Þjóðviljinn - 26.10.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.10.1952, Blaðsíða 1
Æ. F. It.- " Áðalfundi Æ.F.R., sem halda áíti þann 27. þm., verður frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Afríkumenn í Kenya flykkjast til fjalla Nýlendusfjórn Breta uggandl, óttast uppreisn Bretar óttast uppi-eisn Afríkumanna í Austur-Afríku- nýlendunni Kenya. Talsmaður nýlendustjórnar- innar sagði við fréttamenn í Nairobi í gær, að óhug hefði slegið á menn er það varð ljóst að Afríkumenn hafa þúsundum saman lagzt út í fjalilendið um- hverfis Kenyafjall síðan brezka nýlendustjómin setti herlög í landinu og lét handtaka hundr- uð ieiðtoga samtaka Afríku- manna. Fara með' búslóð sína Brezkir embættismenn segja að ungir Afríkumenn, einkum úr Kikújú ættfíokknum, haldi til fjalla með fjölskyldur sín- ar, geitpening og nautgripi. — Afríkumenn, sem unnið hafa á búgörðum hvítra manna, hverfa einnig unnvörpum. Flugmenn segjast hafa séð hópa manna, allt upp í þúsund í hverjum, stefna til fjallanna, sem eru víða skógi vaxin og veglaus með öllu. Kenyatta lýsir stefnu sinni Daginn áður en Bretar fang- elsuíu Jomo Kenyatta, foringja fjölmennustu stjómmá'asam- taka Afríkumanna í Kenya, átti hann tal við erlenda blaða- menn. Bretar saka hann um 10. þing I. N.S.Í. Títmda þing Iðhnemasam- kands íslands -var sett' í Röðli id. 2 e. h. i gær. Forseti sambandsins, Tryggvi Sveinbjörnsson, setti þingið með ræðu. Forseti þingsins var kosinn Þórkell G. Björgvinsson og ritarar Eðvarð Guðmunds- og Sigurður R. Guðjónsson. Mörg mál eru til umræðu á þinginu. Því mun ljúka í kvöld og verður nánar sagt frá þing- inu síðar. að veita forustu leynifélaginu Mó mó, sem þeir kemia tugi morða. Kenyatta kvað alla ábyrga Afríkumenn fordæma glæpi tak- markaðs hóps, sem Bretar ýktu til að fá átyllu til að berja niður sjáífstjórnarhreyfingu Afríkumanna. Sjálfur kvaðst Kenyatta stefna að því að fá sjálfstjóm innan brezka sam- veldisins fyrir Kenya. Aukning í Sovét- ríkjunum, sam- dráttur annar- staðar I hagtíðindum, sem Samein- uðu þjóðirnar gefa út, sést að námu- og iðnaðarframleiðslan í heiminum hefur minnkað 'á öðrum ársfjórðúngi þessa árs. Aðalorsakirnar til þess eru stál- verkfallið í Bandaríkjunum og samdráttur í iðnaði Vestur-Evr- ópú. Framléiðslúvísitalan er 2% lægri en hún var á fyrsta árs- fjórðungi 1951. 1 Englandi var framleiðslu 7-8% minni en á sama tíma í fyrra. í Belgíu, Hollandi, Kanada, Danmörku og Svíþjóð var framleiðslan 1-7% minni. En í Ráðstjómarríkjunum var framleiðslan samkvæmt sömu heimlld, 11% meiri á öðr- um ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þing SÞ kaus í gær þrjú riki í Öryggisráðið. Danmörk var kosin til að fylla sæti Hol- lands, Líbanon kemur í stað Tyrklands og Kólumbia í stað Brasilíu. Verkalýðsfélögin ræða uppsögn samninga: Dagsbrúnarfundur í Iðnó annað kvöld Dagsbrún heldur ielagsfund í Iðnó annað kvöld, (mánudagskvöld) kl. 8.30, og er aðalumræðuefni fund- arins uppsögn samnlnga félagsins við