Þjóðviljinn - 19.10.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.10.1952, Blaðsíða 8
Bréí borgarsijórans um aimannatryggingaiðgjöldin: Hér eftir skal greiðsla bæjarins á trygg- ingaiðgjölduni fátækiinganna heita ,,f ramf ærslustyrknr4i!! Gunnar Thoroddsen borgarstjóri heí'ur að undanförnu staðið i bréfaskriftum til fátæklinganna í Reykjavík. Tilkynnir borgar- stjórinn þeim sem livorki hafa tekju- né eignaskattt að eigi bærinn að gegna þeirri lagaskyldu sinni að standa skil á almanna- tryggingagjaldi þessa fólks muni hér eftir verða litið á greiðsl- una sem framfærslustyrk! AS voniun þykir tekju- og eignalausum fátæklingum sem hafa lagt sig alla fram til þess að þurfa ekki að lifa á náðarbrauði íhaldsíramfærslunnar það hart aðgöngu að greiðia á almanna- tryggingaiðgjaldi, sé hún innt af hendi af bæn'um vegna þess að greiðsiugetu brestur hjá viðkomandi einstaklingi, skuli telj- ast framfærslustyrkur og eiulurgreiðslu krafizt á sama hátt og um opinbera framfærslu væri að ræða. f>ar sem ekki er ósennilegt að bæjarbúum þyki fróðlegt að kynnast þessu skrifi borgar- stjórans fer það orðrétt hér á, eftir: „Borgarstjórinn í Reykjavík. Samkvæmt skattskrá 1952 er yður hvorki g'ert að greiða tekju- né eignaskatt. Tollstjórinn mun því gera kröfu til, að bæjarsjóður greiði ■fyrir yður iðgjald til almanná- trygginga fyrir það ár samkv. 109. gr. laga um almannatrygg- ingar, ef vanskil verða af yðar liendi. Er því hér me'ð skorað á yður að greiða gjaldið til tollstjóra fyrir 20. október n. k., eða senda framfærslunefnd bæjar- ins rökstudda umsókn um, að bæjarsjóður greiði gjaldið fyr- ir yður. Framfærslunefnd mun taká afstöðu til umsóknarinnar og tilkynna yður úrskurð sinn. KínaSisrav í Kanton Svohljóðandi skeyti barst u gær frá Kanton, stórborg- (inni í Suðnr-Kína: Komum til Kanton í morg- fuu. Ölhim líður vel. Ivveðjur. Jóhannes. i Fari svo að nefndin telji óhjá- kvæmilegt að greiða gjaldið fyrir yður um stundarsakir. mun verða litið á greiðsluna sem framfærslustyrk yður til handa og endurgreiðslu því krafizt af yður samkv. 26. gr. laga nr. 51/1951. Borgarstjóri.“ , Tilgangurinn með orðalagi bréfsins leynir sér ekki. Stimp- ill fátækrastyrksins á að hræða fólk til að taka jafnvel þann eyri sem átti að fara fyrir næstu máltíð til greiðslu á ið- gjaldinu. Að sjálfsög'ðu er engin !a- stæða til þess að bærinn greiði tryggingaiðgjöld þeirra sem geta greitt þau af eigin ram- leik. En dæmi munu til þess að synir og dætur betri borgara og embættismanna hafi trassað greiðslu iðgjaldanna, vitandi það a'ð greiðsluskyldan hvílir að lokum á bænum. En hitt er jafn fráleitt að líta á greiðslu iðgjaldanna fyrir tekjulausa og eignalausa einstæðinga, sem reynt hafa að bjarga sér liing- að til án aðstoðar frá bænum, sem opinbera framfærslu. skorar á bæjarstjórnisa að arwpp í barnaskólunum Á fundi, sem haldinn var í Mæðrafélaginu 8. okt. sl. voru eftir- farandi tillögur samþykktar: „Fundur í Mæðrafélaginu, haldinn 8 .okt. 1952, skorar á bæj- arstjórn Reykjavíkur, að láta nú þegar taka úpp mjólkurgjafir í barnaskólum bæjarins.