Þjóðviljinn - 23.08.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1952, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. ágúst 1952 — Þ.JÓÐVILJINN — (3 Sigurður Sveinsson, garoyrkjuráðunautur: Um skrúðgarða bæjarins og fleira Vorið og sumarið hefur verið þurrt og kalt, svo að ru'x í ágúst eru blómjurtir í görðum ekki meira sprottnar en þær hafa oft áður verið í júnílok. Mjög mikið kal er í öllum trjágróðri, sérstaklega brum- kal, einkum á birki. Fjárveiting til slxrúðgarða bæjarins er sú sama í ár og hún þefur verið undanfarandi ár, þrátt fyrir hækkandi 'kaup og vaxandi dýrtið. Má þó geta þess í því sambandi að skrúð- görðum og opnum svæðum, sem bærinn lætur prýða og sér um hirðingu á, fjölgar á hverju ári, enda er það fjármagn, sem til þessara hluta er veitt ár- lega, ekki nema fyrir sóma- samlegu viðhaldi og hirðu án nokkurrar aukningar. Ef veðurguðinn hefði verið okkur eitthvað eftirlátur með tíðarfarið, hefðu skrúðgarðarn- ir vafalítið verið fallegri nú en nokkru sinni fyrr, svo vel var vandað til alls undirbúnings og val tegunda og afbrigða, að einkum blómagróðurinn hefði „ átt að vera enn litskærri og fegurri en áður. Á Austurvelli eru nú 16 teg- undir blómjurta, ein þessara tegunda er fjölær, en það er Maríusóleyjan, hitt eru sumar- iblóm. Mariusóleyjamar eru sérstaklega fagrar, og munu þær vera kallaðar liljur vallar- ins í biblíunni. Mariusóleyjár þurfa mikla vökun og umhirðu, þurrka- og kuldanæðing þola þær illa, þær eru sérstaklega hentugar til gróðursetningar í steinbeð. Bezt er að taka þær upp að haustinu og geyma þær undir gleri yfir veturinn, en setja þær til spírunar mjög snemma að vorinu. 6ú ný breytni var tekin upp á Aust- urvelli í sumar að setja merki við blómategundirnar, á spjöld unum stendur nafn jurtarinn- ar bæði á islenzku og latínu og má segja að hér sé lagður visir að flóruþekkingu almennings, er það liklegt til að verða vin- sæl ráðstöfun. Tjarnargarður (hét áður Hljómskálagarður). Samþykkt var breyting á nafni garðsins nú fyrir skemmstu, er ný skipu lagsteikning var sambykkt af garðinum. Aðaibreytingin á eldri hluta garðsins er, að öll trárækt verður stóraukin, gróð ursett verða þétt skjólbelti af trjám (fleiri samliggjandi rað ir), verður þó að miklu leyti sá trjágróður látinn halda sér, sem nú er, en þó felld þau tré, sem sjáanlegt er, að ekki eru til frambúðar, en mjög mikið kai var í trjánum þar síðast liðið vor. Ennfremur verða gróður- settir skógarlundir1. til dæmis verður lundurinn milli Bjarkar- götu og tjarnarinnar stækkað- ur um helming frá því sem nú er; öðrum slíkum lundi er ætl- aður staður rétt við Hlióm- skálann. Kanturinn við Sólevj- argötu og skógarbrekkan hin- ummegin tjarnarinnar, eru mest eftirsóttu og vinsælustu staðirnir í garðinum. Þá verða flestir gangstígar mjókkaðir frá því sem nú er, og sumir látnir hverfa, og taka við á stökxxstað mjóir hellustígar (stiklur í grasi) í stáð hinna breiðu gatna. Enda eru þær götur, sem xim garðinn liggja langt of breiðar og í- burðarmiklir, kostnaður og viðhald