Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 3
Sunnudag'ur 2. núvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN —, (3 8. fundur Sambandsráðs ÍSÍ Péími H. Jónsson MINNINGÁROKÐ 8. fundur Sambandsráðs l.S.l. var haldinn í félagsheimili I.R. í Reykjavík dagana 23.—24. október. Fundinn setti Ben. G. Waage forseti Í.S.Í., og stjórnaði hon- um. Minntjst hann í upphafi fundarins tveggja forystu- manna íþróttahreyfingarinnar, sem látizt hafa frá því að síð- asti sambandsráðsfundur var haldinn, en þeir voru L. H. Miiller, kaupmaður og Sigurjón Pétursson, forstjóri. Það sem á fundinum gerðist að öðru leyti var þetta: Forseti Í.S.Í., gaf skýrslu um störf framkvæmdastjórnar og formenn sérsamb. skýrslur um störf þeirra, og urðu miklar umræður um þær. Nýjar keppendareglur Tekið fyrir álit nefndar, er falið var að endurskoða móta- og keppendareglur Í.S.Í. Lagði nefndin fram frumvarp að nýj- um reglum, fjöldi breytingatil- lagna kom fi’am frá fundar- möimum, og eftir mjög miklar umræður voru reglurnar sam- þykktar. Þá fór fram úthlutun á kennslustyrki þeim, er íþrótta- nefnd hafði úthlutað Í.S.Í. í Miðnæturhljóm- leikar í Austur- I « | r r« þessu skyni úr íþróttasjóði. Skiptingin var þessi: Kennslukostn. Úthlut. 1.5. Í. 93.400.00 kr. 35.300.00 kr. F. R.Í. 43.900.00 — 16.600.00 — K.S.Í. 41.000.00 — 15.600.00 — S.K.l. 19.900.00 — 7.000.00 — 5.5. Í. 21.200.00 — 8.000.00 — G. S.l. 4.700.00 — 1:700.00 — Breytt dóms- og refsiákvæði Þá voru samþykktar breyt- ingar á Dóms- og refsiákvæð- um Í.S.Í., er ganga í þá átt að gefa sérsamböndunum og fram- kvæmdastjórn, í þeim greinum, sem Í.S.Í. er sérsamband fyrir, vald til óhlutgengis úrskurðar yfir iþróttamönnum, sem brot- legir eru svo og að gefa sam- bandsráði Í.S.Í. rétt til sa'ka- uppgjafar. Ennfremur voru samþykktar Grundvallareglur Í.S.Í. um ferðalög íþróttaflokka innan lands og.utan. Hefur áður ver- ið skýrt frá samþykkt sam- bandsráðsfundarins varðandi Olympíufarana. Lög ÍSÍ endurskoðuð Þá var samþykkt að fela 4ra manna nefnd að endurskoða lög í. S.í. og skila áliti fyrir næsta sambandsi’áðsfund. Þessir voru kjörnir í nefnd- ina: Ármann Dalmannsson, Brynjólfur Ingólfsson, Her- mann Guðmundsson, Þorsteinn Einarsson. Ennfremur var samþykkt að fara þees á leit við Forseta íslands, að hann gerðist vernd- ari íþróttasambands íslands. Þetta er lengsti fundur, sem haldinn hefur verið í Sambands ráði LS.Í. til þessa, þar sem hann stóð yfir í 19 klst. eða fyrri daginn frá kl. 5 e. h. til 0.30 f. h. og síðari daginn frá kl. 5. e. h. til 4.30 f.h. Á fundinum mætti fram- kvæmdastjórn Í.S.Í., fulltrúar Simnlendinga- og Norðlendinga- fjórðungs og Reykjavíkur, for- menn sérsambanda, íþrótta- fulltrúi og framkvæmdastjóri Í.S.I. Walcott hyggst reyna aftur Fyrst eftir að Jersey-Joe Walcott tapaði heimsmeistara- titlinum í þyngsta f’okki í hnefaleikum til Rocky Marciano var talið að hinn aldurhnigni hnefaleikari, sem.er orcinn 38 ára;, myndi leggja frá sér hanzkana fyrir fullt og allt. Nú hefur hinsvegar umboðsmacur Wlaicotts tiilkynnts að liaim muni nota rétt sinn til að krefjast annarrar viðureignar við Marciano en vilji helzt að hún fari ekki fram fyrr en eftir áramót. Hlustunarskilyrði voru slæm í gær en þó náðust úrslit í tíu getraunaleilcjum. Burnley 3 Portsmouth 2 1 Cardiff 2 Blaclqxíol 2 x Liverpool 2 Woohvich 1 1 Manch. C. 2 Sundreland 5 2 Middlesbr. 1 Charlton 0 1 Preston 2 Bolton 2 x Sheffield W 1 Ciielsea 0 1 Tottenh. 1 Manch U 2 2 W. Brömw. 