Þjóðviljinn - 16.01.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.01.1953, Blaðsíða 4
4)' — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 16. janúar 1953 jUÓOVIUINN Utgefandl: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Magnús KjartanBson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. ^ Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Máialok Ölafs Thors eru enn eitt dæmi um algert gjaldþrot þeirrar stefnu sem ríkisstjórn íslands hefur fylgt undanfarin fimm ár og þau sýna glöggt í hverjum metum þeir menn eru sem ötullegast hafa gengið erinda erlendra árásarseggja á íslandi. Svo sem kunnugt er hefur ekki skort fögur orð undanfarin ár þegar einum f jötrinum af öðrum hefur verið smeygt á íslenzku þjóðina. Marsjallsamningurinn er ein samfelld ritgerð um sam- vinr.u vestrænna lýðræðisþjóða, samhjálp þeirra til að nýta mögu- leika, sina sem bezt, fyrirgreiðslu þeirra á eðlilegum viðskiptum sín á milli, afnám þeirra á óeðlilegri samkeppni, verkaskiptingu þeirra, þannig að hver þjóð nytji þau gæði sem hún hefur yfir að ráða. Og ekki vorn ófegurri ummælin í Atlanzhafsbandalags- samningnum; þar átti að tryggja með herliði þessi ákjósanlegu vinnubrögð, og sérstaklega átti að vernda fullveldi og rett smá- þjóðanna og yfirráð beirra yfir auðlindum sínum. Væru orð þessara ramninga lesin eins og þau hljóðuðu og hinu sleppt sem hver alsjáandi maður las milli línanna, má segja að staíkkun íslenzkrar landhelgi væri bein framkvæmd á skuld- bindingum þeim sem íslendingar tókust á hendur iþegar þeir gerðust aðilar að samningunum. Það skorti helzt á að ríkisstjórn íslands gekk af einhverjum ástæðum allt of skammt; í stað þess að Iýsa yfir óskoruðum eignarrétti yfir landgrunninu öllu og fiskimiðunum umhveifis landið, lót hún sér nægja friðunarlínu, sem sumstaðar var sveigð á furðulegasta hátt til samræmis brezkum hagsmunum. En þegar til átti að taka reyndist bókstafur samninganna miklu hjómið einbert; hitt var hinn raunverulegi texti sem les- inn varð milli línanna. Þegar Islendingar hirtu brot af rétti sínum hóf hin ágæta samvinnu- og vinaþjóð, Bretar, kalda styrj- öld við íslendinga, iieituðu að ikaupa af þeim þann fisk sem brezku þjóðinn: var færður með miklum fómum á styrjaldarár- unum og hafði í hvers kyns hótunum. Og öll hin miklu viðurlög samninganna um aðgerðir gegn ofbeldisþjóð höfðu engin áhrif þeg&r brezkt auðvald átti í hlut. Það var fyllilega rökrétt að Ölafur Thors kærði þessa fram- •komu á fundum mars.iallstofnunarinnar og Atlanzhafsbandalags- ins; og ef til vill hefur hann gert sér einhverjar vonir um að þær bæru árangur ,að minnsta kosti var enginn smávegis bumbu- slát.tur í stjómarblöðunum þegar hann lagði af stað. En árang- úrinn var enginn. Af ræðu þeirri sem ráðherrann flutti i út- varp er ljóst að ráðamenn stórþjóðanna hafa sagt honum með kurteisu orðalagi að éta það sem úti frýs. Ef ríkisstjóm Islands og Ölafi Thors væri alvara, hlyti næsta ályktun þeirra að verða sú að tilkynna úrsögn Islendinga úr hinu svonefnda samvinnukerfi og Atlanzhafsbandalaginu, þar sem öll fyrirheit íþeirra stofnana við Island hefðu reynzt svik og verra en það; í sta* samvinnu hefði komið fjandskapur. Slík aðgerð myndi sýna umheiminum að Islendingum væri alvara, og stórþjóðirnar my.udu kippast við þótt rödd Islands sé ekki hávær í stórum heimi. Það eru meira að segja likur á að þá vaknaði allt í einu