Þjóðviljinn - 23.08.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1952, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. ágúst 1952 — 17. árgangur — 188. tölublað iíiokkunnn! Fclagar! Gætlð þess að glata) ekli! flokksrétttndum vegrul vansklla. Greiðið því flokkíH gjöldln skilvíslega í byrjuq hvers mánaðar. Skrifstofan e* opln daglega kL 10—12 f. h. og 1—7 e. h. Stjómin, Gltesileg framtíðarsgn Þessi mynd er úr bandaríska tímaritinu Colliers og sýnir fram- hlið rússnesks blaðsöfuturns eftir að Bandaríkin hafa iagt Sovét- ríkin undir sig' í væntanlegu og langþreyðu stríði. I»á verða bandarísk tímarit prentuð á rússnesku, því jafnvel sigruð þjóð verður að fá menningu. Svona lita þau út á rússnesku, að ofan í'rá vinstri: News Week, Time, Life, Colliers og Pitcure Post. Glæsiieg framtíðarsýn!! JYif taldar líhur á stórrerh- föllutn í ttretlandi í hawst Samkomulagsumíeitanir fara út um þúfur Líkur eru nú taldar á því, að í haust muni koma til víð- tækra verkfalla í Bretlandi. Mörg stærstu verkalýðsfélögin hafa sagt upp samningum og krafizt verulegrar kauphækkunar, en atvinnurekendur hafa hingað til vlsað þeim öllum á bug. Olíuhringar hafa 800 millj. kr. ólög- mætan hagnað af olíusölu til Evrópu Fimm stœrstu oliuhringar Bandarikjanna bendlaSir v/ð máliS, málshöfSun fyrirskipuS Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að höfða mál gegn 5 bandarískum olíufélögum, sem selt hafa olíu til Evrópu- landa á marsjallsstyrk, á mun hærra verði en leyfilegt var. Hefur verið reiknað út að félögin hafi á þennan hátt haft ólögmætan hagnað sem nemur 50 milljónum doll- ara eða um 800 milljónum íslenzkra króna. Félög þessi eru öll meðal stærstu auðhringa Bandaríkj- anna, það eru Standard Oil of New Jersey, Standard Oil of California, Socony Vacuum, Gulf Oil og Texas Oil. Mál þetta hefur verið nokkuð lengi á döfinni. Félögin hafa haft þann sið að selja olíuna sem þau fá í Austurlöndum á sama verði og þá olíu sem unnin er við botn Mexíkóflóa. Olían í Austurlöndum er hins vegar mun ódýrari í fram- leiðsllu, meðal annars vegna ódýrara vinnuafls, og því var ætlazt til að kaupendur hennar Mál verkalýðs- leiðtoga tekið upp Mál níu grískra verkalýðs- leiðtoga, sem dæmdir voru til dauða í Aþeiiu fyrir f jórum ár- um fyrir þátttöku í borgara- styrjöldinni, verður nú tekið fyrir aftur. Dómunum hefur ekki verið fullnægt vegna mót- mæla sem borizt hafa hvar- vetna úr heiminum. í Evrópu fengju hana lægra verði en þá bandarísku. Undirnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur haft mál þetta til meðferðar undanfarið og samið skýrslu um rann- sóknir sínar. Lá hún fyrir þeg- ar í júní, en Truman forseti leyfði fyrst birtingu á skýrsl- unni í fyrradag. Auk þessara fimm banda- rifi'ku hringa eru brezku og hollenzku olíufélögin, Ensk-ír- anska olíufélagið og Shell flækt í málið. Egypzka stjórnin nú taiin vilja semja við Breta Sendiherrar Breta og Bandaríkjamanna ræða við Maher um varnarbandalag TUkynnt hefur veriö 1 Kaíró, að viöræöur brezka og bandaríska sendiherrans í Egyptalandi við Aly Maher forsætisráöherra hafi snúizt um þátttöku Egypta í .,varnarbandalaginu“ sem stofna á viö botn Miðjaröar- hafs. Naguib hefur lýst yfir aö Egyptaland muni fúst áö taka viö erlendri hernaöarhjálp ef á þaö yröi ráðist. Viðræð.ur Mahers og sendi- herranna eru þó taldar á byrj- unarstigi og enn allt óákveðið um hernaðarsamvinnu Egypta og Vesturveldanna. Það virðist þó augljóst eftir þeim fréttum sem borizt hafa upp 'á síð- kastið, að hinir nýju ráðamenn Egyptalands hyggja á samn- Fulltrúar verkamanna í skipa- og vélsmíði og skyldum iðngreinum í Englanai hafa að undanförnu rætt við atvinnu- rekendur um kauphækkunar- kröfu þeirra. Þeim viðræðum lauk í gær án þess að nokkurt samkomulag hefði náðst. Á sambandsþingi sínu höfðu verkarnenn ákveðið að halda fram kröfum sínum til streitu og leggja í verkfall ef atvinnu- °s rekendur héldu áfram að þver- skallast við þeim. Fulltrúar verkaipanna munu koma saman á fund 10. september til að ræða framkvæmd verkfalls. Fréttaritari handtekimi í Egyptalandi Roger Vaillant, fréttaritari L’Humanité, höfuðmálgagns franska kommúnistaflokksins og kvöldblaðsins Ce Soir í Par- ís, var í gær handtekinn al' egypzkri lögreglu I smábæ ein- uni við Nílarósa. Hann var fluttur í fangelsi