Þjóðviljinn - 09.08.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.08.1952, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. ágúst 1952 — 17. árgangur — 176. tölublað SÖSIALISTAR! □ MUNIÐ áskrifendasöfnunina að ,,Rétti“ vegna fimmtíu ára afmælis Einars Olgeirssonar, n.' k. fimmtudag. □ TEKIÐ á móti pöntunum á aðgöngumiðum að afmælishóf- •inu í skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur, sími 7511. ríkjanna farin út um þúfur LandvarnaráSherra Bandarikjanna segir að semja verSi nýja áœtlun Hermálaráðherra Bandaríkjanna Frank Pace er nú í Frakklandi til að kanna lið sitt og hefur átt viðræður við franska landvamaráðherrann René Pleven um ágreininginn sem kominn er upp milli frönsku og bandarísku stjórnarinnar um hervæð- inguna, en talið er, að þessi ágreiningur muni hafa í för með sér að franska þjóðþingið neiti að stað- festa samningana um hervæðingu Þýzkalands, sem er einn höfuðþáttur áforma Bandaríkjastjórnar um .„Evrópuherinn".. 1 viðtali við bandarísku fréttastofuna AP neitaði Pace að ræða ágreiningsmálin, en sagði, að hann myndi kynna sór hervæðingaráform Frakka, svo að hann gæti gert sér grein fyrir hvemig Frakkar væru viðbúnir ef ,,í nauðirnar ræki“. Hann vildi heldur ekki segja neitt um hvort þær fréttir væru sannar, sem síðustu daga hafa borizt ym að fyrirhugað væri að draga úr hervæðingar- áformum Atlantshafsbandalags ins alls. „Ég get ekki eins og stendur lagt neinn dóm á mál- in“, sagði hann. Fyrirætlunum kollvarpað Það virðist þó enginn vafi á því, að efnahafserfiðleikarnir sem allar þjóðir Vestur-Evrópu hafa við að stríða muni koll- varpa þeim fyrirætlunum sem í gærkvöld barst su frétt frá Washington að Lovett landvarnaráðherra Bandaríkjanna liefði sagt að vegna eínahagserfið- leika Vestur-Evrói>u mundi ckki verða hægt að framkvæma hervæð- ingaráform Atlantsríkj- anna. Það yröi því að leggja nýja áætlun og yrði það gert á ráðstefnu utanríkisráðherra Atlants ríkjanna í september. gerðar voru í Lissabon í vor af atlantsráðinu. Á sunnudag- inn var skrifaði hið kunna bandaríska blað Nev/ York Herald Tribune í forustugrein: „Sú frétt sem borizt hefur frá Washington um að banda- rískir embættismenn hafi gefið upp alla von um að þeim tak- Kjarnorkusprengja Breta SKIP sem munu sigla með- fram norðvesturströnd Ástra- líu eru vöruð við því að koma of nálægt ströndinni frá því í dag þar til öðru vísi verður ákveðið, og er ástæðan kjarn- orkutilraunir Breta. Enn er ekki vitað hvenær Eretar framkvæma fyrstu kjarnorkusprengingu sína en búizt er við að það verði ein- hvern næstu daga. LOVETT mörkum sem gert var ráð fyrir í Lissabon muni náð, er ekki til þess fallin að vckja bjart- sýni. Fregnir frá London herma, að þótt það muni tak- ast að uppfylla áætlunina fyrir árið 1952, muni hervæðingin árin 1953 og 1954 verða miklu minni en til var ætlazt. Frakk- 'land, England og ítalía eiga við mjög mikla og örlagaríka erfið- leika að etja á sviði efnahags; í öðrum löndum hefur hervæð- ingin ekki aukizt með bættum efnahagi. Framkvæmd áform anna mótast alls staðar af ■þeirri skynvillu að þar sem stríð sé ekki á næstu grösum, þurfi ekki að flýta sér með framkvæmd þeirra áforma sem koma eiga í veg fyrir það.“ Blaðið hótar síðan leppríkj- unum í Evrópu: „Viðbragð Bandaríkjanna við þessu á- standi mun að öllum líkindum koma sér illa. fyrir Evrópu“, en það verður þó að viðurkenna, að „Evrópumenn geta með réttu gagnrýnt Bandaríkin fyrir þær tafir sem orðið hafa á af- hendingu bandarískra vopna.“ „Tekin til endur.skoðunar“ Við þá frétt blaðsins að Bandríkjamenn hafi gefið upp vonir um að takmörk Lissa bonfundarins náist, má bæta því að bandaríska fréttastofan T.JP segir í skeyti frá London, að atlantsrá'ðið hafi ,,í kyrr- þey“ ákveðið að gefast upp við framkvæmd Lissabonáætlunar- innar og munu hervæðingará- form atlantsb’akkarinnar verða „tekin til endurskoðunar með niðurskurð fyrir augum“ 'á fundi ráðsins í París í haust, en tilkynnt var i London í gær Framhald á 5. síðu. „LINNUM EKKI FYRR EN BRETAR ERU ALLIR Á BRAUT“ í fréttum frá Kairó 1 gær var sagt frá því, um hvað bréf Mústafa Nahas, höfuöleiötoga Wafdistaflokksins, sem hann ssndi Aly Maher forsætisráöherra í fyrradag, hefði fjallaö. í því var ítrekuð sú stefnu- yfirlýsing flokksins -þegar Na- íransstjórn vill semja ó grund- velli þjóðnýtingar Setur fram skilyrði i orð- sendingu til Bretastjórnar Það var tilkynnt í London í gær, að íranska stjórnin hefði boðizt til að taka upp samninga að nýju við ensk- íranska