Þjóðviljinn - 30.11.1952, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 30.11.1952, Qupperneq 5
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 30. nóvember 1952 Sunnudagur 30. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þlÓfltílLJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annars staðar á landinu. — Lausasöluv'erð 1 k r. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviijans h.f. Stúdenlar og 1. desember Það vai mikið rætt um „akademískt frelsi“ fyrir nokkr- um vikum í sambandi við hið fáránlega frumvarp Björns Ólafssonar „menntamálaráó'herra“ um skyldu stúdenta til að sitja í tímum. Virtist joá um skeiö vera lofsverður áhugi á þessari fögru dyggð menntamanna. En „aka- demískt frelsL" er annað og meira en lausn undan því að sitja í misjafnlega gagnlegum og skemmtilegum skóla- stundum, það er staðfesting á andlegu sjálfstæði mennta- manna, viðsýni og heiðarleik og rétti þéirra til að flytja skoðanir sínar, ekki sízt í hópi menntamanna sjálfra. En nú hefur því miður komiö í ljós að nokkur hluti stúdenta hefur mjög þröngan skilning á þessu fornfræga hugtaki. Pabbadrengirnir úr auðmannastéttinni, vildu að vísu ólmir losna við að sitja í tíihum í Háskólanum, enda eru margir þeirra lítt til þess fallnir, en þegar kom að aðalatriðum , akademísks frelsis“ var skilníngur þeirra að fullu þroíinn. Og nú hafa þeir atburðir gerzt, eins og rakið hefur verið hér í blaðinu undanfarna daga, aö tveimur ágætum og þjóðkunnum menntamönnum hefur verið neitáö um málfrelsi á vettvangi stúdenta, nema þeir vilji flytja sjónarmið Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors, og höfðu þeir þó.báðir verið beðnir að skrifa og tala af samtökum stúdenta sjálfra! Þessir at- burðir eru vægast sagt smánarblettur sem Vökupiltarnir hafa sett á samtök íslenzkra stúdenta. Það er lærdómsvíkt og athyglisvert að þessir atburðir gerast einmitt kringum 1. desember. Þann dag minnast íslendingar mjög mikilvægs áfanga í sjálfstæðisbaráttu sinni, og stúdentar hafa haft forystu um minningu dagsins vegna hins mikilvæga hlutverks menntamanna í baráttunni við Dani. Stúdentum væri hollt að hugleiða það, hvort það hlutverk hefði verið unnið ef mennta- mennirnir hefðu alltaf beygt sig undir vilja stjórnarvald- anna, eins og nú er gert, og aldrei sagt orð sem styggði þá sem með völdin fóru. Það er hætt við að þá hefði lítið orð farið af hinni margrómuðu forustu stúdenta í sjálfstæðisbaráttumii. Atburöir undantarandi daga eru gott dæmi um þá andlegu kúgun sem er að fylgja í kjölfar hernáms og annarrar niðurlægingar og þá „akademísku kúgun“ sem Vökupiltarnir hafa forustu um. Ef ríkisstjórin hefði ætl- að að skipta sér af málfrelsi, stúdenta á hátíðisdögum þeirra aðeins fyrir nokkrum árum hefði það vakið harð- vítugustu andstöðu meðal allra stúdenta og ekki verið tekið í mál. Á slíkt athæfi hefði verið litið sem ruddaleg- ustu mógðun og það með réttu. En nú hafa stúdentar auömannanna í Rvik bognað eins og auðmannastéttin öll. Nú hlaupa Vökupiltarnir til pólitíkusanna með hvert orð sem á að birta og segja — hvort sem rætt er um kristindóm eða sjálfstæðisbaráttuna gegn Bretum — og biðja þá um blessun sina. Sjálfstæði menntamanna, víð- sýni, heiðarleikur og málfrelsi, er ekki lengur til i huga þeirra. Þessu er vissulega illa farið. Siðan sjálfstæðis- baráttan við Dani, stóð hæst hefur aldrei verið meiri þörf dugmikillar og djarfrar menntamannastéttar en einmitt nú. þegar verið er að herða hernámsfjötrana æ fastar að íslendingum og hefja