“ „Fundur í Mæðrafélaginu haldinn 8. október 1952, telur brýna nauðsyn bera til þess að lögregla bæjarins og barna- verndarnefnd hafi með sér nána samvinnu til þess að koma í veg fyrir óhæfilega útivist barna á kvöldin, dvalir barna og unglinga á skemmti- og veitingastöðum og þó sérstak- lega að vinna sameiginlega gegn samneyti unglingstelpna við hernámsliðið.“< „Fundur í Mæðrafélaginu beinir þeirri áskorun til Al- þingis að taka til greina álykt- anir 8. landsfundar K.R.F.I. um U. M. S. Kjalarnesþings 30 ára Minnist afmælisins með samsæti að Hlégarði í dag Ungmennasamband Kjalarnesþings á 30 ára afmæli um þessai’ mundir. Minnist sambandið þessara tímamóta í starfi sínu með samsæti að Hlégarði í Mosfellssveit í dag. tryggingamál og breyta lögun- um um Almannatryggingar í samræmi við óskir landsfundar- ins, sem jafnframt er marg- yfirlýst álit kvennasamtakanna í landinu“. mÓÐVILIINN Sunnudagur 19. október 1952 — 17. árgangur — 236. tölublað MYNDIN SÝNIR MÁLVERK EFTIR GUNNLAUG SCHEVING, Á SÝNINGU LISTVINASALARINS: I NAUSTUM. Feikileg aðsókn að Iðnsýningunni í gær Síðasii dap sýoingarmnar í dag í allan gærdag var látlaus straúmur fólks á Iðnsýninguna og átti vöruhappdrætti syningarinnar niiklmn vhisældum að fagna. Um kí, 6 í gær höfðu um 1500 gestir komið og reiknað var með að tala gesta í gær færi á 4. þúsund. Hafi það reynzt svo er tala jæirra sem séð lial'a Iðnsýninguna komin yfir 65 þúsundir. Á hverri klukkustund í gær var dregið um happdrættisvinn- ingana og blutu 7-—10 nr. vinn- inga í hvert sinn. Voru það allt vanda'ðar vörur sem þeir heppnu hrepptu, eins og þeir geta farið nærri um sem séð hafa sýninguna. Var geysilegur áhugi fyrir happdrættinu og mikil ánægja með þessa nýj- ung meðal sýningargesta. Vöruhappdrættið heldur 'á- fram í dag, síðasta daginn sem sýningin er opin. I gærkvöld f slenzk Éónlist Ilnti I Moskva- útvarpló á næstnnni Moskuútvarpið mun gefa íslenzlkri tónlist nokkurt rúm á næstu mánuðum, og lag Áskels Snorrasonar „7. nóvember" verður m.a. flutt við byltingarhátiðahöldin í Moskvu. U.M.S.K. var stofnað 1. okt. 1922 og voru fimm félög aðiljar að stofnun þess: Ungmennafé- lag Reykjavíkur (eldra), Ung- mennafélag Akraness, Ungm.- félag Miðneshrepps, Ungmenna- félagið Drengur í Kjós og Ung mennafé'agið Afturelding í Mos fellssveit. 1 sambandið hafa auk þess gengið á starfstímabilinu U.M.F. Velvakandi og U.M.F. Reykjavíkur (núverandi) þótt ekki sé það lengur innan sam- bandsins. Nú eru í sambandinu Drengur, Afturelding, U.M.F. Kjalnesinga, U. M. F. Bessa- staðahrepps og U.M.F. Breiða- þlik i Kópavogshreppi. Ungmennasambandið hefur haft margþætt störf með hönd- um á þessu þrjátíu ára tíma- biii, m. a. efnt til farfuglafunda, ferðalaga, unnið að bindindis- málum, skógræktarmálum, garð yrkjumálum og haft víðtælca i- þróttastarfsemi með höndum. Hefur sambandið átt IsJands- AðsÓkn hefur verið sæmileg caeistara í frjálsum íþróttum og ‘ og sex myndir selst. sundi og auk þess oft glímu- kóng íslands. Á fyrsta íþrótta- móti U.M.F.I, sem haldið var í Haukadal varð U.M.S.K. sigur- vegari. Þá hefur sambandið gengist fyrir vikivökum og leiksýrúngum og margskonar menningarstarfsemi. Núverandi stjórn sambands- ins skipa: Axel Jónsson, Hörð- ur Ingólfsson, Gestur Guð- mundsson, Ármann Pétursson og Páll Bjarnason. ,Xr naustum“ síðasta helgin Þetta er síðasta he!gi sýning- arinnar ,,Or naustum", i List- vinasalnum, en henni lýkur á miðvikudag. Sýningin er opin kl. 1—10 daglega. Lag Áskels verður flutt af Moskvuútvarpinu 29. okt. og 1. nóvember kl. 18.30 báða dag- ana eftir íslenzkum tíma á stuttbylgjunum 41 m og 49 m og á 375 m miðbylgjum. Er lagið flutt í dagskrá sem helg- uð er undirbúningi byltingaraf- mælisins, en lagið verður svo einnig flutt við hátíðahöldin sjálf 7. nóvember. 