Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. nóvember 1952 Sunnudagur 2. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þióoyiuiNN Útgefandi: Samelningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. U annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Gjaldþrot stjórnarstefnunnar Þegar núverandi stjórnarflokkar réðust I gengislækk- unina miklu fyrir tæpum tveimur árum, þrátt fyrir harð- vítug og rökstudd andmæli Sósíalistaflokksins og verka- iýðshreyfingarinnar, beittu þeir þeirri höfuðröksemd að með þeirri ráðstöfun einni yrði atvinnuvegunum og þó einkum sjávarútveginum bjargað frá stöðvun og hruni. Málsvarar ríkisstjórnarinnar og málgögn Framsóknar og Sjálfstæöisflokksins þreyttust aldrei á aö lýsa þeim alls- herjar bjargráöum sem í gengislækkuninni væru fólgin. Framundan átti að vera mikið blómatímabil fyrir at- innuvegina og vágesti atvinnuleysisins bægt frá dyrum almennings. Verkalýðshreyfingin og Sósíalistaflokkurinn sýndu hinsvegar fram á hið gagnstæða. Á það var bent og það margsinnis með óvéfengjanlegum rökum að gengis- lækkunin þýddi hvorttveggja í senn ósvífna árás á •launakjör og lífsafkomu verkalýðsins og ógnun við af- komumöguleika atvinnuveganna. Allt hefur þetta komið fram og er óþarfi að rekja þá sögu svo kunn sem hún er öllum almenningi. En nýjasta cæmiö um falsrök ríkisstjórnarinnar og flokka hennar þegar verið var að keyra gengislækkunina 1 gegn kemur fram í þeirri lýsingu sem gefin er í stjórnarblöðunum í gær á erfiðlekum sjávarútvegsins, þar á meðal stórvirk- ustu framleiðslutækja hans, togaranna. Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda telur nú óhjá- kvæmiiegt að ríkisstjórnin skipi nefnd ,,til að athuga rekstrarafkomu togaranna, með það fyrir augum að bætt verði afkomuskilyrði þeirra, svo unnt verði að halda uppi halLalausum rekstri“. Ennfremur að ríkisstjórnin hlutist til um það við bankana að togararnir eigi kost á nauð- synlegu rekstrarfé til þess að forða þeim frá stöðvun. Á það er bent að 11 af nýsköpunartogurunum eru nú auglýstir til uppboðs, þar sem þeir hafa ekki getað staðið í skilum með afborganir af lánum við Stofnlánadeild sjávai útvegsins. Er farið fram á að gerðar verði ráðstaf- anir af hálfu hins opinbera til þess að ekki verði gengiö að 'Skiþunum. Það er fullvíst að. allir nýsköpunartogararnir eiga fyrir skuldum og meira en það. Það sem hindrar heilbrigðan og eðlilegan rekstur þeirra og afkomu er hin skipulagða lánsfjárkreppa ríkisstjórnar og banka, markaðsöngþveitið og afleiðingar gengislækkunarinnar, sem koma fram í stórfelldum hækkunum á öllum nauðsynjum útgerðar- innar og skella á henni af þeim ægiþunga sem hún fær okki lengur undir risið. Þannig hafa fullyrðingar ríkisstjórnarinnar og Benja- míns Eiríkssonar um læknismátt gengislækkunarinnar og stjórnarstefnunnar staðizt dóm reynzlunnar. Þáð er ekki á einu sviði heldur öllum sem við blasir algjört gjaldþrot þeirrar stjórnarstefnu sem mörkuð var að er- lendri forskrift í marz 1950 af Framsókn og Sjálfstæðisfl. Þessir afturhaldsflokkar standa nú frammi fyrir þjóð- inni staðnir að einhverjum þeim arg-vítugustu blekking- um og loddarabrögðum sem um getur í íslenzkri stjórn- raálasögu. Og þau loddarabrögð hafa orðið þjóðinni og atvinnuvegum hennar dýr. Þau hafa fært íslenzkri al- þýðu hlutskipti