Þjóðviljinn - 09.08.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. ágúst 1952---ÞJÓÐVILJINN — (3 . I \M>SLAG OO GífÓtíUí? I BRKTLANDI ' Ég veit ekki, hvort menn hafa almennt gert sér grein fyrir, áð Stóra-'Bretland er alls ekki mjög stórt iand og 'hefur lengstum verið talið engu merk- ara en önnur lönd. Það mun vera hér um bil helmingi stærra en ísland, byggt úr grjóti og kalksteini með moldarlagi efst andstætt þvi, að heima hefur skaparinn stundum ruglazt í byggingarlistinni og hlaðið margra metra þykku grjótlagi ofán á gróðurmoldina, hindrað þannig uppbiástur að visu, en kæft allan gróður. Hér eru engir sandar, engar auðnir, heldur er landið þakið gróðri frá flæðarmáli til fjállstihda, því að það finnast fjöll hér í Bretlandi, einkum norðan til. Þar eru fjöll um 6000 fet á BJÖRN ÞORSTEINSSON, SAGNFRÆÐINGUR: Meðal Engilsaxa brá, en óþarflega mikið af brenninetlum og þistlum. TUNGUMAL I Bretlandi eru töluð mörg tungumál, en welska og enska eru merkust. Welska þýöir út- lenzka og hún er svo óskiljan- legt mál, að um það bil helm- ingur kumra. skilur varla orðið baun í tungu feðra sinna. Hér á íslandi eru menn almennt svo hæð eða. hærri en Snæfells- jökull, en þó festir þar ekki srijó nema rétt um háveturinn. Þessi fjöll minna mig helzt á Búrfellin okkar heima eða fjöll- in við Mosfellsdalinn, þvi aö það eru sjaldnast neinir tind- ar á þeim. Um mitt England setja einskonar kögunarhólar frá Ingólfsfjalli svip sinn á la.ndslagið. Þetta er uppgröft- ur úr kölanámum. I austan- verðu Englandi, Austur-Angliu, er viða. svo flatlent, að þar- lendum mönnum veitist enn í dag örðugt að trúa því, að jörðin sé hnöttur. I Bretlandi flæða ekki ár með fossum og boiaföllum til hafs eins og árnar heima, sem þurfa jafnan að flýta sér eins og þær eigi lifið að leysa. Hér silast ámar liægt og hátíð- legá, en ótrúlega skítugar, eftir djúpiun farvegum, en. varla verður greint, i hvaða átt þær falla, þótt staðið sé á fljóts- bakkanum. í ánum virðist vera léleg veiði, þótt hún sé stund- uð af mikilli þo'inmæði og þrautseigju. Á árhöklnmum stendur jafnan fjöldi manns með stangir og alls konar ifær- ur, biðandi þess, að eitthvað kvikt rjá'.i við öngulinn, en ég hef a’drei séð neinn draga þar bein á land. I hálöndum Skot- lands og Wa'es liggja fögu’’ fjallavötn og þar falla laxár um unaðrfagra fjai’adali. Norð- vesturkrókur Englands, Vatna- laudið, er emnig frægur fyrir riáttúrufegurð, skógivaxin fe1] og ósa, silungsár og vei’öi- vötn. G’óíur Bretlands er mjög fjölskrúðugur, og þar getur að líta meðal grasa og blóma marga kunningja lieiman frá ískmdi. Hér loga tún víða í fíflum og sólcyjum, hér eru víða breiður af umfeðmingi, •hér vex mjaða:.'jurt og baldurs- □ Gata í Slátrara- hveríinu í York, mjög glÖKgt sýn- ishorn miðalda- götu - í enskum ba1. Þó eru sum- ar götur þrengri, því sunistaðar geta menn tekizt i hendur miiii glugga sitt hvoru megin götu. □ vel að sér í ensku, að þeir vita sennilega ekki, að kumrar er íslenzkt heiti á Wálsbúum. Mál þeirra er ævafomt og var talað um mikinn hluta Bret- lands mörgum öldum áður en nokkrum manni datt i hug að mæla á enska ttíngu. I welsku eru nafnorð oft geysi- lega löng, svo að welsk- ör- nefni komast varla fyrir á nokkru landabréfi, t. d. heitir Öngulsey á welsku Llanfair- bwlilantisiliogogogoeh. í þess- um löngu orðiun hlýtur að vera einhver sérstök hrynjandi, þvi að annar hver kumii er skáld, en allir eru þeir söng- menn. Englendingar aftur á móti syngja almennt ekki, sök- um þess að þeir eru svo önn- um kafnir við iðnaðarstörf, en þeir hafa kumra og íslend- inga til þess að syngja fyrir sig. Enskan er miklu auðskildara mál er welskan á bók, en hún er lítt skiljanleg sem talað mál. — I Lundúnum hcitir járnbrautarstöð Holborn, en drottinn hjálpi þeim manni sem pantar far til Hol- born. — Ég hef gert