Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.11.1952, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Simnudagu?' 2. nóvember 1952 iÍheimilisþáttur| Tizkan og Parisarstúlkan Allir, og þá sérstakleg'a allar, reyna að tolla í tízkunni. Það er sama hve fast spyrnt er á móti, fyrr eða siðar neyðist fólk til að gangast undir ok tízkuhöfund- anna. Það voru áreiðanlega margar konur, sem hétu þvi að síkka aldrei pilsin sin, þó þau boð kæmu frá París. Reyndin vai'ð önnur og nú þykir það jaðra við ósiðlæti og lausung að sýna hnén, það sem þótti sjálfsagður hlutur fyrir nokkrum árum. Það er engin ástæða til að fjö'- yrða meira um þetta .ógnarvald, sem nokkrir skraddarar í heims- borgunum, og þó einkanlega í París, hafa yfir klæðaburði nær allra kvenna í hinum vestræna heimi og víðai'. En þó er eitt sem gaman er að minnast á i þessu sambandi. Þeir sem komið hafa til tízkuborgarinnar Parísar, munu sjálfsagt flestir hafa veitt því eftirtekt hve ó- háð Parísarstúlkan virð- ist vera tízkunni. Ekki svo að skilja að slíkum höfuð- . kröfum, eins og sídd pilsa, sé ekki fylgt þar. En hins- vegar langt frá því að hún fylgi skilyrðis’aust öllum boð- orðum tízkukónganna á árs- fjórðungsfresti. Henlugur stóll a bviþjod Nýlega birtum við hér í þrott- inum myndir af sænsku borði, hér eru myndir af þægilegum og hentugum sænskum stól. Hann hefur ýmsa kosti fram- yfir þá hægindastóla sem við eigum að venjast. Hann er á- kaflega léttur, hann styður • bæði bak og fótleggf, hægt er að breyta stillingunni á ýms an hátt, eins og sést á teikn- ingunum. Komi næturgestur á heimilið, sem ekki var búizt. viú, má' breyta stólnum í legubekk, og hafi maður enga þörf fyrir hann, má leggja hann saman, svo að lítið sém ckkert íer -fyrir honum.-,- Þegar boð berast frá París um að nú eigi stúlkur að hafa rengja- koll, þjóta tízkudrósirnar útum allan heim til hárskerans og láta klippa af sér hárið. En i Paris láta m.a.s. þær stúlkur sem hafa efni og ástæöu til að tolla í tízk- unni, hárið i friði, ef þeim finnst þær hafa valið sér hárgreiðslu, sem á við andlitsfall þeirra. All- ar þessar smátilfærslur á sniði kjólsins eða kápunnar, sem tízku- ltóngarnir boða við hver árstiða- skipti, lætur Parísarstúlkan sig litlu skipta: hún ve'ur það sem henni geðjast að, það sem henni finnst fara sér vel. Hún lætur sem sagt skynsemina og sinn eig- in smekk ráða. Og það er sann- arlega til fyrirmyndar. Maturinn á ^ morgun Vellingur og slátur. Hvítkálskai'töflubúðingur. Búðingurinn: % kg af soðnum kartöflum (afg.) 1 laukur og Vá-% kg af hráu káli er skorið í sneiðar og hitað í 150 g af smjörlíki, þangáð til það-byrj- ar að brúnast (látið á pönn- una í sömu röð og talið er upp). Hellt í eldtraust mót og blandað saman. Ealti og pipar stráð yfir. 2 msk. hveiti eru hrærðar út með 2% dl af mjólk, 1-2 egg hrærð út í og jafningnum hellt yfir gi-séhmet- ið. Bakað neðan til i ofninum við meðalhita í 30-40 mín. þar til það er brúnað að ofan og hálf hlaupið saman. Borðað með sósu: 150 g smiörlíki er brúnað og 1-2 dl af mjólk eða rjóma hellt út í, hitað. 