þeirra ofmikið. Gatna- kerfi garðsins eins og það er nú, er langt fram yfir það er réttmætt megi teljast í slíkum garði sem þessum. Gert hefur verið ráð fyrir, að höggmynd- um og myndastyttum verði fjöigað og hafa þeim verið ætlaðir staðir. Þrjár slíkar myndir eru nú í garðinum, en þær eru af Jónasi Hallgríms- syni. Bertel Thorvaldsen og Þorfinni karlsefni. Auk þess, sem hér hefur Sigurðnr Sveinsson \ verið talið, verða blómabeð- um ætlaðir staðir þar sem bezt verður við komið, og verða sennilega í framtíðinni rækt aðar í garðinum fyrst og fremst fjölærar blómjurtir af sem flestum fáanlegum tegxmd- um, sem hér geta þrifizt. 'Er nú umiið að því að bærinn eignist safn fjölærra blóm- jurta, gæti það þá orðið vísir að flórugarði. Fyrir nokknim árum var keypt eitt slíkt safn frá Axel Olsens Planteskole í Kolding í Danmörku, en sxi sending eyði- lagðist að mestu. I Tjarnar- garðinxxm er nú fremur fátt fölærra blómjurta* en 18 teg- undir eni þar af sumarblóm- um. Nú hefur öll girðingin kringum Tjarnargarðinn verið tekin burtu, ætti fólk að meta þann tninað, sem því er sýnd- ur, með þ\á að hafa garðinn ó- girtan og ganga þrifalega um garðinn á allan hátt. OByrjað er nú þegar að vinna sámkvæmt nýja skipulaginu, og skipulagning garðsins við horn Sóleyjargötu ög Hring- brautar þegar hafin, hefur ver- ið sléttað þar stórt svæði óg sáð í það grasi, á þetta nýja svæði verður gróðursett mikið af trjám og runnum. í gai'ðinum verða yfirleitt ræktaðar allar helztu trjá- og runnategundir, sem þrífast hér með góðum árangri, — en í öll tkjólbelti verður fyrst og fremst notað birki, víðir og ösp og í skjóli þeirra síðar barrtré og runnar, einkum blómstr- andi runnar. Rejmt verður að auka skjólið í garðinum, en ailir vita að garðurinn er mjög áveðra og jarðvegurinn slæm- ur, nema þar sem mold er að- flutt. Gárðurinn er að mikluleiti byggður á gömlum ösltu- og ruslnatigum. ‘ í nýrri hluta garðsins eru fyrirhugaðar misliæðir með skcmmtilegum hvömmum og lautum á milli, reynslan sýnir að allir slikir staðir þar sem skjóÞ er og- sólar nýtur erul eftirsóttir af fólki. Gert er ráð fyrir smátjöm eða gosbrunni syðst í garðinum við Njarðar- götu. Þá hefur salerni verið ætlaður staður í gax'ðinum og væri athugandi hvort þar ætti ékki að vera starfrækt al- menningssalemi yfir sumar- tímann þegar garðurinn er mest sóttur af fólki. 1 nám- unda við garðinn, fremur en i garðinum sjálfum ætti að vera bækistöð með tilheyrandi kaffi- stofu fyrir þá vinnuflokka er vimxa við skrúðgarða og leik- velli bæjarins, bezti staðurinn, fyrir þá byggingu væri að mínu áliti rétt við garðinn sunnan Hringbrautar, því vafa- laust er það hagnaður að þurfa ekki að keyra bílum inn í garðinn meira en nauðsyn- •legt er. Hg hef nú lýst hinni fjTÍr- huguðu breytingu á Tjarnar- garðinum í stuttu máli, sjálf- sagt gefst tækifæri til að bæta við þessa lýsingu síðar er verkinu fer að# miða meira á- fram. Árlegt viðhald garðsins er mikið en borgar sig samt því garðurinn er mikið sóttur af fólki þegar gott er veður. Laufásgarður, en svo