Þjóðviljinn - 11.01.1953, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.01.1953, Qupperneq 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 11. janúar 1953 Sunnudagur 11. janúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 lllÓfiHflLJINN Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Hitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfl ólaísson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglý3ingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 19 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans b.f. Ekki björguiegt Stjórnarbyltingin 1 AB-flokknum í haust stafaði af uppreisn óbreyttra liðsmanna. Þeir voru orðnir lang- þreyttir á þjónustu gömlu klíkunnar við innlent og er- Jent afturhald og töldu hana í engu samrýmast stefnu- skrá flokksins og upphaflegum starfsháttum. Þessi upp- reisn óbreyttra fylgismanna hafði staðið lengi en nú var hún orðin svo víðtæk að fulltrúarnir á flokksþinginu treystust ekki til aö leiða hana hjá sér; hún hafði meiri áhrif en allar hótanir og blíðmæli Stefáns Jóhanns og félaga hans. Klíka Stefáns neitaði hins vegar algerlega að taka tillit til almennra flokksmanna, pg þá fór svo sem alkunnugt er: klíkan valt öll út úr stjórn flokksins. Nú valt á miklu að hin nýja forusta gæti markað stefn- una af fqstu og skörungsskap. Óbrayttir fylgismenn höföu sýnt ótvírætt hvað þeir vildu. Þeir mótmæltu eiin- dregið allri fylgisspekt viö stjórnarflokkana, íhald og Framsókn, allri samvinnu við þá í verkalýðshreyfingunni, o,g kröfðust þess í staðinn að barizt yröi fyrir samfylk- ingu alþýöunnar gegn vaxandi örbirgð og afsali lands- réttinda. Stefnan var þannig mörkuð hinum nýju ráða- mönnum flokksins, og þeir hefðu getað náð miklum ár- angri meö því að ganga hinar nýju brautir af fullri mannlund og hefðu þá getað haft mikil áhrif á íslenzk stjórnmál. Hin nýja forusta hefur aö vísu ekki haft mikið tóm til að sýna vilja sinn og getu, en það sem sézt hefur er ekki björgulegt. Það var Ijóst þegar í upphafi áð klíkan sem hrapaði héldi áfrarn mjög víðtæku valdakerfi I flokkn- um með yfirráðum sínum yfir eignum og skuldum. Hinni nýju forustu var jafn nauösynlegt að tryggja sér yfirráð yfir því valdakerfi og sjálfri hinni pólitísku for- ustu. En ekkert slíkt hefur gerzt svo vitað sé; hin rændu hlutabréf eru enn í fórum Stefáns Jóhanns, Emils og annarra. Og það er ekki annáð sýnt en að gamla kiíkan sé í reynd að hremma aftur þá pólitísku forustu sem hún var svipt á flokksþinginu. Þegar kosið var í mikilvægustu nefndir flokksins, virtust hinir föllnu forsprakkar — og sérstaklega Emil Jónsson — bókstaflega hafa valið meiri- hluta nefndarmanna. Helzta breytingin er sú, áð nú eru tveir launaöir embættismenn Framsóknarflokksins komnir inn í innsta hring, þannig að sá stjórnarflokkur- inn virðist eiga þar öllu sterkari ítök en íhal'dð, sem mestu réði áður. Og ekki er efnilegri svipurinn á AB-blaðinu. Fyrir nokkru skrifaöi hinn nýi ritstjóri langa grein og lagði þar á það þunga áherzlu áð sósíalistar væru hræddir við Stefán Jóhann! Og í gær birtir blaðið mjög