áhugi á réttindamáium okkar hjá fjölmennum þjóðum. E:i stjórnarherrarnir eru ekki vanir að ganga djarfmannlega til verka; þeir hafa í staðinn fengið þjálfun í þvx undanfarin ár að skríða og svíkja. Það var mjög greinilegur undasxsláttartónn í ræðu Ólafs Thórs eins og vænta mátti. Hann lagði á það mikla áherzlu að hann gerói sér nú „gleggri grein fyrir þeim örðug- leikum, sem brezka þjóðin á við að etja um lausn málsins". Það s'korti sem sé ekki skilning þrælsins á þeim örðugleikum þræla- pískaranns að reiða svipuna á loft. Og hann lýsti éinnig yfir í algcru heimildarleysi að" Islendingar myndu láta af öllum rétti sínum „að undangengnum dómi, sem þeir að sjálfsgðu munu ’úta hvort sem hann gengur þeim meira eða minna í hag“. Virðist þetta benda til þess að Ólafur Thórs hafi nú þegar gert leynisamning við brezk stjórnarvöld um að láta •Haag-dómstólinn fjalla um óvéfengjanlegt innanlandsmál Islendinga, en Bretar hafa sem kunnugt er mjög rik ítök í þeim dómi. Og víst er um það að ekki mun af veita að Islendingar fylgist af hinni mestu gát með aðgerðum stjómarinnar í þesu máli, hingað til hef- ur hún alltaf svikið étt íslands, þegar hún hefur fengið um það fyrirntæli frá erlendum yfifboðurum sínum, og það mun ekki standa á henni enn; — a. m. k. ekki að afstöðnum kosningum sem hún telur sér vilhallar. Föstudagur 16. janúar 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (5 „Hraðíerð" — Ég bið að heilsa — Nýiisí STUNDVÍS SKRIFAR: „Kæri Bæjarpóstur! — Við sem eig- um heima í Vogunum erum þeirrar sælu aðnjótandi að ferðast með ,,hraðferðinni“, eins og sú sleðaferð er kölluð sem gegnir strætisvagnaferð- um inn í Voga. Ég segi sléða- ferð, vegna þess hvað það er erfitt að mæta til vinnu á morgnana á réttum tima, meö þessari ferð. Og ein ástæðan er sú að vagninn nemur sta.ð- ar á of mörgum stoðum til að geta nefnzt þvi 'iafni að vera hraðferð. Mér virðist að hraðferðin inn i Voga eigi alls ékki að stoppa til dæmis við Sunnutorg ,af þeirri einíölciu ástæðu að þar ftoppa sex vagn ar aðrir. Og svo virðist mér alveg óþarfi að hlevtn. svo og svo mörgum farþegum inn í bílinn við Rauðaráré.ig. A.nn- að mál að hlevpa fólki þar út. Svo að endingu þetta: Ei tkþi hægt að haga því svo til að hraðferðin inn í Voga haldi áætlun ? — Stundvís. B. SKRIFAR: „I kvöld verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu á nýja leikdansinum Ég bið a’ð leikhússins sem betur tekst með framkvæmd aila. — B“. ANNAR atburður af menning- artagi gerist í kvöld er frönsk myndlistarsýning verður opn- uð í Listvinasalnum. Nefnist sýningin Frönsk nýlist, eins og greinir frá á öðrum stað í blaðinu. Mun hún lýsa að nokkru þeim stefnum sem nú ber liæst í franskri myndlist, sýna vinnubrögð málaranna, efnisval þeirra osfrv. Sjálf- sagt verða um hana skiptar skoðanir, ef menn nenna þá að hafa nokkra. I öllu falli ættu menn að virða þetta framtak Listvinasalarins. og sitja sig ekki úr færi að sjá sýninguna. Það hefði ein- hverntíma þótt fyrirsögn á Islandi að fá hingað nýjustu málverkin frá „höfuðborg heimslistarinnar“. ÆÐSTIPRESTUR GYÐINGA 'f ÉKKÓSLÖV AKÍU heilsa, eftir danska dansmeist- arann BidSted og Karl O. Run- ólfsson. Ei-u það nær eingöngu íslenzkir dansendur sem sýna •hann, og er hér sýnilega að vaxa upp ný listgrein á Is- landi. Er það vel. 1 öllum menningarlöndum heims er leikdans meöal vinsælustu og dýrustu lista. En við hér norð- ur frá höfum