Þjóðviljinn - 16.01.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.01.1953, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. janúar 1953 — 18. árgangur — 12. tölublað Blrgðamálai'áðuneytl Tékkósl6< vakíu tilkynnti í gær að leifum auðstéttarinnar, svo sem banka- stjórum, heildsölum, verksmiðju- eigendum, forstjórum, fyrrverandi embættismönnum " og stórbændum ásamt fjölskyldum þeirra yrði ekki lengur úthlutað skömmtunar- seðlum fyrir matvælum og fatnaði og yrðu þeir héreftir að kaupa all- ar þarfir sínar á frjálsum mark- aði. TíIIaga GuSmunddr Viglússonsr: • ormna a< milli sjémanna og utvegsmanna, — nteð því a5 hraða samnmgum um íiskverSio ,..Með tilliíi til atvinnuástandsins í bænum telur bæjarstjórn brýna nauðsyn til bera að vetrarvertíð vélbátaílotans og staríræksla frystihúsanna geti haf- izt án frekari tafar. Fyrir því skorar bæjarstjórnin á ríkisstjórnina að hraða sem mest má verða samn- ingum við samtök útvegsmanna um fiskverð og stuðla jafnframt á allan hátt að lausn yfirstandandi vinnudeilu milli sjómanna og útvegsmanna". Framanskráðri tillögu fylgdi Guðmundur Vigfússon úr hlaði á bæjarstjórnarfundi í gær með því að skýra hve verulegur hluti af vetraratvinnu fjölda bæjarbúa væri bundinn við út- gerð vélbátanna og því brýn nauðsyn að þeir gætu hafið veiðar. Að vísu hefði verið kjaradeila milli sjómanna og útvegsmanna um kjörin á bát- unum, en meginorsökin til þess að sú kjaradeila væri ekki þeg- ar leyst myndi vera sú að ekki hefði enn náðst samkomulag um fiskverðið. Með tilliti til þess hve at- vinna margra bæjarbúa væri Dulles kveSst áhyggjufuilur John Foster Dulles, tilvon- andi utanríkisráðherra Eisen- howers, flutti utanríkismála- nefnd öldungadeildar Banda- úkjaþings í gær skýrslu um á- standið í utan- ríkismálum. — Evað hann nauðsynlegt að endurskoða stefnu fráfar- andi stjórnar 'á öllum sviðum. Ekki þyrfti það þó að þýða að nein gerbreyt- ing yrði gerð á henni. Dulles kvað það ískvggilegt. hve von- ir um sameiningu Vestur-Evr- ópu rénuðu stöðugt og upp- lausn ykist jafnframt í sam- félagi Marshalllandanna. Ekki var ástandið betra að hans dómi í Mið-Austuriöndum, þar sagði hann sífellda ókyrrð valda vaxandi andúð í garð Bandaríkjanna. Fotter Dulle* komin undir vélbátaútgerðinni á vetrarvertíðinni væri ekki aðeins eðlilegt heldur skylt að bæjarstjóm skoraði á ríkis- stjórnina að hraða ráðstöfun- um til þess að bátarnir færu á veiðar. Jóhann Hafstein kvað slíka tillögu óþarfa, deilan væri hjá sáttasemjara og daglega færu fram viðræður milli útgerð- armanna og frystihúsaeigenda — þar sem ríkisstjómin væri milligöngumaður. „tel skaðlaust að tillagan fari til bæjarráðs“ (!) sagði hann. íhaldið hefur ekki meiri á- huga fyrir lausn sjómannadeil- unnar en lausn annarra vinnu- deilna og samþykkti því með 8 atkv. gegn 6 að visa tillögunni til bæjarráðs. Yfirmaður brezku lögregl- unnar í Afríkunýlendunni Ken- ya skýrði frá því í gær að lög- regla og herlið hefðu smal- að skógarhéruð í norðurhluta landsins undanfarið. Hefðu hundruð manna herið handtekn- ir og sendir í fangabúðir og þrjú þúsund væru í haldi og yrðu yfirheyrðir á næstunni. Stjórnskipaðir fulltr. Afríku- manna