Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 8
nVerndararnir" fœrasf / aukana: þJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóv. 1952 — 17. árgangur — 248. tölublað Skammt gerist nú milli nauðgunartilrauna banda- rískra „verndara” ríkisstjórnarinnar. Aðíaranótt sl. sunnudags reyndi bandarískur her- maður að nauðga íslenzkri stúlku á Keílavíkur- ílugvelli og seint á íimmtudagskvöldið réðst annar bandarískur hermaður á konu á sextugsaldri niðri í Keflavík og reyndi að nauðga henni. Konan var að fara heim til sín um kvöldið og vissi ekki fyrri til en bandarískur her- maður réðst á hana ágötunni og vildi nauðga henni. Konan hrópaði á hjáip, og að þvl er lögreglustjórinn í Kefla- vík, Alfreð Gíslason, tjáði Þjóðviljanum í gær, var piltur í liúsi rétt hjá á leið út og varð þess var hvað var að ger- ast og lét hann hringja á lög- regluna og veitti hermannin- um eftirför, en þegar hermaff- 'urinn hafði orðið var manna- ferða tók hann á rás. Lög- reglan fann síðaii hermanninn þar sem hann hafði falið sig á bak við hús og tók hann fastan. Er hann í varðhaldi á flugvellinum og er mál lians í rannsókn þar. Listasafn ríkisms sýnir myndir ís- ienzkra málara frá 17., 18. og 11 öld Listasafninu gefin mynd af Jóni Ólafs- syni bankastjóra eftir Ríkharð Jónsson Listasafn ríkisins var opnað á ný í gær, en það hefur nú verið lokað um hríð vegna breytinga. Meginbreytingin á upp- liengingu er sú að sýndar eru merkar myndir íslenzkra lista- manna frá 17., 18. og 19. öld, og hafa sumar þeirra aldrei birzt almenningi áður. I sambandi við opnunina afhentu af- komendur Jóns heitins Ólafssonar bankastjóra safninu að gjöf eirmynd af Jóni gerða af Ríkharði Jónssyni. Valtýr Stefánsson formaður Menntamálaráðs þakkaði þessa rausnarlegu gjöf með stuttri ræðu, þar sem hann lagði m.a. áherzlu á nauðsyn þess að þjóðin starfaði með listasafn- inu; því væru slíkar gjafir svo dýrmætar og sá hugur sem þeim fylgdi. Ólafur sonur Jóns heitins afhenti gjöfina með ræðu og árnaði safninu allra heilla. Eins og áður er sagt sýnir Erindi uin upprisu Jesu Ásmundur Guðmuiidsson, prófessor, flytur í dag háskóla- erindi 'um upprisu Krists. Mun prófessorinn fyrst tala um elztu rituðu heimildina um upprisu Jesú, og rekja síðan aðrar frásagnir. Síðar í fyrir- lestrinum mun hann rekja aðr- ar heimildir, minna kunnar, og að lokum bera fram þá skoð- un er honum virðist ein geta .samrýmzt heimildunum og erfðakenningunni um upprisu Jesú. Fyrirlesturinn hefst kl. 2, og er öllum heimill aðgangur. safnið nú myndir íslenzkra listamanna frá þrem síðustu öldum. 1 forsalnum hafa verið hengdar upp rauðkrítarteikn- ingar eftir Sæmund Hólm (1749—1821) og málver'k og teikningar eftir Sigurð málara Guðmundsson (1833—1874). í fremsta sal safnsins eru svo tvö olíumálverk af Guðbrandi Hólabiskupi Þorlákssyni, bæði frá fyrsta fjórðungi 17. aldar, en málari er ókunnur. Þar er og mynd séra Hjalta Þorsteins- sonar í Vatnsfirði (1665— 1754) af Hallgrími Péturssyni og teikning séra Helga Sig- urðssonar á Melum (1815— 1888) af Jónasi Hallgrímssyni, ásamt þrem olíumálverkum eftir séra Helga. Þá eru mál- verk eftir Arngrím Gíslason málara (1829—1887), eftir Þorstein Guðmundsson málara (1817—1864), eftir Sölva Helgason (1820—1895) og Benedikt Gröndal (1826—1907) Flestar þessar myndir hafa ekki verið almenningi til sýn- is áður. Margar myndanna eru í eign Þjóðminjasafnsins og hefur þjóðminjavörður lánað þær. Auk þess hafa verið gerðar Framhald á 4. síðu. Atvinnleysiskráningin hefsf á morgun — Muni§ að fáta skrá ykkur strax! Hin lögboðna atvinnuleysisskráning hefst á morgun og fer að vanda fram í Ráðningarstofu Keykjavíkur- bæjar. Skráningin fer fram á mánudag, þriðjudag og mið- víkudag og stendur yfir frá kl. 10—12 f.h. og 1—4 e.h. Þið sem eruð atvinnulaus, munið að mæta til skrán- ingar, það verður notað gegn yltkur ef þið látið ekki skrá ykkur. Látið skrá ykkur strax á morgun. Ná ná og do do! Vörubílar íyrir gömul augu Friðleiís — jeppar til kvennaveiða — tauga róandi fyrir Bjarna 1 gær var enn einu sinni j unnið við uppskipun úr stríðsskipi „verndara“ Bjarna Ben. 1 þetta sinn var skipað upp vörubílum, — tii að gleðja hin gömlu augu Frið- Iíeifs Friðrikssonar. Enn- íremur jeppum svo „vernd- ararnir“ geti sem víðast far- ið og kynnt ísLenzku kven- i'ólki bandaríska „menn-: ingu“. Loks voru nokkrar orustu- fiugvélar svo Bjarni Ben. og Eysteinn eigi hægra með að sofa. MánuSur eftir þar til dregið verður í happdrætti Þjóðviljajns í dag birtum við í fyrsta skipti samkeppni deildanna í sölu happ- drættismiða Þjóðviljans. Einnig er hafin samkeppni milli einstak!