erlenda siðspillingu til æðsta vegs, Bandaríkjamenn og agentar þeirra munu vissulega fagna því að nú er svo málum komið að samtök stúdenta eru í höndum manna sem hafa forustu um þjónustusemi og niðurlægingu í stað þess að fyrirrennarar þeirra voru brautryðjendur þjóðfrelsísbaráttunnar. Þeir itnunu telja sig hafa unnið mikinn andlegan sigur og ti-yggt að akademisk kúgun sé komin í stað akademísks frelsis. En þeim mun ekki lengi veröa að gleði sinni. Það er öruggt og víst að stúdentar munu ekki lengi sætta sig við þau handjárn sem nú er búið að smíða þeim, og þeir sem nú hrósa sigri munu fá að reka sig á það síðar að stúdentar hefja á ný hið forna merki sitt. Sú niðurlæg- ing sem nú hefur verið leidd yfir samtök þgirra mun flýta fyrir þeirri þróxin. Fullveldishátíð — Stríðsmenn Og ENN MINNAST íslending- ar fullveldis síns, margir hverjir klökkir. 1. desember var einu sinni tákn um hækk- andi sól sem ól við brjóst sér bjartar vonir lítillar skamm- degisþjóðar, sem hafði losn- að úr aldagömlum viðjum þennan dag. Vorgróður lands- ins, ungir meon á mennta- braut settu lengi svip sinn á þennan dag og öll þjóðin tók undir söng þeirra og lof- aði þeim full trausts að ganga í fylkingarbrjósti. Nú eru komnar falskar nótur í söng þessa unga vorgróðurs og hann farinn að minna á líkfylgd gamalla manna sem fylgja fullveldinu til grafar og þykjast samt kátir. Margir þeirra blikna ekki þótt mál- frelsi hafi verið afnumið í eigin hátíðarblaði þeirra. Eins og karikatúr af gömlum bar- áttumcnnum tala þeir fjálgir um handritahús meðan skrið- drekar skrölta á næsta leiti. Þeir halda ræður um danska áþján og þykjast ekki sjá hina útlendu hermannabún- inga í áheyrendahópnum. Og að kvöldi verða margir þeirra stjörnublindir og enda kann- ske með að öskra ættjarðar- ljóð Jónasar Hallgrímssonar meðan heyrist einhversstað- ar í útvarpi, ,,ba—rí—ba—rí —ba—rí—bop, ladies and gentlemen, Keflavík Airport". O G. SKRIFAR: „Hér gerist það aldrei“ heitir skáldsaga sem kom út fyrir styrjöldina, eftir Sinclair Lewis. Söguefn- ið er það hvernig höfundur- inn hugsar sér, að nazismi geti náð yfirráðum í Banda- ÖNNUR um gleðilátum, að drengir leiki alltaf stríð, drengir leiki sér ekki að brúðum, en það viti Ragnheiður ekki, vegna þess, að hún hafi aldrei verið strákur. Aumingja maðurinn læzt ekki vita, ,að neitt at- hugavert sé að gerast í heim- inum — enginn vígbúnaður, engar stríðsæsicigar! Hitt er sannað, að drengir leika sér ekki að brúðum! Það er allt og sumt. ★ MERK kona •ritaði ríkjunum. Viðkvæði manna: „Hér gerist það aldrei“, er varhugaverð staðhæfing, álít- ur Lewis, og hvetur landa sína til að vera á verði. „Hór gerist það aldrei“, segjum við, þegar einhver lætur sér detta í hug, að hemaðarandi og jafnvel vopnaburður geti rutt sér til rúms á Islandi. Okkur finnst það svo fráleitt, að annað eins geti gerzt liér. Er það þó ekki ofurlítið ó- geðfelit, að orðið friður skuli stundum vera nefnt í skopi í dagblöðunum? Gæti það ekki verið fyrsta sporið í ó- gæfuátt, að grafa undan þeirri arfhelgu sannfæringu Islendinga, að styrjöld sé ó- samboðin siðuðum mönnum ? Ragnheiður Jónsdóttir rithcf- undur flutti nýlega ferðasögu í útvarpið. Minntist hún á. að mikil brögð væru að stríðs- leikjum barna í Ameríku. Einhver tekur vigalega til máls í Degi á Akureyri út af þessu: ,:Flutti hún þá inn- fjáígar friðarhugleiðingar—“, segir greinarhöfundurinn og .reynir að skopast að konunni. Hann bætir því við, með mikl- einu sinni agæta grein i Tímann. Gerði hún þar að