atvinnuleysis og fátæktar í stað fullrar aívinnu og almennrar velmegnnar sem lofað var af stjórnarflokkimurn og „sérfræðingum" hennar þegar ver- i'ð var að berja gengislækkCnina fram á Alþingi. Og íyrir atvinnuvegina sem átti að .,bjarga“ hefur gengis- lækkuhin og aðrar „viðreisnarráðstafanir“ stjórnarvald- anna þýtt svo stórfellda útgjaldaaukningu að við full- komnu öngþveiti liggur eins og skýrslan sem stjórnar- blöðin birta í gær um afkomu togaranna ber gleggst með sér. Það væri vissulegá sæmst að sú ríkisstjórn sem þannig hefur stjórnað viðurkenni skömm sína og uppgjöf. En 3-íkrar viðurkenningar á staðreyndum er áreiðankga ekki að vænta frá núverandi ríkisstjórn. Þjóðin sjálf verð- ur að taka að sér hreinsunarstarfið í næstu kosningum og marka nýja og héilbrigða stjórnarstefnu. S ,,Til hvers er hárgreiða" — Atómstöð í Khöín Fröken Júlía TIL HVERS er hárgreiða? Til þess að greiða hár. Til hvers er skammbyssa? Til þess að skjóta af, deyða líf. Hvernig eiga nú þessir tveir hlutir samleið, hárgreiða og skamm- byssa ? Gáta ? kann einhver að spyrja. Nei ekki alveg og þó. I flestum nýlenduvöru- verzlunum gefur nú að líta einkennilegt verkfæri, greið- ur í laginu einsog skamm- byssur, margir litir eftir smekk. Það má segja að víg- búnaður Atlantshafsþjóðanna sé kominn í fullan gang, þeg- ar jafnvel meinlausar hár- greiður hafa tekið á sig mynd morðvopns. Ekki er tekið fram í auglýsingunni, að greið urnar séu ætlaðar börnum eingöngu en þær eru í lag- inu eins og kúrekabyssur þær sem gerðar eru fyrir börn. Það virðast fleiri en við þekkja máltækið „snemma beygist krókurinn". Börn o'kk- ar skulu alin upp svo að þau snyrti ekki einu sinni hár sitt svo, að þeim detti ekki í hug morð, pístóla er lukkumerkið. Úr því þeim datt annað eins snjallræði í hug og þetta má þá ekki búast við að við fá- um bráðlega pela sem líta út eins og handsprengjur, eða Marshall sendi okkur aflóga fallbyssur á barnaleikvellina af alkunnri rausn. Línan að vestan, víglínan, er langtum fullkomnari en nokkuð er þýzíku nazistarnir hefðu getað fundið upp. Hinir nýju nazistar gefa sér tóm til þess að beygja þjóðirnar sið- ferðilega 1 stað þess að brjóta þær, og þeir eru ekki síður hættulegir en þeir gömlu. ★ ÞAÐ KVAÐ EKKI bera mik- ið á Atómstöðinni í gluggiun bókaverzlana í Kaupmanna- höfn. Margt er líkt með skyld um. Það er gaman að fylgj- ast með viðbrögðum hinna dönsku Vafsa og K. Guðlaugs- sona. Kiljan er orðinn það vinsæll höfundur í Danmörku að þeim þýðir ek'ki að kalla hann bara klámskáld og kommúnista, en reynist full- erfitt að leiða rök að því hvernig sjeníið sé kominn á villigötur. Einn sósíaldemó- kratinn komst þannig að orði í gagnrýni að maður hlægi að gríninu en alvaran komi manni í vont skap. Það er von. Viðbrögðin benda til að Atómstöðin sé jafn raunhæf í Danmörku og hún er hér. ★ lýsingar í hléinu. Mikill hluti þessara auglýsinga eru ætl- aðar enskumælandi fólki. — Hentar það ekki íslendingum bezt að lesa sitt eigið móður- mál enda þótt bara séu aug- lýsingar. Þetta þykir mörgum kannske lítilvægt atriði, en margt smátt gerir eitt stórt. Sunnudagrur 2. nóvember (Allra sálna messa). 307. dagur ársins.. — Tungl í hásuðri kl. 0.09 — Há- flæði kl. 5.15 og- 17.35 — Lágfiri kl. 11.27 og 23.47. Ríkisskip Esja er á leið frá Austfj. til Akureyrar. