Þjóðviljinn - 14.08.1952, Síða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. ágúst 1352
PIÓÐVILIINN
Ekar Olgeirsson íimmtognr
Þennan 14. ágúst hyllir ÞjóSviljinn Einar Olgeirsson fimm-
tugan, fagnar því — eins og f>vt er fagtiað á fj'álmörgum íslenzkra
alþýðuheimila — að eiga hann fremst 1 fylkingarhrjósti, enn t vexti
sem alþýðuleiðtoga og stjórnmálamann, og þó bet hann þegar hátt
t sógu íslenzkrar verkalýðshreyfingar, t Islandssögu.
Hér skal einungis á það minnt hve nátengdur Þjóðviljinn er og
hcfur verið þjóðmálastarfi Einars, einmitt þetta hlað hefur ásamt
tímaritinu Rétti verið aðalvopn hans; hann átti mestan hlut að þvi
að útgáfa þess hófst með hinu sögufrcega nafni blaðs Skúla Thor-
oddsen á ofanverðu ári 1936. Blaðamennska var honum ekki ný
hardagaaðferð, hann hafði sem ritstjóri Verkamannsins á Akureyri
hafið það blað til vegs með hressandi stormi ungs eldmóðs og
dýrra hugsjóna, og jafnframt sinnt af kostgœfni dagíegu.m verk-
cfnum stéttabaráttunnar á Norðurlandi. 1 enn ríkara mæíi naut
'Einar sín sem herskár blaðamaður eftir að hann flutti suður og
varð ritstjóri Verklýðsblaðsins og síðar Þjóðviljans. Róttækt, sósi-
alistiskt dagblað hafði islenzka alþýðu dreymt um lengi og loks er
þeim áfanga var náð tók hreyfingunni að fleygja fram, einangrun-
arfjötrarnir brustu hver af öðrum. Þáttur Þjóðviljans, undir rit-
stjórn Einars Olgeirssonar, i stórsigrum næstu árin, kosningasigr-
inum 1937 og stofnun Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
'fiokksins, verður vart ofmetinn — þó það sé að sjálfsögðu aðeins
cinn þáttur af mörgum. Eins er um þátt Þjóðviljans i sókn og vörn
íslenzkrar verkalýðshreyfingar, i sókn og vörn fyrir lýðveldis-
stofnun og nýsköpun, fyrir sjálfstæðí íslands, islenzkri menningu
og þjóðerni.
Þegar i fyrstu stjórnmálagreinum Einars Olgeirssonar fyrir
nœr þremur áratugum tvinnast saman þessir meginþættir: alþýðu-
sókn á vegum sósialismans og sjálfstæðisbarátta islenzku þjóðarinn-
ar; baráttusaga Islendinga um aldaraðir hefur jafnan verið Einari
'hugfólgin og reynzt honum máttugt vopn eins og öðrum beztu
'forvigismönnum islenzku þjóðarinnar.