hingað til varla séA hánn nema í kvikmyndum. Nú er sem sagt skriður að komast á þetta mál, og mun það einkum vera að þákka frumkvæði Þjóðleikhússins. Ber að þakka það sem vel er gert í þessu efni sem öðrum, * esida ætlast þjóðin áreiðanlegá LlSt Og sáÍkÖHimil til þesg að Þjóðleikhúsið hafi Framhald ^ 8. si3u. einmitt slik frumkvæði. Svo . , ... , , , ., um), sem koma her helzt við dýrt er húsið orðið, og svo sögu, rekja skýringar sálkönn- vonir við starfsemi þess. Hvað viðvíkur þessum leikdansi, sem saminn er um eitt alfeg- veglegt er það, að við hhotum ” « » .. .. , . .. ° , . . r., , . uða a goesognum, hetjusognum að binda miklar mennxngar- ° ° og þjoðsogum, koma með dæmi þess, hvernig listaverkin vaxa úr ytri og innri reynslu lista- , v. , . , , . . manhsins samkvæmt kenningu ursta kvæði a íslenzkn tungu, .... .. T , .. , * * *. . , . , salkonnuða. Loks vikur hann þa verður ao lelast i honum » .,__.. 1 . .* » nokkuð að ahrxfum salkonnun- mikil ixst, ef við eigum að . , » , , , T..A annnar a list og tilraunum verða anægðir með hann. Við , ___,., A x° . , sættum okkur ekki við neina Ustamanna txl að færa ser þess- hversdagslega meðferð á þessu " kennxngar i nyt vxð listskop- kvæði. Því meiri ástæða verð- öllum er heimill aðgangur að til að þa'kka fiumkvæði erindi þessu. ur Um og annaS Um hvað’ ættu þeir að skrifa? Islandsklukkan framhaldssaga B ÆKXJR hafa um langa hríð haft stórkostleg áhrif heimssöguna og framvindu henn- ar. Á 19. öld voru gefiiar út margar bækur sem höfðu sann- kölluð byltingaráhrif á allan heiminn, þannig að hann varð aldrei samur eftir útkomu þeirra. Við nefnum til dæmis Kommún- istaávarpið og Uppruna tegund- anna. Um leið og vér nefnum Kommúnistaávarpið niinnumst vér þess hve margir forvigismenn sósíalismans hafa verið í einu stórvirkir .og , snjallir X'lthöfundar. Það vekur vitaskuld enga furðu þó þeir Marx og Engels létu mik- ið að sér kveða á ritvellinum. Það varð nú einu sinni þeirra hlutverk að lfiggja hinn fræðilega grundvöll sósialisma og kommún- isma. Við vitum það líka að Lenín var einn stórvirkasti rit- höfundur sem uppi hefur verið, og skyldu þó ýmsir halda að hann hefði haft í öði'u að snúast. Ekki er það víst eins kunnugt að Stalín er mikilvirkur rithöfundur, semjandi stórra verka og margra. Munu verk hans hafa verið gefin út í 16 bindum í Sovétríkjunum. Hér heima er formaður Sósial- istaflokksins einn afkastamesti rithöfundur þjóðarinnar, og myndu ritverk hans áreiðanlega fylla milli 20 og 30 bindi. J AFNAUGLJÓS verður fæð rithöfunda i hópi borgara- legra forustumanna. Ekki er til þess vitað að jafnmikilhæfur maður og Rósvelt forseti hafi skrifað neitt verk sem um munar og að kveður. Um fatakaup- manninn frá Kansas, sem nú er að standa upp úr forsetastó’i Bandaríkjanna, þarf ekki að tala. Svona mætti fara víða um lönd. Þess skal þó getið að Churchill er bæði mikilvirkur og snjall rit- höfundur. En það er gaman að virða fyrir sér ástandið hér heima. Og verður fljótt ljóst að nú á dögum forðast isienzkir rit- höfundar sjómmálaafskiþti í borgaráflokkunum. Bnginn al- þingismaður borgaraflokkaima hefur umtalsverða rithöfundar- hæfileika, og standa þó fáir aft- ar formönnunum sjálfum. Ólafur Thors, Hermann og Hanníbal ættu ekki áð snerta penna nema í neyð, og gera það raunar held- ur ekki. Hvergi er hægt að lesa eftir þessa menn skýrt og grein- argott yfirlit yfir stjórnmála