15. nóvember verður svo flutt íslenzk hljómlist í Moskvuút- varpið. Söngkonan Nadésda Kasantseva, sem íslendingar minnast með mikilli ánægju, syngur islenzk lög. og lag Ás- Barnadauði tneiri meðal Það er tíðara að óskilgetin börn fæðist andvana eða deyi i bernsku en skilgetin. Mann- fjöldaskýrslumar frá 1941—’50 sýna að munurinn fer þó minnk andi og er það vafalaust þvi að þakka að munurinn á áðbúð og kjörum einstæðra mæðra og barna þeirra og giftra fer minnkandi. Árin 1886—1895 fæddust andvana 32 af hverju þúsundi skilgetinna barna og 52 af þúsundi óskilgetinna. Ár- Framhald á 6. síðu. kels Snorrasonar „7. nóvember" verður einnig flutt við það tækifæri. Þessi dagskrá verður tkl. 21.15 eftir íslenzkum tíma á bylgjulengdunum 49 m, 290 m og 522 m. var skotið fiugeldum á sýning- arsvæðinu og verður svo einnig í kv'öld. Ný Ijóðabók Út er komin ný Ijóðabók: LJÓÐMÆLI Magnúsar Jóns- sonar frá Skógi. Fyrsta kvæði bókarinnar er til Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Textafyrirsagnir eru milli 60 og 70, bókin 80 blaðsíðnr. Auk kvæða eru einnig í bók- inni allmargar lausavísur sem líklegt er að verði furðu'lang- fleygar og lífsseigar. Hér er ein: Þeirri fregn er víða velt, að verðlagsstjórinn lítið geri, þó nokkrir hafi naggar selt nautasteik—— úr kjöti af meri. Samkvæmt venju kváðust Bandaríkjamenn hafa tekið hæð eina í Kóreu nokkrum sinnum í gær og þóttust liafa hana á valdi sínu er lauk. Sennilcga missa þeir hana nokkrum sinn- um í dag. Stofnfundur Iðnoðarbankans var haldinn s gœr Kesin JbfáðabÍEgðastjóm og framhaMssiefníuRdur ákveðinn síðar i mánuðinum Stofnfundur Iðnaðarban'kans var haldinn í gær og hófst ld. 2 e.h. í Tjarnarkaffi. Sóttu fundinn á fjórða hundrað manns Helgi Hermann Eiríksson form. Landssambands iðnaðarmanna setti fundinn, stjórnaði honum og bauð fundarmenn velkomna. Lýsti hann því yfir að söfnun hlutafjárloforða væri lokið, en hlutafjárloforð eru 6 millj. kr., 3 millj. frá iðnaðarmönnum og 3 millj. frá ríkinu. Þá skýrði fundarstjóri frá því að greiðsla hlutafjár að 1/4 hluta hefði farið fram og greiðsluloforð væri frá ríkis- sjóði fyrir sömu upphæ'ð. Ut býtt var uppkasti að samþykkt- um og reglugerð fyrir bankann til athugunar fyrir hiuthafa til framhaldsstbfnfundar sem á- kveðið var að halda sunnudag- inn 26. þ. m. Kosin var stjóm hlutafélags- *ins til bxáðabirgða. Hlutu þessir kosningu: Samkvæmt tilnefn- ingu ríkisstjórnarinnar: Helgi Hei’mann Eiriksson og Helgi Bergs verkfræðingur, en frá samtökum iðnáðarmanna: Krist ján Jóh. Kristjánsson, Páll S. Pálsson og Guðmundur H. Guð- mundsson. Á framhaldsstofnfundi verð- ur endanlega gengið frá kosn- ingu bankaráðsmamia. vara- manna þsii'ra og tveggja endur- skoðenda, og þá eudaxilega settar samþykktir og reglugei'ð fyrir bankann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.