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík i gær til Húna- flóahafna. Þyrill er á Austfjörð- um á suðurleið. Skaftfellingur fer frá Rvík á þriðjudaginn til Vest- mannaeyja. Baldur fer frá Rvík á morgun til Búðardals. Miililandaflugn-'él Loftleiða h. f. kom í nótt frá Kaupmannahöfn og Stavanger með farþega, póst og vörur. Plugvéiin fór héðan aft- ur snemma í morgun, sunnudag, til N.Y., er væntanleg þaðan aft- ur á þriðjudagsmorgun á leið til Norðtirlanda. Ljósmyndasýningin í Listamanna- skálanum er opin daglega klukk- an 10—10. Verzlunar- og skrifstofufóik, mun ið launþegafund VR annað kvöid kl. 8.30 í Tjarnarcafé. Rætt verð- ur um uppsögn samninga. Rafmagnstakmörkunin Austurbærinn og Norðurmýri, milli Snorrabrautar og Aðalstræt- is, Tjarnargötu og Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunn- Miðilinn í Iðnó í kvöld. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Aðaifundur Bandaiags kvenna í Reykjavík verður settur klukkan 1.30 á morgun, mánudag, í Iðnó. Kvennadeiid Slysavarnafélagsins heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld k’ukkan 8.30. Mæðrafélagið. Saumanámskeið- ið er að hefjast. Enn geta nokkr- ar konur komizt að. Hringið í síma 80221 kl. 10—12 árdegis og 8.30—10 síðdegis. Tímarit Verkfræð- ingafélags lslands, ijg r - 3. og 4. hefti ár- gangsins hefur bor 'izt. Efni beggja heftanna er mikil og löng grein eða skýrsla er Glúmur Björnsson, hagfræðingur, hefur tekið saman, og nefnist Is- lands kraftförsörjning, eða Is- lenzkar orkulindir. Geisimargar myndir og uppdrættir fylgja. 13.00 Erindi: Haf- ið og huldar lend- ur, eftir Rachel Carson; II. Huld- ar lendur (Hjörtur Halldórss. mennta- skólakennari). 14.00 Messa í Að- ventkirkjunni. (Séra Emil Björns- son). 15.30 Miðdegistónleikar; a) Vetrarferðin, lagaflokkur eftir Schubert. b) 16.00 Lúðrasveit R- víkur leikur. 18.30 Barnatími. 20.20 Erindi: Um spánarferð (Sig. Þórðarsson fyrrv. alþm.). 20.50 Frá fimmta móti norrænna kirkjutónlistarmanna: Finnsk kirkjutónlist (tekin á segulband á hljómleikum í Dómkirkjunni 7. júlí s. 1.). 21.40 Erindi: Skáldkon- an Úndína. (frú Lára Árnadótt- ir). 22.05 Gamlar minningar: Gamanvisur og dægurlög. Hljóm- sveit undir stjórn Bjarna Böðvars sonar leikur. 22.35 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. — Útvarpið á morg- un: 17.30 Islenzkukennsla; II. fl. 18.00 Þýzkukennsla; I. fl. 18.30 Tónleikar. pl. 19.00 Fréttir frá SÞ. 19.05 Þingfréttir. 20.20 Útvarps- hljómsveitin. 20,40 Um daginn og veginn (G. Þ. Gíslason próf.). 21.00 Einsöngur: Óiafur Magnús- son frá Mosfelli syngur; 21.20 Er- indi: Trjáviðarflutningar i Norður Sviþjóð (Guðbjörn Guðbjörnsson). 21.35 Tónleikar: Scaramouche, svita fyrir tvö píanó eftir Mil- haud. 22.10 Désirée, saga eftir Selinko (Ragnh. Hafstein). 22.35 Dans- og dægurlög. 23.00 Dagskrár lok. UM SÓKN NORÐHRZKRAR ALÞÝÐU HLUTAVELTA. Barnaheimilið Vorboðinn heldur hlutaveltu að Röðli í dag ki. 2 — Þar verður allskonar matvara: kjöt, hveiti, rúgmjöl, saltfiskur, niðursuðuvörur. Einnig kol og ó- tal margt fleira. — Freistið gæf- unnar. Styðjið barnaheimili Vor- boða.ns. CVÍll Söngæfing í kvöld í ^ ® MMB' Edduhúsinu kl. 2 í Edduhúsinu. Mætið stundvís- iega. Listasalmð Framhaid af 8. síðu. ýmsar breytingar og tilfærslur í öðrum sölum safnsins, en listmálararnir Gunnlaugur