Þjóðviljinn - 12.09.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1952, Blaðsíða 6
G) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. sept. 1952 ASvaranir Sósíal- istaflokksins Framhald af 3. síðu. sína með því að ákalla Valtý og segja: Elsku besti Valtýr xmnn, ’kallaðu mig ekki komm- únista, ég er alveg eins mikið é móti ótætis Moskvaagentun- um og þú, — hann þolir ekki leiigi við í baráttunni fyrir Islandi. Sumir halda ef til vill að iBolsagrýlan sé eitthvað bráð- nýtt. Því fer fjarri. Fram að 1917 voru sósíalistar í áróðri auðvaldsins að vísu alltaf „landráðamenn" og „útsendar- ar andskotans", en eftir bylt- inguna í Rússlandi hafa þeir alltaf verið „útsendarar Rússa". 1921, þegar Jón Baldvinsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, söng íhaldið um Alþýðuflokk- iim: „Fram til orustu B-lista- ibræður, Bolsé\úkkar og skræl ingjaþý." — Og auðvitað er ÍBevan núna ekkert annað en agent Stalíns. Það var Frank lin D. Roosevelt líka sem kunn- ugt er öllum, sem lesa góð amerísk íhaldsblöð. Þeir fslendingar, sem ætla að taka höndum saman um að bjarga Iandi og þjóð á mestu hættutímum þess, þurfa fyrst og fremst kjark. Þeir þurfa að þora það að berjast með öllum, scm vilja forða fslandi úr heli- greipum ameríska hervaldsins. Og þeir mega ekki láta gem ingahríð afturliaJdsins villa sér sýn. Það er ekki til neins að krjúpa og biðja þffurhaldið vægðar. Það hlakkar bara í þrenningunni, ef hún finnur að menn kippast við af að vera bremiimerktir sem bolsar. Það brennimerki landráða- lýðsins, sem selt liefur sál sína og heldur að sál Islands hafi fylgt með i kaupunum, er heið- uramerki fyrir livern ærlegan Islending. P: I Eftlr BANDAKlSK KARMSAGA THEODORE DREISER v -r. 257. DAGUR 'I t;l Minningarorð Framhald af 3. síðu. njenna. Guð . styrjki þau öll þessa erfiðu daga. Að síðustu: Faf ríu vel" Eggért og þökk fyTir drenglund og veittar á- nægjustundir. VLnur. í dag verður til grafar bor- inn Eggert Davíðsson, Nesveg 65. Eggert varð ungur að fara að vinna, enda frábær dugnað- ar- og atorkumaður. Hann ibyrjaði í sjómennsku á opnum foátum, síðan á þilskipum og togurum. Hann var mjög eftir- sóttrir vegna dugnaðar síns og prúðmannlegrar framkomu, alltaf fullur brennandi áhuga, að - hvaða verki sem hann gekk, þar til hann kenndi sjúk- dóms þess er dró hann til dauða. En ekki brast kjarkur- inn heldúr þá, því hann bar "þrautir sínar með fádæma þreki þó hann fyndi að hverju stefndi, Við vinir hans sem sitj- um nú hljóðir eftir burför hans, eigum ekki heitari ósk til, en foænir okkar megi fylgja honum til fyrirheitna landsins. — En konu hans og bömum færum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur og óskir um áð þeim megi auðnast styrkur til að græða hið mikla skarð, er höggvið var í vinahópinb. Óskar Pálsson. Auglýsið í ÞióBvilianum hrópaði strax „Jósep Frazer," og þá kom í vitnastúkuna kaup- maður, sem verzlaði með íþróttaáhöld, myndavélar og fleira og hann skýrði frá því að dag nokkurn — á tímabilinu frá fimmt- ánda maí til fyrsta júní — hefði Clyde Griffiths, sem hann þekkti í sjón og vissi hvað hét, spurt eftir myndavél af ákveð- inni stærð með tilheyrandi þrífættum standi, og hann hefði loks ákveðið að kaupa Sank vél 3Ví> sinnum 5y2, sem átti að greiðast með afborgun. Og eftir nákvæma rannsókn á tölnm sem fundust á mjmdavélinni og standinum og í bókum hans, þckkti hann fyrst myndavélina sem honum var sýnd og síðan gula standinn og staðhæfði að þetta tvennt hefði hann selt Clyde. Og