- inga í sölunni og höfum við fest upp í skrifstofu flokksins yfirlit yfir það, þeir sem selja 5 blokkir minnst komast á þann lista og eru noklcrir þegar komnir á hann. Sala miðanna er að komast í all- góðan gang, en þennan mánuð verðum við að taka vel á. Vera má að enn séu ekki allir búnir að fá blokkir sem þess óska og aðrir þurfa á viðbót að halda og eru þeir beðnir að hafa samband við skrifstofu flokksins Þórsgötu 1 sem allra fyrst. Styrkið Þjóðviljann. Kaupið miða í vinsælasta happdrætti árs- ins. Verð miðanna er aðeins kr. 5.00, en stærsti vinningurinn er ferð til Parísar og ókeypis dvöl þar auk fjölda annarra smærri vinninga. Röð deildanna er nú þannig: Þetta er ein myndanna á sýningu Valtýs Péíurssonar sem opnuð verður í Listvinasalnum klukkan 5 í dag. rætti a sön nn gs 55 1. Bolladeild 21% 2. Barónsdeild 16% 3. Va'.ladeild 14%- 4. Skóladeild 14%., 5. Kleppshoitsdeild 14% 6. Túnadeild 11% 7. Sunnuhvolsdeild 9% 8. Njarðardeild 7% 9. Laugarnesdeild 6% 10. Hlíðadeild 4% 11. Langholtsdeild 4% 12,—15. Vesturdeild 3% Skuggahverfisd. 3— Vogadeild 3— Þórsdeild 3— 16,—18. Meladeild 2% Þingholtsdeild 2— Sogadeild 2— Ágéöinm remnur til Mœrma- spítalasjóðsins Eins og áður hefur verið getið í fréttum, er sænski tenór- söngvarinn Jussi Björling væntanlegur hingað til lands á mið- vikudaginn. Hann heldur hér tvær söngskemmtanir, og gengur ágóðinn af þeirri síðari til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Kona sænska sendifulltrúans hér, frú Öhrvall, hefur mikinn áhuga á því, að sem mestur á- góði fáist af skemmtun þess- ari, og hefur hún, í því skyni, gengizt fyrir happdrætti í sam- bandi við söngskemmtunina. liggjantfi á götum 1 fyrrakvöld barst lögregl- unni í Reykjavílt til'kynning um tvo menn liggjandi á göt- um í bænum. Var annar þeirra drukkinn og hafði skrámazt nokkuð á höfði, en ekki slas- azt að öðru leyti. Hinn maður- inn, sem var í Bankastrætinu, hafði hrasað illiiega, og var talið fyrst að hann hefði fót- brotnað. Við nánari athugun kom þó í Ijós að svo var ekki. Basar tií ógóða fyrir barna- spítaEasfóð Hringsins Sunnudaginn 9. þessa mánaðar verðui; haldinn basar í húsakynnum Múlarans við Bankastræti, til ágóða fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins. Sjóðurinn er nú 2,1 milljón krónur, og vonir standa til, að innan tíðar verði farið að nota sjóðinn í þeim tilgangi, sem honum er ætlaður. Forystukonur kvenfélagsins Hringurinn kvöddu fréttamenn á fund sinn í fyrradag og sýndu þeim ýmsa þeirra muna, sem verða til sölu á bazarnum. Miíkill hluti munanna er unn- inn af félagskonum, allskonar barnaföt, saumuð og prjónuð, og leynir sér ekki að mikil vinna og hagleikur stendur á bak við. Frá Þýzkalandi hefur Hring- urinn fengið mikið af brúðum, og hafa félagskonur saumað á þær föt. Frá íslenzkum kon- um, búsettum í Grimsby, hefur Hringurinn fengið mikið af Pramhaid á 7. síðu. r^^##########################################################^ Happdrættismiðarnir verða samtals 2000 að tölu, og verða þeir seldir á kr. 20,00 hver. íslenzkar og sænskar konur munu selja miðana á undan söngnum og á milli þátta. Ein- sAklingar og fyrirtæki hafa gefið helztu vinningana, en þeir eru: Rafmagnsstrauvél, sem J. Þorláksson & Norðmann gáfu; þvottavél, sem Magnús Kjaran gaf; rafmagnssteikaravél frá Sambandi ísl. samvinnufélaga; nótnahandrit, sem dr. Páll ís- Framhald á 7. síðu. Bazar Híífarsjóðsins Hiífarsjóður heldur bazar í Gúttó á morgun og hefst hann kl. 2 e.h. Sjóðurinn er einn lið- ur í starfsemi S.I.B.S. og hlut- verk hans er að styrkja fólk sem er klæðlaust á hælinu eða þarf t.d. að fara til Akureyrar til læknisaðgerðar og á ekki sæmileg klæði. Sjóðurinn hefur þegar látið mikið gott af sér leiða, en er hins vegar mjög févana og hefur mikla þörf á telíjum þeim sem bazarinn get- ur fært. Þar verða einnig marg- ar mjög góðar vörur á lágu verði, þannig að þeip sem baz- arinn sækja munu gera þar prýðilegustu kaup auk þess sem þeir styrkja nytjamál. Sésíalistafélag Reykjavíkur heldur aðalfimd miðvikudaginn 5. þ.ni. kl. 8.S0 í sam- <[ komusal Mjólkurstöðvarinnar nýju. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar sýni skírteini við innganginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.