Þjóðviljinn - 16.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 16. nóvember 1952 HEIMILISÞÁTTUR Herramannsmatur haustið 1952 Það var óvenjuleg ös í fisk- búðinni, þegar ég gekk fram- hjá henni í fyrramorgun. Mér datt strax í hug, að þar hlyti að vera eitthvað góðgæti á bðð?> stólum, sem ást.æða væri til að draga í búið, ef pyngjan leyfði. Og ösin benti tii þess, að menn gætu leyft sér slíkan munað. Svo ég leit inn. Eg hafði getið mér rétt til. Svo sannarlega var þama ný ýsa á boðstólum. Hvilíkur munaður. Eftir að hafa dreg- izt upp á nætursöltuðu og freð- fiski í viku eftir viku, gafst loksins tækifæri til að éta fisk eins og hann kemur upp úr sjónum. Það er ekki ástæða til að vila, meðan slík undur gerast á því landi, sem einu siijni hafði þo.r.sk i skjaldar- merki sínu. Það var líka auðséð, áð ég vaV ekki einn um þennan fögn- uð. Andlitin umhverfis mig ljómuðu af sælu. ,,Já nú fer ýsan að koma“, sagði ein kon- an. Kaupmaður skaut til henn- ar augunurn: „Koma, nei það er langt frá þvi. Þetta er á- reiðanlega eini staðurinn í bæn- um þar sem hún fæst í dag. Við þóttumst góðir að ná í þennan slatta“. En ég hélt hróðugur heim um hádegið. Laiunaðist inn með 5 punda ýsu, gætti þess að konan sæi ekki strax hvað um var áð vera. „Eg er með fisk í dag, nýja ýsu“, sagði ég, eins og ekkert væri um að vera. Konan rengdi mig tvíveg- is, en þá benti ég stoltur á pakkann. Og bömin, sem stóðu á hleri, stukku upp í loftið af kæti og hrópuðu: Við eigum að fá ýsu í dag, við eigum áð fá ýsu í dag.“ — Þetta gerðist haustið 1952. Húsbóndinn á heimilinu. Kínafararnir koma á miðviku- daginn Kínafaxamir voru væntan- legir hingað til bæjarins í gær, eins og frá var skýrt í Þjóð- viljanum í fyrradag. 1 bréfi frá þeim sem kom með flng- vélinni frá Kaupmannahöfn í gær segir að ekki hafi getað af því orðið og verði þeir í Khöfn næstu daga, en komi flugleiðis á imðvikuáagtnn • bemur. Brefar loka skólum Landstjóri Breta í Austur- Afríkunýlendunni Kenya lét nýlega loka 34 skólum Afríku- manna og bannaði alla fræðslu- starfsemi Kenyabandalagsins, fræðslu- og stjórnmálasamtaka Kenyasvertingja. Sagði land- stjórinn að í skólum Afriku- manna væri rekinn undirróður gegn jríirráðum Breta í Kenya og slíkt yrði ekki þolað. Myndi 150 skólum verða lokað í við- bót nerna stjómendur þeima sættu sig við að nýlenduyfir- vöidin tækju- við • yfirumsjón með þeim. J úlíum jólkursúpa Fiskur með brauðdeigt og kartöflur Búið súpuna til eftir uppskrift á- pakkanum, en notið mjólk til Jhelminga á móti vatninu. Brauðdeis-. Hveitibrauð eða heilliveitibrauð er tætt smátt með fingrunum eða gaffli, um einn fullur bo'li í 1 'æ-2 kg fisk, 3 msk. af bræddu smjÖrlíki hrært sanian við með gafflin- um, salti og pipar, um t'eskeið af rifnum lauk, saxaðti stein- selju, mjög smátt brytjuðu sýrðu grænmeti (picles) o.fl. krydd, s.s. sinnep, tómatþykkni, HP-sósa, kapar, sjtrónusafi o. fl. — Kviðarhol fisksins er íyllt með deiginu, eidspýtum eða tannstönglum stungið gegn um þunnildin og reimað sam- an með spotta. Fiskinn verður að hreistra eða roðfietta. Ef viil, má taka dálkinn úr fiskinum og leggja síðan sarnan sem heill væri. Látinn í smurða ofnskúffu (gott að rist sé undir, svo að hægt sé að lyfta fiskinum upp á henni, þegar hann er bakað- ur)1, stráð salti og brauð- mylsnu og smjörlíkisbitar sett- ir ofan á. Kartöflurnar má láta i ofnskúffuna hjá fiskin- um og strá þær ör’itlu salti. Bakað við fremur hægan hita í 7i -1 klst. Ef hitinn er of mikill verður fiskurinn þurr og skorpinn. Borðað með kart- öflum, soðnu grænmeti og bræddu smjörlíki eða einhverri sósu, s.s. steinseljusósu, sítrónu- sósu, sinnepssósu eða Rarry- sósu. KafmagnHtakmörkunin