Þjóðviljinn - 09.08.1952, Blaðsíða 8
Tvítugur piltur mun hafa drukknað
í Hreðavatni sl. sunnudagsnótt
DIÓÐVILYINN
Laugardagur 9. ágúst 1952 — 17. árgangur — 176. tölublað
Eitt sviplegasta slys sem hér hefur orðið um langan tíma
í>aö mun nú nokkurn veginn víst að ungur stúdent,
Þorvaldur Finnbogason að nafni, Ásvallagötu 79, hafi
drukknaö í Hreðavatni aðfaranótt s.l. sunnudags. Féll
hann útbyröis úr litlum árabáti, og hefur ekki spurzt
til hans sfð’an.
Píanótónleikar Þórunnar
Píanósnillingurinn hún Þórunn litla, er stödd liér á landi.
Ilún kom með Gullfaxa á þriðjudaginn var, og setlar að leika
fyrir okkur, fyrst hér í Reykjavik n.k. þriðjudag og síðan víðs-
vegar um landið.
Síðdegis lá þriðjudaginn 5. þ.
m. kom ungur maður að nafni
Sigm'þór ísleiksson, Lokastíg
10 hér í bænum, á fund rann-
sóknarlögreglunnar. Skýrði
hann svo frá að um verzlunar-
mannahelgina hefði hann dval-
izt í tjaldi að Hreðavatni, og
voru þar með lionum systir
hang og .unnusti hennar, Daní-
el Oddsson verzlunarmaður í
'Borgarnesi. Kvaðst hann hafa
drukkið allmikið síðari hluta.
laugardags, og hefði seint um
kvöldið hitt ókunnan mann í
mágrenni við veitingaskála Vig-
fúsar Guðmundssonar. Hefðu
'þeir tekið tal saman og orði'ð
ásáttir um að ná sér í eina
flösku af áfengi, og eekk þa'ð
greiðlega.
Ræðið var lélegt.
Drukku þeir síðan nokkuð úr
‘flöskunni, en varð þvíriæst
gengið niður að Hreðavatninu.
Stóð bátur þar í viki suður
undán Hreðavatnsbænum, og
reru þeir honum út á vatnið.
En annað ræðið var laust, og
olli það því áð eitt sinn er
borvaldur tók í árina féll hann
aftur yfir sig og út úr bátnum.
Var hann syndur, og kveðst
Sigurþór hafa hjálpað honum
aftur upp í bátinn. Ætluðu þeir
þvínæst að róa til lands, en
er þeir nálguðust ströndina fór
enn á sömu leið að ræðið sveik
og Þorvaldur féll útbyrðis, og
fylgdi árin me'ð að þessu sinni.
Kveður Sigurþór félaga sinn
hafa synt í átt til lands og
ekki sinnt'köllum lians að snúa
aftur til bátsins, enda telur
hann þá hafa verið örskammt
undan landi.
Bátinn rekur.
Nokkur vindur var á og stóð
af Igndi. Rak Sigurþór út á
vatnið, enda hafði hann ekki
nema eina ár eftir. Missti hann
sjónar af félaga sínum, en taldi
víst að hann hefði náð landi
Norskur íþrótta-
frömuður kominn
til landsins
Forstöðumaður íþróttakenn-
arasltóla Noregs, Harald Werge
land og kona hans, sem einnig
er þeivkt sem íþróttakennari í
Noregi, dvelja hér á landi í
byrjun septernber og kynna
f'yrir íslenzkum íþróttakennur-
um vinnuaðferðir sínar við
nmleikakennslu í skólum og fé-
lögum.
í sambandi við komu þess-
ara norsku gesta hafa íslenzkir
íþróttakennarar verið boðaðir
til námskeiðs sem fara muj)
*fram við Iþróttakennaraskóla
íslands að Laugarvatni á tíma-
bilinu 1. til 18. september (7 til
10 daga námskei'ð).
Sem aukaKreinar verða körfu-
knattleikur og þjóðdansar.
Frá skólans hálfu munu að-
stoða við fimleikakennsluna þau
Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og
'Þórir Þorgeirsson. Þau munu
annast kennslu í aukagreinum.
