Þjóðviljinn - 18.12.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.12.1952, Blaðsíða 3
 % ÍÞRÓTTIR HrrSTJÖR! FRtMANN UELGASOH Leyndardómar Alma Afa Fyrir svo sem tveim til þrem árum fóru að berast fregnir um það að til væri langt aust- ur í Rússíá skautahlaupabraut þar sem hægt væri að ná ó- trúlegum tíma. Gerðu menn, sem þekkingu þóttust hafa á þessum hlutum, heldur lítið úr þessu. Þegar fréttir fóru að koma hva'ð eftir annað á s.l. vetri að skautamenn Sovétríkj- anna settu ný og ný heimsmet á ýmsum vegalengdum, fóru að koma fram ýmsar getgátur um l>etta fyrirbæri. Raddir komu fram um það að ekki væri treystandi tímatökunni. Aðrir bentu á að þeir væru engir viíVaningar í timatöku og þar sém sovétdómarai- hefðu haldið á klukku væru þeir ekki lakari en aðrir. Á Nórðurlönd- um varð þetta mikið umræðu- efni enda áttu þau af að sjá heimsmetum ef þessir tímar yrðu staðfestir. Meira að segja Alþjóðaskautasambandið hefur staðið hálf- eða alráðþrota gagm'art þessu vandamáli, og mun helzt hafa hallazt að því að hæpið væri að staðfesta metin þar sem dómarar allir væru frá einni og sömu þjóð- inni. Frásögn sænsks blaðs. Nú nýlega hefur skautasér- fræðingur Stockholmstidmng- en ritað skemmtilega grein um þennan leyndardómsfulin st%ð, og hefur „Sportsmanden“ eðjiléga tekið greinina upp og dregið það „jámtjald“ til hlið- ar sem virtist hylja Alma Ata, svt> norskir skautamenn gætu skygnst þar inn fyrir. Fer hér á eftir útdrát'tur úr greininni: Um það hefur verið rætt, að halda á næstunni heimsmeist- aramót í Alma Ata en grein- in í Stoc.kholmstidningen gerir varla ráð fyrir a'ð s1íkt geti orðið, og segir í fyrirsögn: „Metbrautin sem aldrei getur orðið meistarakeppnisbraut". Aftiu-ámóti verður auðveldara að setja þar ný met en á nokkrum stað sem til þekkist. Keppnistímabilið í Alma Ata er sem sé allt of stutt, og brautin liggur landfræðilega á stað sem er næstum ófær vest- rænum skautaþjóðum. Hægt er að byrja keppni þar í uóvem- ber, en u-m 20.—25. janúar er þessu tímabi’i lokið, þá koma hitar. Auk þess verður keppnin að fara fram frá 9—12 á dag- inn. Þegar lengra líður á dag- ina verður sólin of heit og bræðir ís:nn, en kuldi nætur- innar frystir hann aftur. Flestir álitu að Akna Ata væri fyrir vestan Úralfiöll. en maður undrast hve langt þessi staður er austur i Asíu eða 25-30 mílur frá Irínversika hér- aðinu Sinking. Bærinn er höf- uðstvður Sovétfylkisins Ka.zak- ska. — Frá AÍma Ata eni 250 miiur bein ioftlína til Bombav á Indlandi. Braut þessi er ýmist kölluð Alma Ata eða Medeo. en staðurinn sem brautin er á heitir Medeo og er unpi í f.iöll- unimi cn bærinn stendur neðar. I suznarldæðum á skautum. Loftslagið í Medeo er ,/kali- fonn'skt" þótt staðurion sé í 1650 m hæð yfir sjó. Yfir dalnum sem næstum aldrei er hulinn skýjum, sk'n sólin heit og . björt. Samtímis og maður gétui’ tekið sér bað og geogið í stuttum buxum og lóttum sumarklæðum á botni dalsius, geta menn rennt sér á skautum uppi í hliðunum. Og uppi á brautinni getur sólin orðið svo heit að skautameon- ii-nir geta æft sig berir í belt,- isstað. Sólin er heit og lifgandi þrátt fyrir kuldastigin. Medeo er opin mót sól og suðii en hinar þrjár hliðaruar hafa skjól á ,alla vegu, af háum fjöllum. Það er þessvegna næst- um alltaf logn þama á Medeo- brautinni. Leyndardómarimn. Það bezta við brautina er samt sem áður ekki loftslagið heldur ástand íssins. Vatnið al gerlega laust við kalk, öfugt við vatnið í St. Moritz í Sviss. Vatnið er fu’lkomlega kristal- tært og hreint eins og rigning- arvafn. Skautamennimir verða varir við þetta m.a. við skerp- ingar. Eftir venjuleg skautahlaup á öðrum