Scheving og Valtýr Pétursson hafa fcomið safninu fyrir að þessu sinni. Er öll ástæða til þess að hvetja almenning til að skoða safnið sem oftast og bezt. Lausn á nr. 32: 1. Bc3—el. SKÁLKURINN FRÁ BUKHARA 1 september 1945 fór þrítugur norðfirzkur sjómaður seinasta róð- urinn sinn, hætti sjómennsku til að sinna öðrum verkefnum. Hann gerði þá að aðalstarfi sínu það verk sem um 15 ára skeið hafði verið honum nauðsyn, og tekið frítíma lians allan, stjórnmála- starf í þágu austfirzkrar alþýðu. Hann tók við stjórn á kosninga- skrifstofu Sósíalistaflokksins i Neskaupstað og við b’aði Sósial- isafélagsins, Árbliki. Árin að und- anförnu hafði enginn einn flokk- ur haft meirihiuta á Norðfirði, Alþýðuflokksvaldið sem Jónas Guðmundss. byggði í kringum sig molnað niður og höfðingi þess kominn að þeim kafla í ævisögu sinni sem hefst með ofsalegri vínnautn og lauk í pýramídadellu, lcanatilbeiðslu og skrifstofustjóra- stöðu í stjórnarráðinu (sjá rit J. G.: „Leyndardómur ofdrykkj- unnar“.) En í janúar 1946 myndast aftur hreinar línur í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar. Sósíalistaflokkurinn fær fimm bæjarfulltrúa af níu, hreinan meirihluta fulltrúanna og fast að meirihluta atkvæða. Það er merkisstund í sögu verkalýðshreyfingarinnar og sósi- alismans á Islandi. Sósíalistaflokk- urinn hafði í fyrsta sinni fengið hreinan meirihluta í stjórn bæjar- félags. Og enda þótt enginn þurfi að halda að hægt sé að fram- kvæma sósíalisma með meiri- hlutavaldi sósíalista í einu bæjar- félagi, meðan auðvaldsskipulag ríkir í landi, veltur að sjálfsögðu á miklu hvernig með völdin er farið. Flokksmenn, bæði á Norð- firði og anr.arsstaðar á landinu, vissu að fylgzt yrði með hverri hreyfingu og öllum aðgerðum nýja bæjarstjórnarmeirihlutans, og ekki sparað að lesa úr hverjum mis- tökum „sönnun“ fyrir því, áð það sem sósíalistar stefni að sé al- gert hrun atvinnuveganna, algert öngþveiti, fátækt og vandræði, þvi fólk sem siíkt reyni sé bezt undir það búið . að með- taka sósíalisma. En þessa kenn- ingu þreytast þau ekki á að flytja blöð hins þríeina aftur- halds í landinu, Morgunblaðjð, Tíminn, Alþýðubiaðið — ö!l í kór. Dómur reynslunnar um störf norðfirzku sósialistanna í at- vinnumálum Neskaupstaðar skal ekki rakinn í þessn greinarkorni, hann er lesendum Þjóoviljans og raunar alþjóð kunnur. Reynt hefur verið að hnýta í einstök atriði þeirrar stórfelldu nýsköp- unar sem þar er orðin en ég held að ekkert blað hafi reynt að tengja stjórnarstefnu norðfirzku sósíalistanna við „hrunstefnu“ og „rústir", þó sjálfsagt hafi ekki vantað viljaan. Hér skal aftur vikið að sjó- manninum, sem stjórnmál og stjórnarmál bæjarfélagsins hrifu allan til sín í september 1946. Hann gegndi bæjarstjórastarfi í Neskaupstað fyrri hluta árs 1946, og hefur nær óslitið verið starfs- maður á bæjarskrifstofunum síð- an. Eftir kosningarnar í janúar 1950 þegar Sósíalistaflokkurinn í Neskaupstað vann einn glæsiieg- asta kosningasigur sem unninn hefur verið á Islandi, hlaut 6 af 9 bæjarfulltrúum gegn sam- einuðum lista þríflokkanna, Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarf’.okksins, var sjó- maðurinn okkar, Bjarni Þórðar- son, kjörinn bæjarstjóri Neskaup- staðar, í apríl 1950. Fjöldi ann- arra trúnaðarstarfa fyrir bæjarfé- lagið hefur á hann hlaðizt fram á •þennan