,(Frá fræðslumálaskrifstofunni)
þar sem hann var svo skammt
undan. Rak bátinn síðan þvert
yfir vatnið og lipp áð landi
suðvestanmegin. Dró hann bát-
inn með löndum þangað sem
þeir félagar höfðu tekið hann,
og tók það langan tíma. Heim
í tjald sitt kom hann kl. rúm-
le&a átta. Hafði hann þangað
með sér jakka Þorvalds sem
hann hafði farið úr við róður-
inn.
Árangurslaus ei'tir-
grennslan.
Sagði liann samferðafólkinu
frá því sem fyrir hann hafði
borið, en háttaði síðan og sofn-
aði, og var ekki um þetta
skeytt um daginn. Fór Sigur-
þór ekki á stjá fyrr en um
kvöldið, og svipaðist þá um á
Hreðavatni eftir Þorvaldi og
spur'ðist fyrir um hann, eii það
var erfitt um vik þar sem Sig-
urþór mun ekki hafa vitað nafn
hans. Enda kom eftirgrennslan
hans fyrir ekki. Leið svo af sú
nótt, og á mánudaginn tók fólk
ið ofan tjald sitt og hvarf á
braut.
Hugði liann liafa farið
til Reykjavíkur.
Á þriðjudáginn gaf Sigurþór
sig fram við lögregluna, en
henni var ekki kunnugt um að
neins manns væri saknað og
lét því kyrrt lisgja. Og það var
ekki fyrr en á fimmtudags-
morguninn að faðir Þorvalds
■kom að máli við lögregluna og
tjáði henni að sonur sinn væri
týndur og hefði síðast spurzt
til hans á sunnudagsnóttina.
Ástæðan til þess að svo lang-
ur tími leið var sú að Þorvald-
ur vann í Olíustöðinni í Hval-
firði, og er liann kom ekki til
vinnu á, þriöjudagsmorguninn
hugði yfirmaðurinn þar uppfrá
að hann hefði brugðið sér til
Reykjavíkur. En á miðviku-
dagsmorguninn hringdi hann
heim , til foreldra Þorvalds.
Brugðu þ.au þá við, óku upp að
Hreðavatni og leituðu .í skógin-
um og srennd á miðvikudag-
inn.
Leit lögreglunnar.
Árdegis á fimmtudag fóru
lögregluþjónar uppeftir, undir
forustu Sveins Sæmundssonar.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
kom einnig i Hreðavatn, og var
leit hafin í vatninu, á fjórum
bátum. I gærmorgun var leit-
inni haldið áfram, en bar ekki
árangur. Fór Sigurþór uppeft-
ir með leitarmönnum, en gat
ekki áttað sig er til kom, hvar
Þorvaldur mundi hafa fallið úr
bátnum. Nokkur gróður er
sumstaðar í vatninu, og tor-
Stórsigur Breta
Lomlonarútvarpið sagði
frá því í gær, að ein her-
deild Breta á Malalikaskaga
hefði fellt. 3 liermenn úr
þ.jóðfrelsishernum og hand-
tekið aðra 3. Fylgdi það
fréttinni að Templer yfir-
maður brezka liersins þar
liefði sent herdeildinni heilla
skeyti í tilefni sigursins;
veldar það leitina nokku'ð. Einn
ig var á nokkur vindur, og
bætti það ekki úr skák. En
Þórður bóndi á Hreðavatni hef-
ur tekið að sér að leita, með
fleiri mönnum, þegar lygnir;
auk þess sem aðrar ráðstafanir
kunna að verða gerðar.
Þorvaldur Finnbogason var
sem áður segir, aðeins tvítug-
ur að aldri, og varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík í
vor. Hann var sonur hjónanna
Sigriðar Eiríksdóttur, hjúkrun-
arkonu, og Finnboga Rúts Þor-
valdssonar, prófessors.
18 hlutu styrk
Nýlega hefur yerið úthlutað
styrkjum úr Menningar- og
minningarsjóði kvenna fyrir
yfirstandandi ár. Þessar konur
hlutu styrki:
Ánna Viggósdóttir Rvík tann
smíði Danm. kr. 2000. Ásdís
Rákarðsdóttir Rvík söngnám
Svíþjóð ikr. 1200. Guðmunda
Ándrésdóttir Rvík myndlist
Frakkl. kr. 1500. Guðný Jens-
dóttir Hafnarf. söngnám Danm.
kr. 1000. Guðrún Friðgeirsd.