skoðanir þeirra, né önnur við- horf. Endá er það alkunna bæði hér og annarsstáðar að borgara- iégir stjórnmálamenn standa ekki á mjög háu gáfnastigi. Borgara- leg pólitík miðast sem sé ekki við að stjórna málum þjóðar af dugnaði og samvizkusemi, heldur er hún refskák og bellibragðalist, þar sem höfuðatriðið er að vera nógu samvizkuliðugur, nógu ósvíf- inn, nógu kærulaus. Til þess hlut- verks eru tilvaldastir hálf- menntaðir menn, án hugsjónar og yfirsýnar — og hefur sú raun líka á orðið æðivíða. Til hvers ættu þeir þá að leggja sig fram um að bókfesta skoðanir sínar? Þeir hafa ekki öðru að lýsa en bellibrögðum og hundakúnstum. ISLANÐSKLUKKAN var í haust framhaldssaga í danska blaðinu Land og folk. Þegar við nefnum Islandsklukkuna hér heima eigum við venjulega við allt verkið. Danir áttu aðeins við fyrsta bindið, og luku sögunni þar sem Jón Hreggviðsson stend- ur fyrir dúrum úíi óg heyrir fuglinn tísta í logninu. Nú hafa lesendur blaðsins krafizt þe3S svo eindregið að fá söguna alla, að ritstjórnin hefur séð sér þann kost vænstan að láta undan og gerir það væntanlega af fús- um vilja. Nú um helgina lýkur framhaldssögunni 1 nafni .frelsis- ins, og hefst þá Hið ljósa man — og síðan Eldur í Kaupinhafn. Sýnir þetta eitt með öðru hina vaxandi hylli Laxness úti í heimi. Sérfræðingur brezka blaðsins Daily Worker í ut- anríkismálum, Sam Russel, átti fyrir nokkru viðtal í Praha við æðstaprest Gyðinga í Tékkóslóvakíu, dr. Gustav Sichl, og hrakti hann gersamlega allar frásagnir um það að eitthvað hefði orðið vart gyð- ingaofsókna í landi hans. „£g vil að það komi skýrt fram", sagði æðstipresturinn, „að engar -hömlur eru lagðar á gyðinglega trú í Tékkóslóvakíu. Það er ekki eitt einasta atriði í því sambandi sem ég hef nokkra minnstu ástæðu til að kvarta undan". ^ Gyðingar gefa út sitt eigið blað I næstum því tvo tíma ræddi ég ýtariega við dr. Sichl um stöðu Gyðinga í Tékkóslóvaldu, skrifar Sam Russel, og hann Iieldur áfram: „Dr. Sichl flýði undan of- sóknum nazista 1938 og flutt- ist til Israel, en þar dvaldist hann þar til hann kom aftur til Praha. 1947 og gerðist æðsti- prestur. Með æðstáprestinúm var foí- máður safnaðarstjómar Gyð- inga Emil Neumann, og ritari hennar, dr. Rudolf Iltis, en hann er einnig ritstjóri mál- gagns Gyðinga, Vestnlk Rady Zno. Viðtalið fór fram í hinum aldagömlu bækistöðv.um safn- aðárráðsins, rétt við hliðina á hinu 700 ára gamla samkundu- húsi, sem ég skoðaði eftir sam- tali’ð, en þá var fólk þegar tekið að safnast saman til hinnar venjulegu hvíldardags- .guðsþjónustu á föstudagskvöld- um. Ég sagði æðstaprestinum og félögum hans að ég hefði far ið fram á viðtalið vegna frá sagna þeirra um gýðingaof- sóknir í Tékkóslóvakíu sem breiddar hafa verið út af blöð um og útvarpi vesturlandá meðan málarekstur fór fram og eftir að dómur var kveðinn upp yfir Rudolf Slansky og fé- lögum hans þrettán, en af þeim voru tíu Gyðingar að ætt- emi. Einnig Gyðingar geta verið glæpa- menn Dr. Sichl benti fyrst á að þar sem enginn hinna ákærðu hefði verið meðlimur safnaðar- ins, hefði hann sem trúarleið- togi gyðingakirkjunnar ekkert samband haft við þá af emb- ættissökum. „Hvað málaferlunum viðvík- ur“, bætti hann við, „skal ég benda á það eitt, að glæpamenn geta bæði verið af gyðingaætt um og öðrum“. Ég benti honum á að blöð og útvarpsstöðvar vesturlanda hafa skýrt frá því eftir að Slansky-málaferlin hófxist, að