Til útgáfu Þjóðviljans var stofnað af meiri bjartsýni en dæmi
munu til hérlendis um blaðaútgáfu og drýgst var þar bjarts.ýni
Einars Olgeirssonar. Það vantaði ekki að þá eins og oftar væri
nýr sigur hinnar rótttæku verkalýðshreyfingar þakkaður ,,Rússa-
gulli,“ en um það má segja líkt og Engels sagði um ,,milljónirnar“
sem dauðskelkað afturhald þóttist vita i fórum fyrsta Alþjóðasam-
bands verkamanna: Liklega hefur aldrei verið gert jafnmikið með
jafnlitlum fjármunum! Hvernig tókst að halda Þjóðviljanum á
floti fyrstu árin i gjörningahriðum afturhaldsins, með óteljandi
fórnum fátæks alþýðufólks sem aldrei brást, er eitt þeirra atriða
'tir baráttusögu sósíalismans á lslandi sem enginn þekkir betur en
'Einar Olgeirsson. Fyrsti ritstjóri Þjóðviljans þurfti fleira að gera en
skrifa blaðið. Hann varð löngum að hafa af því áhyggjur hvort
Iblaðið kæmi út næsta dag; sagði einu sinni i gamni og alvöru að
hann þyrði orðið varla að hringja til kunningja sinna, svo sann-
fcerðir vœru þeir ef þeir heyrðu röddina að hann œtlaði að slá þá
handa Þjóðviljanum! Það er dýrt að verja ævi.og orku í þess háttar
starf, en það er aðal Einars Olgeirssonar, að hann hefur aldrei skirrzt
við að ,,vilja það nauðsynlega"; hitt befur honum gengið ver, svo
haldið sé áfram ivitnuninni, að „sætta sig við það sem fært er“ talið
^hverju sinni. Ostýrilátur starfshugur hans, víðsýnið, þekking og
dirfska hefur ekki einungis i starfinu fyrir Þjóðviljann, heldur
einnig i forystustarfi hans í verkalýðshreyfingunni og þjóðmálunum
’hvað eftir annað rutt úr vegi þeim tálmum, sem öðrum fannst
ekki yrði um þokað. Hér skal aðeins minnt á eitt dæmi: Nýsköp-
unin sem hugsjón og framkvæmd, er snart stóran hluta þjóðar-
innar til hrifningar og dáða, þó stjórnmálaleiðtogar afturhaídsins
sæju ekki heldur þá neitt framundan nema eymd og volæði; hitt
var örlagarikt glapræði þjóðarinnar, að hún skildi ekki og skilur
ckki enn að sú hugsjón og framkvæmd hennar var framlag Sósial-
istaflokksins, að á framhaldandi fylgisaukningu þess flokks, flokks
Einars Olgeirssonar, valt ekki einungis framhald nýsköpunar og
Atvinnuöryggis i landinu, heldur lika sjálfstæði þjáðarinnar.
★
Einar Olgeirsson hefur sjaldan verið ánægður með Þjóðviljann.
1Hknn gerir strangar kröfur til aðalblaðs Sósíalistaflokksins, ckkert
mifnnlegt má láta það ósnortið, það verður jafnan að vera hárbeitt
•vopn i sókn og vörn alþýðu 1 baráttunni um betra lif og alþýðuvöld,
'í sókn og vörn íslenzku þjóðarinnar i hinni nýju sjálfstæðisbaráttu.
Betn afmælifgjöf 'gæti *bvork\' Þjóðviljinn né aðrir gefið honum en
það heit að huessa eggjarnar, herða. sókn i hinni margþættu frelsis-
haráttu Islendinga.
EINAR OLGEIRSSON
Framhald af 3. sxSu.
að verkalýðsflokkum heims-
ins. Önnur er sú, að flokkur-
inn verði þröngbrjósta rétt-
trúnaðar-söfnuður, sem ligg-
ur við festar á lygnum polli,
sæll í sínum yfirburðahroka.
Hin er sú ,að flokkurinn verði
meginreglulaust málfundafé-
lag, pólitískt allra gagn hverj-
um sem vill nýta hann. Hin
sósíalíska flokkshugsjón 20.
aldar er hins vegar sú, að
verkalýðsflokkur sé hvort-
tveggja í senn: stálsoðin
skipulagsheild einhuga for-
ustuliðs alþýðunnar, en ljúki
þó up^p öllum hhðumflokksins
fyrir hinum vinnandi fjölda.
Hinn ungi Sósíalistaflokkur
komst einu ári eftir stofnun
sína í mikla raun, er gjörn-
ingahrið Finnagaldursins
dundi á honum. Þegar hríðinni
slotaði, þá kom í ljós að vísu,
að hann var nokkru fáliðaðri
en áður, en kjörviðir hans all-
ir heilir. Jafnvel hertaka Ein-
ars Olgeirssonar og tveggja
félaga hans fékk ekki bugað
flokkinn. Þá kom í ljós, að
Sósíalistaflokkurinn stóð
dýpri rótum í gróðurmoid ís-
lenzkrar alþýðu en flesta
hafði grunað. Hann var ekki
aðeins fulltrúi verkalýðsins í
þrengri merkingu. Hann var
fulltrúi fólksins, tjáning ís-
lenzks þjóðarsjálfstæðis.