1 staðinn fyrir soðnar lcart- öflur má nota hráar. SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlauesson Suiptinegar í Saltspbbaden Hér kemur önnur skakin frá inter-zonaimótinu í Saltsjöbad- en í sumar. I þessari eru fjör- ugar sviptingar milli Stáhlbergs og Gellers. Hörku mótsins má marka af því, að Stáhlberg sem vann 78% af skákum sínum í Helsinki fær hér ekki nema 58%. Geller 1. e2—c4 2. ö2—d4 8. Rbl—d2 4. e4—e5 5. Bfl—d3 (5. c2—c3 7. Rgl—e2 8. Rd2—f3 9. c3xd4 Svartur leikur Stáh’íberg e7—e6 d7—d5 Rg8—f6 Rf6—d7 c7—c5 Rb8—cG Dd8—b6 c5xil4 f7—:f6 ekki Bb4f, því DAGSKRÁ Alhingis á morgun Neðrideild. 1. Gengisskráning o. fl. 2. Ábúðarlög. EfrideiIdL 1. Vöruhappdrætti S.Í.B.S. 2. Vegabréf. 3. Vélfræðikenns’a. 4. Verðlag. að þá leiðir bæði Bd2 og Kfl til betra tafls fyrir hvít. 10. e5xf6! Rd7xf6 11. 0—0 Bf8—dö 12. Re2—f4! Geller hugsaði sig lengi um áð- ur en hann lók þessum leik. Peðið á dl er óbeint valdað bæði fyrir og eftir hrókun svarts. 12. 0—0 13. Hfl—el Brl6xf4 14. Bclxfl Bc8—d7 15. BÍ4—d6 Þessum leik hafði St. liugsað sér að svara með skiptamunar- fórninni 15.—Rxd4 16. ÍBxfS Rxf3f 17,Dxf3 Hxf8, en sá nú að 18. De3! mundi negla míð- borðspeðin föst og hætti því við, en viðurkenndi þá jafn- framt að áætlun hans hefði verið vanhugsuð. 15. Hf8—e8 16. Bd6—c5 Db6—c7 17. Hal—cl Dc7—14 18. RfS—e5 IIa8—c8 19. Hcl—c.3! Rc6xe5 20. d4xeð Hc8xc5! ? Stefnir að Hxc5, Rg4 með ýmsum glettingum. Bn Gellcr finnur aðra lcið. 21. g2—g3! Df4—b4 22. a2—a3! Db4—b6 23. e5xf6 Kg8—f7 Ef Hxc3, þá 24. Dg4! g6 25. Bxg6 o.s.frv. 24. F6xg7 25. Ddl—h5f 26. Dh5xh7f 27. b2xc3 28. Bd3—g6 29. Bg6—h5! Svartur í lei'kþröng. 29. d5—tl4 30. c3xd4 Ðd8—að 31. Dh7—li6f Gefst upp. Hc5xc3 Kf7xg7 Kg7—fG Db8—(18 Iíe8—f8 32. SKÁKÞRAIJT Lutgen m%m m WM: ww ‘wwb w4 ffe W' m m ABCDIFGH Mát í öðrum leik. Lausn á 4. síðu. { THEODORE DREISER: i ) / ( 295. DAGUR ) unum og siiúast á sveif með Mason og hinum kviðdómendunum. Svo heyrðust fjógur þung högg slegin í hurðina á milli ímidarsalar kviðdcmenda og réttarsalarins. Það var forseti I viðdómsins, Fostcr Lund, sem verzlaði með sement, kalk og sand. Það var þungur hnefi hans sem sló þessi högg. Og hundruð áheyrenda sem höfðu safnazt saman í hinum loft- l>;usa réttarsal eftir hádegi — margir höfðu setið þar alian daginn — vöknuðu eins og úr dvala. „Hvað er þetta. Hvað hefur komið fyrir? Er kviðdómurinn búinn að kveða upp úy*skurð ? Hvemig hljóðar úrskurðurinn ?“ Og karlmenn, kon- ur og böm spruttu á fætur og tróðust nær grindunum. Og lögreglubjónamir iveir sem stóðu á verði við dymar að frndarsal kviðdómenda hrópuðu: „Andartak! Andartak! Strax og dómarinn komur“. Og aðrir lögregluþjónar hlupu ,il fangelsisins til þess að koma boðum til fangavarðarins, svo að hægt yrði að ná í Clyde í fangelsið — og enn aðrir fóru til Central gistihússins með skilaboð til Obenvaltzers og allra hinna. Og Clyde, sem var orðinr. sljór af þreytu og kvcljandi eftifvæntmgu var leiddur I járnum úr fangelsinu. Oberwa f7er, Masor., Bolknap, Jephson og mergð blaðamanna, teikrara, Ijósmyndara og annarra komu nú inn í salinn og sí'-ttust enn í sömu sætin og þeir höfðu setið í undanfamar vikur. Og Clyde dtplaði augunum í sífellu, þegar bann var látinn setjast bakvið Belknap og Jephson — en ékki hjá þrém, þvl að bann var hlekkjaður við Kraut og varð að sitja hjá honum. Og síðan settist Obei’waltzer, því næst réttar- þjónninn og dyraa- að fundarsal kviðdómenda vora opnaðar o>r mennimir tólf gengu inn, hátíðlegir i fasi — undarlegir að sjá, ólíkir í útliti og fasi, en allir voru þeir klæddir gömlum, slitnum fötum. Þeir settust í kviðdómendastúkuna, en risu strax á fætur aftur samkvæmt bendingu réttarþjónsins og hann hóf mál sitt: „Herrar mínir — hefur ^amkomulag náðst?