Þjóðviljinn - 09.11.1952, Side 3
Siuinudagur 9. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN —.(3
Adolf Petersen seglr frá iióvenslier 1H32
Einn þeirra reykvísku verkamanna sem stóð í brjq^tfylk-
ingu hinnar hörðu baráttu reykvískrar alþýðu á atvinnuleysisár-
unum eftir 1930 er Adolf Petersen verkstjóri. Hann var líka
einn þeirra sem var dæmdur fyrir að bregðast ekki málstað al-
þýðunnar hinn minnfsstæða dag: 9. nóvember fyrir 20 árum.
Þjóðviljinn bað Adolf að
J'ifja upp fyrir lesendum at-
burði þessa merkisdags í sögu
islenzks verkalýðs.
MARKAR TÍMAMÓT.
— Þessi dagur fyrir 20 ár-
um, sagði Adólf, markar tíma-
mót: með honum iýkur því
hlutverki bæjarstjórnarinnar
að vera á oddinum í því að
rá'ðast á lífskjör, þá gersam-
lega snauðra, verkamanna.
— Þessi tímamót urðu að
einliverju leyti vegna þess að
þeir urðu hræddir við sam-
heldni og afl verkamanna, og
einnig vegna þess að það sem
þeir friimdu var ranglæti, og
hver einasti maður fann að
það var ranglæti.
SIGURDAGUR FÓLKSINS.
— Það fór svo að þann dag
bar fólldð sigur af hólmi yfir
ranglætinu. Það var samheldni
verkamanna og sú samúð sem
verkamenn hlutu lijá öðrum
stéttum í bænum sem neyddi
íhaidsbæjarstjórnina til þess að
hætta við ranglæti sitt.
80 ALTRA SKAMMTUR Á DAG
— Hvernig var líf verka-
manna í Reykjavík þá?
— Lífið hérna var nú þannig
þetta ár, * sérstaklega um sum-
arið, áð atvinnuleysið var al-
gerí, það var ekkert að gera.
Menn drógu fram lífið jafnvél
á því einu sem bæjarkassinn
miðlaði, sem var 80 aurar á
mann á dag. Það segir sig því
sjálft að það hefur verið þröngt
í búi hjá fólki yfirleitt.
Svo þegar lei'ð að hausti
og farið yar að stai’ftælfj&. svo-
kallaða atvinnubótavinnu —
yfir sumarmánuðina var eng'n
atvinnubótavinna — þá var
það aðeins fyrir 200 menn í
einu.
Tekjur manna af atvinnubóta
vinnunni voru þannig að
menn fengu kannske ekki
nema, eina viku í mánuði. Viku-
kaupið var 54 krónur, tíma-
kaupið þá kr. 130. Sjá allir
liverskonar búsílag 54 krónur
á mánu'ði hafa verið.
SVO KOM 9. NÖVEMBIER.
— Samt æt.laði íhaldið 9.
nóvember að lækka þessar „há-
tekjur“ verkamanna?
— Það' var búitin að vera
bæjarstjórnarfundu- þar sem
samþykkt var að ka.upið skyldi
vera 1 króna um tímann í at-
vinnubótavinnunni, eða Jækka
um 36 aura. En bæjarfulltrúar
Alþýðuf'okksins kröfðust þess
að haldmn yrði sérstakur fund-
ur um þetta., og því var þessi
sögulegi bæjarstjórnarfundur
lialdinn í Góðtemplarahúsinu
9. nóvember 1932.
ÍHALDIÐ ÆTT.AÐI FKKI AÐ
ILAFA NEINA ÁIIEYR-
ENDUR.
— Fundurinn byrjaði um
rnorguninn, kl. 10 að mig mintr-
ir.
— Þú hefur komið á fundinh
þegar hann byrjaði?
— Já, ég kom strax um
morguninn, þá var fullt af
verkamönnum sem. hlustuðu á
umræðurnar. í bæjarstjóniinni
var deilt um þetta til hádegis.
Þá var gefið hlé.
Eftir hádegið drifu verka-
menn að aftur og fundi var
haldið áfram, en þá ætlaði í-
haldið eklti að hafa neina á-
heyrendur, en hinsvegar voru
nokkrir menn komnir inn í hús-
ið áður en fundurinn hófst
aftur.
VERKAMENN OPNUÐU
HÚSIÐ.
— Þeir sem inn voru komnir
voru ekki reknir út, en það
reyndu að flýja út um
dyrnar, en hættu við.
bak-
Adolf Petersen
átti ekki að hleypa fleiri inn
en loka húsinu. Þeir sem úti
voru vildu gjarna fá að hlusta
á málflutning bæjarfulltrúanna,
og við sem inni vorum vildum
gjarna að þeir fengju að hlusta
líka. Á móti því varð heldur
ekki staðið því verlíamennirnir
sem inn voru komnir opnuðu
fyrir þeim sem úti voru, þrátt
fyrir andstöðu lögreglunnar.
HERMANN SKIPAR TIL
ATLÖGU GEGN VERKA-
MÖNNUM.