umtalsefni fáránlega sögu, sem eitt Reykjavíkurblaðamna sagði sem hetjusögu: Ónafn- greindur piltur á meginlandi Evrópu hafði löngun til að fara í stríð. Fréttir-hann þá, að verið sé að berjast í Kóreu og vill ólmur fara þangað. Ekki vissi hann, hvar á hnett- inum-Kórea var, og sjálfsagt þá enn síður, hverjir voru að berjast þar. En berjast vildi hann. Svona sögur taldi konan ómerkilega stríðsróm- antík. Timinn lét eftirmála fylgja greininni og bað les- eadur sína í öllum bænum að halda ekki, að hann væri á móti hetjuskap! Þeir eru sennilega ekkert hlynntir styrjöldum, þessir menn, sem láta dólgslega, ef friður er nefndur á nafn En fulltíða menn æítu að vera vaxnir upp úr glamyrðaþörf gelgju- skeiðsáranna. Það er of dýrc garnan að lítilsvlrða friðinn“. — O. G. ★ Og svo er það happdrættið! Í1VLEGA var efnt til tninningarkvölds í Osló um Jó- hönnu Dybvad, hina mik'.u norsku ieikkonu, sem lézt fyrir nokkru. Ágóðanum verður varið til að reisa henni minnismerki. Þetta kvöld komu fram á sviði norska Þjóðleikhússins, auk norskra lista- manna, tveir af stórbrotnustu leikurum frænd- þjóðanna, Dana og Norðmanna, þeir Paul Reu- mert og And- ers dé Wahl. Þeir komu að heiðra leik- konu, sem ir mannsaldri lagði leikhús- „Poul Reumert gegti allrar Skandinaviu að fóturn sér, og koma þeirra til Osló má kal'ast táknræn fyrir hið nána samstarf sem leikhúsmenn Norðurlanda hafa sin á milli. Það orkar varla tvimælis, að á engu sviði hefur norræn samvinna verið árangurs- meiri og giftudrýgri en á leik- sviðinu. rAUL Reumert segir viðtali við Oslóarbldðið Dagblaðet að hann hafi fyrst séð frú Dyb- yad á sviði Kohunglega leikhússins i Kaupmahnahöfn árið 1899. Hann var þá ungur stúdent og hafði aldrei á leiksviði staðið, þó hug- ur hans stefndi þangað þá þegar. Hann varð svo hrifinn af leik hennar, segir hann, að dagi eftir, þegar hann sá hana á götu af tiiviljun, gekk hann til henn- ar og. tjáói henni aðdáun sína. Þá hófust kynni sem stóðu til dauða- dags frú Dybvad, þó svo furðu- lega t.ækist tii, segir Reumert, að þau stæðu aidrei saman á leik- sviði. ryKST farið er að minn- ast á norskt ieikhúslíf, skal þess getið um leið, að Folketeatret í Os!ó hefur eignazt nýtt hús, mikla Leikhúslíf í Osló byggingu og g'æsiiega. Það er orð- íð einsdæmi á Vesturlöndum, að byggð séu leikhús. Þvertámóti kemur það æ oftar fj'rir í ná- rannalöndum okkar að leilchús- um sé breytt í bió eða vöru- geymslur. Ekkert leikhús ber sig fjárhagslega, ef það miðar ein- ungis við iistgildi í.vali leikrita til sýningar, nema það njóti þá op- inbers styrks. Þa.u leikhús standa bezt að vígi, sem eru lítil, setluð fyrir örfá hundruð áhorfenda; og það er heidur engin tilviljun að leikrit nútimahöfunda eru yfir- leitt bezt fa’lin til sýninga í litl- um húsum. Þess vegna hafa lika heyrzt raddir í Noregi um, að hin nýja bygging muni reynast of dýr. IOLKETEATEET mun a næstunni hefja sýningar á ieik- riti Maxwell Andersons, Lost in the Stars, sem samið er eftir Suður-Afríkumannsins Aian Patons Cry, My Beloved Country, en hún fjállar um kyn- þáttavandamái- ið, og hefur vakið mikla atj hygli. —• Kurt Weill sem samdi Drei- groschenopern með Bert Bre- cht á sínum tíma hefur sam- ið tónlistina við leikinn. Annars eru það gaman- leikirnir sem. setja svip sinn á norskt leik- húslíf í haust, og .er það af skiljanlegum á- stæðum. Eva Aastorp sem blökku- stúlka. Halldór! Má ég í dag færa þér ham- ingjuóskir þeirrar alþýðu, sem eigi aðeins dáist að þinni rit- snilld, heldur hltnar líka um hjartaræturnar