athyglis- verða forustugrein þar sem það er brýnt fyrir íhaldinu að það sé Ijótt „að brigzla Alþýðuflokknum, sem einn allra flokka hér á landi hefur háð stöðuga og markvissa baráttu gegn Moskvukommúnismanum, um kapphlaup eða samspil við hann“. Og blaöið segir að þessi markvissa barátta verði háð áfram sleitulaust vio hlið stjórnar- flokkanna því „það féll í Mut Stefáns Jóhamis Stefáns- sonar, Haralds Guðmundssonar og annarra traustustu forvígismanna jafnaðarstefnunnar hér á landi um ára- tuga skeið að tryggja framtíð og forustu sósíaldemókrat- ísks flokks, sömu tegundar og annars staðar á Norður- löndum, í íslenzkri verkalýðs- og alþýðuhreyfingu“. Hanníbal Valdimarsson, ritstjóri AB-blaðsins, er sem sé önnum kafinn við að láta blað sitt hylla hina föllnu klíku og fullvissa stjórnarflokkana um að hvergi verði hvikað frá stefnu AB-flokkíins á undanförnum árum, eins og StefáA Jóhann komst að orði í áramótahugvekju sinni. Þaö er engu líkara en að hann hafi innbyrt í persónu- leika- sinn bæði Stefán Jóhann og Stefán Pétursson, og er ekki von að vel fari. Horfurnar eru þannig ekki sérlega álitlegar fyrir áfram- hald byltingar þeirrar sem framkvæmd var 1 AB-flokkn- um í haust. Hitt mun hin nýja forusta fljótt fá að finna að óbreyttir fylgismenn munu ekki láta sér falla 'auðmjúka þjónustu við hina brottreknu klíku heldur dæma hina nýju menn þeim mun þyngra sem þeir þregðast gersamlegar. Svar til Henry — Eldspýtur — Mc Carran ÚR því Henrý gerir sér ómak til að segja ranglega frá stað- reyndum í sambandi við rak- ettuna á gamlárskvöld, vil ég segja þetta: Það eru mörg vitni að því að maðurinn, sem stillti rakettunni á götuna, var í hópnum sem Henrý var með þarna inni í Laugarnes- hverfi á gamlárskvöld. Henrý vissi ekkert um, og gáði held- ur ekki að, hvort nokkur hefði meiðzt, sem auðveldlega hefði getað orðið, svo að þetta var honum „sem slysavarnamanni“ og manni ekki óviðkomandi. — Henry segir að hvað dreng- inn snerti sé „öllu snúiö öf- ugt“. Ég nenni ekki að eltast við þessi rangindi hans, en tel þó alveg víst að dreng- urinn hafi fundið bezt hvor steig á hinn. Svo vil ég spyrja Henrý, hvort það hafi verið meinlaust frussljós, þetta sem þaut þarna um götuna og hafnaði í fötum fólksins á götunni — og var ekki Hen- rý að þakka að það lenti ekki í andiiti þess. -— Eftir þetta svar Henrýs er mér betur ljóst en áður, hvern mann hann hefur að geyma, og elti ég ekki ólar við slíka. Til þess er minn tími of dýrmæt- ur — og sendi ég því honum mína hinztu kveðju í þessu máli. — Jón. MAÐUR einn hefur fært í tal við Bæjarpóstinn eldspýtna- sölu til styrktar lömuðum og fötluðum. Er ætlunin að selja þær eldspýtur 10 aurum dýr- ari en aðrar. ÍEn hann gerir það að tillögu sinni, að allar eldspýtur verði hækkaðar um 5 aura og renni þeir 5 aurar í sjóð lamaðra og fatlaðra. Á- lítur hann að enginn muni telja það eftir sén að greiða þennan aukaskilding, þegar svo gott mál er annars vegar. SKÖRIN færist nú uppá bekk- inn þegar Ameríkanar eru. farnir að ráða því hverjir mega sigla á íslenzkum skip- um og hverjir ekki. Þeir sem hafa haft svo n'áin