opinberlega hefði verið hvatt til gyðingahaturs í Tékkóslóvakíu, og þvi hefði meira að segja ver- ið haldið fram að ofsóknir gegn Gyðingum hefðu átt sér stað. „Það er þvaður frá rótum“, sagði hann. „Eins og þér hafið eflaus sannfærzt um sjálfur hefur ekkert si’kt gerzt. I fyrsta sinn í sögu okkar“, hélt hann áfram, „gilda í Tékkó slóvaldu óvéfengjanleg lög, sem banna gyðingaofsóknir og flokka gyðingaofsóknir í tölu glæpa. Ef til ‘viW hefur áróðnr Hitlers skilið eftir íeifar gyð- ingahaturs í huga og hjarta ein- stakra manna, en það er einnig allt og sumt“. ^ Alqert trúírelsi Dr. Sichl lagði siðan megin . áherzlu á iþað á nýjan leik, að 'Afl er athyglisverð stað- reynd að hiöð þau og rík- isstjórnir sem undanfarið hafa verið önnum kafnar við að verja og skipuleggja kynþáttaofsóknir um allan heim, þykjast nú aUt í elnu bera sérstakan ugg í brjósti út af slíkum of- sóknum í löndum alþýð- unar, elnu iöndum í heiml þar sem kynþáttaofsókn- ir eru lögum -samkvæmt glæpur. Sömu biöð og ár- um saman hafa alið á Gýðingaandúð leynt og ljóst halda þvi nú fram að af ættstofni Gyöinga geti ekki fæðzt glæpamenn! Þessi furðulegi áróður hefur sprottlð upp í sam- bandi við Slanskýréttar- höldin í Tékkóslóvakíu og mál læknanna í Sovétríkj- unum, og hefur verið iögð á það sérstök áherzla að þarna sé um Gýðingaof- sóknlr að ræða. Af þessum ástæðum birtir Þjóðvlljinn í dag viðtal við æðstaprest Gyðinga í Praha, sem rek- ur ósannindin öfug niður í liræsnarana. En væntan- lega er samt til of mikUs mælzt að x'itvarpið og aftur- haldsblöðin láti af ósann- indum sínum; þau eru af öðrum toga spunnin en á- huga á því sem rétt er. Gyðingar njóta fulKtomins trú- frelsis í Tékkóslóvakíu. Það er allt gert sem fök eru á til þess að gera jþeim kleift að breyta samkvæmt gyðinglegum trúar- reglum og venjum. T. d. er sér- stakt sláturhús, þar' sem dýr- um er slátrað og þau tilreidd í samræmi við trúarreglur Gyð- inga, það eru til böð sem hagað er í samræmi við trúarreglurnar o. s. frv. Þegar ég sneri mér síðan til Emils Neumanns, minnti hann þegar í upphafi á þá stund, þeg- ar sovétherinn bjargaði honum og mörgum öðrum Gyðingum úr fangabúðum nazista í Theresi- enstadt. Hann benti á að fram til 1948 hefðu verið uppi tvær stefnur meðal þeirra Gyðinga sem lifðu af blóðbað nazista — Sam Russel ræðir við æðstaprest Gyðinga í Tékkóslóvakíu. en eftir það hefði Gyðingum í Praha t. d. fæk'kað úr 40.000 í 5000. ’jAr Aldrei séð eftir að hann var kyrr Önnur stefnan var uppi meðal þeirra. sem ekki vildu dveljast •áfram í landi sínu, heldur flutt- ust til ísrael. I hiaum hópnum voru þeir sem litu á Tékkóslóv- akíu sem föðurland sitt og vildu dveljast þar áfram til að taka þátt í endurreisn landsins og mótun sósíalismr.ns. „Ég var einn þeirra sem fóru hvergi“, sagði Neiimánn. „Ég hef ekki séð eftir því áður, að ég valdi þaim kost, og ég hef ekki heldur séð eftir því eftir rétt,arhöldin“. Ég spurði Neumann, hvort hann og Gyðingar sem hann umgeagist fyndu til öryggislevs- is eftir það sem gerzt hefði í málaferlunum. Emil Neumann svaraði með því að hlæja að tilhugsuninni um að hann fyndi til einhvers öryggisleysis. Föreldrar hans og foreldrar þeirra fæddust í Tó’.