2 Arsenal 0 1 Fuiham 3 Everton 0 1 Pálmi H. Jónsson var fæddur á Miðvöllum í Skagafirði 19. okt. 1897. Móðir hans var Lilja Jóns- dóttir húskona þar, og faðir hans Jón Sigurðsson bóndi i Gilhaga, sem var nafnkennt rímnaskáld á sinni tið. En Pálmi var ekki hjónasonur, og af orðalagi kirkju- bókar má æt'a, að hann hafi ekiki verið mjög velkominn í þennan heim, enda snemma feng- ið sjálfur á því að kenna. Ekki kann ég þó að rekja þá sögu, en uppeldisár sín mun Pálmi löngum hafa verið á hralcn- ingi, og innan við tvítugt er hann jöfnum höndum við sjóróðra á Suðurnesjum og í kaupavinnu austanfjalls hér syðra. Mun hann hafa hlotið í arf frá föður sín- um ástir á bókum og skáldskap, en torveld orðið leiðin til mennt- unar. Á fvrstu manndómsárun- um varð Pálma „það til happs", eins og Steindór heitinn Sigurðs- son komst a.ð orði, að hann veikt- ist af brjóstveiki og fékk vist A Vifilsstöðum. Þar var þá meðal annarra gáfaðra sjúlilinga Krist- mann Guðmundsson. Þar var hægt að fá léðar bækur, innlend ar og útlendar. Pálmi kom heill úr sjúkdóms- rauninni og hélt á ný út i heim- inn. En leiðin til menntunar var aðeins vegur hins umkomulausa sjómanns og eyrarvinnukarls frá einni verstöð til annarrar um alla landsfjórðunga. Bækurnar urðu hans eina von. Hann las það, sem hann komst yfir, og hann gat ekki séð af nokkurri bók, sem hann hafði lesið, koffortið hans ’ varð smámsaman fullt af bókum og loks urðu koffortin tvö og þrjú. Svo varð hann auðvitað fyrir þvi óhappi á þessum eiiífa flækingi, að í einni ferðinni glöt- uðust bækurnar. Þá ákvað Pálmi að ve’ja . sér samastað og Akur- eyri, höfuðstaður Norðuriands,- varð fyrir valinu. Það var 1929. Öll hin erfiðu kreppuár stund- aði Pálmi algenga verkamanna- vinnu á Akureyri og sótti jafn- framt sjó. 1 frístundUm sínum var hann allur í bókum. 1942 setti hann á stofn fornbókaverzl- un sína, og nokkru síðar fór hann að gefa út. Fór hægt af stað, en varð brátt einn atkvæða- mesti útgefandi landsins; og er mér til efs, að nokkur einstak- lingur hérlendis, hafi gefið út eins margar bækur að tö’u og ai-kafjölda síðustu 10 árin. Um skeið hélt hann auk þess úti tveimur tímaritum. Eins og að líkum lætur var þetta mikla magn lesmáls mis- jafnt að gæðum, sumt, því mið- ur, ómerkilegt, en það hefur löng- um orðið að vera svo hér á landi að léttmetið bæri uppi fjárhags- legan halla og áhættu vegna hinna betri bókmennta, sem selj- ast tregdr og oft einungis á mjög löngum tíma, i lánsfjárkreppu verða jafnvel vandlátustu útgef- endur að sætta sig við slíkt. Pálmi H. Jónsson gaf ekki út bækur gróðans vegna, heldur vegna þess að hann fann sér þar vettvang til þess að vera virkur þátttakandi i bókmenntalifi þjóð- arinnar. Hann gaf út ’ fjölmargar Djassklúbburinn efndi til hljóm- leika í Austurbæjarbíói á fimmtu- dagskvöldið og var húsið þétt- setið, þvi nú var góðra gesta von. María Bryant og Mike McKenzie voru ekkert smáfólk, samkvæmt auglýsingunum, og þar að auki af ættum djazzista. María hefur komið víða við og meðal annars unnið hjá E’lington um skeið, auk þess dansaði hún í einni heztu djazzmynd sem filmuð hef- ur verið. Það var. víst hinn ágæti myndatökumaður fcímaritsins Life Mili sem ger5yí)á"inýri3, og lá við að honum yrðu veitt Óskars- verðlaun fyrir vikið. María er allra snotrasti kven- maður, og beinabyggingin virðist vera í fullkomnu lagi. Hún söng fyrst nokkur lög eftir forskrift Armstrongs, Jeffries og Holidays en tókst ekki að koma lífi í hlut- ina, til þess var líka se’skapurinn of slappur. Ber þar fyrst að telja l'élagá hennar Mike, djazzpíanist- ar okkar munu ekki hafa svitnað i