við þína mark- vissn ádeiiu. Hjá þér hefur íslenzki öreiglnn átt skjói frá því fyrst þú tókst að beita penna þínum í þjónustu Ijstarinnar og fyrir málstað al- þýðunnar. Fáir hafa rist kúgun- inni naprara níð en þú, ekki sízt þegar hún er samfléttuð smá- sálarskapnum, eins og hún er oft- ast á okkar landi. Enginn Islend- ingur hefur reist uppreisn alþýðu- mannsins, meðan hann enn berst sem einstaklingur, varanlegra ininnismerki í smásagnaformi. Þú kvaddir þér hljóðs, þegSr kreppan hófst, og íslenzk alþýða þurfti baráttukjarkinn og áræðið jafn brýnt og hið daglega brauð. Og þín baráttuhvöt hefur síðan fylgt íslenzkri alþýðu, ífærð þiuni meitluðu list og mun fylgja henni æ síðan. Réttur, það tímarit, -s.em þú í tuttugu ár hefur gefið margar þínar snjöllustu sögur, — flokk- urinn þinn, — alþýðan, sem þú hefur barizt fyrir með þínu beitta vopni, þakka þér á sextugsafmæl- inu. Þjóðviljinn, blað íslenzkrar al- þýðu, var eitt aUra blaða um að minnast Gests Pálssonar á hundr- að ára afmæli hans. Ég veit þú lætur það ekki hryggja þig, þó Þjóðviljinn verði eina blaðið, sem minnist þín, arftaka hans, í dag. Það er orðið svo ljóst hvar ís- lenzk erfð og íslenzk tllst á sér skjól í dag, — ekki „heföar upp á jökultindi", — heidur í hjarta þeirrar alþýðu, sem þú hefur helg- að iist þína og nú berst harðastri baráttu fyrir brauði sínu og frelsi, heiðri þjóðarimiar og sjálfstæði. Einar Olgeirsson. Sexfugur á morgun: Halldór Stefánsson, nthöfundur Þegar mér verður gengið framhjá Landsbanka íslands, finnst mér ævinlega að , sú mikla og auðuga stofnun sé skuldug heldur liðfáu barnings búi, íslenzkum bókmenntum. Maðurinn sem veldur þessum hugrenningum mínum framar öllu, vprður sextugur á morg- un. Mig langar til að senda honum kveðju mína á prenti, en vona samt að bæði hann og lesendur Þjóðviljans taki vilj- ann fvrir verkið. Sennilega er affarasælast að fara troðnar slóð.i; og byrja á því að tína til þær staðreyndir uxn ævi af- mælisbarnsins, sem mér eru kunnar, rétt eins og þegar sagnfræðingar semja greinar tun merka íslendinga. Halldór Stefánsson rithöfund- ur er sem sé í heiminn borinn 1. desember 1892 að Kóreks- staðagerði í Hjaltastaðaþinghá, sonur hjónanna Stefáns Ste- fánssonar, Jónssonar prests á Kolfreyjustað, og Margrétar Halidórsdóttur, Magnússonar bónda á Sandbrekku í Út- mannasveit. Hann mun hafa verið á þriðja ári þegar hann fluttist með foreldrum sínum til Eskifjarðar, þar sem faðir hans var lengi póstafgreiðslu- maður og simstjóri. I því ágæta kauptúni ólst Halldór síðan upp, og að nokkru leyti á Fá- skrúðsfirði, kynntist norðmönn- um. færeyingum og flöndrur- um, át biskví og pompólabrauð, stakk sandkola, dró ufsa á bryggju, renndi öngli fyrir sil- ung. Hann var ékki búinn að slíta barnsskónum þegar hann gerðist nemandi í prentsmiðju Dagfara á Eskifirði og Prent- smiðju Austra á Seyðisfirði, en lauk svo prófi í þess.ari iðn í Reykjavík og vann um hríð í Gutenberg. Hann fór aftur • Eskifjarðar 1914 og sagði þá skilið við prentarastarfið, nema hvað hann var sumarið 1917 hjá Oddi heitnum Björnssyni á Akureyri, sem allir kannast viö. Árið 1919 var hann ráðinn áð útibúi Landsbankans á Eski- firði, en rúmlega þritugur er hann kominn í yfirskattanefnd Sujðurmúlasýslu og orðinn hreppstjóri með kurt og pí. Á þessum árum siglir hann þrisvar burt frá embættum sínum, ferðast um England, Frakkland, Holland og Belgíu, og á tvisvar langa viðdvöl í Þýzkalandi. Þegar hann kemur heim frá Berlín 1930, flyzt hann til Reykjavíkur og kvæn- ist