í dag Hliðarnar, Norðurmýri, Rauðar* árholtið, Túrin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við LaugamésvCg að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. Holland tapaði fyrir Saar 3 : 2 Á miðvikudaginn var fór fram í Amsterdam í Hollandi landskeppni i knattspyrnu milli Saar og Hollands og vann Saar með 3:2. Leikurinn fór fram á Olympíuleikvanginum í viðurvist 35 þús.. áhorfenda. » SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlauesson Frá Haustmóti Taflfélagsins Haustmótið er nú rúmlega hálfnað, lokið 7 umferðum af 11, og er Guðjón M. langhæstur. Eklci hafa aðrar skákir vakið meiri athygli á mótinu fram til þessa en skák Guðjóns við Svein Krist- insson, enda lauk henni mjög fal- lega.. Guðjón — Sveinn 9. nóv. 1953. 1 c2—p-J e7—en 3 Bgl— Í3 Bg8—f6 Sveinn velur rússnesku vörnina, eða Petroffs vörn, sem er ágætt ráð til þess að komast hjá því að lenda í spænska, leiknum. Hvít- ur hagnast lítið á 3. leik Rxe5 d6 4. Rf3 Re4 5. De2 De7 (eða 5. d3 eða d4), svo að Guðjón vend- ir yfir í fjögurra riddara tafl. 3 Bbl—c3 Kb8—cö 4 Bfl—b5 Bf8—M 5 d2—d.3 Rc6—d4! Nákvæmara var að leika 0—0 í stað d3, og það færir Sveinn sér vel í nyt, hvítur má hvorki drepa riddarann né peðið, nú né i næsta leik. 6 Bb5—a4 c7—c6 7 0—0 I)d8—aö 8 Ba4—h3 Bd4xb3 9 c2xb3 0—0 Sveinn þiggur ekki peði?, enda væri hann ekki öfundsverður af taflstöðunni eftir 9. —Bxc3 30. bx<j3 Dxc3 11. Ba3 Da5 12. Bd6. 10 Rc3—e3 d7—<L3 U Itc2—c3 Da5—c7 Svartur stendur betur að vigi á miðborðinu, en á móti því hefur hvítur sóknarfæri kóngsn;egin, eins og greini’ega mundi koma í ljós eftir 11.—Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 og síðan Bg5 og Rf5. Síðasti leikur svarts er tæpast nógu virkur, til greina kom í staðinn 11.—Hd8 (hótar dxe4) 12. De2 Da6 (hótar aftur dxe) og nú t.d. 13. exd5 e4 14. Rxe4 Rxe4 15. Dxe4 cxd5 16. Dh4 Bf5 17. d4 Bd3 18. Hdl Be2. Möguleik- arnir eru margir, en það er ljóst, að svartur þarf aö neyta færanna á miðborðinu og opna biskupun- um línur ef unnt er. 13 lidl—e3 lífS—«8 13 h2—h3 BI>4—f8 14 Bcl—g5 Dc7—<16 15 Rf3—h4 Bc8—d7 16 Kgl— hl He8—e« 17 f2—fl cóxfí Staðan er orðin hættuleg og h6 dugar ekki vegna 18. Rf5 Dc7 19. fxeb og nú strandar Dxe5 á Bf4 og vinnur drotthinguno. 18 Bg5xf4 Dd6—1>4 19 e4—e5 Bd7—c8 Rýmir fyrir riddaranum, en stað- an verður ailþröng. Sennilega var d5—d4 og því næst Rf6—d5 betri vörn. 30 Rh4—fö Bf6—d7 31 a3—a3 Dbt—b6 Dxb3 kostar skiptamun. 23 bS—b4 Db6—c7 Kostar skiptamun, Sveinn mun hafa verið kominn í tímaþröng. 23 Bf5—d4 He6xe5 (24.—He7 25.Rgf5). 24 Bf4xe5 Rd7xe5 25 Hal—<;1 Re5—gO 36 BgS—1)5 Dc7—1>6 27 Rdl—f5 Be8—d7 28 Kf5—h6tí Guðjón hefur teflt Ijómandi vel, síðan hann náði yfirhöndinni og lýkur skákinni með glæsiiegri lokasókn. 28 — — Kg8—h8 29 Kli6xf7t Kh8—g8 30 Bf7—eö Bd7—e8 31 Be5xg6 Be8xg6 ABCDBFGH 32 De2—e6t Kg8—h8 33 De6—e81! Ha8xe8 34 líelxeS Bg6—17 33 Hflxí7 h7—h6 * 36 He8xl8t og mát í næsta leik. THEODORE DREISER: BANDARÍSK HARMSAGA 307. DAGUR En síðan — ! — eftir tvö ár!! Hanrt skalf af angist við tilhugsunina úm, að innan tveggja ára .... Og herbergið! Það var hérna einhvers staðar. Þessi klefi stóð í sambandi við það. Hann vissi það. Það voru dyr. Þær lágu að stólnum. Stúinum. Og svo heyrðist röddin eins og áður: „Ó, guð minn góð- ur. Ó, guð minn góður!