nefndi ég skrúðgarð bæjarins við horn Laufásvegar og Hringbrautar, er þegar orðinn vinsæll og mik- ið sóttur af fólki. I þeim garði ei-u nokkur stór og falleg tré frá gamalli tíð. Maríusóleyj- arnar í steinhæðinni vekja á sér athygli vegfarenda. Garð- urinn við listasafn Einars Jóns- sonar að Hnitbjörgum, falleg- ur og sérstæður skrúðgarður, sem þó nýtur sín ekki nerria takmarkað frá götunum seni að garðinum liggja. Garðurinn er rambyggilega Framhald á 7. síðu. Raf magns- takmörkun Álagstakmörkim dagana 24.- ágúst frá kL 10,45—12,15: Sunnudag 24. ágxist ... 4. hluti. Mánudag 25. ágúst ..... 5. hluti. Þriðjudag 26. ágúst ... 1. hluti. Miðvikudag 27. ágúst... 2. hluti. Fimmtudag 28. ágúst..., . 3. hluti. Föstudag 29. ágúst..... 4. hluti. Laugardag 30. ágiíst .. 5. hluti. Straumurinn verður roíinn samkvæmt þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörí krefur. Sogsvirkjunin. Dtgerðannenn - Skipstjórar GOUROCK-reknetaslöngumar eru komnar aftur. Verðiö er lágt. — Courock-netin hafa reynzt sér- staklega veiöin og sterk. Kaupfélag Hafnfirðinga Veiðarfæradeildin — Sírni 9292. T f M A R I T I Ð > Nokltur eintök af Rctti, árg. 1946—’51, fást nú innbundin í skinn og rexin í afgreiðslu Þjóöviljans. — Sími 7500. ATH.: Þetta eru síðustu „complett" SKÁK á Ritstjóri: Guðmundur Arnlauasson Skák frá ofympísinni í Helsingfors io. ágUst Saar íslaud Beultiier Friðrik Ól. 1. HMFERÐ 1. d4 RfG 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 dO 5. h3 0-0 6. RfS Rbd7 7. Bf4 c5 8. d5 Rh5 9. Bh2 Rdb6 10. Be2 e5 11. dxe6 Be6 12. g4 Rf6 13. Bxcl6 He8 14. e5 Bxc4 15. 0-0 Rfd7 16. b3 Bxe2 17. Dxe2 Iíc8 18. Hadl Rxd6 19. Hxcl6 De7 20. H6d3 Rxe5 21. He3 Rxf3 22. Dxf3 Dc7 23. Rd5 Dd6 24. Hfdl He5 25. R«3 Hxe3 26. fxe3 Deð 27. Ra4 De7 28. Hd3 IIe8 29. Kf2 b6 (b5!) 30. Rc3 Bxc3 31. Hxe3 Hd8 32. Hc2 33. KS2 34. Hf2 35. Dc6 36. Hf3 37. gxh5 38. Da4 39. Df4 40. e4 41. DlGf 42. e5 43. e6 44. Dxc3 45. Kf2 46. Dc4 47. De2 48. a4 49. Kxe2 50. Hc3 51- Hc6f 52. b4 53. a5 54. bxa5 55. Hc7 56. Hxa7 57. a6 58. Hf7t 5». a7 60. Hg7 61. Hf7t 62. Hg7 63. Hf7 64. Hg7 65. Hf7 og jafntefli síðar. De5 Kg7 Htl7 He7 h5 Hc7 Dxh5 Hd7 c4 Kli7 (biðl.) c3 fxe6 Dg5t e5 Dd2t Kg7 Dxe2 . Hf7 KÍ6 Kf5 Hh7 bxa5 Hxh3 Ha3 g5 Kf4 Kg3 g4 Kf4 Kg3 Ha5 Ha4 Ha3 nokkrum leikjum STAÐAN EFTIR 29. LEIK HVÍTS jf|( ISI I # 1 1 ' # i .1 1 ɧ... & H II B é fii ABCDEFGH Friðrik teflir kóngsindverska vörn, og hvitur velur fremur óvenjulega leið (Bf4), sem að visu var algengari áður. Frið- rik býður peðfórn í 10. leik og væri e.t.v. betra fyrir hv. að reyna ekki að ná peðinu, enda tekst það aðeins til bráðabirgða og Friðrik hefxir eftir betri stöðu og nær síðan peði yfir og kóngsstaða hvíts verður veik. í 29. leik missir Friðrik af vinningsleið, b7—b5 og síðan (eftir Rc3) c4 og svartur vinn- ur mann (Rd5, Dh4(). Eftir þetta á Friðrik enn mikla vinningsmöguleika en tekur ranglega drottingakaup og vafasamt er hvort hrókenda- taflið verður unnið þrátt fjrrir það að Friðrik hefur peð yfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.