Þjóðviljinn - 19.10.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.10.1952, Blaðsíða 1
Járnkrossriddarar á þingi í V-Þýzkalandi Félagsskapur manna þeirra sem sæmdir hafa verið „járn- krossinum" ætla að halda þing í Bad Blomburg í Vestur-Þýzka 'landi nú í mánaðarlokin. Ráð- gert er að þing þetta standi í þrjá daga. Auk þeirra sem krossaðir hafa verið járnkrossi Hitlers, hefur verið boðið á þingið uppgjafahermönnum frá Bandaríkjunum, Kanada, Eng- landi og meira að segja Júgó- slavíu. Þeir sem að þinghaldi þessu standa búast einnig við þátttöksi járnkrossriddara frá Belgíu, Hollandi, Spáni og Aust urríki. Meðai gestanna verður frelsari Mússólínis, Otto Skorz eny, en hann hefur notið gisti- vináttu Francos á Spáni að undanförnu. Einnig er búizt við hershöfðingjunum Galland og Ulrich Rudel, en þeir dveljast báðir í Argentínu. Réttarmorðmn frestað Þann 15. þ. m. veitti hæsti' réttur Bandaríkjanna i Wash- ington hinum dauðadæmdu ,,atómnjósnurum“, Ethel og Júlí usi Rosenberg frest í máli þeirra. Hæstiréttur hafði fengið beiðni um að áfrýjunarmálið yrði tekið upp að nýju. Það er sjaldgæft, að hæstiréttur verði við tilmælum sem þessum, en daúðadómnum verður ekki ful'l nægt fyrr en úrskurður hans um þetta hefur verið kveðinn upp. — Beiðnin um, að málið verði tekið upp aftur er í raun og veru áskorun á réttinn um að breyta dómnum. Sunnndagur 19. október 1952 — 17. árgangur — 236. tölublað Bygging er hafin Fyrsl i álasigi er íþréttalBiks. 33 lý«lsfélög standa a<$ kyggiiigeiniBi Dagurinn í gær er merkisdagur í sögu Reykjavíkur: Bygging æskulýðshallar var hafin með því að Ásmundur Guðmundsson prófessor stakk fyrsta linausinn. Hér er aðeias um byrjunarframlivæmdir að ræða, því fé er ekki fyrir hendi nema tii lítíls hluta byggingarinnar, cn stjórn BÆR og æskulýðurinn í bænum væntir þess fastlega að stjórnarvöld og Afþingi skiljji þörf æskunnar fyrir byggiugu þessa og láti hana ekki stranda á féleysi. Æskulýðshöllin á að standa inni við Sigtún og Laugarnes- veg og voru þar mættir í gær, auk stjórnar Bandalags æsku- lýðsfélaga í Reykjavílc (BÆR) biskupinn yfir íslandi, mennta- málaráðherra, borgarstjórinn og Ekki aiveg á hreppnum Eisenhower hershöfðingi hef- ur gert opinberlega grein fyrir efnahagsmálum sínum. Hann er ekki alveg á nástrái, því að síðastliðin tíu ár hefur hann haft rúmlega 14 milljón króna tekjur, þar af hefur hann grætt yfir 10 milljón krónúr á bók sinni „Á krossferð í Evrópu“. En nú sem stendur hefur mað- urinn engar tekjur „að undan- skildum arði af eignum". fulltrúar þeirra 33 æskulýðsfé- laga sem eru í IBÆR og standa að byggingu æskidýðshallarinn- ar. Athöfnin hófst með því að sungið var £g vil elska nútt land. Þá flutti próf. Ásmundur Guðmundsson, formaður Banda lags æskulýðsfélaga í Reykja- vík, ávarp og óskaði að æsku- lýðshöllin mætti verða reyk- vískum æskulýð til heilla cg hamingju. Menntamálaráðherra, biskup- inn yfir Islandi og borgarstjór- inn í Reykjavík fluttu þvínæst ávörp. Að lokum var sungið: ísland ögrum skorið. Fyrsti forvígismaður. Stefán Runólfsson fyrrver- andi formaður U.M.F.R. rakti nokkuð forsögu æskulýðshallar- innar sem nú hefur verið