kynni af ,,herrunum“ hndanfarin ár, að þeir eru búnir að gleyma merkingu orðsins nei, vita ekki almennilega hvaða orð þeir eiga að nota í staðinn. Alþýðublaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að flestir þing- menn í Washington hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að gera er þeir sam- þykktu McCarran-lögin, og hljómar það sem huggun b'aðsins. Þegar > niðuriæging íslendinga var hvað mest 1 xmdir erlendu oki sendu leið- togarnir bænarskrá tii kóngs- ins, því að þeir hö|ðu engan kjark til að mótmæla. Það virðist að nú sé svo komið, að þeim henti bezt að taka upp aitur þennan sið: „Elsku hjartans Eisenhower. þú allra náðarsamlegasti boðberi frið- ar og réttlætis, verndari smæl- ingjanna — osfrv.“ Sigurður í Hrafnadal 'rl * Um BÆKUR og onnoð * Ævisaga Ljósvíkingsins. — Rússnesk söng- og dans- mynd. — Ný gerð hljómplatna. I jólablaði ísfirzka blaðs- ins Baldurs birtist kafli úr bók, sem Gunnar M. Magnúss rithöf- undur hefur í smíðum. Nefnist hún Ævisaga Ljósvíkingsins og fjallar um Magnús Hj. Magnússon, alþýðuskáld og fræðimann á Vest- fjörðum. Það hefur löngum verið vitað, að Halldór Laxness studd- ist við dagbækur þessa manns þegar'hann skrifaði bækur sínar um Ljósvíkinginn, dagbækurnar eru hér á Þjóðskjalasafninu ásamt öðrum handritum Magnúsar. 1 bók Gunnars verður æviferill hans rakinn og mun marga fýsa að kynnast manninum nánar. Bókin kemur út á þessu ári, en nú eru 80 ár liðin frá fæðingu Magnúsar. Galina Úlanova í ieikdansinum Svanavatnið eftir Tjækovskí M; IAKGIB muna yíst eft- ir sovétkvikmyndinni, sem Tjarn- arbíó sýndi fyrir um tíu árum, þegar kvikmyndahúsið hóf starf- semi sína. Þar gafst mönnum kostur á að sjá atriöi úr sýning- um leikhúsanna í Moskvu; söng- leikjum og leikdönsum og vakti þessi mynd verðskuldaða hrifn- ingu. Myndin var stutt og atriði fá, en hún nægði til áð fsara mönnum heim . sanninn um, að PBINS Igor (A. Plrogoff) hittirKontjak kan (Maxim Mikhæloff) óvíða væri sviðlist á jafnháu stigi og í Sové.tríkjunum. Nú fyrir jólin hafði það kvikmyndahús Kaupmannahafnar, sem í mestu áliti er végna vandaðra sýninga, frumsýningu á nýrri sovétkvik- mynd, sem gerist að miklu leyti á leiksviðum Moskvuborgar; en þessi mynd hefur þegar verið sýnd víða á Vesturlöndum, t.d. í Bandarík j unum, og hvarvetna hlotið hina beztu dóma. náttúrlega sá, að þær eru mikl- um mun dýrari en þær gömlu. Nr FlYNDIN segir frá sam- yrkjubændum sem koma í heim- sókn til Moskvu og setja sig nátt- úrlega ekki úr færi að njóta ails þess bezta sem stórborgin hefur að bjóða. Myndin sýnir atriði úr þrem rússneskum söngleikjum: Prins Igor Borodins, Eugen Oneg- in Tjækovskis og Ivan Sússanín Glinkas, og tveimur rússneskum dönsum: Syanavatni Tjækovsk's og Rómeó og Júliu Proköfféffs, — sungnum og dönsuðum af beztu listamönnum Sovétríkjanna' Þáð yrði áreiðanlega vel þegið af ö'lum listunnendum, að eitthvert kvikmyndahúsanna hér í bæ sýndi framtak til að útvega sér þessa raynd. ir ----------- Grainmófóneigeudur og h'jórr.piötu'eikarar i munu flestir kannast við hinar svonefnclu „long playing" plötur, setn komu á markaðtnn fyrir nokkrum árum. Venjulegar hljómp'ötur fara 7' snúninga á mínútu. en þossar nýju p Qtur snúast aðeins 3?!