Þjóðviljinn - 14.10.1952, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 14. október 1952
Léttara li|a!..
Framhald af 3. síðu
Vill, og f jölskyldubætur eru sóma-
eamlegar .... Um kynvillu heyrði
ég bara ósiðlega sögu — þegar
herferðin gegn henni stóð sem
hæst fyrir stríð var maður gerður
útlægur frá Moskva þangað til
hann lcvæntist. Hann kom til baka
með eiginkonu og kærði hana
þegar í stað fyrir að hafa snjitað
sig. Engar vændiskonur eru sjáan-
legar. Engir kossar á almanna-
færi, það er meira að segja fá-
títt að sjá pör haldast í hendur.
KI
T
^Hvílíkan skaða gera ekki blöð
beggja aðila sínum eigin málstað!
Hleypidómar mínir áttu upptök
sín í rússneskum ritum á ensku,
þar sem sovétborgaranum er lýst
eins og hann sé þumbaralegur
sjálfbirgingur, sem hafi ekki á-
huga á neinu nema framleiðslu-
magni á einstakling (það giaddi
mig að sjá að í blöðunum í
Moskva eru nútima leikritahöfund-
arnir gagnrýndir fyrir einmitt
þetta), einlægni drepin með á-
róðri og heilbrigð skynsemi lcæfð
í bókstafstrú. Fyrir sitt leyti hafa
blöð á Vesturiöndum málað í hug-
um Rússa mynd af blóðþyrstum,
heimskum ruddum, sem mun taka
ókkur langan tima að eyða. Hlust-
unarskllyrðl. Vinkonu minni finnst
það sjálfsagt að hlusta á B.B.C.
á ensku. B.B.C. á rússnesku er
truflað í Moskva en hún átítur
að sendingarnar heyrist vel utan
borgarinnar. Hún lokar fyrirRödd
Ameriku, finnst hún of heimsku-
leg og óhrjá'eg til að vera fyndin,
en þegar B.B.C. fer að ræða mál-
efni eins og skapgerð Rússa ætiar
hún að springa af lilátri. Friðsam-
leg sambúð. Auðvitað er ekki
hægt að bera fram nein fullgild
sönnunargögn um slíkt atriði, en
ég drekk í mig hvar sem ég fer
þá sannfæringu að menn í Sovét-
ríkjunum hafi ekki minnstu löng-
un til að gera okkur sáluhólpin,
hvorki moð orðum né sverðum.
Ef hægt væri að sannfæra þá í
eitt skipti fyrir öll um að við
munum láta þá í friði, væri þeim
sönn ánægja að sjá okkur fara
til fjandans á eigin spýtum. Ef
kommúnistarnir hjá okkur eru á
annarri skoð.un skjátlast þeim
illa.
Vaki
Pramh. af 5. síðu
rós. Kurt Zier skrifar um Skólr.
auu í Óðinsskógi.
Annað efni í ritinu er: Banda-
rdkjamaður lýsir þjóð sinni, eft-
ir Harold Miller — greinin er
skrifuð fyrir VAKA. Önnur
grein i heftinU er einnig skrif-
uð sérstaklega fyrir ritið:
Kvikmyndalist, skrifuð af
Thomas Milne, ungum Breta.
Þá eru ótaldar þessar grein-
ar: Dagbókarbrot eftir Poul
la • Cour; Öll gæzla hefur á
sér svip styrja’dar eftir Mont-
aigne og Shakespeare, eftir A.
M. Cain. Loks er svo Flugur,
dæmisaga úr dag’ega lífinu,
eftir Thor Vilhjálmsson.
Ritstjórar VAKA eru fjórir
ungir náms- og listamenn, Þor-
kell Grimsson, Wolfang Edel-
stein, Þorvarður Ilelgason og
Hörður Ágústsson. — Það mun
vera í fyrsta sinni að ritstjórn
tímarits hefur aðsetur bæði í
Revkjavík og París.
Otgefandi VAKA er Helga-
fell.
Námskezð í norsku
, Norski lektorinn við Háskóla
íslands, Ivar Orgland. hefur í
vetur námskeið í norsku fyrir
álmenning í háskólanum. —
Kennslan er ökeypis.