dag. Bjarni Þórðarson er fæddur að árin eftir 1930, og lífsbaráttan varð þessum 17 ára ungling sízt auð- veldari vegna þess að hann skip- aði sér í flokk á yzta bekk, flokk sem einmitt á þessum árum hóf eldmóðsbaráttu um hagsmuni verkafólksins í landinu, við öll máttarvöld landsins, fyrirlitinn, rægður og hataður af arðræn- ingjum Islands og afturhaldsliði allra gömlu flolckanna en unnað heitar af fátæku alþýðufólki en nokkrum öðrum íslenzkum stjórn- málaflokki til þess dags — Kom- múnistaflokk Islands. Baráttan var hörð á þessum árum, það var ekkert hégóma- Lúðvík Jósepsson, Bjarni Þórðarson, Jóhannes Stefánsson Kálfafelli í Suðursveit, 24. apríl 1914. Foreldrar, hans voru Þórður Bergsveinsson frá Urðarteigi við Berufjörð og Matthildur Bjarna- dóttir, af skaftfellskum ættum. Þau bjuggU allan sinn búskap að Krossi á Berufjarðarströnd. Þórður drukknaði í róðri 1925. Var Bjarni e’ztur, þá 11 ára, en yngsta barnið ófætt. Föðurbróðir Bjarna eignaði3t jörðina og var Matthildur áfram á Krossi með börn sin þar til 1930 að þau fluttu til Norðfjarðar. Bjarni kom fyrst til Norðfjarð- ar í september 1929, við höfum kannski sézt þar á götu, einmitt í þeim mánuði hætti ég á Frið- þjófi litla og fór burt i fram- haldsskóla. Bjarni kóm til þess að ganga á ungtingaskólann á Norðfirði, mér hefði verið nær að fara þangað líka í stað þess að þjóta í annan landsfjórðung, við hefðum þá áreiðanlega kynnzt og orðið samverkamenn i þeirri ein- stæðu sókn, sem norðfirzkir sósí- alistar hafa háð síðustu 20 árin. Ég sagði það nýlega við Bjarna. snortinn öfund af afrekum þeirra Norðfirðinga, en fanst þá á hon- um að hann hefði að minnsta kosti unglingur heldur kosið sér aðra leið, framhaldsnám, mennta- skóla og háskóla —- ef fátæktin hefði ekki alveg lokað henni. Traustur maður hefði hann orðið hvar sem hann. var, gáfur hans og þrek hefðu hvarvetna lyft honum langt upp úr meðai- mennsku. Bjarni varð kyrr, og hóf harða baráttu fyrir daglegum þörfum heimiiis þeirra mæögina, i hinum ömurlegu atVinnuþi engingum mál neinum manni, sízt fjölskyldu- fyrirvinnu, að vera með í hinum þunnskipuðu röðum Kommúnista- flokks lslands, það gat þýtt og þýddi oftast nær miskunnarlausar atvinnuofsóknir, og hvergi er eins auðvelt að koma þeim við eins og á litlum stöðum. —- Samt komu þeir undir merkin, verka- mennirnir, ekki einungis í Reykja- vík og á Akureyri, þar sem rauð- ur loginn brann skærast, heldur og í öðrum bæjum og þorpum lands- ins, raddir hrópendanna, einstak- linga sem boða framtíðina, heyrð- ust líka úr sveitum. Alþýðuflokk- urinn sigldi hraðbyri út í það kviksyndi afturhalds og svika við málstað verkajýðs og sósíalisma sem árin undanfarið nær rök- réttu hámarki með þeirri við- leitni að afhenda flokki Thórsara- hyskisins og heildsala undirtökin í sjálfri verkalýðshreyfingunnf. Þeir sem skýrast sáu fyrir þenn- an þróunarferil, og var það alvara að á Islandi skyldi háð stéttabarátta þar til al- þýðan hefði sigrað og fátækt, öryggisleysi og neyð væri útrýmt, risu upp, menntamenn, verka- menn, iðnaðarmenn og sjómenn á öllum aldursskeiðum, — og það var strax árin 1930—31 álitlegur hópur ungra manna víðsvegar um landið er skipaði sér í raðir kommúnista, stofn sem fram til þessa dags hefur reynzt drjúgur verkalýðshreyfingunni á Islandi. og Lúðvík Jósepsson. Saga