Œyde rétti úr sér með óttasvip. Þá höfðu þeir einnig fundið mjmdavélina. Og hann hafði haldið því fram, að hann hefði ekki verið með myndavél. Hvað myndu kviðdómendur og dómarinn og áheyrendur álíta, fyrst hann hafði logið nm þetta? Skyldu þeir trúa sögu hans um hugarfarsbreytingu eftir þessar sannanir fyrír þvi að hann hafði farið með lygar í sambandi við lítilfjörlega myndavél ? Það hefði verið betra að játa undir eins. Meðan hann var að velta þessu fyrir sér kallaði Mason á Simeon Dodge, ungan bílstjóra úr skógarhéruðunum, sem skýrði frá þvi að hinn sextánda júlí hefði hann ásamt John Pole, sem hefði náð líki Róbertu upp úr vatninu, ’kafað margsinnis niðrn- í vatnið samkvæmt beiðni sækjandans og loks hefði honum tekizt að finna myndavél. Og Dodgé þekkti að það var sama mynda*- vélin og sýnd hafði verið í réttinum. Og svo komu allir vitnisburðirnir um filmuna, sem ekki hafði verið getið um áður og fundizt hafði í vélinni; hún hafði verið framkölluð og lögð fram sem sönnunargagn. Það voru tvær myndir af konu sem var óneitanlega Róberta og tvær skýrar myndir af Clyde. Belknap gat ekki vófengt sannleiksgildi þeirra né fengið þær ógiltar sem sönnunargögn. Svo var kallað á Floyd Thurston, einn gestanna hjá Cran- stonfólkinu í Sharon hinn átjánda júní — þegar Clyde kom þangað í fyrsta skipti — og hann sagði frá því, að við það tækifæri hefði Clyde tekið allmargar myndir með myndavél sem var lík vélinni, sem honum var sýnd, en vitnisbúrður hans var ekki tekinn gildur af því að hann gat ekki sannað að það væri sama vélin. Á eftir honum kom Edna Patterson, stofustúlka á hótelinu við Grasavatn, sem vann eið að því, að hún hefði komið inn í herbergi það sem Clyde og Róberta hefðu dvalizt í um nóttina, og þá hefði ,Clyde verið með myndavél í hendinni sem var af sömu stærð og eins lit og myndavélin sem henni var sýnd í réttinum. Um leið hafði hún séð standinn. Og í kynlegri undr- unarleiðslu mundi Clyde eftir því að þessi stofustúlka hafði komið inn í herbergið og hann furðaði sig á hinni undarlegu staðreyndakeðju sem hægt var að byggja upp með vitnisburði fólks íir ölliun áttum að svo löngum tíma liðnum. Og á eftir henni en ekki sama daginn og við hávær mótmæli Belknaps og Jephsons, voru læknamir fimm leiddir fram, sem Mason hafði sótt, þegar lík Róbertu var nýkomið til Bridge- burg, og þeir unnu eið að því að áverkamir á andliti og höfði hefðu nægt til að rota hana, svo veikburða og lasin sem hún var. Þeir fullyrtu, að eftir tilraunir sem gerðar voru á lungum ungu stúlkunnai’, mætti líta á það sem fullsannað að húu hefði verið á lífi, þegar hún kom í vatnið, þótt hún hefði ef til vill verið meðvitundarlaus. En í saxnbandi við vopnið, sem hún hafði verið slegin með, gátu þeir aðeins sagt, að það hefði ekki verið oddhvEisst. Og engar spurningar Belknaps og Jephsons gátu fengið þá til að viðurkenna að höggin hefðu verið svo létt að hún hefði ekki misst meðvitund við þau. Þyngsta höggið hefði verið á hvirfilinn og það var blóðstorka yfir sárinu. Myndir voru lagðar fram sem sönnuðu þetta allt. Á þessari örlagaríku stund, þegar áheyrendur og kviðdómend- ur vom í mikilli geðshræringu, voru lagðar fram myndir af Róbertu, sem teknar höfðu verið þegar likið hafði verið til rannsóknar hjá Heit, læknunum og Lutz-bræðrum. Sannað var að stærð áverkanna hægra megin á andlitinu svaraði stærg- inni á hlið myndavélarinnar. Síðan var kallað á Burton Bur- leigh og hann vann eið að því að hann hefði framan á mynda- vélinni fundið