“ Iíann lét fallast niður á rúmfletið og tók höndum fj’rir evrun. TUTTUGASTI OG NlUNDI KAFLI „Biðsalur dauðans" í þessu fangelsi var ein þeirra bygg- ínga, sem bera heimsku og tilfinningaleysi mannsins glöggt vitni, en enginn einn ber ábyrgð á. Tilvera hans byggðist- á gömlum lagafyrirmælum og ákvörðunum og tilmælum hkma ýmsu fangavarða — og iokg — smátt og smátt, og án þess að nokkur þyrfti að einbeita huganum — hafði byggingin risið af grunni, útbúin á allan hugsanlegan og ástæðulausan hátt til kvala og þjáninga. Og maður, sem hlotið hafði dóm,. þurfti ekki einungis að þola sjálft líflátið heldur þurfti haim að deyja þúsund sinnum áðiu- en að því kæmi. Herbergið sjálft og allir lífshættir fanganna nægðu til þess að kvclja: hann á ólýsaailegan hátt. Byggingin var þrjátíu sinnum fjörutíu fet, bjggð úr steini, sementi og stáli og þrjátíu fetum fyrir ofan gólfið var loítgluggi. Þetta var endurbót á eldri og verri dauða- biðsal og einar dyr skildu á milli þessara tveggja bygginga. í miðjunni var salnum skipt með breiðum gangi og með' fram honum voru tólf klefar, sex hvorum' megin. Og á efri hæðinni voru fimm klefar hvorum megin. En þvert á þennan aðalgang annar og þrengri gangur, sem lá að gamla biðsalnum, (sem nú var aðeins notaður til að taka á móti fólki sem kom í heimsóknir til fanganna) og við hinn endann á honum var aftökuherbergið, sem raf- magnsstóllinn var í. T\reip klefanna á neðri hæðinni vissu að dyrunum á aftökuherberginu. Og klefarnir tveir á móti sneru að dyrunum inn i gamla biðsalinn sem nú mátti lcalla móttökusal hinna dauðu, én þar fengu þeir tvisvar í viku að taka á móti nánum ættingjum eða lögfræðingi. En engum öðrum. t gamla þiðsalnum (og núverandi móttökusal), voru klef- arnir enn og vonx ailir annars vegar við ganginn í röð, til að koma i veg fyrir að fangamir sæju hver inn til annars, og að framanverðu voru vírgrindur og grænir Iiler- ar sem hægt var að draga fyrir. Áður fyrr, þegar nýr fangi kom eða fpr, eða tók liina. dagiegu »,göngu eða -fór < í bað, eða var leiddur. jiin k í aftökuklefann,-—vom þessií, hlerar dregnir fyrír. Það var ekki ætlazt til að félagar hans sæju hann. En vegna þessarar hugulsemi og næðis, var gamli biðsalurinn talinn ómannúðlegur og af þeim sökum var hinn nýi og betri biðsalur dauðans reistur, fyrir fram- takssemi hugsunarsamra yfirvalda. Þar voru ekki þröngir og skuggalegir klefar eins og á gamla staðnum, þai* sem lágt var undir loft og lítið um þægindi. Þarna var hátt undir loft, bjart í göngum og klef- um og enginn klefi var minni en átta sinnum tíu fet að stærð. En sá var hængurinn á, að auðveldlega sást inn i aila klefana. Og vegna þessa. fyrirkomulags var sérhver fangi ofurseldui’ duttlungum og dimtum hinna spilltu og.örvílnuðu samfanga sinna. Enginn gat verið í næði. Á daginn — helltist dags- birtan niður um umfangsmikinn loftsglugga hátt fyrir ofan vegginn. Á r.ætumar — loguðu sterl: rafmagnsljós frammi á ganginum og birtan smaug inn í alla klefa. Ekkert næði, engin dægrastytting nema spil og dam — svo að fangarnir þyrftir ekki að fa.ra út úr klefunum Að visu voru þaraa bækur og blöð handa öilum sem gátu lesið sér til ánægju undir þessum kringumstæðum. Og lieimsóknir prests — venju- lega kvölds og morguns — og sjaldnar kom g.yðingaprestur og mótmælendaprestur og buðu hjálp og aöstoð þeim, sem hana vildu l iggja. En bölvun þessa staðar var ekki vegna þessa fyrirkomulags,’ heldur þrátt fyrir það — þessi sífelldu samskipti við skelfda og örvílnaða hugi, sem dauðinn vofði yfir, svo nálægur og; ógnandi, að hann var eins og ísköld hönd á enni eða axlir-. Og enginn — hversu vel sem hann bar sig —gat þolað þetta án þess að verða fyrir andlegum eða líkamlegum skakkaföil- um. Þunglyndi — sáiarstrið — ólýsanleg skelfing og örvænt- ing — hvíldi j’fir þessum stað eins og mara og engum var hlíft. Þegar minnst vonum varði bárust kveinstafir, bölbænir, jafnvel gráturj kiöfur um söng — í guðs bænum! — eða ó- vænt og óskiljanleg óp og öskur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.