þetta sinn, og reyndar eklci klassískir heldur, hafi þeir verið viðstaddir, en sumum kólnaði tals- vert meðan Mike fékkst við de Fal'a í glímu eldsdýrlienda. Hann söng einnig okkur lög, en undir- ritaður er fyrir löngu búinn að fá meira en nóg af Nat Cole. Þar fór góður píanisti fyrir lítið (Nat Cole). Síðar um kvöldið skipti María um föt, dreif sig i aðskorinn samfesting og steig nokkur spor, en allt kom fyrir ekki, og varla von, Pétur rakari hefði tæpast boðið upp í dans við þessar áðstæður. Óli Gaukur loit aldrei upp. Þá kemur röðin að okkar mönn- um. — Smárakvartettinn flutti þrjú lög á einkennilegan hátt og hvessti sjónir á h’jóðnemann. Pilt- arnir virtust ekki hafa orðið á eitt sáttir um dúrana og mollana, og háði það þeim allmjög. Þórarinn ÓSkarsson stjórnaði „lullskiþaðri Dixieland-hljómsv."? sem blés mikinn upp á gamla. móðinn, þó fremur í anda L.R. en Lúðrasveitar New Orieans, hinn norræni kuldi var áberandi. Svafar Gests var kynnir, og not- aði tækifærið til að þakka okkur áheyrendum fyrir að hafa. eklci nvikil skrílslæti í frammi. . — Takk sömuleiðis. — Fögnuður á- heyrenda ógurlegur, eins og venju- lega um þetta leyti dags, og þa.ð er ekki klúbbnum að þokka að „djassunnendur" rifnuðu ekki af hrifningu. J. M. A. ★ Um BÆHSUS og annaZ * Bandaríslt harmsaga — Sólskinsblettur UnDANFARNA daga hafa tvö kvikmyndahús bæjarins sýnt kvikmyndir, sem hafa list frægra tónlistarmanna að uppistöðu. Rub- instein leikur t.d. á píanó í báð- um þessum myndum, sem gerðar erú í Bandarikjunum. Tónverk eru eftir klassíska meistara, og þá ætti í rauninni allt að vera gott. Það fer svo sannarlega ekki of mikið fyrir góðri tónlist í fram- leiðslu Hollywoods, að ástæða sé til að amast við því, þegar hér eru sýndar tvær myndir á sarta tima, þar sem klassísk músik er leiki’.i iengst af sýningartím- anum. * —-------—- E N þetta er þó ekki ein- hlítt. Verkin, sem leikin eru í myndunum, eru öll klippt og skor- in, kaflar úr sónötum, ein og ein aría, nokkrir tónar úr sin- fóníu, lagstúfar en ekki lög. Þetta ber vitni um slíkt virðing- arleysi fyrir listinni, að hægt er að kalla þáð fjandskap. Tóiýist- inni er misþyrmt, en því meiri áherzla lögð á fingralipurð þeirra frægu tónleikara, sem sýna sig forvitnum áhorfendum fyrir borg- un. Hvílíkur snillingur, sá er lipur í fingrunum! E KKl er fyrir það að synja, að menn sem leggja stunö á hljóðfæraslátt geti haft einhverr lærdóm af að sjá, hvernig snilling arnir hreyfa fingurna. Og það ei því miður ekki við því að búast, að þessir menn komi nokkurn tima við hjá.okkur, f^tækum og smáum. Við eigum ekki það fé sem sumir þeirra hafa gert ao lifsmarki sínu og skirrast einskis til að krækja í. Sá sem þetta rit- ar man t.d. livílíka ógleði það valcti hjá honum á hljómleikum, sem Rubinstein hélt í crlendri borg, að komið hafði verið fyrir á flyglinum stóru auglýsingaspjaldi, upplýstu með rafljósum, sem á stóð skýrum stöfum „Made by Steinway,- and Sons". Nóg um þa.ð. InNAN skamms lýkur Bandarískri harmsögu sem birzt hefur hér í blaðinu undanfarna mánuði. Nýlega hefur vefið gerð kvikmynd í Hollyvvood eftir- .