Þjóðviljinn - 23.08.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1952, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. ágúst 1952 * <i 's**é*~ f: ( Látið okkur annast hreinsun á fiðri og dún úr göral- um sængur- fötum. Fiðurhreinsun Hveríisgötu 52 Frönsk mynd . Framhald a£ 8. síðu. an af bollaleggingum Sartre er sú að enginn maður skuli telja sér neitt óviðkomandi. Spáný sannindi það. Þvínæst kemur eínn skemmtilegasti þáttur myndarinnar, heimsókn til líf- eðlisfræðingsins Rostand. Þar kemur. vel í ljós hvílik gull- náma kvikmyndin er í fræðslu um lífeðlisfræði, og ber þar margt merkilegt fyrir augu og fróðlegt. Við komum til Le Corbusiers í byggingu lians í Marseilles, sem markar timamót í bygg- ingarlist 20. aidarinnar og er enn 1 smíðum. Corbusier leggur niður fyrir okkur hin einföldu sjónarmið hinnar hagnýtu bygg ingarlistar, byggjum ekki burt náttúrunni, og ættu allir að geta skilið nema kannske obbinn af íslenzkum arkitektum. Kvik- myndin fylgir vel hugrenning- um Corbusiers. Þvinæst kom- um við til Picasso og sjáum hann vinna að leirkerasmíði, og svipmyndir af nokkrum verk um lians. Þá er lítt skiljanlegt viðtal við André Gide, þar sem sá gáfaði böisýnismaður leikur grínfígúru og ekkert á lion- um að græða. Margt fleira ber á góma varðandi jörðina, tæknina og mannlífið. Atómöldin verður annaðhvori . frelsun okkar •eða tortíming, og er það sýnt af miklu raunsæi og tækni. Myndin er afburðavel gerð og frumleg, en það er engin til- raun gerð til að svara hinum 'brennandi spurningum er fram 'koma í henni. Hún er merkilegri sem kvik- mynd en það þjóðfélagsfyrir- 'bæri, sem henni er ætlað að vera.. Músikin er samin af Danius Milhand, sem er heimskunnu" þjó að hann sé lítt þekktur hér. Þcir sem hafa áliuga á að sjá eitthvað nýtt og sem þrátt fyr- ir alit rís uppúr kvikmynda- flatneskjunni sem við eigum að venjast, ættu að sjá þessa mynd. Hún sannar okkur að kviKmyndin ér ekki dauð. BAKDARlSK HARM&AGA THEODORE DREISER mtt 241. DAGUR lengingu málsins og verjendur gætu engu að síður fengið næg- an tíma til undirbúnings. Auk þess væri það hlutverk forseta liæsta'réttar að skera úr deilumálum eins og þessu. Og af þessu leiddi að boðaður var sérstakur fmidur hæstaréttar undir for- ustu Fredericks Oberwaltzer. Og þegar Mason fór á fund hans og fór fram á að hann ákvæði hvaða dag rétturinn kæmi saman, var dagurinn ákveðinn fimmta ágúst. Og nú áttu Belknap og Jephson ekki annars úrkosta en að ganga á fund Obervvaltzer, sem var demókrati og átti stöðu sína að þakka fyrrverandi fylkisstjóra og fara þess á leit að málið yrði tekið fyrir á öðrum stað, vegna iþess að ógerningur væri að finna tólf menn 1 næsta nágrenni, sem væru ekki nú þegar andvigir Clyde og sannfærðir um sekt hans, vegna yf- irlýsinga Masons. „En hvert viljið þér fara?“ spurði Oberwaltzer dómari, sem var sæmilega hlutlaus. „Þessar sömu fréttir hafa alls staðar verið birtar.“ „En herra dómari, þessi glæpur, sem saksóknarinn hefur ver- ið önnum kafinn við að margfalda —“ (Mason mótmælti lengi og ákaft). ,,En við staðhæfum samt sem áður“, hólt Belknap áfram, „að almenningur hafi verið afvegaleiddur og æstur upp að óþörfu. Það er ek’ki hægt að finna tólf menn sem verða sanngjamir i dómum gagnvart þessum manni.