Fiokkurinn upp3kar nú ávöxt-
inn af starfi Einars Olgeirs-
sonar, sem allra manna mest
hafði unnið að þvi að tengja
starfsemi fjokksins sjáifstæð-
isbaráttu íslands og þjóðlegri
tilveru.
Á stjómmálaferli sxnum
hefur Einar Olgeirsson sjald-
an vandað íslenzka auðvald-
inu kveðjurnar, en hann hefur
jafnan skyggnzt á bak við
tjöld þess og leitað þess valds,
sem á bak við það býr; hins
erlenda banka- og fjármála-
valds. Árum saman hefur
hann rannsakað tengslin
milli hins íslenzka háauðvalds
og erlendra húsbænda þe3s.
Hann hefur sýnt fram á,
hvernig ísienzka auðvaldið
hefur verið sjálft arðrænt af
brezku fjármálavaldi, hann
hefur sýnt fram á þetta tvö-
falda farg, sem vinnandi stétt-
ir Í3lands hafa orðið að bera í
fjóra áratugi, innlent og er-
lent arðrán. Hann hefur
manna bezt útskýrt hina efna-
hagslegu nýlendustöðu ís-
lands: hráefni og matvæíi
hafa verið flutt óunnin úr
landi vegna valdboðs erlendra
hringa, framleiðslutæki Is-
lendinga hafa dregizt saman
vegna þess, að vaxtagreiðslur
íslendinga til eriendra banka
og auðfélaga báru atvinnu-
reksturinn ofurliði.
Þessar efnahagslegu stað-
reyndir í tilveru hins íslenzka
auðvaldsskipulags hafa mark-
að aila baráttuaðferð Einars
Oigeirssonar. Stéttabaráttan,
sem hann rak, þræddist sam-
an við baráttuna fyrir efna-
hagslegu og pólitísku frelsi
landsins. Þegar sú stund rann
upp, að Island varð sjálfstætt
lýðveldi sagði Einar Olgeirs-
son þessi orð fyrir hönd flokks
síns;
„Gamla lýðveldið okkar var
skapað af höfðingjum — og
voldugir höfðingjar tortímdu
því.
Það eruð þið, fólkið. sjálft,
sem hefur skapað nýja lýð-
veldið okkar.
Frá fólkinu er það komið —
fólkinu á það að þjóna — og
fólkið verður að stjórna því,
vakandi og virkt, ef hvert-
tveggja, lýðveldinu og fólkinu,
á að vegna vel.“
S áMA árið og Einar Olgeirs-
son f agnaði stofnun hins unga
íslenzka lýðveldis eygði hann
kost á því að grundvalla at-
vinnulegt sjálfstæði landsins,
losa þjóðina úr efnahagslegri
nýlendutilveru sinni með því
að verja öllum erlendum inn-
stæðum, sem þjóðin hafði afl-
að með vinnu sinni á stríðsár-
unum, til þess að skapa ný
framleiðslutæki á sjó og landi,
virkja fallvötn landsins og
búa í haginn fyrir íslenzka
stóriðju. Hann rétti fram
sáttarhönd Sósalistaflokksins
öllum stéttum og flokkum Is-
lands, er vildu ganga að þess-
um tillögum, sem fólu í sér
atvinnulega byltingu og
tryggingu lífskjara hins vinn-
andi manns.
Það var ekki sök Einars
Olgeirssonar, að hugsýnir
hans á Iýðveldisárinu urðu
ekki allar að veruleika. En
það er honum að þakka, hvað
vannst. Fyrir eirðarlausa at-
orku hans, pólitíska yfirsýn
og skilning á vandamálum og
viðangsefnum líðandi stundar,
bjargaðist mikill hluti af arði
Islendinga í stríðinu heill í
höfn. Aldrei hefur verið bjart-
ara yfir íslandi en á þessu lýð-
veldisári, er þjóðin lagði
grundvöll að pólitísku og
efnahagslegu sjálfstæði sínu.