-:, snún- ing, og m.a. af þeirri ástæðu er leiktími þeirra 3-4 sinnum lengri en þeirra sem við áttum að venj- ast. Þessar plötur hafa einnig þá kosti að þær endast lengur og hljóðið - er hreinna. En gaiiinn lú fyrir skömmu eru komnar á markaðinn erlendis ný tegund hljómplatna og er snún- ingshraði þeirra 45, en leiktími þeirra e.r sá sarni pg þeirra gömlu af stærri gerðinni. Hins yegar hafa þær ýmsa aðra kosti. Þær eru endingarbetri, miklu minni, vega aðeins 35 grömm á móti 300 og þær geta ekki brotnað. Og þá er það höfuðkostur að þær eru ekki dýrari' en stærri gerðin af þeim gömlu. ás. Það þótti á sínum tima nokCt- ur bókmenntalegur viðburður, er tímaritið Helgafell birti hinzta kvæði Stefáns frá Hvíta- dal, Fornar dyggðir. í ljóði þessu, sem er alllangt, rekur höfunaur á einfaldan en listfengan liátt hetjusögu ein- yrkjahjónanna í dalnum, sem eftir langan og erfiðan starfs- dag leggjast til síðustu hvíld- ar í eitini og sömu gröf í kirkju- garðinum á Bakka. Ýmsir ókunnugir hafa ætlað, að með ljóði þessu hafi skáldið viljað draga upp sígilda mynd af lífi íslenzkra einyrkja allra alda. Þeir, sem til iþekkja, vita þó, að svo er ekki, heldur er þetta minningarljóð, sem skáldið orti um systur sína, Helgu Sig- urðardóttur, og mann hennar Þorstein Helgason. Þau bjuggu í Hrafnadal í Hrútafirði lang- an aldur, önduðust þar haustið 1931 og fóru bæði í sömu gröf, sem í kvæðinu segir, eada er öll frásögn þess svo sönn og trúverðug sem verða má. En saga hinna fomu dyggða heldur áfram, þótt ljóðinu Ijúiki. — Saga sem aldrei verð- ur skráð, vegna þess að í henni em engir þeir atburðir, að þeir verði hrópaðir út á stræti og gatnamót. Það er aðeins saga um hversdagsleg störf, sem hnnin eru í kyrrþey. og hugsan- ir, sem litt eru í hámælum. Fjögur af börnum þeirra Hrafnadalshjóua, tvær systur og bræður tveir, tóku við jörð- inni að þeim látnum og hafa búið þar síðan. Nú er Sigurður, sem var þó þ.eirra yngstur, fallinn í valinn, en systurnar tvær mjög farnar að heilsu, svo óráðin em nú ör- lög Hrafnadals. Sigurður Þorsteinsson fædd- ist að Hrafnadal á aðfangdag jóla 1894 og var þar heimiUs- fastur æfi alla. Á s'ðastliðnu sumri keondi hann meinsemdar þeirrár er dró hann til dauða. Hann andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt hins 28. des. síðastliðinn og var hví aðeins betur en 58 ára, er hann lézt. Sigurður var í mörgu enginn hversdagsmaður. Þótt haan rækti búskap sinn af frábærri natni og hirðusemi, er iþað ætlan mín, áð betur hefði hann notið sín við önnur störf. Honum fór, sem flestum 'þe.im, er ekki eru steYptir í sama mót og sem fjöldinn, að hann 'kaus sér bann kost ,sem heztur var, að binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- íuenn og fara sínar eigin götur, fremur en að feta ,þær slóðir, sem honum voru pskapfelldar, þótt fjölfarnari væru. Svo mörgum góðum gáfum var hann búinn, að manni rennur kalt vatn milii skinns og hörunds við tilhugsunina úm þa,ð, að honum