marg- ar tilraunir til þess að bera jbetta c<rð fram, en Bretar skilja mig einna helzt, þegar ég segi Óbon. Sömuleiðis er orðið Cho’mondiey, þá verð ég einna helzt að segja Kamlei, til þess að einhver viti, við hvað ég á. Mér virðist liggja í augum uppi, áð annaðhvort er framburði Breta. eða stafsetn- ingu mjög ábótavánt. Enskan er auðvitað miklu útbreiddara mál en welskan, en þó er fleira fólk sem- skilur ekki baun í ensku i Bretlandi en á íslandi. Á eyjunum vestur og norður af Skotlandi er töluð keltnesk mállýzka skyld welsku, en þá mállýzku skilur nú vara nokk- Ur maður nema Hermann Páls- son. Hann er íslendingur, há- skólakennari í Edinaborg, og hefur tekið sér það fyrir hend- ur að kenna Bretum junsar tungur, sem þeir töiuðu endur fyrir löngu, en lögðu á hilluna, þeáar þeir urðu heimsvéldi. Þei'r héldu að þær stæðu heimsveldinu fyrir þrifum. Nú er Bretaveldi að hrynjá, en þar með geta Bretar snúið sér að eflingu þjóðlegra verð- mæta. Eyjamar nutu eitt sinn nokk- urrar ■ sjálfsstjórnar og voru hluti norska ríkisins. Þá var þar blómlegt menningarlíf og gróandi þjóðlíf. Nú búa þar fátækir bændur, fólki fer fækk- andi, en he.imsveldið hefur gleypt menninguna. Heimsveld- in eru svo dýr í rekstri. AÐ AKA BlL UM BRETLAND Um Bretland þvert og endi- langt liggur þéttriðið net af jámbrautum og vegum, en veg- irnir líkjast fremur Lækjar- götunni en Miklubrautinni heima í Reykjavík. Sumir þess- ara vega em komnir til ára sinna, lagðir af rómverskum legionum um það leyti sem Kristur var að fæðast austur í Palestínu, en aðrir eru fremur nýir af nálinni, einungis 200 eöa 300 ára gamlir. Þótt um þessa vegi hafi farið rómversk- ir hervagnar, keltneskar kerrur, engilsaxneskar vögur, danskt innrásarlið, normanskir riddar- ar, enskar vígvélar og luxus- bifreiðir þá bera þeir aldrei persónuleg heiti eins og Skot- landsvegur eða Suðurlands- braut, heldur eru þeir einung- is einkenndir með merkjum eins og A 1 eða P 347. Eftir vegun- um ekur aúðvitað aragrúi af bifreiðum, því að Bretar eru með mestu bifreiðaframleiðend- um veraldar, en leigubifreið- unum stjlórna einhverjir hæverskustu ökumenn, sem fyr- irfinnast. Þeir böðlast aldrei eftir miðjum veginum, eins og þeir eigi götuna og hálfa ver- öldina að auki. heldur fara þeir t. d. allir hjá sér, ef hrað- skreiðara ökutæki kemur á eftir þeim. Með allskonar speglum fylgjast þeir með umferðinni að baki sér, en með stefnu- ljósum óg hándapati gefa þeir nákvæmar upplýsingar um það, hvað framundan er. Hér geng- ur umferðin því öruggt og ó- hljóðalítið, þótt hart sé ekið. Venju'egur hraði virðist vera um 100 km á klukkustund á vegum úti. Eftir vegunum ferð- ast viðgerðannenn boðnir og búnir að hjálpa, ef farartækið strandar, og sé einhver mis- fella á akbrautinni, þá er hún einkennd með lifshættumerkj- um, en þar að auki eru verðir örinum kafnir að kenna veg- farendum að forðast voðann, sem reynist venjulega svo smá- vægilegur, að islenzkur bílstjóri tekur ekki eftir honum. HÝBÝLAKOSTUR OG HÚSNÆÐISVANDRÆÐI ‘ Árið 1759 skrifaði brezki rit- höfundurinn Horace Walpole, að nauðsynlegt væri hvern morgun áð spyrja þess undir borðum, hvaða sigurfregnir hefðú borizt, ef menn vildu fylgjast örugglega með atburð- unum. Þetta var á þeim árum, þegar Bretar voru að brjóta nndir sig allmikinn hluta af veröldinni og brytjuðu gunn- reifir niður Blámenn og Indí- ána og aðrar þær þjóðir, sem áttu léleg tæki til manndrápa. Blómaskeið brezka heimsveld- isins er 19. öldin, og þá hrúg- uðust geysimikil auðæfi upp í Bretlandi, þótt þess sjáist nú lítil merki í fljptu bragði. Uppi í sveitum og í þorpum er það miklu fremur 16. og 17. eða jafnvel 12. og 13. öld, en nú 19. og 20. sem situr svip sinn á verk manna. Hér er fjöldi húsa að minnsta kosti síðan á 16. öld. Þau eru byggð úr bjálk- um með einhverslconar tróði á milli bjálkanna