atvhmurekend'ur. Dagsbrúnarmenn þurfa að fjölmenna á þennan fund og mæta stundvíslega. Iðja Félag verksmiðjufólks, lieldur einnig félagsfund á mánudagskvöldið iiní uppsögn samninga. Fundur Iðju er í Alþýðuhúsinu . við Hverfisgötu, gengið inn írá Hverfisgötu. Fundurinn liefst kl. 8.30. Félag járniðnaðarmanna heldur félagsfuiul i Baðstofu iðnaðarmanua kl. 8.30 á mánudagskvöldið til að taka ákvörðun inn uppsögn samninga, Her Viet Minh sækir fram 120 kílómetra frá Hanoi Franska herstjórnin í Indó Kína játaði. í gær, að her sj álfstæðishreyfingarinnar Viet Minh væri aftur í sókn. Biðja Nehru að miðla fflálum Blöð í Ncw York skýrðu frá því í gær, að Bandaríkjastjórn hefði heðið ríkisstjórn Indlands að liafa milli- göngu um að koma vopna- hléi á í Kóreu. Stingur Banda ríkjasíjórn upp á því að Indlandsstjórn noti sjórnmála samband sitt við alþýðu- stjórn Kína tii að leita fyrir sér á æðstu stöðum í Peking' um málamiðlun í vopnahlés- viðræðunum. Bandarísku blöð- in segja að Nehru, forsætisráð- herra Indlauds, hafi ekki enn svarað' tilmælum Bandaríkja- stjórnar. I sameiginlegri tilkynningu skýrðu vesturþýzka stjórnin og ,franska hernámsstjórnin í V- Þýzkalandi frá, að þær hefðu árangurslaust reynt að komast að samkomulagi um væntanleg- ar kosningar í Saar. Frakkar og stjórn Saar, sem á að á- kveða kjördág á mánudaginn, höfnuðu algerlega kröfu vest- urþýzku stjórnarinnar um að kosningunum yrði frestað til vors og stjórnmálaflokkum, er vilja sameiningu Saar við Vest- 100 ára afmæli Her Viet Minh sækir nú fram sunnan Svartár frá virkisborg- inni Van Jen, sem hann tók fyrir fjórum dögum. Van Jen er 120 km vestur af Hanoi, miðstöð yfirráðasvæðis Fralcka í Tongking. Frá því fvrir viku, er sókn Viet Minh hófst fyrir alvöru, hefur franska herstjórnin haft stranga ritskoðun á öllum frétt- um frá Indó Kína og síðdegis í gær tólc hún algerlega fyrir sendingu frétta af vígstöðunni. Fádæma liröð sókn Fréttaritari bandarísku frétta stöfunnar Associated Press í Hanoi segir, að franska her- urþýzkaland, leyft að starfa í Saar. Samkomulag var um það að síðar rneir gæti Saar orðið ,vesturevrópskt sambandssvæði' en Frakkar þvemeita að afsala sér yfirráðum yfir atvinnulífi héraðsins, sem er að mestu byggt Þjóðverjum. Brezka útvarpið sagffi í gær, að deila Frakka og Þjóðverja um Saar kynni að verða til þess að þing hvorugs laúdsins fáist til að staðfeáta samning- ana um stofnún Vestur-Evrópu- hers og hervæðingu Vestur- Þýzltalánds. stjórnin sé bæði undrandi og full aedáunar yfir því hve her Viet Minh liefur sótt hratt fram. Fréttaritarinn segir: ,,Á tveim sólarhringum hafa marg- ar fylkingar kommúnista sótt fram um 100 km um næstum algerar vegleysur. Burðarkarl- ar og asnar eru eínu flutninga- tækin, sem við verður komið, engu að síður hefur her Viet Minh fallbyssur í fremstu víg- línu“. Bandarikin með Frökkum gegn Aröbum Talsmaður frönsku ríkis- stjórnarinnar skýrði frá því í gær, að Bandaríkjastjórn hefði lýst yfir að það hefði stafað af misskilningi að