tvö hár sem líktust hárinu á höfði Róbertu — að minnsta kosti reyndi Mason að sanna það. Og eftir margra. klukkutima þvarg og deilur, sleit Belknap, sem var orðinn æstur og taugaóstyrkur yfir öllum þessum sönnunum, ljóst hár úr höfði sínu og spurði kviðdómendur og Burleigh, hvort þeir þyrðu að fullyrða að eitt hár úr höfði manns gæti gefið upp- lýsingar um háralit hans, og hvort þeir tryðu því í raun og veru að hárin væru af höfði Róbertu. Svo kallaði Mason á frú Rutger Donahue, sem með ró og stillingu sagði frá því, að hún og maður hennar hefðu að kvöldi hins áttunda júlí milli hálf sex og sex, þegar þau vom nýbúin að tjalda skammt frá Mánavík, farið út að veiða, og þegar hún var stödd um það bil kílómetra frá ströndinni og á að gizka fjögur hundmð metra frá skógi vaxna tanganum sem lá að Mánavík að noi'ðanverðu, hefði hún heyrt neyðaróp. „Sögðuð þór að klukkan hefði verið milli hálfsex og sex?" „Já.“ ,,Og hvaða dagur var?“ „Áttundi júlí." „Og hvar voruð þér staddar nákvæmlega ?“ „Við vomm stödd----“ „Ekki við. Hvar voruð þér sjálf stödd?“ „Ég reri yfir stað, sem ég hef síðar fengið að vita að kail- aður er Smithvílc, ásamt manni mírium." „Einmitt það. Viljið þér segja frá því sem gerðist." „Þegar við vorum úti á miðri víkirmi heyrði ég óp.“ „Hvers konar óp?“ „Það var skerandi — eins og kvalaóp — eða skelfingaróp. Það var s’kerandi óhugnanlegt óp.“ Nú var komið með mótmæli með þeim árangri að síðustu setningunni var sleppt úr réttarbókimum. „Hvaðan kom það?“ „Langt að. Frá skóginum hinum megin við þessa skógar- rönd ?“ „Nei.“ .oPo * .oOo 1 oOo " oOo — * oOo—— oOo... oOoi * BARNASAGAN Abú Hassan hinn skrýtni eSa s ofandi vakinn 46. DAGUR til að varpa mér fyrir fætur yðar hátignar? Guð lengi lífdaga yðar, lotningarverða-drottning! Hann láti yður njóta fullkominnar heilbrigði og lifa far- sællega í mörg ár. Æ, hann Abú Hassan, vesaling- urinn hann Abú Hassan, sem þér sæmduð með mildi yðvarri, sem þér og drottinn rétttrúaðra manna gáfuð mér til eiginmanns, hann Abú Hassan er dáinn." ' -" - • '• • Að svo mæltu hljóðaði Núshatúlavadat og grét hálfu ákafara en áður og fleygði sér að nýju fram fyrir fætur drottningarinnar, sem heldur en ekki varð bilt við þessa harmsögu. ,,Er hann Abú Hass- an dáinn?" kallaði hún upp, ,,hann, sem var svo stálhraustur, gamansamur og skrítinn. Sannarlega bjóst ég ekki við því, að ég skyldi svo fljótt heyra lát slíks- manns, sem virtist hljóta að verða miklu eldri, og var þess allra manna verðastur.” Féll henni það svo sárt, að hún grét, og ambáttirnar, sem viðstaddar voru og oft höfðu séð Abú Hassan hinn skrítna á vildarmanna fundum hjá kalífanum og Sobeide, sýndu það og með tárum sínum, að þær samhryggðust. En er þær allar í langan tíma höfðu grátið hinn framliðna mann, kallaði Sobeide til ekkjunnar, sem þóttist vera, og mælti: ,,Þú hin vonda kona! Þú ert, ef til vill, völd að dauða hans. Hver veit nema þú hafir bakað honum svo miklar skapraunir, að bað hafi loksins orðið bana- mein hans?” Núshatúlavadat lét eins og sér sárnaði mjög sakargift þessi og svaraði: „Æ, ég hélt, að ég allan bann tíma, sem ég naut þeirrar hamingju, að þjóna yðar háíign, hefði aldrei gefið yður neina átyllu til að ætla mér svo illt atlæti til þess manns, sem ég hafði svo óumræðilega ást á. £g bættist þá vera allra kvenna ógæfusömust, ef þér í alvöru væruð þeirrar trúar. Ef hann sjálfur lifði,. þá mundi hann réttlæta mig í augum yðar hátignar,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.