verka- lýðshreyfingarinnar í Neskaup- stað verður með hverju árinu eft- ir 1930 meir og meir tengd nöfn- um þeirra, og þar gerist það í smáum stíl sem gerast mun um allt land og öll lönd: verkalýðs- hreyfingunni vex svo ásmegin að hún verður meginafl samfélags- ins og skapar því örlög. Nú þeg- ar eru nöfn þessara þriggja ung- menna úr Kommúnistaflokki Is- lands órjúfanlega tengd merkustu æviatriðum hins unga bæjarfé- lags Neskaupstaðar . Bjarni Þórðarson og Lúðvik Jósepsson tóku þegar árið 1930 hiklausa afstöðu með Kommún- istaflokknum og nokkru síðar bættist Jóhannes Stefánsson í hópinn. Þegar Bjarni kom til Norðfjarðar haustið 1929 hafði hann varla heyrt nefndan sósíal- isma, en þar kastaði hann sér strax út í verkalýðsmá! og stjórn- málabaráttu. Norðfjarðardeild úr Kommúnistaflokki Islands var stofnuð 12. janúar 1932, þar var kominn Gunnar Benediktsson og kom hann flokksdeiidinni í heim- inn. Og enda þótt það væri eng- in unglingadeild var Bjarni Þórð- arson, 17 ára sjómaðurinn, kos- inn fyrsti formaður hennar. Um sama ieyti var honum ásamt tveimur félögum sínum, Ingi- manni Ólafssyni og Einari Sv. Frí- manns vikið úr Verkamannafé- lagi Norðfjarðar og gefið að sök greinar í kommúnistablöðum, hitt var auðvitað sökin að þeir höfðu vogað að rísa upp gegn Jónasi Guðmundssyni, alvaldi verkalýðs- félagsins og bæjarmálanna. En Bjarni átti eftir að verða for- maður Verkamannafélagsins um iangt skeið. I bæjarstjórnarkosningunum 1934 voru þrír forvígismenn kommún- ista í Neskaupstað of ungir til að vera í kjöri, tveir nítján ára og einn tvítugur! Fékk listi flokks þeirra 28 atkv. og kom engum að. Alþýðuflokkurinn féklc þá fimm kjörna af átta. Við næstu bæjarstjórnarkosningar, 1938, knúði samfylkingaraldan Alþýðufiokkinn til sameiginlegra Iista með Komm- únistaflokknum viða um land og einnig á Norðfirði. Fékk sá listi sex kosna, þrjá af hvorum. Tóku þá Bjarni Þórðarson, Jó- hannes Stefánsson og Lúðvík Jósepsson sæti í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar og hafa átt þar sæti síðan. Haustið 1938 er Sósíalista- flokkurinn stofnaður og öflugt Sósíalistafélag í Neskaupstað. —■ Samkomulagið við Alþýðuflokkinn entist skammt, og árin næstu valt á ýmsu vegna þess að enginn flokkur hafði meirihluta. Árið 1942 er Sósíalistaflokkurinn orðinn sterkasti flokkur bæjarins, og það ár, í sumarkosningunum er Lúð- vík kosinn á þing. Hreinar linur fengust, eins og áður er sagt I kosningunum 1946, er Sósíalieta-’ flokkurinn nær einn meirihluta í bæjarstjórn. Og svo — dómur fólksins um stjórn sósíalista eitt kjörtimabil, dómur þess um stór- fellda nýsköpun atvinnulífsins og alhliða framför bæjarféiagsins, kosningasigurinn 1950, Sósíaiista- flokkurinn fær 415 atvæði og sex menn kjörna, en sameinaður listi Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fær 242 atkv. og skiptir þremur fulltrúum á miíii flokkanna þriggja, — einn í hiut! Vegferð hinnar sósíalistísku verkalýðshreyfingar í Neskaupstað áratugina frá 1930 virðist hvei’j-< um þeim sem kynnist ævintýri líkust, og Sosíalistaflokkurinn a!l- ur gæti margt lært af sókn og baráttu norðfirzku sósíalistanna. Að baki slikra sigra liggur stór- kostleg barátta, daglegt óþrotlegt starf, skýr hugsun og þróttug athöfn. Á þeirri vegferð hafa sósíalistar Neskaupstaðar hlotið trúnað fólksins til