stung- inn fyrsti hnausinn að. Aðal- Visjinsky flytur friðartillögur á allsherj- arþingi sameinuðu þjöðanna FriSarsamningar i Kóreu — bann viS múg- drápsvopnum - sáttmáii miiíi fimmveldanna. Aðalfulltrúi Ráðstjórnarríkjanna, Visjinsky, flutti langa og ýtarlega ræðu á ])ingi Sameiriuðu þjóðanna í gær. Hann lagði fram tillögur til lausnar deilumálum þeim, scm standa í vegi fyr- ir friði í heiminum. Tillögur hans eru í aðalatrið- ,um á þessa leið: Þegar í stað verði gert vopnahlé og síðan friðarsamningar í Kóreu. Land- ið verði sameinað í eitt ríki á lýðræðisiegum grundvelli. Um stríðsfanga verði látin gilda al- þjóðalög og með þá farið sam- kvæmt Genfarsamþykktinni, en tillögur Bandaríkjamanna á fundum vopnahlésnefndarinnar eru brot á alþjóðalögum. — Allur erlendur her verði fluttur á brott úr Kóreu á 2 til 3 Kínverskur sirkus í Stjörnubíó Stjömubíó sýnir í dag kl. 3 og 5 bráðskemmtiiega mynd af kínverskum sirkus, tekna í agfa-litum. Er þetta stór hóp- ur kínverskra trúðleikara sem verið hafa á sýningarferðalagi um Evrópu undanfarið og hvar- vetna vakið mikla hrifningu, enda eru Kínverjar i fremstu röð í þessum greinum skemmti- lista. Er ekki að efa að bæði böm og fullorðnir hafa gaman að ejá þessa óvenjulegu mynd. mánuðum eftir vopnahléssamn- inga. Skipuð verði nefnd manna frá þeim þjóðum, sem nú liafa her í Kóreu og nokkrum öðr- um þjóffum til þess að sjá um framkvæmd þessara atriða. Þá leggur Visjinsky og til, að ail- ar sameinuðu þjóðirnar gerist aðiljar að samþykktum um bann við öllum kjarnorkuvopn- um. Ennfremur að þær stað- festi allar Genfarsáttmálann um algert bann við sýklanotk- un í hernaði. Visjinsky lagði einnig til að fimmveldin, Ráð- stjórnarríkin, Bretland, Frakk- land, Kína og Bandaríkin gerðu með sér friðarsiáttmála. í ræðu sinni gerði Visjinsky ýtarlega grein fyrir gangi al- þjóðamála og deildi fast á Bandaríkin fyrir yfirgangs stefnu þeirra í stjórnmálum og efnahagsmálum annarra þjóða. Frakkar gjalda mesta afhroS í Indókína Tapa þýðÍRgarmiklum herstöðvum eg bíða mikið manníall Frakkar hafa beðið miklar hrakfarir fyrir her alþýðufylking- arinnar norðvestur af Hanoi í Indókíua. Þeir liafa niisst traust- ustu herstöðvar sínar á þessum slóðum og orðið fyrir miklu mannfalli. Þetta er um 140 km norð- vestur af Hanoi á syðri bakka Rauðár. Þar er afarmikil hrís- grjónarækt og hafa Frakkar lagt hið mesta kapp á að verja alþýðufylkingunni þetta svæði, þar sem það hefur svo mikla hernaðarlega þýðingu sem mat- vælaforðabúr. Fregnin um þenn- an ósigur Frakka hefur slcotið frönsku stjórninni skelk í bringu en talsmaður herstjórnarinnar segir, að líta beri á ófarir þessar með tilliti til ástandsins í heild austur þar, og reynir að gera minna úr hrakförunum en efni standa til. Ásmundur Guð- mundsson, próf- essor, ávarpar fulltrúa æsku- lýðsfélaganna áður en hann stalck fyrst hnausinn grunni æskulýð- hallarinnar — Litla stúlkan er hjá honum stendur lcom ó- boðin sem full trúi þeirrar æsku sem verk>, ins á að njóta steinn heitinn Sigmundsson kennari hreyfði fyrst hugmynd- inni um æskulýðshöll. Síðar komst hún inn í þingið og sam- þykkt gerð. Þegar bæjarstjórn Rví'kur hét 