ári síðar ágætri konu, Gunn- þórunni Karlsdóttur. Hann hef- ur ekki haft vistaskifti síðan 1919. heldur unnið í Lands- banka Islands næstum því hálf- an fjórða áratug. Hér í höfuð- staðnum hefur það líka fallií1 í hans hlut að gegna ýmsum öðrum störfum, sumum tíma- frekum. Til dæmis var hann einn af stofnendum Máls og menningar og hefur jafnan veitt þeirri útgáfu marghátt- aðan stuðning; og formennska í eldfimum samtökum, Rithöf- undafélagi Islarids, fór honum svo vel úr hendi, að alla setti hljóða þegar hann aftók að fall- ast á e.ndurkosningu í fimmta sinn. Þó er enn eftir að minn ast á veigamesta vitnisburðinn mn Halldór Stefánsson: tómstundum símun hefur hann gerzt einhver snjallasti rit- höfutidur þjóðarinnar, samið nokkur verk sem munu varð veita nafn hans um langan ald- ur. Ut hafa komið eftir hann fjögur smásagnasöfn, I fáum dráttiun (1930), Dauðinn á þriðju hæð (1935), Einn er geymdur (1942), Sögur og smá- leikrit (1950), og skáldsagan Innan sviga (1945), auk þess sem hann hefur íslenzkað bæk- ur eftir Gorki, Kipling, Jack hlýða skilyrðislaust, ef, vel eigi að takast. Eriendis er mönnum víða kennt í skólum, hvernig semja skuli smásögu, rétt eins og um væri að ræóa verzlunar- bréf. 1 bandarískum og jafnvel enskum skólum af slíku tagi hefur mjög vsrið hampað tveim- ur fyrirmyndum: Maupassant, þar sem hann er einfaldastur, Halklór Stefánsson, rithöí'undur. London, Peter Freuchen og Semjúskín. Allmargar sögur hans hafa birzt á ensku, dönsku, sænsku og þýzku, ým- ist í úrvalstímaritum eía bók- um, og sumar orðið frægar, eins og til dæmis Hernaðarjsaga blinda mannsins. Feril smásögunnar má rekja aftur í gráa forneskju. Hún hefur aldrei glysgjörn verið, en öngvu að síður missir hún heilsuna eða strýkur úr vist- inni, ef hím er látin ganga til lengdar í sömu flíkiun.. Þó er þeirri fjarstæðu iðulega hald- ið fram, ekki sizt af ritdómur- um, að til sé um búning henn- ar ákveðin reglugerð, sem höf- undar verði áð gera svo vel og Og skyndilega brá Ijóma yfir andlit Hod- sja Nasreddins — hann hafði fengið hug- mynd. Hann varp öndinni léttar og rétti úr sér: Réttið mér teppi, og Tsjafar og þið hinir, komið hingað til min. Ættingjarnir roðuðu ser í halthnng fram- a.n við bálið, sem kastaði purpuriitri glóð yfir iauf garðsins. Hann lét okraraijn setj- ast nakinn á jörðina í míðjum hringnum. Nu sveipa eg pessu teppi um rsjaiar ug )es síðan bæn sem þið verðið allir að hafa eftir mér luktum augum — og er ég tek teppið aftur burt er hann alheill. En enginn má .hugsa um apa á meðan. r>eua er mjog nmujvíKiji ei iamn- ingin á að takast. Allrnsizt má Tsjaíar sjálfur hugsa um apa, því þá væri a'lt unnið fyrir gýg. Minnizt þessa þegar þið lasið bænina eftir mér. og umfram allf O. Henry. Eft irtekjan kvað vera harla rýr. því að fáir munu nokkru sinni hafa numið þann galdur á skólabekk að senxja snjalla og lífvænlega smásögu. Á ensku birta.st til dæmis árlega hundr- uð smá'sag'ná, sem bera vitni um mikla varklagni, en gleym- ast samt í næstu andrá, detta biátt áfram úr lesendunum eins og hrat úr hrafni. O. Henry er sjáifur gott dæmi um ,það, áð kunnáttan er ekki einhlít, enda telja fróðir menn að hann ha.fi gert bókmenntum í „guðs eigin landi“ meiri bölvun en nokkur höfundur annar. Frum- skilyrði þess að unnt sc .að semja smásögu, sem geti kall- azt listaverk, er ekki að kunna slóttuga aðferð, heldur einfald- lega hitt, að vera .gæddur þrótt- mikilli skáldgáfu. S4 sem kynuir .