skautabrautum er nauð- synlegt að skerpa skautana fyrir hvem dag og oft eftir hvert hlaup. Á Medeo er stálið eins hvasst og óslitið eins og það var áður en keppni hófst. Núning'smótstaða milli stáls- ins og íssins er liverfandi en Pramhald & 7. síSu. Raddir kvenna ;í,I. '0:C- rC Fimmtudagur 18. desembcr 1952 *— ÞJÓÐVTI.JIMN— (3 V erkf allsrabb HÁLFA þriðju viku er verk- fallið búið að standa, og ekki væri ófróðlegt að skrex>pa inn til einhverrar verkamanns- konu og heyra hvemig hljóðið er í lienni, því að nú er fyrst farið að rejæa á þrek og sam- takamátt fólksins og grunur miim er sá að víða sé orðið þröngt fjæir dyrum. Kona Iíagsbrúnarverka- manns. Ég fer því út í bragga og heimsæld þar konu eins Dags- brúnarverkamannsins. Hún sit- ur þar ein heima með fullt hús af börmim, þáö elzta 7 ára telpa lítur eftír yngri syst- kinnm sínum meðan ég tala rið móðurina. „Hvemig lízt þér á þetta verkfall ?“ „Ula, það er orðið bæði langt og erfitt, en nú er ekki um annað að gera en dnga eða drepast". „Keldur þú að fólk sé farið að svelta?“ „Efaiaust eru margir orðnir mjög iila staddir. Það hafa ekki verið þeir timar að verka- menn hafi lagt fyrir, siður en svo, og þeir sem hafa fyrir mörgum börnum að sjá hafa átt nógu erfitt með að láta tekjur sínar hrökkva • þó ekki væri verkfall. En nú fer víst Dagsbrún að úthluta úr verk- fa'lssjó'ði sínum, svo fáum við eitthvað frá Alþjóðasambandi verkamanna bráðum og að siðustu er verið að safna hér í Reykjavík. Það er víst engin hætta á að við verðum látin svelta. Það verður að vísu lík- lega ekki mikið um jól hjá al- menningi sem í þessu stendur, en hvað gerir það, ef við fáum einhverjar kjarabætur á eft- ir“. „Heyrist þér nofckur upp- gjöf í fólki enn?“ „Nei, það er öðru nær, upp- gjöf má all3 ekki koma til greina, allra sízt nú fyrst þetta er dregið svona lengi, um það held ég allir séu sam- mála, enn ákveönari, finnst mér, en þegar verkfallið byrj- aði, þá var mikið frekar að maður heyrði fólk óánægt méð það. Nú dettur engum í liug að gefast upp eða að ganga að einhverju smánartiiboði, þó slíkt kæmi fram“. Afgreiðslostúlka í mjólk- urbúð. Næst fer ég til afgreiðslu- stúlku úr mjólkurbúð. „Hvað segir þú um þetta verkafall nú eftir tvær vikur". „Mér lizt ekki vel á það, það er síður en svo. Þetta er e;g- inlega í fjrrsta sinn sem við í A. S. B. erum í verkfalli. Við vorum að vísu í verkfalli í tvo eða þrjá daga 1951, lengra en það hélt ég ekki að þetta verkfall yrði heldur, þegar það varð svona víðtækt". , Heldur þú ekki að fólk sé yfirleitt orðið voðalega að- þrengt?“ „Jú, en ekki heid ég þó áð bað sé fariö að svelta enn sem komið er. Margur er orðinn AP FJÖKRUM LÖNDUM Ognaröld í Kenya Aldursforeeti ráðgjafaþíngsias S brezku Auetur-Afrikunýlend- unni Kenya, brezki ofurstinn Ewart Grognn, sem er 78 árn ganffliC RigCi hýlegir 15. þirtyfumii »inn skeií til lausnar átakanna milli brezku nýlendustjómartnnar og brezkra landnema annarsveg- ar og Kíkújuþjóðarinnar hinsveg- ar. ,J>að á að hengja Kikújúa opinberlega í tuttugu og fimm manna hópum og senda áhorfend- ur að aftökunum tíl sérsvæða Kikújumanna til að breiða út g’eðitíðíndin", sagði ofurstinn. Ekki er þess getið i fréttum, að meðþlngmömmm hans hafi þótt tillaga hans nein fjarstœða. 1 raun og veru er líka einungis stigmunur en ekki eðlis á henni og aðförum þeím, sem sir E\’elyn Baring, landstjóri Bretlandsstjóm- ar í Kenya, hefur fyrirskipað. Hann befur mælt svo fyrir, að hvar sem brezkir lar.