50% framlagi gegn jafnháu frá æskulýðsfélögum í bænum var BÆR stofnað. Var stofnSkráin samin á fundi er boðað var til heima hjá biskupi þann 8. febr. 1948. Fleiri en æskan eiga liags- muna að gæta. Stefán skýrði frá því að síð- g,sta þing BÆR hefði einróma samþykkt að byrjað ■ yrði á .byggingu skautasalar, er yrði mikið húsnæði og myndi lcoma að margvíslegum notum, t.d. væri hægt að halda þar sýning- ar eins og iðnsýninguna. Auk þess yrði það tilvalið fyrir heimsó'knir stórra erlendra hljómsveita o. fl. o. fl. 1800 fermetrar. Gísli Halldórsson arkitekt, sem teiknað hefur bygginguna, skýrði frá' því að íþróttabýgg- ingin, sem verður fyrsti áfang- inn, og er hafin, ýrði 1800 fer- metrar og 13400 rúmmetrar. Verður þar fyrst og fremst í- •þróttasalúr, 4 búningsherbergi, gufubað, lítill samkomusalur fyrir íþróttamenn, og forstofa. Er upphaflegá hngmyndin að mást út ? Næsti áfangi verður að byggja skautasal og kapellu. sagði Gísli Halldórsson. „Ef til vill verður þriðji og síðasti á- fanginn tóriistundahéimiii, en ]»að er ekki alveg ljóst hvernig á að byggja þaff. Við erum að leita uppiýsinga um það hjá ýms um félögnm er að þessu standa.“ Guð h.jálpar ])eim sem ... Gísli Jónsson, fulltrúi ríkis- stjórnar Ihalds og Framsóknar þar sem á reynir, þ.e. í fjár veitinganefnd Alþ., var eitmig mættur í hófi því er framan- greindar ræður voru fluttar. Talaði hann af drengilpgri hreinskilni og lcvaðst búast við að svar Alþingis við beiðni um fé til æskulýðshallarinnar yrði „að vísa til íþróttasjóðs — sem állir vita að er tómur.“ Hann kvað engan bæ í heiminum af sömu stærð og Ólafsfjörður hafa komið upp öðrum eins mannvirkjum og hann. „Stærsti möguleikinn fyrir byggingu æskulýðsliallar er hin sígilda setning: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Þess vegna er Ólafsfjörður svo framarlega. Það er frumskilyrði að æskan sjálf leggi á sig þunga byrði.“ Stjórnarvöídin vilja engu dagsverki glata!! Gísli rakti fjárhagsörðug- leika stjórnarvaldanna: „Við (fjárveitinganefnd) sátum margar klst. í gær og ræddum beilbrigðismál, ]»au eru í slíkiim voða að raunverulega þyrfti að leggja nýja 10 millj. kr. byrði á skattþegnana_____Við getum ekki þegiff 2ja millj. kr. gjöf til barnaspítala vegna þess að rík- ið hefur elcki 2 millj. til. að leggja á móti. Það þarf að byggja heimili fyrir fávita. Við viíjum bjarga hverja dags- verki í landinu, að ekliert dags- verk fari forgörðum, þess vegna þurfum við að byggja hús fyrir vandræðaung'dnga. Dráp eða limlesting — þriðja Ieiðin ekki til? Þá lcvað Gísli menningu þjóð- arinnar hafa bjargað þjóðinni frá algerri glötun. Ótækt væri því að skera niðnr framlög til lista og vísinda. Varðandi vænt- anlegt erindi frá BÆR um f jár- veitingu til æskulýðshallar sagði Gísli: „Það skal verða l@s- ið, það slcal verða rætt, en hvart það verður drepið eða iimlest skal ég ekkert um segja.“ Stöndum saman rem einn maður. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi talaði síffastur og lauk máli sinu með þes im orðum: „Stöndum saman sem einn mað- ur um það að takmarki ckkar: byggingu æskulýðsliallar, verði náð.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.