fulltr. Banda- ríkjanna í stjórmálanefnd þings SÞ greiddi ný’ega atkvæði með ,því að kæra Asíu- og Araba- ríkja yfir nýlendukúgun Frakka í Marokkó og Túnis yi'ði tek- in til umræðu sem fyrst. Segir Bandarikjastjórn að láðst hafi að gefa fulltrúa hennar í nefnd- inni fyrirmæli og hafi hann því greitt atkvæði eftir e:'gin sannfæringu. Franska stjórnin segir að bandaríski sendiherran í París hafi lofað því statt og stöðugt, að Bandaríkin muni veita Frökkum fyllsta stuðning á þingi SÞ gegn kæru Asíu- og Arabaríkjanna. Missætti sit at Saar getur ið Evrópuliernuut bauabiti Stjórnum Frakklands og Vestur-Þýzkalands hefur mis- tekizt aS jafna deilumál sín út af Saarhéraði. barnaskólans á Eyrar- bakka hátíðlegt haldið í gær Mikil hásíðahöld Voru á Eyr- arbakka í gær í tilcfni af því að barnaskóliiin þar var 100 ára. Meðal gesta var forset- inn, Ásgeir Ásgeirssóii. Barnaskólinn á Eyrarbaklta var settur í fyrsta sinni 25. október 1852, er hann elzti barnaskóli landsins. — Fyrsti kennari skólans var Jón Bjarnason faðir Bjarna frá Vogi. Nú er skólastjóri þar Guðmundur Daníelsson rithöf- undur. Þúsund forust í fellibyl Vitað er að yfir 1000 manns hafa farizt er fellibylur geis- aði á Filippseyjum í síðustu vilcu. Flóðbylgjan gekk á land upp og skolaði burt heilum fiskibæ. í gær var vindhraði þarna enn yfir 100 kílómetrar á minútu. 692 stúdentar Stúdentar, innritaðir við ! og kennarar að meötöldum Frá þessu skýríi prófessor Alexander Jóhannesson há- skólarektor á háskólahátíðinni í gær. 1 læknadeild eru innrit- aðir 235. 14 þeirra til tann- lækninganáms. I laga- og hag- fræðideild eru 193 innritaðir, 121 af þeim til laganáms og 72 til náms í viðskiptafræðum. í heimspekideild eru 177 inn- ritaðir, 111 nema til B.A. prófs en 48 íslenzk fræði. í guð- fræðideild éru 47 innritaíir. f upphafi máls síns minnt- ist relrtor prófessors Ágústs H. Bjarnasonar og risu við- staddir úr sætum í virðing- arskyni við minningu hins látna. Einnig skýrði hann frá því að prófessor Magnús Jóns- son hefði nú látið af embætti. Ofneyzla á sykrl og hveiti Próf. Jón Steffensen flutti erindi um fæðuval. Kömst hann áð þeirri niðurstöðu að fæði okkar íslendinga væri ekki mest ábótavant í því að ýmis vítamin væru af skomum é Hóskólanum Úskóla íslands, eru nú 692 aukakennurum 58. skammti i fæðunni heldur of- neyzlu á sýkri og hveiti. Ráðið til úrbóta væri að auka neyzlu á árvissum innlendum afurðum svo sem kartöflum og öðru grænmeti, mjólk, liarcfiski og fleiru og neyta brauða úr ó- hýddu korni. Á háskólahátíðinni voru sungin Hátíðaljóð eftir Pál fs- ólfsson við ljóð eftir Þorstein Gíslason. Guðmundur Jónsson og dómkirkjukórinn sungu und- ir stjórn höfundar. Forseti ís- lands, ríkisstjórn og sendimenn erlendra ríkja voru viðstaddir hátíðina. Klukkunni var seinkað í nétt Þið, sem ekki hafiJ útvarp, efta eruð kannski smáveg's gleymin eruð hérmeð minnt á að klukkunni var seinkað um eina klukkustund í nótt sem leið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.