“ ,,Þvættingur,“. hrópaði Mason reiðilega. „Endemis vitleysa. Blöðin hafa sjálf safnað og birt miklu fleiri sannanir en ég. Það eru sjálfar staðreyndirnar sem liafa orsakað hlutdrægni almenn- ings, ef hægt er að taka svo til orða. Og ef ætlunin er að taka þetta mál fyrir í fjarlægu hóraði, þegar meirihluti vitnanna er búsettur hér, þá bakar það sveitarfélaginu óheyrilegan kostn- að, sem það getur :Uls c-kki staðið undir.“ Oberwaltzer dómari var athugtill og siðavandur, hægfara og smásmugulegur og honum va.r næst skapi að samsinna hon- um. Og að fimm dögum liðnum, sem hann hafði notað til að hugsa lítið eitt um málið öðru hverju, ákvað hann að banna að málið yrði tekið fyrir annars staðar. Og síðan ákvað hann að málið yrði tekið fyrir hinn fimmta október (þá fengju verj- endur nægilegan frest til að byggja upp vöm sína), og dró sig síðan í hlé þ'clð sem eftir^var sumarsins í sumarbústað sinn við Bláfjallavatn, og þangað gátii bæði sækjendur og verjendur leitað til hans ef þörf gerðist. En þegar Belknap og Jephson tóku að sér vörnina, áleit Ma- son, heppilegast að gera ítrekaðar tilraunir til að afla frekari sannana um sekt .Clydes. Hann óttaðist Jephson engu síður en Belknap. Og þess vegna hélt liann nú til Lycurgus ásamt Bur- * < I ... * • - ton Burleigh og Earl Newcomb, og meðal annars fékk hann eftirfarandi upplýsingar: 1) hvar Clyde liafði keypt myndavél- ina; 2) að þrem dögum áður en hann fór til Big Bittern hafði hann sagt við frú Peytan að hann ætlaði að hafa myndavélina meðferðis og þyrfti að kaupa í hana filmur; 3) að kaupmaður nokkur að nafni Orrin Short hefði verið kunnugur Clyde og fjórum mánuðum áður hefði Clyde leitað ráða hjá honum í sam- bandi við barnsliafandi konu eins verkamannsins — og enn- fremur (þetta sagði hann Burton Burleigli í mesta trúnaði) hafði hann bent Clyde á læ'kni að nafni Glenn í nágrenni Glov- ersville; að Glenn læknir þekkti Róbcrtu af myndum sem lion- um væru sýndar og hann mundi hvemig henni hafði verið inn- anbrjósts og hvaða sögu hún hafði sagt honum — en sú saga varpaði hvorki skugga á Clyde né hana sjálfa, svo að Ma- son ákvað að minnast ekki á hana fyrst um sinn. Og lcks eftir ákafa og æðisgengna leit tókst þeim að finna manninn í Utica, sem selt hafði Clyde stráhattinn. Meðan Bur- ton,Burleigli dvaldist í Utica birtist mynd af honum í blöðun- unum ásamt mynd af Ciyde og af tilviljun sá kaupmaðurinn myndina og náði sambandi við Mason, síðan var vitnisburður hans vélritaður, kaupmaðurinn sór og Mason bætti þessu í sannanasafh sitt. Við þetta bættist, að sveitastúlkan sem liafði verið samskipa Clyde á Cygnus og tekið eftir Clyde um borð, skrifaði Mason og sagðist minnast þess að hann hefði verið með stráhatt og hann hefði farið í land í Sharon og þessi vitnisburður stóð heima við framburð skipstjórans og Mason taldi vist að for- lögin væru sér hliðholl. Síðast en ekki sízt kom bróf frá konu, sem búsett var í Bedford, Pennsylvaniu, og hún skýrði frá því að 3. trl 10. júlí hefði hún og maður hennar legið í tjaldi á austurströnd Big Bittem. Og þegar þau voru að róa á vatn- inu 8. júlí, um sexleytið, liafði hún heyrt hróp, sem líktist neyðarópi konu eða stúlku — skerandi örvæntingaróp. Það heyrðist óljóst og virtist koma frá sunnanverðu vatninu, hand- an eyjunnar þar sem þau vóru að veiða. Mason ákvað að steinþegja um þessar upplýsingar, og einnig um myndavélina, filmumar og afbrot Clydes í Kansas City, þangað til drægi að réttarhöldunum og verjendur liefðu engin tækifæri til að afla sér upplýsinga og afsanna mál hans. En Belknap og Jephson æfðu hinsvegar Clyde í að afneita öllu og byggja neitun