forystu í mörg- um helztu félagssamtökum bæj- arins, verkamannafélaginu, Pönt- unarfélagi alþýðu, Samvinnufélagi Framhald á 7. síðu. Af þeim mönnum eru Norðfirð- ingarnir þrír í fremstu röð, Bjarni Þórðarson, Jóhannes Stefánsson ENGI MAÐUR handritið að 14-71? kvilcmyndinni Fröken Júlia.p^' viðbúið að manni þætti það ei mikil lesning og allmelódrama- tísk. Samt verður það þannig í höndum Svía, að úr því verð- ur merkileg kvikmynd. Það sem á vantar um bók- menntagildi handritsing ey unnið upp með öllum þeim möguleikum sem kvikmynda- tæknin gefur. Þeim hefur ,j>. dottið margt í hug í sambandi1 við myndatöku, sem ekln hef- ur sézt áður. Leikur Anitu Björk er og sérlega eftir-; Á minnilegur. ★ ^ U:ður þér illa? spurði Hodsja Nasreddín, ARGT verður á vegi manns °s Gulisjana svaraði andvarpandi: Ég er sem miðar í áttkia að mark- Þjáð af- þrá og sorg, því ég hef verið ,-iSSri „kólóniseringu" Islend- hrifin burt frá manninum sem ég elska. ínga. Sum bíóin sýna aug- < Hodsja Nasreddín hvislaði að emírnum: Hún er sjúk af því hún hefur verið skil- in frá emírnúm. — Andlit emírsine ljóm- aði af gleði, og andardráttur hans færðist í aukana. En nú finn ég að ástvinur minn er hér skammt frá mér, þó ég geti hvorki kysst hann né faðmað. En kemur hann ekki senn og svalar ást minni? Hvilík ástriða! Emírinn var aideilis frá sér numina af hrifningu. Hann gat ekki staðið kyrr, en fór að typp'a aftur á bak og áfram um kölfið. a norræna íýðsráðstefnu um fríðarmál Dagana 15. og 16. nóvember næstkomandi verður haldin norræn verkalýðsráöstefna í Osló um friðarmál, en til ráöstefnunnar hafa rnargir kunnir forystumenn verkalýössamtakanna á Noröurlöndum boöað. Helztu viöfangsefni ráöstefnunnar verða umræöur um áhrif hervæðingar og styrjaldarundirbúnings á lífskjör verkalýðsins og á efnahagslíf og menningu þjóðanna. Enn fremur, á hvaða hátt verkalýðurinn geti stuðlaö’ aö tryggingu friöar á Norðurlöndum. Við lítum svo á, aö þessi ráöstefna hafi þýðingu fyrir íclenzkan verkalýð eigi síður en verkalýð hinna land- anna, fyrst og fremst vegna þess sameiginlega málefnis, sem þar verður rætt, en einnig vegna þess, að á þessu .wiði er hiö æskilegasta tækifæri til þess aö treysta bræðrabönd verkalýðsins á .Noröurlöndum. Við undirritaðir viljum því vekja athygli íslenzkra veikamanna og verkakvenna á þessari ráöstefnu og erum þeirrar skoöunar, aö íslenzkum verkalýö beri einnig að eiga þar fulltrúa. Þess vegna höfum við ákveðiö aö beita okkur fyrir því, að héðan fari a. m. k. einn fulltrúi. En þar sem hér er jafnframt um fjárhagsatriöi aö ræöa, hefur okkur þótt hlýða að leita opinberlega liðsinnis allra þeirra, er vilja stuðla að þátttöku íslands í raðstefnunni. Það er því áskorun okkar til íslenzkra verkamanna og verkakvenna, aö hafizt veröi þegar handa um frjáls framlög til styrktar málinu. Er þessari áskorun beint iafnt til einstaklinga, Vcrkalýösfélaga og vinnuhópa. Öll framlög óskast send til skrifstoíu Verkamannafá- iagsins Dagsbrún. Þar sem tími er oröinn naumur, þarf að hefjast handa sirax og þyrftu framlög aö hafa borizt í síðasta lagi. 10. nóvember n. k. Björn Bjarnason Eðvarð Sigurðsson Guðmundur Sigurjónsson Gunnar Jóhannsson Helgi Þorkelsson Sigurður Guðnason Snorri Jónsson Tryggvi Helgason Þuríður Friðriksdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.