“ — en enginn kviðdómenda leit í áttina til Belknaps, . Jephsons eða Clydes, og Belknap fannst það boða illt. „Það er úti um allt“, hvíslaði hann að Jephson. ,,Þeir eru á móti okkur. Ég finn það á mér“. Og' um leið sagði Lund: „Já, við höfum orðið sammála. Við lítum svo á, að ákærði sé sekur um morð að yfirlögðu ráði“. Og Clyde var eins og lpmaður, en hann reyndi að sýna ró og stillingu og starði beint fram fyrir sig í áttina til kviðdómsins og gegn- um hann án þe^g að depla,, ,iuga. Jephson hafði einmitt sagt honum í klefanum kvöldið áður, þegar hann var svo niður- beygður, að yrði úrskurðurinn honum í óhag, þá skipti það engu máii. Hann hefði verið órétti beittur frá upphafi. Hlut- drægni og hleypidómar hefðu ráðið gangi málsins. Ofsi • Masons, reiði hans og ósvífni ætti engan rétt á sér og gæti > ekki -hlotið viðurkenningu hjá æðri dómstóli.. Þeir gætu sjálf- sagt áfrýjað málinu. Nú minntist Clyde l>essa, og sagði við sjálfan sig, að ef til vill hefði þessi úrskurður ekki úrslitaþýðingu. Það gat ek5ki verið —: eða hvað? En hvaða merking bjó í þessum orðum, ef hairn fengi málinu ekki áfrýjað? Dauðinn! Það var merking þeirra, ef málinu var nú lokið -— og ef til vill var þ\á lokið. Og þá átti hann að setjast í stólinn, sem hann hafði svo lengi séð fyrir hugskotsjónum sínum daga og nætur, þegar hann megnaði ekki að reka þá sýn á flótta. Og nú birtist þessi sýn honum á ný — þessi hræðilegi ör- lagastóll — og stærri og nálægari en nokkru sinni fyrr — hann var þama í miðjum salnum, milli hans og Oberwaltzer dcmara. Hann sá hann greinilega — stóran, ferliyrndan, með digra arma og breitt bak, og ólar að ofan og til hliðanna. Ó, guð almáttugur! Ef enginn vildi hjálpa honum! Ef Griffithsfjölskyldan vildi ekki greiða meira fó! Hamingjan góða! Náðunardómstóllinn, sem Jephson og Belknap höfðu minnzt á, gæti ef til vill ekki hjálpað honum heldur. Og þá bundu þessi orð endi á málið. Já, svo sannarlega! Sannar- lega! Guð almáttugur! Kjálkar hans fóru á hreyfingu, en um leið beit hann fast saman tönnum — því að hann varð var við þessa hreyfingu. Um leið reis Belknap á fætur og krafðist þess að kviðdómendur greiddu atkvæði í allra á- heym, en Jeplison hallaði sér að homim og livíslaði: „Verið rólegur. Þessu er ekki lokið ennþá. Málið verður tekið upp að nýju, það er áreiðanlegt". Á meðan sagði hver einasti kviðdómandi „Já“ — og Clyde hlustaði á þá en ekki á Jephson. Hvers vegna sögðu þeir þetta allir með svo mikl- um þunga? Lagði enginn þeirra trúnað á, að hann hefði slegið háha óviljandi? Lagði enginn þeirra trúnað á hug- arfarsbreytinguna, sem Belknap og Jephson höfðu lagt á- herzlu á að hann hefði orðið fyrir? Hann horfði á þá alla — háa sem lága. Þeir voru eing og hópur af -brúnleitum trébrúðum með andlit og hendur úr gömlu fílabeini. Svó varð honum hugsað til móður sinnar. Nú myndi hún frétta þetta, því að þama var hópur blaðamanna, teiknara og Ijós-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.