þess- ari sögu, og er það víst i þriðja sinnið. Einsog nærri má geta,' er lítið i þeirri mynd, sem vitn- ar til sögu Dreisers; það er jafn- vel langt frá því, að farið sé rétt með söguþráðinn. Þjóðfélagsádei'u bókarinnar er náttúrlega bægt al- gerlega frá. 1 myndinni eru rakt- ar ástir þeirra Clydes og ríku stúlkunnar, samband hans og Ró- bertu er gert að fullkomnu aulca- atriði. Nafninu er eðliiega breytt líka, það má ekki minnast á harmsögu i sambandi við „the amerícan way of life". Myndin heitir Sólskinsblettur (A Place in the Sun). ★ ----------- RÁTT fyrir þetta hefur myndin fengið góða dóma, jafn- vel hjá þeim, sem fordæma þá meðferð sem verk Dreisers verður fyrir. Myndatakan er mjög róm- uð, einnig leilcur þeirra Montgo- merys Cliff og Elizabethar Taylor, sem léku þau Clyde og Sondru. Myndin fékk átta Óskara, og sést af því að Hol’yvvood finnst mikið til .hennar.koma.... Á ------------ E INS og áður er sagt, er Bandarískri harmsögu að ljúka. Á ritstjóvn blaðsins eru nú allir heilar lagðir í bleyti til að finna nýja framhaldssögu, og hefur enn ekki verið tekin ákvörðun, þótt ýmsar ti'lögur séu til athugunar. Það er erfiöara verk en margur lcann að lia'da að velja fram- haldssögu í blað. Það þarf a'ð taka tillit til margs, bókmennta- gildið eitt er ekki einhlítt. Þjóð- viljinn hefur áður, að visu ár- angurslausfc. teitað til lesenda sinna um tillögur í þessu sam- bandi, og nú skal enn leitað til þeirra, í von um betri árangur en áður. ------------ VlÐ hirtum hér síðast ítalska skopmynd af Hollj’wood- kóngi, sem vildi notfæra sér vin- sældir Hjó!- hestaþjófsins með því að kalla næstu kvikmynd s'na Bílaþjófinn eða viugvélaþjóf- inn. Þetta skop ’iittir nú Ital- ana sjálfa, þvi þeir hafa nú gert kvikmynd, sem heitir Bíla- þjófurinn. Hún er blygðunaiv ’aus stæling á myrid de Sicas, en | þó virðist hún hafa feng- ið \ góðar við- tölcur, þar sem húij hefur ver- ið feýnd. Mynd- in Lér við hlið- inja sýnir eitt atríði úr henni. bækur eftir unga höfunda, bæði ljóð, sögur og ieikrit. Sérstaka ánægju hafði hann af að stuðla að útkomu sagnfræðirita og ævi- sagna. Má þar til nefna tvö höfuð- rit: Þjóðhætti Finns á Kjörseyri og Bændahöfðingja eftir Sig. Ein- arsson. Sjómannasagnaútgáfan var honum og mjög hugfólgin. Pálmi gaf ennfremur út margar úrva’sskáldsögur norrænna höf- unda og heimsfrægra skálda eins •og t. d. ■ Kie-Uand, Undset-, Grieg, Fridegþ.r<j,..SiH^np^a,,„ Kjgflgren, — Cervantes, Dumas, Con- rad, Poe, Coward, Peuchtwanger, Remarque, Cronin, P. S. Buck, Steinbeck. Mætti svo lengi telja. Eins og gefur að ski'ja var hin síðari ár. oft djarflega teflt af einstaklingi, að gefa út svo mik- ið, sem Pálmi gerði. Hin öru um- skipti í fjármálalífi þjcðarinnar á síðasta ári settu hann í mikinn vánda. Fjöldi bóka var i undir- búningi, þegar útgúfukostnaður fór á nokkrum mánuðum uppúr öl’u valdi og kaupgeta almennings þvarr um leið. Þá var ekki hægt að snúa við. Pálmi lagði allar eignir sínar að veði. Lánardrottn- ar sýndu Pálma fullt traust, enda hafði hann jafnan staiðið við al'ar sínar skuldbindingar. Og þótt Pálmi yrði í fyrrahaust þegar verst gegndi, fyrir því áfalli, að veikjast af alvarlegum hjarta- sjúkdómi, sem rændi líkamlegu starfsþreki hans, efaðist enginn um að hann myndi stýra fyrir- tæki sínu heilu i höfn. Hann lét 'heldur ekki bugast. Um fáa menn, sem ég hef þekkt, finnst mér eins vel hafi átt við lýsingin: „Þéttur á velli og þéttur í lund". — En nú er sköpum skipt. Pálmi H. Jónsson varð bráð- kvaddur að heimili sínu á Akur- eyri að kvö'di dags 22. okt. er hann var þremur dögur betur en hálfsextugur. Kirkjubókin í fæð-’ ingarsókn hans segir hann getinn í synd. Með lífi sínu afsannaði hann þá k’erkakreddu. Ég þarf engu eftirmælalofi að prýða þessa grein — Pálmi átti skipti við þíiKundir manna — ókunnugum get ég sagt: aðaleinkunn hans. var góðmennska. Ég þakka fyrir mig og votta ástvinum hana samúð mína. Jón úr Vör,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.