-sér verk.Hall- dórs Stefáns&onar,. kemst fljótt að raun um, að hann þekkir vel leyndardóma smásögunnar. Hann hefur áreicaniega þraut- lesið helztu snillinga þess forms fyrr og síðar, ekki tii' að herma eftir þeiin, heldur til að verða fær um að gqrast löggjafi sjálf:;, ,'sín. .Hann er kuiinátfnmí’ðer 1 crisins beztu merldngu. Þvi heZr,- veríð við brugð ð hvað har.n vé’ur sér f jölb .eytileg yrkisefni og' sagna- svi’ð: en hanh virðist lika aienma hafa gert sér grein fvrir h5nu, að- sérhvert við- fahgsefni ver!u.~- að fá ,as3 ríða miklu rm frásagnarh.átt, ef vel á -aD fara, ;enda héfur hann tamið. ?ór flelri a ‘ Zerðir til að segja -sögu en titt er um ís- lenzka höf.unaa. Honum er fjarri skapi að beita brögðum, véla lesendur með kunnáttu sinni, en tnargur frægur for- skriftarþræll með hljómandi málm og hvellandi bjöllu ,þætt- ist víst fær í flfestan sjó, ef hann hefði leikni hans. Og þó er það ekki hún sem ríður baggamuninn, heldur 'áskapað- ar gáfur: listræn skynjun, hæfileiki til að bregia upp myndum og etja saman and- stæðum, næm réttlætistiifinn- ing og innileg mannúð, stund- um blandin nokkurri beiskju, stundum glettni. Hann er í stuttu máli skáld. Þessvegna hefur hann á valdi sínu að segja margar langar sögur í einni meitiaðari smásögu, jafn- vel í einni. setningu; og þess- vegna tekst honum að sam- færa lesandann um, að hann hafi ekki aðeins kynnzt sund- urleitasta fólki á ólíklegustu stöðum, heldur búið við sömu kjör og það, séð inn í hugskot þess, skilið það bæði verald- legri skilningu og andlegri. Það fer nú varla hjá því, að einhverjum þ.yki ég vera helzt til óspar á hólið í þessuni greinarstúf, því að hér á iandl er það gamall siður að geyma slíkt til útfarardagsins, —ekki sízt þegar hlut eiga að máli skáld og rithöfundar, sem láta -sór ekki nægja að kenna í brjósti um fátæka alþýðu, held- ur leyfa sár að deila á drottn- ara hennar. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast á nokkrar persónur og myndir úr verkum Halldórs, sem'hann lýsir og dregur svo snilldar- lega, að, þær greypast í vit- und lesendans. :Hver gleymir til dæmis gömlu konunni í svörtu floskápunni, þýzka bjórekiin- um, æfintýri Laugu litlu og franska drengsins, baráttu blinda öldungsins gegn rang- læti heimsins? Kannist þið ekki við -tóhinri í frúnni þegar hún er að Vhrópa. á hann Júlíus? Sjáið þið ekki betlarann rétta rétta út höndina og vegfar- andann nema staðar? Eða Bangsa og Simba í beituskúrn- um? Eða ráðvanda góðmennið, sem segir við búðarlokuna öld- ungis miður sín, að honum hafi orðið dálítið á, hann hafi keypt áðan gráfíkjur fyrir skakkan tuttuguogfimmeyring ? Hver les söguna um holgóma dreng- inn og rakkann hans án þess að komast við ? Og hvaða ís- lenzkur höfundur annar hefði getað sagt þá sögu í jafn stuttu máli og á jafn áhrifa- mikkm hátt? Grafið ljóð og Framhald á 7. síSu. Ferskeyflur !il Halidérs t.des. 1952 Þegar ég sé þig sextugan svifar að spurning einni: veit ég einhvern annan mann öllu hreinni o:; beinnl. IleiðiS svalt með hádjúp sitt hefur ei -frá pér viklð — dæmin saanr. aö þeíið þitt það er ekki svikiö. Þeir sem báru úr býium fátt, bundnir helsi situi, liafa löngum athvarf átt inni í brjósti þínu. Oft'þú rýndir örlög smá íegislíörpum g.jónum: Skiöijda kvlku, kaiiö strá, kaftarspsr í snjónum. í)!l hefur suiild þín y’jaö mér — ekki segi ég meira: fari ég að þakka þér þú vi!t ekkert keyra. Ðagar iíSa einn og einn — enginn veit hvað biður. llaltii þó áfram hréinn og betan hvað sem ö-5ru líSur. Jóhannes úr Kötltim.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.