— Með þessu móti fylltist
húsið, en þáverandi lögreglu-
stjóri, Ilermann Jónasson, sem
einnig var bæjarfulltrúi, skip-
aði lögreglumönnum að ryðja
húsið. Sú skipun var upplmf
þess handalögmáls sem þarna
varð. því verkamenn neituðu
að Iáía reka sig vít. Og þeir
létu ckki reka sig út. Tilraun-
ir lögreglunnar til að ryðja
liúsið báru ekki árangur.
HRÆTT IHALD MEÐ VONDA
SAMVIZKU LEITAR BAK-
DYRA.NNA.
— Þá átti að koma bæjarfull-
trúunum út um bakdyrnar, en
verkamenn gerðu háar kröfur
um að fundinum væri ha’dið
áfram og fóru nokkrir verka-
menn að bakdyrunum og sáu
um að þar færi enginn út.
Raunar fór einn bæjarfulltrúi
þar út á'ður en þvi var veitt
athygli að hann væri flúinn af
hólmi. E:nn þeirra k.om út ran
bakdyrnar með barn sem hann
átti í fanginu, muti hafa ætl-
að að komast út í skjóli þess;
en honum var sagt að fara
inn aftur, barninu yrði ekk'
me:n gert. Reiddi hann þá
silfurbúinn göngustaf til höggs
en stafurinn var tekinn af
honum, og fór hann þá inn
aftur. Fleiri bæjarfulltrúar
VERKAMENN HÖFÐU
ÞARNA YFIRHÖNDINA.
— í þessum átöltum stóð
Héðiim Valdimarsson mjög
drengilega með verkamönnum.
Eaunverulega höfðu verka-
menn þama yfirhöndina. Lög-
reg’an var orðinn máttlaus —
og fundurinn liafði leystst upp,
Þegar lögreglan gat ekki leug-
ur barið konist kyrrð á aftur
og mannfjöidinn. dreifðist
nokkru síðar án frekari að-
gerða.
SÁ FRESTUR ER ORÐINN 20
ÁRA I DAG.
— LTm kvöldið var fundur í
fundarsal Kommúnistaflokksins
í Bröttugötu og þessi mál
rædd þar.
Ilvort sem bæjarstjórnin hef-
ur komið saman aftur til fund-
ar um daginn eða ekki, þá var
hitt víst að hún lét ekki sam-
þykkt sína um kauplækkunina
koma til framkvæmda, því þá
voru menn boðaðir í atvinnu-
bótavinnuna með prentuðum
kortimi, sem á var prentað að
kaup skyldi vera 1 króna um
tímann, en þegar kortin komu
til viðtakenda að kvöldi 9. nóv-
embers haíði verið strikað yfir
hað og skrifað með blýanti að
þeirri ákvörðnn væri frestað.
Sá frestur er orðinn 20 ára
í dag.
NÓGIR PENINGAR TIL
HANDA HVÍTA LIÐINU.
— Viðkvæðið við kröfum
verkamanna var þá,. að engir
pen;ngar væru til, en eftir
l>enÁan dag hafa þeir einhvern-
veginn fengið auraráð, því þeir
gátu safnað að sér hvíta lið-
inu, sem var allfjölmennt, og
greitt því sitt kaup fyrir að
vafra aðgerðarlaust í gulum
jökkum í húsinu sem nú er lög-
regiustoö'.
Þetta lið var þarna langt
fram á vetur eða fram undir
Auðvitað alltaf á launum.
ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl FRIMANN HELGASON
£rt tm lámur?
Iþróítatíðiiuli, hlað færeyska
í|iróttasambandsins, segir svo
frá sýningu Gunnars Salómons-
sonar (Ursusar) í Þórshöfn:
„Tað man vera mangur herr-
ans dagur síðan maður hevur
verið so væl fagnaður við sin-
um framsýningum sum Ursus
varð það i vikuni sum fór. —
At teir gömlu föroyingar lög'ðu
stóran dent (þótti mikið til
koma) á styrki, fimleika og
durfi, tað vistu vit öll sum
liva i mótoröldinni, man at
tað hevði sterkar rötur eisini í
tyggigummi gjórtrandi föroy-
ingum, tað varði okkum ikki.
Annarhvör piltur göngur um
við sentimeturmali i lumanum
(vasammi) at meta armsum-
farið við, og mangur er tann
pápi, sum við sinum 30 senti-
metrum mot Ursusar 44 er
fallin miki'ð i metrum hjá alv-
um sinum. Annarhvör óviti i
Havn er knappliga vorðin lám-
ur (örventur) — Ursus braut
basalt við láminum, gott var
tað at liesin sterki og væl lim-
aði maður raddi óvitunum frá
kyrkingaroyndinni (kyrking-
um) ti antiars avfólkaðist skúl-
arnir skjótt.
Men vita skulu tit, aS hóast
Ursus frá natúrunnar hönd er
væl útgjördur, so hevur liann
ekki fengið hesar kreftur av
at sita á bleytum stóli og eta
islandskt lambskjöt.