Væntaniegir nemendur errt
beðnir að koma til viðtals við
Kennarann n. k. briðiudag. 14.
þ. an. kl. 8 e.'h. í IV. kennslu-
stc-fu háskólans.
229, DAGUR
hafið þér haldið á myndavélinni sem þér höfðuð áður neitað að
eiga?"
>;Já“.
„Og sat hún í skutnum?“
„Já“.
„Náið, í bátinn, Burton“, kallaði hann tU Burleighs og að
vörmu spori komu f jórir starfsmenn inn með bátinn, sem Clyde
og Róberta höfðu setið í, og lögðu hann á gólfið framan við
kviðdómendastúkuna. Um leið fór hrollur um Clyde og hann
starði á þá. Þetta var sami báturinn. Hann deplaði augunum og
titraði og áheyrendur teygðu sig fram og það fór undrunar
og áhugaOdiður um salinn. Síðan tók Mason upp myndavélina,
ctaði henni framan í Clyde og hrópaði: „Jæja, Griffiths, hérna
er nú myndavélin, sem þér áttuð aldrei. Gangið þér nú niður í
þemian bát, takið myndavólina og sýnið kviðdómendum hvar
þór sátuð og hvar ungfrú Alden sat. Og sýnið okkur svo ef
þér getið, hvernig þér slóuð ungfrú Alden og á hvem hátt
hún datt“.
„Ég mótmæli", ssagði (Belknap.
Og þessu fylgdu langar og þreytandi orðahnippingar, unz
tíómarinn ákvað loks að leyfa þessar aðgerðir, að minnsta
kosti um stund. Og Clyde sagði að því loknu: „Ég sló hana
ekki viljandi" — og Mason svaraði: „Já, við heyrðum hvað
þér sögðuð". Síðan ge’kk Clyde niður að bátnum og steig út i
bátinn, en þrír menn liéldu honum í jafnvægi.
„Jæja, Newcomb, — komið þér nú hingað og setjist þar, sem
ungfrú Alden sat og gorið það sem hún gerði að hans sögn“.
,,Já,“ sagði Newcomb, gekk fram og settist, en Clyde reyndi
árangurslaust að sjá framan í Jephson, en tókst það ekki,
vegna þess að hann var tilneyddur að snúa í hann bakinu.
„Jæja, Griffiths“, hélt Mason áfram, „sýnið herra Newcomb
hvernig ungfrú Alden reis á fætur og kom í áttina til yðar“.
y
Og Clydc reis á fætur, veikburða, óstyrkur og iiann fann
hatrið, sem strejnndi úr öllum áttum, og með fumkenndum
hreyfingum — honum fannst þétta allt svo kynlegt og óraun-
verulegt, að hann varð frámunalega klunnalegur — reyndi
hann að sýna Newcomb livernig Róberta hefði risið á fætur,
hálfvegis skriðið og hálfvegis gengið, og síðan hrasað og fallið.
Og síðan reyndi hann með myndavélina í hendinni að sýna eins
nákvæmlega og hann gat hvemig hann hefði borið fyrir sig
handlegginn og slegið Róbertu, hann vissi varla hvar — ef til
vill á hökuna eða kinnina, hann vissi það ekki, en hann gerði
það auðvitað óviljandi og þetta hefði ómögulega getað sakað
hana. En nú varð.. .mikið ..þvarg milli Belknaps. og Masons um
mikilvægi vitnisburðar af þessu tagi, vegna þess að Clyde mundi
ckki greinilega hvað gerzt hafði — en Oberwaltser úrskurðaði
loks að þessu skyldi haldið áfram, vegna þess að það gæti
sýnt, hvort létt eða þungt högg gæti fellt annan mann, sem
hefði ekki örugga fótfestu.
„En hvernig í ósköpunum á maður á stærð við herra New-
comb að geta sýnt viðbrögð stúlku á stærð við ungfrú Alden?“
hélt Belknap áfram.
„Jæja, þá setjum við stúlku af sömu hæð og þyngd og
Róbertu Alden i bátinn“. Og hann 'kallaði í Zillu Sanders og
setti hana í stað Newcombs. En Belknap hólt-áfram:
„Mér er alveg sama. Skilyrðin eru ekki liin sömu. Þessi bátur
c-r ekki úti á vatni. Og engar tvær manneskjur bregðast eins
við óviljahöggum".