ílnemar eðn umboðsmenn nýlendustjórnar scsti yfirtroðs'nm af hálfu Afríku nmnna skuli allir Afrikvunenn í næsta nágrenni rændir nautgrip um sínum, geitum og öðr-um bú peningi og reíðhjóium, sem eru eir.u farartæki þeirra. • •ISfTýlendustjörnin lct snemma i þessum mánuði brezkt herllð gjöreyða 640 ferkílómetra s\*æðí í nánd við bæinn Thompson’s Falis eftir að brezkur I«.ndnemi Uafði vcrið myrt.ur þar. F.kki var ver- ið að hafa fyrir því að leita oð morðlngjanum, brezka hernum va.r att á alla Afríkumenn, sern bjuggu I nánd við morðstaðinn og ckki var látið við það sitja að taka af þeim allan kvikfónað og annað lausafé he’áur var gengið skipulega að því að jafna við jörðu hvem einasta kofa Kíkúju manna á þcsem 640 ferkílómctra svæði, Brczku Verkamannar<)kks- þingmennírnir Brockway og Halö, sem nýlegn voru á ferð í Kenya, sögðu er til London kom að her- lið og lögregla S Kenya tiðki á refsiloiðöngrum sinum hinar verstu miaþyrmingar á Kikúju- mönnum, ungúm jafnt og göml- um, körlum eem konum. Sama segir Kings'oy Martln, ritstjóri vikub’öðsins New Statesman and Nation, sem einnig hefur kynnt sér ástandið S Kenya of eigin raun. • 't’tjdrf? TS&ta* á Kenya hefur verið sígilt dœmi um nýlendu- kúgun, arðrán og kynþáttamis- rétti. Nýlendustjórnin sló eign sinni á allt landið, sem áður hafði tilheyrt hinum ýmsu ættflokkum Afríkumanna, og ofhent Hálönd- in, frjósamasta og heilnæmasta héraðið, brezknm landnemum. Kingslcy Mártín segí'r' “í' ’bláði sínu 29. nóvember, að talið sé oð 3000 brezkir boindur eigi nú þriðjung til helming alls frjó- samasta landsins S Kenya. Al’s eru um 40.000 manns af evrópsk- um ættum S landinu en fimm milljónir Afríkumanna fá engin álirlf að hafa ' á landstjómina. Æktflokkum Afrikumanna hefur nýlendustjórnin úthlutað sér- svæðum, en séð um að þau eru svo þröng og hrjóstrug, að eng- in leið er fyrir þá að draga þar fram láfið. I>vi ncyðast Afriku- menn til að þræla fyrir brezku bænduma fyrir siiltarkjör, árið 1951 var lögboðið lágmarkskaup fulltíða manns í Kenya um 60 krónur á máuuðL "g' af nf ramt raka brezku land- nemarnir saman fé á kaffi, Hampi og öðrum verðmætum af- urðum, sem dafna vel í Kenya. Hinsvegar er Afríkumönnum hannað með lögum að rækta verðmætustu kaffitegundirnar og hampinn. Ef þeir fengju það myndu þeir íá meiri afrakstur af eígin landi og færri neyðast til að þræla fyrir brezku land- nemana. Á fjölda búgarða er farið með Afríkumennina sem þræla Kingslcy Martin skýrir frá þvi ekki eé ótitt að heyra brezka landnema ræða það fram og aft- ur, hvort rétt sé að konur þeirra leggi það S vana sinn að hvða vinnufólkið á búgörðunum. Hversu vel gefnir og menntaðir sem Afríkumenn cru geta þeir enga von gert sér um að fá að gegna neinu ábyrgðarstarfi S em bættiskerfi ný’endunnar. Eitt af fyrstu verkum nýlendustj. i haust, er bera tók á ókvrrð i Kcnya, varð að loka. skólum Afríkumanna og t>anna biöð þeirra. Það er erfitt áð halda fólki S þrældómi ef þvS er látið haldast uppi að afla sér mennt- unar. • •fif bókínni Jöjrð í Afríku, sem ný komin er út hjá Máli og menn- ingu, lýsír danska skáldkonan Karen Blixen dvöl sinni á búgarði méðal Kikujúa S Kenya, Hún seg- ir þar frá þvi, er brezkur dóm- stóll sýknaði brezkan landnema af að liafa myrt Afríkumann, sem hann hafði barið til bana. Hinn vitri dómari úrskurðaði, að Afríkumaðurinn hefði tekið það í sig að deyja, hann hefði ekki viljað lifa lengur. Ekki er að furða þótt s’ik réttvísi ásamt land- ráni og niðurlægingu hafi alið á andúð Afríkumanna í garð hinna erlendu húsbænda. Brezka ný- lendustjórnin sá um að engin stjórnmálahreyl'ing Afríkumanna kæmist á legg og hcfur nú upp- skorið það að andstaða gegn er lendum yfirráðiun birtist í mynd hermdarverka. Segja má að sagan endurtaki sig í Kenya. Aðferðirnar, sem brezka nýlendustjórnin beitir þar eru næstum