skyldi ekki auðnast að nýta þær í ríkara mæli e« raun varð á. Þó er úkki fyrir það synjandi, að ýmsir honum óvitrari hafi talið gáfur þær er hann hafði umfram þá eitthvað í ætt við sérvizku. Minni hans var svo mikið og óskeikult, að ég hef engan mann fyrir hitt á minni lífsleið, er þar komist í nokkum sam- jöfnuð. Hann vissi t. d. deili á fólki hvar sem var á landinu, svo glögg að furðu gegadi. Tii marks um iþað sfeal þessi saga sögð; Eitt sinn bar fundum þeirra Sigurðar og Gunnars Benedikts- sonar saman heima hjá mér. Barst tal þeirra meðal annars að heimkynnum Gunnar í Anst- ur- Skaptafellssýsiu. Þegar Sigurður var farinn, sagði Gunnar við mig: Það er eins og þessi maður þekki hvert mannsbam í Áustur-Skapta- fellssýslu. Mikið yndi hafði Sigurður af fögrum bókmenntum, og lærði hann þá oft utan að það er honum þótti mikið til koma og jafnt laust mál sem bundið. Seint mun mér úr minni líða, þá er hann las mc<r utanbókar ýmsa fleyga kafia Islandsklukk- unnar. Ekki kunni Sigurður (því að feta þá pólitísku slóð er fjöl- förnust er I hans byggðarlagi. Sigurður talaði e&kert tæpi- tungumál og kaus jafnan að nefna hlutina sínum réttu nöfn- um. Eins og aðdáun hans var einlæg og sönn á því er hann taldi vel gert eða af heilindum mælt, svo var og fyrirlitning hans. án takmarkana á . því er hann taldi rangt, tortryggilegt eða villandi. Eitt sinn var ég stadd.ur hjú’ honum er hádegisfréttir út- varpsins áttu að hefjast. í þann mund var Yestrið venju fremur athafnasamt í áróðri sínum gegn Austrinu og út- varpið hafði endursagt áróður- inn, svo sem efni stóðu til. Um leið og Sigurður opnaðj viðtæk- ið varð honum að orði: Það er líklega bezt að hlusta á lygina. Hjá Sigurði samekiaoist tvennt, sem er ærið sjaldgæft að fyrirfinnist hjá einni og sömu persónu. 1 vitund hans var horfin menning liðinnar aldar ekki iþjóðlegur arfur, eins og sagt er nú á dögum, heldur lifandi yeruleiki. En jafnframt Framh. á 7. síðu Islenzkur evrópuher Það hafa verið óefnilegar horfur í vestaaverðri Evrópu undanfarin átta ár að sögn frægra heimsblaða, útvarps- stöðva og stjórnmálamanna. Allan 'þann tíma hefur óvíg- ur rússneskur her beðið þess í ofvæni að laggja undir sig þennan skaga, en sérfræðing- ar hafa jafnlengi sanaað að þjóðir þær sem skagann byggja væru algerfega var- , búnar slíkri árás og fengju enga rönd við reist er til hennar kæmi. Hafa sumir þjiizt við stórtíðindum þess- um hvern dag í átta ár, og ýmsir hafa séð árásarherinn nálga3t á hinum ólíklegustu stöðmn. Hefur Ikveðið svo rammt að honum á íslenzkum fiskimiðum að síld hefur ekki þorað að vaða öll þessi ár, hatas hefur orðið vart í furðu flugvélum út um nes og skaga, og síðasta tiltekt hans er sú að geysast ofar þökum á ílátum iþeim sem aðrir nota sér tid handargagns við snæð- ing. Samt hefur ekki orðið af frekari framkvæmdum enn, og hefur verið fátt um skýringar á því hvers vegna austanmenn fresti vþví að fullnægja ílöngun sinni þar til hinar margræddu varnir Vesturevrópu eru orðaar nægilega sterkar. Neroa þeir hugsi eins og Þorgeir Hávars son og vilji ekki vopnum leggja þá er