olíufélagið um lausn deilunnar, en hún tekur það iskýrt fram, að lausn deilunnar fáist aðeins á grund- velli þjóðnýtingarlaga hennar, og það eitt sé samnings- atríði, hve miklar skaðabætur olíulélagiö skuli fá. í orðsendingunni, sem er send til brezku stjórnarinnar, höfuðhluthafa í olíufélaginu, er sagt að eftir úrskurð al- þjóðadómstólsins í Haag, geti olíufélagið ekki rekið mál sitt nema fyrir írönskum dómstól- um og sú leið sé félaginu op- in, ef það vill ekki leita samn- inga um skaðabætur við ír- önsku stjórnina. I orðsendingtmm er einnig tekið fram, að íranska þjóð- in hafi orðið fyrir þunguni búsifjum af aðgerðum fé- lagsins og brez.ku stjórnar- innar, síðan olíunámurnar voru þjóðnýttar og verði að meta þær til íjár og draga síðan frá þeim skaðabótum, sem samkoinulag kynni að verða um. franska stjórnin setur það ennfremur sem skilyrði fyrir aflétti þegar þeim Isömlum sem hún hefur sett á olíuflutn- inga frá fran, en hún hefur hindrað alla sölu olíu frá íran, síðan þjóðnýtingin var fram kvæmd. Það tjón sem hún hef- ur valdið íranska rikinu með þessum hömlum, telur íranska stjórnin einnig að draga eigi frá skaðabótum. Hún fer þess á leit við brezku stjórnina, að þegar í stað verði skipaðir samningamenn til við- ræðna um deilumálið. Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins sagði í gær, að brezka stjórnin mundi að sjálf- sögðu íhuga þessa orðsendingu rækilega, en skilyrðin, sem ír- ansstjórn setti væru þess eðlis að ekki mætti búast við skjótri afgreiðslu málsins frá hálfu brezku stjórnarinnar. Það mundi að öllum líkindum líða nokkrar vikur áður en orðsend- samningum, að brezka stjórnin ingunni yrði svarað. has var forsætisráðherra, að- flokkurinn mundi ekki linna. baráttunni fyrr en síðasti brezki hermaðurinn væri á braut af egypzkri grund og Súdanhérað að öllu lagt und- ir Egyptaland. Semur Aly Malier við Breta. Tilefni þessa bréfs Nalias er sú skoðun Aly Mahers. sem hann hefur oft látið í ljós, að Egyptaiahdi sé »f: naiiðsyn á góðu samkomulagi yið umheiminn, og það er nú talið, að ætlún Ály Mahers sé áð semja við Breta og Banda ríkjamenn um þátttöku Egyptalands í hinu svonefnda Aly Maher varnarbanda- lagi við botn Miðjarðarhafs, sem nú er undirbúin stofnun. á. Eftirlit um. með stjórnmálaflokk- Ta’.smaður egypzku stjórnar- innar sagði í gær, að hún at- hugaði nú möguleika á löggjöf um eftirlit með stjórnmála- flokkum. Hann sagði, að sú fjármáiaspilling sem gerði vart við sig innan flokkanna gerði slíka löggjöf nauðsynlega. Miklar deilur eru nú sagðar innan Wafdistaflokksins og fylg ir það fréttinni, að háværar raddir séu uppi í flokknum um að hreinsa þurfi til meðal leið- toga hans. Allsherjarverkfall gegn her- í Belgíu í dag Spaak: Verkfallið er uppreisn verkalýSsins gegn hervœðingu afturhaldsins Eins og sagt hefur veriö’ aður hér í blaöinu, hefur alls- herjarverkfall veriö boöaö í Belgíu i dag í því skyni „aö knýja ríkisstjórnina til aö fara aö vilja þjóöarinnar“, eins og segir í verkfallsboöun hins sósíaldemókratíska verka- lýössambands, og stytta herskyldutímann. MiÖstjórnir flokka kommúnista og sósíaldemókrata hafa báöar gefiö út yfirlýsingar, þar sem verkfallsmönnum er heitinn full- ur stuöningur. Höfuöleiðtogi belgískra sósíaldemókrata, fyrrv. ut- apríkisráöherra Spaak hef- ur á fundi í Liege sagt, að verkfalliö beri aö skilja sem „uppreisn belgískrar verka- lýðsstéttar gegn tveggja ára herskyldu“. f boðsbréfi vérkalýðssam- bandsing um allsherjaverkfall- ið er jafnframt boðað, að not- uð verði öll önnur „tiltæk ráð“ til að knýja fram kröfuna um styttingu herskyldutímans. Spaak sagði, að belgískir sósíaldemókratar væru ekki andvígir hervæðingu Vestur- Evrópu, en „það væri ekki sannað að tveggja ára her- skyldutími væri knýjandi nauð- syn“. Lenging herskyldunnar hefði verið framkvæmd af aft- urhaldstjórn katólski’a í því skyni að afla henni vinsælda í útlandinu á ódýran hátt, — og þar á Spaak auðvitað við Bandaríkin. f yfirlýsingu sósíaldemó- krataflokksins segist hann „samþykkja og stýðja kröfu FGTB (verkalýðssambandsins) og skorar á öll samtök verka- manna að gera verkfallsdag- inn 9. ágúst dag almennra mótmæla í öllu landinu". í yfir- lýsingu miðstjórnar kommún- istaflokksins er einnig skorað á veikalýð landsins ao knýja kröfuna fram með samtaka- mætti sínum og lögð áherzla á ,,að flokkurinn sé jafnan reiðu- búinn til að styðja séihverja aðgerð sem miðar að styttingu herskyldutímans". Á mánudaginn voru um Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.