Og aldrei mun Einar Olgeirs-
son — „niðurrifsmaðurinn"
og byltingarmaðurinn —- haf a
verið sælli en þá, er hann átti
þess kost að framkvæma hina
ríku sköpunarþrá, sem hon-
um er í brjóst lagin. En ógæfa
tslands — íslenzka auðvaldið
— brá ekki vana sínum né
heldur brást það eðli sínu. Það
brást þeirri nýsköpun, sem ein
gat rétt það úr þeim keng, er
það hafði lif að í lengstan hluta
tilveru sinnar. Og það sveik
landið sjálft í hendur erleadu
stórveldi. En þótt svo hafi far-
ið, þá er sú nýsköpun, sem
framkvæmd varð, áþreifan-
legasta og stórbrotnasta stað-
reyndin í nútímasögu Islands.
Og hverju sinni er íslenzka
þjóðin minnist þeirrar stað-
reyndar, mun hún minnast
mannsins, sem var höfundur
hennar og forgöngumaður. Og
þegar þeirri ánauð verður af-
létt, sem Islandi er nú búin,
þegar íslenzk alþýða tekur
aftur upp þráð nýsköpunar-
innar í frjálsu landi, þá munu
höfuðsmiðir framtíðarinnar
blessa nafn Einars Olgeirs-
sonar, en nöfn hinna, svikar-
anna og hinna pólitísku geld-
inga, verða husluð gleymsku.
Félaginn og maðurinn
aðurinn er framkvæmd
afreka sinna“. Einar Olgeirs-
son er maður hins þrotlausa
starfs og æviferill hans er
varðaður miklum afrekum.
Þessi afrek eru þegar skráð á
spjöld íslenzkrar sögu — þau
eru opinber eign íslenzku
þjóðarmnar. Lífsstarf Einars
Olgeirssonar hefur verið með
þeira hætti, að hann hefur
orðið að skera við nögl sér
það, sem kallað er einkalíf.
Skyldustörfin, önn líðandi
stundar hafa jafnan hrópað á
’hann og ailtaf hefur hann
sinnt kallinu. Hann hefur
leyst af hendi öll flokksstörf,
sem honum hafa að höndum
borið, hvort sem þau voru há
eða lág. og hann hefur unnið
þau með sama dugnaðinum og
verkhyggninni. Vinnufúsari.
mann hef ég aldrei þekkt.
Hann er eins og íslenzki hest-
urinn, viljmn og skapið hið
sama, og linar ekki á sprett-
inum fyrr en hann springur af
mæði. Eg hef oft furðað mig
á þvi, hvemig Einar fer að
þ.ví að haf a tima tii alis þess,
sem hann gerir. Hann er allra
manna vinnuharðastur við
sjálfan sig, en oft virðist mér
hann hlífinn við félaga sína í
þeim efnum. Umhyggja hans
fyrir persónulegri líðan félaga
sinna er furðuleg. Eg get ekki
stillt mig um aðsegja hér of-
urlita sögu um það, því að
ég var vitni að henni. Það
var snemma árs 1939, að ég
heimsótti Einar Olgeirsson,
stuttu eftir að ég kom frá
Kaupmannahöfn. Þá var verk-
fall í Hafnarfirði og félagi
einn í flokknum var þar á
verkfallsverði. Einar hringir
suðureftir og talar langt mál
og alvarlegt um verkfallið, en
um það bil sem hann er að
kveðja, heyri ég að hann seg-
ir: Passaðu að láta þér ekki
verða kalt á fótunum, Jón!
Ég leit undrandi á hann. Þessi
ósérhlífni, harði bardaga-
maður hafði sýnilega tíma til
að hugsa um fótabúnað félaga
sinna á verkfallsverði.
Einaj' Olgeirsson má í dag
líta yfir inikið og glæsilegt
lífsstarf, mikla sigra, en einn-
ig mikil vonbrigði. Grunur
minn er sá, að fátt hafi valdið
honum meiri harmi en þjóð-
Framhald á 8. síðu.