sína á hinni undarlegu breytingu, sem komið hafði yfir liann við Grasavatn, og gefa réttu skýring- ima á liöttunum tveim og ferðatöskunni, að öðru leyti fannst þeim litið hægt að aðhafast. Að vísu vom bnínu fötin á botni Fjórða vatns hjá Cranston landsetrinu, en eftir nokkra leit tókst sakleysislegum veiðimanni að ná þeim upp úr og nú héngu þau hrein og pressuð í slkáp í skrifstofu Beiknap og Jephson. Ennfremur var myndavélin á botni Big Bittem og mikil leit var gerð að hemii án þess að hún fyndist — og af því dró Jeph- son þá ályktun, að Mason hefði náð vélinni og hann ákvað að minnast á liana við fyrsta tækifæri við réttarhöldin. En á- kveðið var að Clyde ætti að neita því að hafa slegið hana með myndavélinni, jafnvel óviljandi — þótt þeir hefðu grafið upp lík Róbertu í Biltz og komizt að þeirri niðurstöðu að ávei’kamir á andliti hennar komu nokkmn veginn heini við stærð og lög- im myndavélarinnar. Þeir bám lítið traust til Clydes sem vitnis. Nú átti hann að segja frá öllu sem gerzt hafði, og yrði hann iþá nægilega hrein- skilinn, opinskár og sannfærandi til að telja kviðdómnum trú um að liann hefði slegið hana án þess að vita af því sjálfur? Aðalatriðið var hvort kviðdómendur tryðu honum, hvað sem öllum áverkum liði. Og ef frásögn hans um þetta óviljahögg yrði —oOo—- —oOo' " -- • oOo— —oOo— —oOo— —-oOo~ —-oOo-—■ BARNASAGAN Abu Hassan hinn skrýtni ríía sofandi vakinn 31. DAGUR þegar þú varst hérna í íyrra skiptið og mér til ó- hamingju gekkst írá dyrunum ólæstum; þessi kona sat hjá mér um kvöld yfir víndrykkju og kunni hún að syngja og leika á hljóðfæri, skemmtileg var hún í tali og hafði ekki hugann á öðru en að þóknast mér og gera mér glatt í geði. Já, mér er nær að halda að ég gæti lagt einlægan ástarhug á slíka konu, og mundi ég geta_or<5ið sæll af sambúð hennar. En hvar finnst slík kona., nema í höll öiottiiLs rétttrúaðr.a manna, eða hjá stórvezírnum Gíafar og hinum helztu gæðingum í hirðinni, sem hafa offjár og geta keypt hvað dýru verði sem vera skal? Eg held mér við pyttluna; það er ódýrari skemmtun og hana get ég veitt mér eins vel og hinir!" Að svo mæltu tók hann bikar sinn, hellti á hann og skoraði á gest sinn, að taka þátt í þessari sælu nautn með sér. En er þeir höfðu drukkið, segir kalífinn: „Mikill hörmungar skaði er það, að þú skulir lifa í slíkum einstæðingsskap, svo prúður maður og þar til ekki, frábitinn ástum". „Ekki verður mér það um skap", anzaði Abú Hassan, „að kjósa fremur þetta rósama líf, heldur en að búa saman við konu, sem kannski væri ekki svo fríð, að hún félli mér í geð, og þar fyrir utan gerði mér ótal sinnum illt í skapi með duítlungasemi og öðrum ókostum". Voru þeir nú alllengi að tala um þetta, en er kalífinn sá að Abú Hassan var orðinn svo á sig kominn sem hann ósk-. a'ði, tók hann þannig til máls: „Láttu mig nú bara sjá fyrir þessu; fyrst þú ert konuvandur, eins og all- ir góðir menn ,þá skal ég vera bér úti um það, sem þér leikur huaur á, og skaltu sjálfur ekki þurfa íyr- ir því að hafa". Því næst tók hann ílöskuna og bilc- ar Abú Hassans og fleyaði í hann með miklum fim- leik nokkru af svefnduftinu, hellti síðan á hann og rétti Abú Hassan $vo mælandi: „Drekktu nú fyrir- fram minni konunnar fögru, sem verða mun þér til yndis og sælu; þú munt verða ánægður með hana". Abú Hassan tók hlæjandi við bikarnum, hristi höf- uðus og mælti: „Jæja þá! Verði það til hamingju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.