á ráðgjafarþingi Kenya, sem eru fjórir talsins enda þótt Afríkumenn séu áttatíu sinnum fjölmennari en Evrópumenn í landinu, mótmæltu í gær þeim aðförum Breta að senda íbúa heilla þorpa og sveita i fanga- búðir og taka af þeim kvik- fénað þeirra. Frá íundi Sósíalisíafélags Fivíkur í gærkvöid: Jians «? ö SósíalistaféJag Reykjavíkur hélt fund í gærkvöíd og ræddi stækkun Þjóðviljans. Framsögu fluttu Eggert Þorbjarnarson, Björn Svanbergsson og Sig- urður Guðmundsson, en á eftir urðu almennar um- ræður og kont fram einbeiittur áhugi á stækkun blaösins. Var samþykkt einróma ályktun um málið, og verður nánar skýrt frá henni og fundinum síðar hér í blaðinu. Þinglieimup lierst I Iran Til handalögmáls iom á Ir- ansþingi í gær og var herlið kallað á vettvang til að skakka leikinn og ryðja þinghúsið. Verið var að ræða kröfu Mossa- j degh forsætis- ráðherra um alræðisvald í eitt ár enn og hafði þing- maður talað i tvo klukkur tíma á móti kröfunni er upp úr sauð. Ekki aðeins þiagmenn Mossadeq sjálfir ruku saman heldur áheyrendur á þingpöllum og blaðamenn í stúku sinni. Gluggar og húsgögn brotnuðu í átökunum en ekki fara, sögur af meiðslum á mönnum. Vazistasamsæri um vaída- íöku í Vestur-Þýzkalandi Sjö fyrrverandi íorystumenn nazista voru handteknir í Vestur-Þýzkalandi í gær fyrir aö stjórna samsæri um aö koma á nazistastjórn á ný í íandinu. Allir hinir handteknu bjuggu í Hamborg og Diisseldorf k- brezka hernámssvæðinu og voru teknir fastir að fyrirskip- un Sir Ivcu Kirkpatrics her- námsstjóra. Kvað hann brezku leyniþjónustuna hafa fylgzt með starfsemi þeirra um tíma. Handteknir voru: Naumann, sem Hitler útnefndi útbreiðslu- málaráðherra í stað Göbbels í erfðaskrá sinni og var áður einn nánasti samstarfsmaður Göbb- els, Scheel, sem Hitler útnefndi meuntamálaráðherra, Karl Schaling, útvarpsfyrirlesari á stríðsárunum, Zimmermann, sem tók þátt í stjórn fangabúða nazista, Hasselmeier, einn af fólög.um Hitlers frá bjórkjall- arauppreisninni í Miinchen, Siepen iðjuhöldur í Ruhr og Kaufmann, gauleiter eða héraðs stjóri nazista í Hamborg. Störfuðu innan hægri floklt- anna. Kirkpatric sagði blaðamönn- um í: gær, að nazistarnir hefðu ætlað að starfa innan borgara- flokkanna í Vestur-Þýzkalandi, e i AEmennar þingkosningor Kína í ár í fyrsta skipti Stjórnarnefnd Kína ákvað á fundi í Peking í gær aö al- mennar kosningar til þings skyldu fara fram í landinu á þessu ári. Mao Tse-tun^ Þetta verða fyrstu, almennu þingkosningarnar, sem fram hafa farið í sögu Kína. Stjórn- arnefndia, sem farið hefur með æðsta vald í landinu síðan borg- arastyrjöldinni lauk 1949 var kosin á ráð- .stefnu, sem sikipuð var full- trúum stjórn- málaflokka og fjöldasamtaka. Au‘k þings fyrir allt Kína verða kjörin fylkis- þing. Maó Tse- túng, forseti Kína, sagði í ræðu á fundi stjórnarnefndarinQar, að skil- yrði væru nú fyrir hendi til að láta fara fram almennar kosn- ingar. Fyrsta fimm ára áæthmin. Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, hefur skýrt frá þvi að í ár muni hefiast fyrsta fimm ára áætlunin um stórstíga át- vinnuþróun í Kína. Með bygg- ingu flóðgarða, greftri áveitu- skurða og skipulagningu full- komins dreifingarkerfis mat- Gerir bónda sinn aðimrál og tvöfaldan marskáik Elísabet Bretlandsdrottning skipaði 1 gær Filippus bónda sinn aðmírál í flotanum, mar- skálk í landhemum og marskálk í flughemum. væla hefur hættunni á hungurs- neyð, sem fylgt hefur Kína frá örófi alda, verið bægt frá. Þar með hafa skapazt forsendur fyrir s'kipulagðri framþróun at- vinnulífsins. Frjálsra lýðræðissinna og Þýzka flokksirís, sem standa að núver- andi stjórn, og Flóttamanna- flokksins, og ná þannig völdum í landinu. Þeir yrðu nú yfir- heyrðir til að ganga úr skugga um það, livort þeir hefðu með samböndum sínum utan og inn- an Vestur-Þýzkalandg stofnað öryggi hernámsliðsins í voða. Ef ákveðið yrði að höfða mál gegn þeim yrði haft um það samráð við vesturþýzku stjórn- ina. Eysteinshefnd Þegar bæjarstjórnin hafði samþykkt í gær að óska at- kvæðagreiðslu um héraðabönn flutti Þórður Björnsson tillögu um að hætta áfengisveitingum í veizlum bæjarstjórnar, það væri rökrétt afleiðing af sam- þy'kkt liinnar tillögunnar, og skyldi risnufé borgarstjóra lækka sem því næmi. Var auð- heyrt á ræðu hans að nú vildi hann hefna fyrir hve Bjarni Ben. hefur leikið Eystein grátt í áfengismálunum. Nafnakall var um tillöguna. Já sögðu: Sigurður Guðgeirs- son, Þórður Bjömss., Guðm. Vigfúss,, Einar Ögm., Ben. Grönd., Katrín Thóroddsen, Magnúa Ástmarsson, sá síðast- nefndi kvaðst segja já ,,í sparn- aðarsi'.tyni“. Nei sögðu: Svein- björn Hann., Auðnr Auðuns, Birgir Kjaran, Guðm. H. Guð- mundsson, Gunnar Thoroddsen, Jóh. Hafstein, Hallgr. Benedikts son. Er því auðséð af atkvæða- greiðslunni að íhaldið er enn fylgjandi brennivíninu gegnum þykkt og þunnt. & hvort bann skuli ríkja hér „Bæjarstjórn telur rétt að úr því verði skorið með atkvæða- greiðslu samkv. lögum nr. 26,118. febr. 1943, smbr. auglýsingu dómsmálaráðuneytisiiks 17. des. 1952, Iivort hafa skuli fram- vegis opnar áfengisútsölur í Reykjavík“. Flutningsmenn framanskráðr- ar tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær' voru Auður Auðuns, Sveinbjörn Hannesson, Sigurð- ur Guðgeirsson og Magnús Ást- marsson. Hafði Auður Auðuns framsögu og kvað fyrir flutn- ingsmönnum tillögunnar ein- ungig vaka það að atkvæða- grciðsla yrði látin fara fram. Um tþlöguna urðu ótrúlegá langar umræður. Guðmundur H. Gu&mundsson talaði einn á móti henni í fullri hreinskilni og kvaðst þeirrar skoðunar að bann myndi einungis auka drykkjuskap og allskonar vand- ræði. Sigurður Guðgeirsson and- mælti því kröftuglega og minnti á hve drykkjuskapur þvarr meðan áfengisútsalan var lok- uð í verkfallinu. Sigurður Guðgeirsson óskaði nafnakalls um tillöguna. Já sögðu: Einar Ögmundsson, Benedikt Gröndal, Ka,trín Thór- oddsen, Magnús Ástmarsson, Pétur Sigurðsson, Sig. Guð- geirsson, Sveinbjörn Hannesson, Auður Auðuns, Guðmundur Vigfússon, Gunnar Thóroddsen og Hallgrímr Benediktsson. — Nei sagði Guðmundur II. Guð- mundsson. Hjá sat Jóhann Hafstein og gerði þá grein^vrir hjásetu sinni að hann teldi h'rnðahönn mestu fásinnu, en vildi hinsveg- ar ekki standa gegn atkvæða- greiðslu um málið, og ennfrem- ur sátu hjá þeir Þórður Björns- son og Birgir Kjaran.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.