í Kairó. I tilkynningu sem gefin var út um handtökuna var sagt, að Vaillant hefði verið á ólögmætum fundi með komm únistum: tveim lagaprófessorum stúdentum og landbúna'ðarverka mönnum. Þeir voru allir hand- teknir. Vaillant var rekinn úr Egyptalandi 1947- Hann kom þangað aftur skömmu eft- jr uppreisn Naguibs í sumar. Ejarni Ben. fyrirskipar „rannsókn út af frásögninni um atburðinn á Hótel Borg! Bjarni Ben. hefur falið sakadómaranum í Reykjavík rann- sókn á fregn Þjóðviljans 19. þ. m. um atburðiijii á Hótel Borg var Guðmundur Vigfússon, sem haft hefur umsjón með útgáfu blaðsins í sumar í fjarveru ritstjóranna beggja, kallaður fyrir Valdimar Stefánsson sakadómara í gærmorgun og þess farið á leit að hann gæfi ’upp heimildarmann blaðsins að fregninni. Að sjálfsögðu neitaði Guð- mundur að skýra frá naíni heimildarmannsins enda gef- ur það auga leið til hvers það leiddi ef leppstjórninni og embættismönnum hennar væru gefnir upp hvenær sern þeir óskuðu þeir Is- lendingar sem verða. sjónar- vottar að misfellum í fram- komu hernámsliðsins og skýrá síðan frá staðreynd- um. Hér á landi er t.d. fjöl- mennur hópur manna upp á lierliðið kominn með atvinnu sína auk þess sem öll fram- koma ísíenzkra stjórnar- valda einkennist af skrið- dýrshætti og þ.jónkun við liið erlenda ofbeldislið. Ættu blöðin að gefa upp heimild- armenn sína að atferli her- námsliðsins hverju sinni yrði það því til þess eins að fáir tækju þá áhættu á sig að skýra frá einstökum dæmum um framkomu þess. ðlun og algert einsdæmi að til slíks sé ætllazt af opin- berum stjórnarvöldum í hernumdu landi. ENGIN RANNSÓKN Á KEFLAVlKURFLUGVELLI Það sýnir líka glöggt hver alvaran er með rannsóknar- fyrirskipun Bjarna Ben. að engin rannsókn hefur verið fyrirs'kipuð á ástandinu á Keflavíkurflugvelli svo kunnugt sé, þar sem fullvíst má telja að uppsprettu eiturlyfjanna sé að finna. Eða dettur nokkrum í hug að eiturlyf janotkunin sem sífellt færist í aukana í Bandaríkjunum og er orðin þar stórkostlegt þjóðfélagsvanda- mál, fylgi ekki bandarískum her hvert sem hann leggur leið sína, og þá einnig til Islands? Það er vissulega engin til- viljun að notfkun eiturlyfja fær- ist hór ískyggilega í vöxt og einmitt með komu hernámsliðs frá landi þar sem eiturlyfja- notkun er meiri en í nokkru öðru ríkl veraldar og leynileg sala eiturlyfja rekin í svo stór- um stíl að segja má að stjórn- arvöldin fái ekki við neitt ráðið. Og að fyrirskipa rannsó'kn á einu tilteknu atviki um af- leiðingar þessa hér á landi er vitanlega alveg út í bláinn. Það sem þarf að gera er að fyrirskipa ýtarlega og sam- vizkusamlega allsherjarrann- sókn í höfuðstöðvum her- námsliðsins og gera ráðstafanir til að liindra frekari útbreiðslu þessa ófögnuðs. HVAÐ LÍÐUR ÚTBURÐAR- MÁLINU ? En úr því að Bjarni Ben. er farinn á flot með ,,rannsókn“, sem ætlað er að klekkja á Is- lendingum eða hvítþvo hina bandarísku vini hans, væri ekki úr vegi að þessi æðsti maður íslenzkrar réttargæzlu skýrði frá því hver niðurstaðan varð af „rannsókninni" á útburði fóstursins sem fannst á sínum tíma vafið innan í dagblað við hermannaskála suður á Kefla- víkurflugvelli. inga við Breta og er talið senni legt, að þeir leyfi Bretum her- setu áfram í Súez gegn aukinni hernaðar- og efnahagsaðstoð. Ódæðisverk framið á Skáni Hræðilegt ódæðisverk var framið á Skáni í Svíþjóð í gær. Maður nokkur myrti níu manns og hefur slíkt fjöldamorð ekki komið fyrir í Sviþjóð í heila öld- Morðinginn var ekki fund- inn í gærkvöld, en hans var leitað af miklum fjölda lög- reglumanna og voru allir veg- ir frá morðstaðnum lokaðir. Aðstoð við síldarútveginn Gefin hafa verið út bráða- birgðalög um ráðstafanir til aðstoðar síldarútvegsmönn- um vegna aflabrestsins á síldveiðunum í sumar, Sam- kvæmt þeim er stjórn hluta- tryg'gi ii gasjóðs heimilt að nota stofnfé síldveiðideildar sjóðsins sem er rúmlega 2,2 millj. kr. Ennfremur er rík- isstjórninni veitt heimild til að ábyrgjast 4 millj. kr. lán, er síldveiðideiklin tekur hjá þorskveiðideild sjóðsins. Tog arar, sem verið hafa á síld í sumar skulu njóta sömu bóta og bátar. Þessar ráðstaíunir eiga að gera útvegsmönnum 1'ært að greiða síldveiðisjómftnnum kauptrygg'ing'u þeirra, en fæstir bátanna hafa í sumar fiskað fyrir tryggingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.