem Clyde hafði
skrifað á: „Til Bertu frá Clyde — Gleðileg jól.“ En þar stóð
ekkert ættamafn. Og skriftin var ógreinileg, því að þegar
Clyde hafði skrifað á kortið hafði liann verið með hugann
annarsstaðar.
Um leið datt Mason í hug að það væri kynlegt að morð-
inginn skyldi ekki vita að iþetta burstasett og kortið var í tösic-
unni. En þarna var iþað og hann liafði ekki fjarlægt kortið, og
var það þá ekki ólíklegt að þessi Clyde væri morðinginn?
Væri það ekki fynsta hugsun manns, sem undirbyggi morð að
fjarlægja spjald með etoni eigin rithönd? Hvers konar glæpa-
maður var þetta eigtolega? Og næstum samtímis datt honum
annað í hug: Ef hann gæti falið þetta kort þangað til málið
kom fyrir rétt og legði það svo óvænt fram, ef glæpamaðurinii
afneitaði öllu sambandi við stúikuna og neitaði þvi að hafa
gefið henni burstasett. Og þess vegna tók hann spjaldið og
stakk því í vasa ston, en áður var Earl Newcomb búinn að
virða það vandlega fyrir sér og segja: „Herra Mason, ég held
—oOo— — oOo —oOo— ■ -oOo- .* ■1 oOo » oOo "■ •* ■ oOo**-
BARNASAGHN
Töfrahesturinn
30. DAGUR
hennar. Sat hún grátandi og söng vísur nokkrar,
er lýstu harmi hennar og örvæntingu út aí því að
hún var um eilífð skilin frá uimusta sínum, er hún
elskaði svo innilega. Viknaði Fírus, er hann sá
hana svo aumkvunarlega á sig komna, og burfti
bá ekki liósari einkenni til að sjá það, að veikindi
hennar voru uppgerð, og að henni gekk ekkert
annað til en ást á honum, til þess að leggja á sig
slíka þvingun. Gekk ;hann nú frá fylgsni sínu o(|
sagði soldáni, að meinsemd kóngsdóttur væri ekki
ólæknandi, en ef hann ætti að lækna hana, þá yrði
hann að tala við hana í einrúmi; og þar sem hún
befði fenaið vitleysisköst, þegar hún sá hina lækn-
ana, þá kvaðst hann vera góðrar vonar um, að hún
mundi taka sér betur.
c’-"’• •. ■_ \s ■ . • ..g . ijs ■ / - • • ý A' ■
Soldán lét nú ljúka upp herbergisdyram kóngs-
dóttur fyrir Fírusi; gekk Fírus inn, og hélt hún
vegna búningsins, að hann mundi vera læknir;
spratt hún upp og óð á hann með heitingum og
fáryrðum. En hann gaf því engan gaum, heldur
færði hann sig svo nálægt henni að enginn gat
heyrt mál hans, riema hún ein.
,,Kóngsdóttir!" sagðí hann, „ég er ekki læknir.
Blessuð, fyrir alla muni kannastu við mig — ég
er persneski kóngssonurinn; ég er kominn til ao
frelsa þia."
Kóngsdóttir sefaðist, er hún heyrði málróm hans
og bar kennsl á yfirbragð hans, þrátt íyrir skeggið
síða, er torkenndi hann; brá þá gleðigeislum yfir.
ásjónu hennar, eins og títt er, þegar innilegustu
óskir vorar rætast yfir von fram. Kom fögnuðurinn
henni svo óvart, að hún var langa stund orðlaus;
sagði Fírus hennl þá, hversu hann háfði orðið ör-
væntingarfullur, þegar Indverjinn nam hana burt
upp í opið geðið á honum; hefði hann þá ráðið
af, að segja skilið við allt og fara að leita hennar.