Akúreyri uppeldisfræði Nor. kr.
1000. Guðrún Ólafsd. Rvík
mannkynssaga Nor. kr.' 1200.
Hrönn Aðalsteinsd. Sigurjóns-
son Rvík sálarfræði Austurríki
kr. 1200. Hulda Sigfúsd. Rvík
■bókavarzla Nor. ,kr. 1200. Krist
ín Finnbogad. Rvík leiklist Eng
land kr. 1200. Ragnhildur Ingi-
ibergsd. Rvík sálgrennslan Sviss
kr. 3000. Sigríður Kristjánsd.
Akureyri húsmæðrafræðí Dan-
mörk kr. 800. Sigr. Jóhanna
Jóhannsd. Rvík tungumál Nor.
kr. 1200. Soffía E. Guðmundsd.
Rvik píanóleik Danm. kr. 1000.
Þjóðviljinn hitti formann Fé-
. lags garðyrkjumanna, Haíliða
Jónsson, og fékk þær upplýs-
ingar að fundur yrði í félag-
inu á morgun. Spurningunni
um það hvað þeir ætluðu að
ræða á miðjum annatíma sum-
arsins svaraði hann á þá leið
að helzta málið, og líklega eina
málið er fyrir fundinum lægi
yrði „ákvörðun um atvinnuleyfi
útlendinga og forgangsróttur
félagsbundinna manna til allrar
vinnu er fellur til við garð-
yrkjustöðvarnar".
Hafliði kvað talsverð brögð
orðin að atvinnuleysi í starfs-
greininni. Meðal garðyrikju-
manna væri ríkjandi almenn
óánægja út af því hve lítils
gætti réttar Islendinga í land-
inu gagnvart útlendingum í
þessari starfsgrein.
Atvinriuleyfanefnd mun hafa
verið lögð niður og þessi mál
algerlega komin í hendur fé-
lagsmálaráðuneytisins, sem
virðist ekki bera hag íslenzkra
garðyrkjumanna sérlega mikið
fyrir brjósti. Hafliði taldi að á-
standið meðal garðyrkjumanna
væri orðið þannig að við það
yrði ekki unað og grípa yrði
til einhverra ráða til úrbóta.
Þjóðviljinn mun siðar skýra
frá hverju fram vindur í þessu
alvarlega vandamáli garðyrikju-
mannanna.
Þórunn efnir til píanóhljóm-
leika í Austurhæjanbíó þriðju-
daginn 12. þessa mánaðar kl.
7,15. Viðfangsefnin verða m,
a. partíta eftir Bach, sonata
op. 31 nr. 3 eftír Beethoven,
smærri verk eftir ýmst höf-
unda, tvö lög eftir Þórunni
sjálfa og 1 lag eftir föður
hennar, Jóhann Tryggvason.
Þau feðgin ræddu við blaða-
menn í gær, og við það tæki-
færi lék Þórunn litla (bráðum
verðum við að -hætta að segja
litla, þetta er orðin hálfgild-
ings dama, varð 13 ára þann
18. fyrra mánaðar) hluta af
fyrirhugaðri dagskrá, þ. á.
meðal lögin eftir sjálfa sig;
annað þéirra nefnir hún
iScherzo í c-dúr, en hitt lagið
Etude í h-moll. Henni _fer sí-
fellt fram, og ekki þarf að efa
það, áð hún mun heilla áheyr-
endur sína ekki miður en síð-
ast þegar. hún var hér.
Eins og kunnugt er hefur
Þórunn dvalizt við nám í Eng-
Sólveig Arnórsd. S.-Þing. vefn-
aðarkennaranám Svíþjóð kr.
2000. Valgerður Árnad. Haf-
stað, Skagaf. myndlist Frakkl.
!kr. 1500. Vilhelmína Þorvaldsd.
Akureyri enska Engl. kr. 500.
Þórey E. Kolbéins Rvílt franska
Nor. kr. 1200. Æsa Karlsd.
Árdal Sigluf. uppeldis- og sál-
ai'fr. Svíþjóð kr. 1200.
Bretar eru ekki
Bandaríkjameim
Japanska stjórnin kom sam-
an á fund í gærmorgun til að
ræða mótniæli brezku stjórnar-
innar útáf dómiium í máli sjó-
liðarina tveggja.