Nei, tað er vi'ð togvið slit
hann er vorðin ein sterkur mað-
ur. So vilja tit vara sterkir —
og tað vilja vit föroyingar —
so mugu tit hvönn dag i tolni
(þolinmæði) venja voddornar
(vöðvana).
Nú byrjar í stórbyg?unum
sb leggið uppi fyrsta kvöldið
og haldið til varið er komið.
Farið tá eftir sentimetramát-
inum og til siggja góðan fram-
burð.“
Getraimúrslit
Arseual 2 —
Aston Villa
Blackpool 0
Bolton 1 —
Chariton 3
Chelsea 0 —
Derby 1 —
Mancli. Utd.
Portsmouth
Simderland
Wolves 7 -
Everton 0
- iMiddlesbro 1 1
1 — Preston 0 X
— Newcastle 2 2
- Burnley 2 2
- Biverpool 2 1
- Cardiff 2 2
W.B.A. 1 x
1 — Sheffield W. 1 x
2 — Tottenliam 1 l
1 — Stoke 1 x
- Mancli. City 3 1
- Itotherham 1 2
K.B. heíndi óíarannd í
Oslo — Vann Skeid 3:0
Fyrir um það bil mánuði síðan
fór IÍB (Köbenhavn Boldklub) til
Os!ó og keppti þar við eitt bezta
lið Noregs Skeid, og tapaði 4:0.
Nú um síðustu helgi heimsótti
Skeid svo KB og lauk þeirri við-
ureig'n með 3:0. Hraðinn í leik
KB var svo mikill að Skeid fékk
við ekkert ráðið og slapp mjög
vel að fá eliki fleiri mörk.
vor.
OG
GAMALL MÁÐUR
FISIHHAKAR.
— Það var mikið og lengi
ta’að um þennan atburð í bæn-
um, og eins og gerist spunn-
ust ýmsar sögur. Ein var sú
að nú hefðu kommúnistar
stofnað verksmiðju til að búa
til kylfur. Þegar til kom reynd-
ist sú verksmiðja vera eldri
maður sem var að smíða fisk-
haka fyrir sjómenn suður í
Sandgerði!
„EÉTTVÍSIN" OG „GLÆPUR-
INN“ AÐ VILJA EKKI
'SVELTA.
—■ Svo kom að því að rétt
vísin höfðaði mál gegn mörg-
um mö'nnum er voru staddir á
bæjarstjórnarfundinum 9. nóv-
ember.
-— Þú varst einn þeirra?
—• Já, þegar ég kom eitt
ltvöldið sagði konan að komið
hefði lögregluþjónn og spurt
um mig. Sagði hún honum
hvenær ég kæmi heim og bað
lögregluþjóninn að skila því
að ég biði sfci heima.
Hanh kom líka bráölega, og
ég fór með honum niður í
Amarhvol.
HEFNDARRÁÐSTÖFUN
VALDASTÉTTAEINNAR
— Þaj- var þá fyrir setu-
Framhald & 7. síðu.
Lindberg fer 3,90 íh inn-
anhúss
Sænska stang-arstökkvaranum
Ragnar Bundbcrg tókst að
stökkva 3,90 í stangarstökki ný-
lega. I>etta er í fyrsta sinn sem
reynt er að stökkva á stöng inn
anhúss í Svíþjóð og taka það sem
þátt i þjálfuninni.
ingastofa
mín er opin aftur á
Hjálsgötn 1.6
(Áður Skólavörðustíg 12)
Engilberc Guðmimdsson
tannlæknir
igmor Haiisoii
i Á sunnudaginn kemur hefst •
> nýtt námskeið í samkvæmis-
dönsum fyrir i'uilorðna byrj- ,
(«ndur.
Nánari upplýsingar í síma 1
3159 kl. 5—7 næstu daga.
SKÍRTEINI verða. afgreidd á J
, föstudaginn 'kemur kl. 7—8 í,
i Góðtemplarahúsinu.
I. O. G. T.
Miimingarsj óður
SIGRÍÐAR IIALLDÓRSDÓTTUR
Glæsileg kvöldskemnstan
veröur í Góðtemplarahúsinu amiað kvöld, mánu-
daginn 10. nóvember, og hefst kl. 8.30 stundvíslega.
Skemmtiatriði:
1. Ávarp: Jarþrúður Einarsdóttir, kennari
2. Einsöngur: séra Þorsteinn Björnsson, frí-
kirkjuprestur, m/undirleik Siguröar ís-
ólfssonar.
3. Upplestur: Lárus Pálsson, leikari.
4. GLAÐIR GESTIR sýna gamanleikinn
Karólina snýr sér að leiklistinni, eftir
Harald Á. Sigurösson. Leikstjóri Emelía
Jónasdóttir leikkona.
Allur ágóðinn rennur í Minningarsjóðinn. Allir
velkomnir. Aðgöngumiðar seldir í dag og á morgun
í G.TÆúsnu fi'á kl. 4—7 e.h., sími 3355.
Stjómin.
í
i