Þjóðviljinn - 12.09.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1952, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. sept. 1952 — 17. árgangur 204. tölublað Fasistísk áráts á verkalýðssamtökin Formaður, varaform. og frúnaðarmaður Félags járnlðnaðarmanna reknir úr vinnu í Héðni Samstarfsmenn á vinnustað, Oagsbrún og mörg önnur verkalýðsfélög krefjast þess að þremenningarnir verði þegar teknir aftur í vinnu Brottreksturinn árás á verkalýðssamtökin, sem þau eru staðráðin í að hrinda , , , Felag jarmðnaðarmanna krefst þess að þremenningarnir verði teknir aft- ur. Telur brottreksturinn ógnun við verkalýðssamtökin Furðulegar og óvæntar uppsagnir áttu séi stað í vélsmiðjunni Héðinn s.I. mánudag. Forstjórí Héðins, Sveinn Guðmundsson, sagði samtímis upp formanni Félags járniðnaðarmanna Snorra Jónssyni, varafor- ntanni félagsins Kristni Ág. Eiríkssyni og tmnaðar- manni íélagsins í smiðjunni Jónasi Hallgrímssyni. ! uppsagnartilkynningunni er engin ástæða til- greind eða sakir og er hér því beinlínis um fasist- íska árás á Félag járniðnaðarmanna að ræða og þá jafnframt á verkalýðssamtökin í heild. Uppsagnir þessar vöktu þegar almenna reiði og sfrax daginn eftir héldu járnsmiðir í Héðní fund og Félag járniðnaðarmanna um kvöldið og mótmæltu báðir íundirnir harðlega hinum tilefnislausa broff- rekstri og kröfðust þess að þremenningarnir væru strax teknir í vinnu. Bæði járnsmiðir í Kéðni og Félag járniðnaðar- manna kusu nefndir til að bera fram við forstjór- ann. Svein Guðmundsson, kröfu sína um að mennirni? væru teknir aftur, en forstjórinn hljópst á brott úr bæn- um og þegar náðist símas&mband við hann í gær neifaði hann að ræða við nefndina, en mun hafa séð sig um hönd undir kvöldið, en þá Iéf hann nefndina vita að hann kæmí kannski í bæinn í dag og væri reiðubúinn til viðtals. „Fundur haldinn í Félagi járniðnaðarmanna þriðju' daginn 9. september 1952, mótmælir harðlega þeirri til- hæfulausu uppsögn þriggja starlsmanna í Vélsmitjr unni Héðni h. f.,, sem alíir er'u triínaðarmenn Félags járniðnaðarmanna, þeirra Jónasar Hallgrímssonar, Krist- ins Ág. Eiríkssonar og Snorra Jónssonar. Fundurinn lítur á þessar uppsagnir sem ógnun gagnvart Félagi járniðnaðarmanna og öðrum verkalýðsfélögum í landin’u og krefst þess að þeir verði tafarlaust teknir aftur til vinnu“. Hinir brottreknu Forstjóri Hcðlns Dagsbrún og mörg önnur fé- lög hafa þegar mótmælt þess- um tilefnislausa brottrekstri tveggja aðalforustumanna fé- lagsins og trúnaðarmanns á vinnustaðnum, og telja brott- rekstur þeirra árás á verka- lýðssamtökin almennt, sem Jiau verði að hrinda með mætti samtaka sinna. Fyrirvaralaus uppsögn Þegar vinnu var hætt í Héðni s.l. mánudag var fyrrgreindum þrem mönnum formanni Fé- lags jámiðnaðarmanna, Snorra Jónssyni, varaformanni félags- ins, Kristni Ág. Eiríkssyni og trúnaðarmanni fólagsins Jónasi Hallgrímssyni hverjum um sig fengið svohljóðandi bréf: VíÉ!LSHil!Ð>IAN HÉCMINN ýÉLAVERZLUN ; „Hér með er þér sagt upp atvinnu í Vélsmlðjunni Héðni h. .f frá deginum í dag að telja. Ógohlið kaup kr. 392,93 fylg- ir hér með, ásamt kaupi fyrir tvær næstu vikur kr. 1623,24, |»ar sem óskað er eftir að þetta sé síðasti vinnudagur þinn hjá fyrirtækinu. Vélsmiðjan Héðinn h. f. Sveinn Guðmundsson“ Ástæður fást ekki tilgreindar. Þar sem engar ástæður voru tilgreindar gengu tveir hinna brottreknu á fund forstjórans Sveins Guðmundssonar og ósk- uðu þess að hann tilgreindi á- stæðu fyrir uppsögnunum, en forstjórinn fék'kst ekki til að tilgreina neina ástæðu, enda engum kunnugt að þremenning- ar þessir hafi neitt til saka unnið. Hafa unnið frá 14 til 19 ár í Héðni. Að uppsagnir þessar eiga ekkert skylt við uppsagnir úr hlaupavinnu sést bezt á því að trúnaðarmaður Félags járniðn- aðarmanna, Jónas Hallgríms- son, hefur unnið J _ Héðni 19 ár, Kristinn Ág. Eiríksson 14 ár og Snorri Jónsson 17 ár. Að íormanni, varaformanni og trúnaðarmanni járniðnar- mannaféllagsins er ölluin sagt upp samtímis sýnir greinlega að hér er ráði/.t á stéttarfélagið með fólskulegum hætti — og uppsagnirnar bæði brot á samn- ingum félagsins og vinnulög- gjöfinni. Járnsmiðir mótmæla Jámsmiðasveinar sem vinna í Héðni héldu fund daginn eftir. — Voru mættir á fund- inum flestir starfsmenn Héð- ins sem eru innan Félags járniðnaðarmanna, og sam- þykktu þar einróma eftirfar- andi: „Við undirritaðir sveinar, sem vinnum í Vélsmiðjunní Héðni h.f. mótmælum tilefn- islausri uppsögn þriggja starfsmanna fyrirtækislns, þeirra Jónasar Hallgrímsson- ar, Kristins Eiríkssonar og Snorra Jónssonar. Jafnframt ákveðum \ið að kjósa 3ja manna nel'nd til að vinna Framhald a 8. síðu. SNOBBI JÓNSSON formaður Félag;s járniðn- aðarmanna KBISTINN ÁG. EIBIKSSON varaformaður Félags jám- lðnaðai-manna JÓNAS HALEGBIMSSON trúnaðarmaður Félags járn- iðnaðarmanna Dagsbrún krefst að mennirnir verði tafarlausi teknir aftur — Heitir járnsmiðunum stuðníngi Stjórn Dagsbrúnar sendi Félagi járniðnaðarmanna daginn eftir brottreksturinn eftirfarandi bréf: Á fundi í stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem lialdinn var í dag, var eftirfarandi álykfun sam- þykkt einróma og jafnframt að hón skyldi send félagi ykltar og forstjóra Vélsmiðjunnar Héðiits: „Stjórn 1 Verkamannafélagsins Dagsbrún mótmælir mjög eindregið hinum tilefnislausu uppsögnum á þrem- ur trúnaðarmönnum Félags járniðnaðarmanna er for- stjóri Vélsmiðjunnar Héðins framkvæmdi 8. þ. m. Stjórnin telur brottrekstiir þessara manna tilræði við stéttarfélag þeirra og verkalýðshreyfinguna seni heild og krefst því að þeir verði tafarlaust aftur ráðnir til starfa sinna. Stjórnin heitir hinum ofsóttu stéttarfélögum og Félagi járniðnaðarmanna öllum þeim stuðningi er Da.gsbrún getur í té látið svo ofsókn, þessari verði hrumli.ð með fullum sigri samtakanna“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.