til skortir karl- mennsku að verja eigur sín- ar og er þó ólíklegt að nor- rænar hetjuhugsjónir eigi mikið friðland í austrænum hjörtum. En því miður hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði í þessi átta ár. Að vísu hafa verið samin mikil bandalög og mikil ghótt vcpna og landvamartækja hefur verið skráð á pappir, en raunhæf- ar framkvæmdir hafa orðið mi’klu minnþ þótt þær hafi ekki tafizt jafn gersamlega og árás sú sem yfir hefur vofað í átta ár. Það hefur sem sé 'konaið í ljós að þjóðir Evrópu hafa verið næsta ó- fúsar að skipta á gæðum þessa heims og tækjum þeim sem afkastamest eru við að afla öðrum heimi íbúa. T. d. var svo að sjá um skeið að útséð væri urn að stofnaður yrði evrópuher sá sem átti að standast hina ókomnu á- rás, þar sem engin þjóða iþeirra sem herinn átti að vernda yildi neitt til hans leggja. Mælti Ridgway, yfir- maður hins óstofnaða hers, þung þykflcjuorð af þessu til- efai nýlega, enda má hann muna timana tvenna síðan hann stjórnaði sýklum og öðrum bandarískum her- mönnum í Kóreu cg hafði það sér að daglegu yndi að brenna kornbörn og gamal- menni tii ösku. Þrátt fyrir þessa dular- fullu töf hafa óbyrgir menn orðið seinþreyttir á varnað- arorðum sínum, sem betur fer. og hafa þá einnig fengið alliangt tóm til starfa. Hafa þeir mælt fast með þ.ví að al- meaningur hugsaði sem minnst um gæði þessa heims, mat og klæði og hús og menningu, en legði í staðinn arðinn af striti sínu í morð- tól og vígvélar. Fórafúsir peningamenn hafa þá einnig boðizt til að iáta tæki þessi af hendi við hóflegu vei'ði og enduraýja- þau jafnharð- an og iþau gengju úr sér, en framþróunin er nú svo ör á þessu sviði að heita má að flugvél só úrelt þegar hún er fullsmiðuð. Hafa þessir ágætu menn lagt áherzlu á hugsjónir sínar með því að beina hvers kyns iðjuverum að þessari framieiðslu. Þannig stóðu sakir um síðustu áramót og ábyrgir mena litu fáan glaðan dag. En svo pegir í gömlu orð- taki að hjálpin felist undir pilsfaldi neyðarinnar. Þegar örvænt þótti að Englending- ar, Frakkar, Þjóðverjar og aðrar nafntogaðar þjóðir Vesturevrópu fengjust til að stofna her handa Ridgway sýklaforingja og fokið virt- ist í flest skjól hljómuðu allt í einu dængilegar raddir frá tvaimur afkomendiun víkinga á Islaadi. Annar hafði með síversnandi árangri reynt að selja fisk þann sem lands- menn drógu úr sjó og kvaðs.t' nú í staðinn vilja berja Rússa, hinn hafði komið störfum sínum svo vísdóms- lega fyrir að bæjarbúar áttu æ erfiðará með að kaupa af- urðir sveitafólks, og. kvaðst hann yilja berja bæði ís- lendinga cg Rússa. Sögðu báðir þessir leiðtogar sjálf- sagt að stofna í snatri her þann sem Ridgway þráði og lofuðu að heita sér fyrir því, enda hefðu þeir að balki sér í því skjmi mikinn meirihluta þjóðarinnar, fenginn í frjáls- um kosningum. Hýrnaði nú heldur betur há ráðamanna fyrir vestan haf, þegar fréttist að loks væri fundin þjóðin til að stofna herinn. Og ekki spillti það þegar rifjað var upp að af íslandi var einmitt kom- inn rakarinn frá Borgarnesi, sá sem úrslitum réði í Kóreu- styrjöldinni þegar verst gegndi