í veggjunum. Húsin eru því langröndótt og þverröndótt, oft skökk og skæld, hræðilega gamaldags, en oft fremur snotur. Þau eru byggð með alls konar útskot- um, standa við þröngar götur og eru stundum svo álút að burstirnar mætast hér um bil ýfir miðri götunni. Hinar fornu borgir eru venjulega byggðar kringum einhverja hæð, en uppi á hæðinni gnæfir háborgin, gotnesk kirkja eða kastali. Þeg- ar Isiendingur kemur til ein- hverra hinna sögufrægu borga, finnst honum hann kominn á hálfgert forngripasafn. Hér er þó ekki um neitt venju'egt forngripasafn að ræða, því að húsin eru notuð á svipaðan hátt og í fyrndinni. Hér eru íþúðarhús, krár og verzlanir, sem hafa á síðustu árum st'md- um fengið á sig óhugnan’ega mikið' nýtízkusnið, þegar inn er komið. Auðvitáð Ká'ttu'' Brefá'r ekki’ að byggja hús um 1759, þótt þeir stofnuðu þá heimsveldi, en í Bretlandi get ég aldrei varizt þeirri hugsun, að hin ráðandi stétt leggi þar meiri áherzlu á það að kúga fram- andi þjóðir en búa vel að’ þegn- unum heima fyrir. Allar stór- borgír Brctlands' eru éndaláús- ar ra.ðir af múrsteinshúsum meira og minna vistlegum, en lélegir mannabústaðir teldust þau flest norður á Islandi. Is- lenzkar húsmæður myndu ekki heldur verða sérlega hrifnar af þægindunum á heimilnnum, ar- ineldinum og skortinum á heim- ilisvélum. Iðnaðarborgirnár eru fr.ægar fyrir sót og skít, og aðaliðnaðarhéraðið er oft nefnt Svarta landið, sökum vérk- smiðjureyksins. Mér var sagt, að í Sheffield féllu tæpar 500 smáiestir af sóti á hverja fer- mílu á ári. Að þessu athuguðu finnst mér furðulegast hve kon- unum tekst víða að haida öllu hreinu og fáguðu utan húss og innan. Hér á Is’andi eru Bretar taldir sóðar, og sá dóm- úr er byggður á kynnum okkar af sæförum, hermönnum og umhverfinu í nokkrum hafnar- borgum. Mér er nær aö halda að Bretar séu að minnsta kosti engu óþrifnari en við Islend- ingar, en þeir heyja vonlitlá baráttu við óhreinindin búnir oft lélegum vopnum. Húsnæðisvandræði eru geig- vænleg víða í Bretlandi, enda er orðið formidable (ógm'legt) notað um ástandið í húsnæðis- málum í opinberum skýrslúm. I kjölfar húsnæðisvandræða sig’ir auðvitað húsaleiguokur þar eins og annars staðar. Limdúnir urðu fyrir geigvæn- legum loftárásum í styrjöld- inni og þar loguðu eldar í verkamannahverfunum í Aust- ur-Lundúnum öil styrjaldarár-, in. Þetta eru heimsfræg fá- tækrahverfi, sem bötnuðu mik- ið við eyðilegginguna. Nú e?.*u: þar víða opin svæði þar gem kumbaldar stóðu áður, en ann-i ars' staðar rísa ný hús af; grunni. Hér eins og í öðrum stórborgum landsins verður fólk að búa í afleitum húsa- kjnrnum, og ungu fólki reynist ö"ðugt að stofna heimili sökum; húsnæðiseklu. Ég kynntist ung- um hjónum, sem urðu að borga 6 pund á viku fyrir tvö her- bergi og eldhús, en það er meðalvikukaup manna þa- um slóðir. Hjónin unnu bæði úti og gátu því dregið fram lífið. Húsnæðisek'an veldur því, að fólk veröur að elskast hér mjög undir berum himni, og drott- inn er miskunnsamur og út- deilir hér góðviðri í ríkum mæli á kvöldin. ’ AúðVitað er margt um mikil- fenglegar byggingar í Bret- landi fornar og nýjar, en yfir- leitt rikir hvorki stór stíll né glæsiieiki í húsabyggingum þar í landi, því að hinar yngri hallir Bretanna finnast mér ljótar (t. d. enska þinghúsið, afburðaljót bygging). Þar er hvergi áð finna mjög há hús, 5 eða 6 hæðir algengust. 1 Lundúnum er þó einn skýja- kljúfur, Senate House, um 20 hæöir, en mér er sagt að 10 efstu hæðirnar standi auðar, því að Bretar komust að þri að það mundi heilsuspillandi að hætta sér svo liátt, og lyftur ganga ekki nema á 7. hæð. Annars er Senate House fögur bygging. Faclon-hótetið í StTatford On Avon, fæíingarbæ Shakespeare scni suniir hafa nefnt skáldkonung alira tiina. Stratford er nú - nuicill ferðamannabær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.