hinar sömu og brezki landaðallinn beitti fyrir mörgum öldum til að undiroka sveitaalþýðu Bretlands. Almenn- ingarnir, sem höfðu verið sam- eign byggðarlaganna frá a’daööli, voru girtir af og teknir til sauð- fjárræktar eðn kornræktar í þágu stórjarðeigendanna. Smábændurn- ir, sem ekki fengu lengur að- gang _ að alménningnum, f'osnuðu upp og gerðust hjú landeigend- anna eða fóru í vinnu til iðnrek- endanna. Þánnig skapaðist ör- eigalýður Bretlands og nú er það sama að gerast í Kenya, aðeins langtum örar. Nýlenduskipulagið grefur sína eigin gröf, smiðar sjálft vopnin, sem vcrða því að falli. SL T. Ó. vanur að hafa Htið fyrir íram- an hendumar. Ef valdhafam- ir halda að þeir geti svelt félk- ið til hlýðni þá sfcjátlast þeim algerlega. Allir sem ég hefi heyrt tala um þetta ségja:: „Mér er ekki vandara um en öðrum, nú er um að gera a& haida þetta út hversu langt sem það verður.“ Allt vinnandi fólk skilur mæta vel hvar skór- inn kreppir að, og finnur hvem- ig dýrtíðin heldur stansláust. áfram án 'þess að fólki sé gert kleift að mæta henni Áður fyr spurði maður, af hverju hækkar þetta og þetta, nú er maður hættur áð spjTja, það er orðið svo daglegt brauð að allt hæfcki. Og hvað lengi held- ur ríkisstjórnin að hún geti rakað peningum af atvinnuveg- unum og hinum vinnandi stétt- um í sín botnlausu hít? Hvert. fer hún þegar pyngja hins vinna.ndi manns er t.æmd? Ótt- ast hún ekki að sfcútan fari þá bráðlega að sökkva? Eða aö vinnandi stéttunum detti í hug að fá aðra tit að stýra henni?“ „Eiga efcki verkalýðsfélög: hér yfirleitt verkfallssjóði, þé vel gangi nú að safna veitti ekki af einhverju meiru“. ,.Jú, flest félög eiga ein- hverja verlrfallssjóði, sem ef- ’aust verður gripið til núna. Svo kemur iijálp frá Alþjóða- sambandi verfcalýðsins og söfn- uninni hér innanlands, það þarf enginn að svelta, ef skilningui' fólks er með, og vonandi kem- ur verkaljY/urinn út úr þessari eldraun stexkari en áður. Ósk- andi er að vinnandi fójki s'kilj- ist nú ioks að allt kemur þetta til.. af þvi að afætustéttimar: hirða allan ágóðan af strití. okkar. Ef þetta verkfall yrð?' til að opna augu fólks fyrir þ\:í fyrir hverja við eram ali- taf að mala gull, þá hefðS þaö ekki til einskis verið háð.“ Verka.konatv. Að sfðustu fer ég til verka- kónu sem unnið hefur við fisk, og bið hana að segja mér síns sögu. „Mín saga er fjrst og fremst sii, að einhleypt fólk hafi ekki leyfí til a.ð kvarta. A. m. k, tel ég mig ekki hafa það. Okk- ur leggst alltaf eitthvað til, ég elda mér hér á rafsuðup’ötu í herbergi minu og gengur ágæt- ’ega. Raunar hefi ég engan liejTt kvarta exm sem komi'ð er. Og hvað er svo sem að fást um þó við verðum að leggja á okkur nokkra- erfiðleika. Hugs- nm okkur Kóreu og allt sem bar er að gerast, þar sem fólk- ið er tætt sundur með benzín- sprengjum og því er sálgað með sýklum sem dreift er út vfir það. Hvers vegna í ósköp- unum skj'ldum við kvarta hér“, Söfnunfn. Á leið'nni heim mæti ég skrifstofustúlku. Hún sagðist hafa verið að fá útborguð hálfsmánaðar laun sin og hafa farið með allveru’ega upphæð til að gefá í' verkfa’lssjóðinn, Áður en hún fór af stað kvatet hún hafa borgað liúsaleigu sína og látið þess jafnframt getið hvert hún ætláði ú eftir. Hafði þá kona sú er hun leigir hjá tekið helming húsale;gunn- ar og bcðið hana að borga það í verkfallssjóð frá sér. Kom heim saman um það væri sj.ilf- sagður sfcattur sem hverjum iiíanhi. sem ekki væri í verk- falli, bæri að greiía. Maria, Þorsteinsdóttir. Listvmasalurinn á Freyjugötu hefur opnað jóla- sölusýningu og er þar margt eigulegra mynda á boðstólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.