þar, eins og alkunn- ugt varð af frásögnum blaða. Þessi meinhægi maður sem árum saman hafði stundað þá iðju að beita fóllk eggvopnum án þess að blóðga það, gerðist í Kóreu slíkur garpur að frá honum runau allar ár blóðiitaðar til sjávar, og þegar aðrir her- menn skriðu í skjól stóð hann á víðavangi berskjald-- aður og stuggaði fjanda- hernum burt. Síðan hefur hann gerzt ágætur afreks- maður í því liði sem hefst við á Keflavíkurflugvelli og getið hefur sér orð fyrir nauðganir og saurlifnað. Þegar einn kurteis rakari frá Borgarnesi gerist slíkur garpur með vopn í hönd, hvers má þá eflcki vænta af glímukappa þeim sem mest- ur hefur verið á Islandi, þegar undan er skilinn Jón sá sem um getur í Skugga- sveini og nú er minnzt að verðleikum á sviði Þjóðleik- hússins. Og þótt stallbróðir hans skartaði ekki beinlínis hermennskuein'kennum þegar hann skreið út úr björgunar- fiugvélinni fyrir vestan haf um árið, gat hann vel búið yfir öðrum eiginleikum sem til kosta mega teljast í mann- skæðum átökum. Boðskapur ráðherranna hafði því að geyma mikil og góð tíðindi: nú vænkaðist hagur evrópu- hers. Og senn verður eflaust tekið til óspilltra mála. í haust lagði stjórnin fyrir þing frumvarp um fullgild- ingu viðbótarsamnings yið Atlantshafsbandalagssátt- málann, en samniagi þessum er ætiað að greiða götu ev- rópuhers. Hafa hinar tregðu- fuliu þjóðir Vesturevrópu ekki feeigizt til að fallast á hann, en hér á landi er ekki kunnugt að nein fyrirstaða sé meðal hinna þriggja á- byrgu flo'kka. Er þess því að vænta að alþingismenn gangi krótkalaust að verki er þing kemur saman á morgun og íslendingar verði þannig fyrstir þjóða aðilar [ að samningi þessum. Síðan verði stofnaður hcr á landi sá evrópuher sem mikil- menni vestræns heims hafa árangurslaust sveitzt við að koma saman undangengin átta ár og þannig aflétt énd- aníega þeim ugg sem þjakað hefur þjóðirnar. Verður þá gieymdur langstaöinn freð- fiskur og þránað smjör, þeg- ar varðmenn vestrænnar menningar, Hermann Jónas- son og Bjarni Beaedi.ktsson, halda um verndarriki sm, hylltir af Qttalausum þjóð- um; annar með stjórn-i;' - una reidda -í hnyúluðvm þ.'öðvum cn hinn c-ino cg Ólafur konungur Harrlcls- son endui’holdgaður, cmn mestur verndari og dýr- Hallarhliðiö opnaöist, og að venju komu ka’lararnir fyrstir, síðan varðliðið, hljóm- listarmennirnir, fílarnir og hirðliðið; og allra síðast kom burðarstóll émírsina vaggandi út um hliðið. Honum var lytt upp á dómpamnn, og sett- ist emírinn þar í hásæti sitt. Nú voru hinir dæmdu leiddir fram, og lágur kiiður fór um mannfjöldann. Ættingjar hinna dæmdu stóðu fremstir. Böoiarnir voru onnum iv«uuu' av» ui.uuuuu, tól sín. Erfiður dagur beið þeirra, það voru einir 20 menn sem biðu lííláts. Þeir voru verndaðir margfaldri röð vopnaðra varða. lingur ----—.— .. > - - )sösru nc>r lNijas gamli var fyrstur hmna dæmdu. Bööl- [ i r’cgrrio arnir héldu undir handleggi hans, gálginn ( ., . stóð til hægri, höggstokkurinn th vinstri, (I'3°da. beint .fríttnw?d$n stóð -oddhvass fleinn -upg úr . jörðinm. ■A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.