Aðalmálgagn japönslcu
stjórnarinnar gerir móimæli
Breta að umræðuefni og
segir það algeran misskiln-
ing brezku stjórnarinnar að
brezkir hermenn haíi jafn-
an rétt á við bandaríska
í Japan, þar sem Bandaríkja
menn séu í landinu því til
varnar eftir sérstökum
samningi við Japansstjórn,
en Bretar hafi engan slíkan
samning.
Einn bátur fékk
síSd
Seyðisfirði. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
Einn bátur, Rifsnesið, var á
léiðinni hingað í gærkvöldi með
síld, sem hann mun hafa feng-
ið djúpt úti, eða 80—100 mílur.
Hæg norðanátt var í gær, en
mun þó hafa verið sæmilegt
veiðiveður.
landi. Hún hefur einnig leikið
í Hallé-hljómsveitinni undir
stjóm Sir John Barbirolli.
Getrauriirnar
íslenzkar getraunir liefja
starfsemi sína að nýju eftir
noltkurra vikna hlé með leikj-
uin 15.—18. ágúst. Fyrsti seð-
illinn er1 nú kominn út og ligg-
ur frammi hjá umboðsmönnum.
Munu margir fagna því að fá
nú aftur tækifæri til • þess að
spreyta sig á þessari vinsælu
dægrastyttingu.
Á seðlinum eru íslenzkir,
sænskir og norskir leikir, en
hann lítur þannig út:
KR — Valur
Valur — Víkingur
Hálsin&borg — Malmö
Djurgárden — GAIS
Elfsborg — Degerfors
Göteborg — AIK
IPK Malmö Norrköping
Örebro —- Jönköping
AB — Esbjerg
Frem — B-1909
Odense — Skovshoved
Köge — B-93
Sænska leiktímabilið liófst 3.
ágúst og eru þetta leikir 3. um-
ferðar, en leiktímabilið danska
hefst með þessum leikjum. Eru
þetta fyrstu dönsku leikirnir,
•eem notaðir eru hér á seðlin-
um. Fyrr í sumar voru notaðir
norskir leikir með sænskum
leikjum, en vegna 4. umf. Nor-
egsmeistarakeppninnar er lítið
um norska leiki á þessari helgi.
Getraunirnar hófust allstað-
ar á Norðurlöndum þ. 3. ágúst,
en fyrstu 2 vikurnar verða
Danir að gizka á sænska leiki,
sem Finnar verða einnig að
gera í ríkum mæli. Enska
deildakeppnin hefst þann 23. á-
gúst og verður notazt við enska
leiki strax og tök verða á.
í vetur verður afhendingar-
frestur getraunaseðlanna til
miðvikudagskvölds utan Rvík-
ur, en til fimmtudagskvölds I
Reykjavík og nágrenni. Sá
h'áttur verður hafður á greiðslu
vinninga, að þeir verða ekki
greiddir nema gegn afhendingu
stofns vinningsseðils, og eru
þátttakendur áminntir að varð-
veita stofna sina með tilliti til
þess.
(Frá ísl. getraunum).
151 listaverk
í dag kl. 4 verður opnuð, í
Listasaí'ni ríkisins, yfirlitssýn-
ing á verkum Jóns Stefánsson-
ar, Iistmálara.
Sýning þessi er á vegum
Menntamálaráðs. Þarna. verða
sýnd 158 olíumálverlc eftir Jón
Stefánsson, gerð á tímabilinu
frá 1917, er Jón fyrst sýndi
myndir eftir sig, til 1952. Sýn-
ingin er í öllum húsakynnum
Listasafnsins, og mun vera
stærsta eins manns sýning hér
á landi.
Sýningin verður cpnuð ’>1. 4
í dag, en eftirleiðis verður hún
opin kl. 1—10 daglega tíl 7.
september, en þá lýkur henni.
Garðyrkjumenn ræða atvinnumál sín
Eiga íslenzkir garðyrkjumenn að sælta sig við að
úiiendir menn séu látnir ganga íyrir í síariisu?
Félag garðyrkjumanna heldur funil á morguii til þess að
ræða atvmnuhori’ur féfagsmanna.