„Mótmælið þér því þá, að þessi tilraun verði reynd?" (Það
var Mason sem spurði með hæðnissvip).
„Nei, þér skuluð gera þetta ef yður sýnist. Þctta tíkiptir
engu máli, eins og allir sjá“, sagði Belknap kæruleysislega.
Og nú stjakaði Clyde við Zillu að fyrirsögn Masons „álíka
fast“ (hélt liann) og hann hafði óviljandi ýtt við Róbertu.
Og hún riðaði við — en gat um leið náð tökum á bátshliðinni
og bjargað sér. Og þrátt fyrir fullyrðingar Belknaps um þýð-
ingarleysi þessara tilrauna, þá fengu kviðdómendur þá hug-
mynd, að Clyde væri að reyna að draga úr högginu vegna
sektar sinnar og ótta við dauðann. Höfðu læknarnir ek<ki unnið
eið að því, að þetta högg og annað enn þyngra ofan á höfuðið
kefði orsakað ávei’kann? Og hafði Burton Burleigh ek'ki borið
vitni um, að hann hefði fnndið hár í myndavélinni ? Og
livemig var með liljóðið sem 'konan hafði heyrt? Hvað um
það?
En á þennan hátt lauk réttarhöldunum þann daginn.
Morguninn eftir birtist Mason stálslegnari og illgimislegri
en nokkm sinni fyrr. Clyde hafði átt erfiða nótt í (klefa sínum
en Jephson og Belknap höfðu reynt að telja í hann 'kjark, og
hann var staðráðiim í því að reyna að vera eins rólegur, cin-
—oOo— —oOo—- ——oOo— —oOo— —oOo— —oOo— ——oOo--
BARNASAGAN
Abú Hassan hinn skrýtni efta
sofandi vakinn
57. DAGUR
Mesrúr vildi þá ekki espa geð hennar meira og
þagði því, en kalííinn hló dátt að öllu saman og
efaði hann alls ekki, að Núshatúlavadat væri dáin.
Tók hann loksins þannig til orða: „Kona mín! Ég
man ekki hver það hefur sagt, að konur séu stund-
um ekki með sjáfum sér, og muntu ekki misvirða,
þó ég segi, að þú færir nú í annað sinn sönnur á
mál hans. Mesrúr hefur með sínum eigin augum
séð lík Núshatúlavadat og Abú Hassan sitjandi hjá
bví, harmþrunginn, og samt viltu ekki taka vitnis-
burð hans gildan, þó óyggjandi sé. Blessuð vertu,
ég skil ekkert í þér". Sobeide gaf sig ekki að því,
en sagði sér leika grun á, að kalífinn mundi hafa
undirstungið Mesrúr til að reyna þolinmæði henn-
ar til þrautar, og með því nú að Mesrúr vitnaði
allt eftir undirlögðu ráði, þá beiddist hún leyfis
að mega líka senda síns vegar, til þess að komast
fyrir hvort sér skjátlaðist. Kalífinn leyfði Sobeide
bað og fól hún fóstru sinni þetta erindi á hendur,
gamalli konu, er verið hafði hjá henni, frá því hún
var barn. „Farðu til Abú Hassans", mælti hún,
„eða réttara sagt til hennar Núshatúlavadat, því
Abú. Hassan er dáinn. Þú hefur heyrt á deilu mína
við drottin rétttrúaðra manna og þarf ég því ekki
að segja þér neitt frekar. Komstu nú fyrir hið
A
MARGBORGAR SIG
AÐ LÁTA OKKUR HREINSA
FIÐRIÐ OG DÚNINN ÚR
SÆNGURFÖTUNUM
GAMLAR SÆNGUR VERÐA SEM NÝJAR
Fiðurhreiusuu^
Hverfisgötu 52. — Sími 1727.
B
Bazcsr
Okkar árlegi alþekkti bazar verður miðviku-
daginn 15- október í Gútíó, opnað kl. 2 e. h.
a! óiýnim fatsaðá; eiimig úrval af
fímzm kökum.
ÞVOTTAKVENNAFÉLAGIÐ
F R E Y J A .