íkóslóvakíu, hann hafði aldr- ei orðið var við neina kúgun eða Gyðingahatur og hann yrði ekkert var váð slíkt nú. Ég spurði því næst þessa þrjá leiðtoga Gyðinga, hvað þeir hefðu að segja um þær fregnir að forustumenn Gyðingakirkj- unnar í Tékkóslóvakíu hefðu framið sjálfsmorð. Þeir bentu á að samtal okkar \ræri ljósasta sönnun þess að fregnirnar væru uppspimi. Þjáðist aí ólæknandi krabbameini Þeir sögðu mér að þeir hefðu þekkt tvo Gyðinga sem framið hefðu sjáifsmorð, skömmu áður en réttarhöidin hófust, mann að nafni Erieh Kchn sem tók gas ásamt konu sinnL Harnx hafði einu sinni verið formaður gyð- ingasafnaðarins í Praha. Hann hafði skilið eftir sig bréf, þar sem hann skýrði svo frá, að hann hefði verið að fá vitneskju um það hjá iækni sínum að hann þjáðist af ólæknandi krabbameiiii, og það hefðu þau hjónin ekki getað afborið. Æðstipresturinn bað mig síð- an að hafa sig afsakaðan, þar sem hann iþyrfti að undirbúa hvildardagsguðþjónustuna, og ég skoðaði samkunduhúsið á- samt dr. Iltis og dyraverði safnaðarhússins, kirkjugarðinn F.ramhald á 6. síðu. ingar- V En ef emírinn hirðir ekki um að vefsa þessum yfirgiæpamanni, og- lætur hann iifa, á þá að taka smáglæpamennina af? Emírinn svaraði forviða: Ef vér vildum okki lífláta yfirglæpamanninn, mundum vér heldur ekki lífláta litlu giæpamenn- ina sem hafa falið Hodsja Nasreddín. En það er eitt sem vér ekki skiljum, Hússein Húslía: Hvaða ástæður gætum ver haft til að iifláta ekki höfuðpaurinn ? Hér er aðoins um það að ræða að handtaka hann — éf það væri búið mundun: vér hálfshöggva ihann á samri stund. Hodsja Nasreddín sneri sér að fó’kinu: Heyrðuð þið orð emirsins? Herra Bukhöru sagði að ef hann veigraði sór við að taka aðalglæpamanninn af lífi, en ég skal nefna hann von bráðar, þá mundi hann éinnig hlífa þessum litlu glæpamönnum sem nú eru komnir hér. Er þetta ekki rétt, mikli herra? — Jú þetta er rétt éftir haft, svaraði etrúrirm; Það sveijum vér. En seg oss nú hver að- alglsepamaðurinn er. — Hofið þið öl! heyrt það? hrópaði Hodsja Nasreddin hátt, út yfir torgið. Emírinn hefur heitið að géfa þeim iíf. Málgögn íslenzku einokunar- klíkunnar og afturhaldsins. sem lagt hafa það sérstaklega fyrir sig að undanfömu að verja hverja einustu árás á lífskjör fólksins og taka und- ir kröfnr ofbeLdisfyllstu leið- toga stjómarflokkanna um stofnun sérstaks „þjóðvarnar- liðs“ eða íslanzks hers til þess að berja á verkamönnum í verkföllum. hafa nú fundið sér nýtt áhugaefni.' Má með fullum rétti segja að það sé í fullu samræmi við iiinræti þessara blaða og þjónslund þeirra við allt sem bar.darískt er, jaf.nt það sem bitnar á þeirra eigin þjóð og öðrum fjarlægari þjóð- um. Hið nýja áhugaefni aftur- haldsblaðanna, sem er þó í sjálfu sér gamalt og marg- tuggið, er að taka undir róg- skrif og lygaþvælu erisndra auðvaldsb'aða og útvarps- stöðva auðvaldsstórveldanna út af því að öryggisþjónusta verkalýðsrikisins í austri hef- U" haft hendur í hári nokk- urra lækna, sem gerzt hafa handbendi bandarísku heims- valdasinnanna og sannað er á að hafa beinlínis gert sig seka um morð og fyrirætlanir um þá i'ðju í enn stærri stíl. Ot af þessum fregnum hafa auðvaldsblööin íslenzku rékið upp mikið gól og hatursáróð- ur þeiira gegn Sovétríkjunum Saraia og „raerai- vinaraia í vestri sjaldan verið öllu ’trýllings- legri ef undan er skilinn tími Finnagaldursins sællar minning ar. Trú þeirri aðFerð sinni að kveða upp órökstudda sleggju- dóma uni allt þáð er gerist í ríki verkalýðsins sýkna ís- lenzku auðvaldsblöðin þá menn sem sakbornir eru og játað hafa sekt sína, en dæma hins- vegar forustumenn Sovétríkj- anna sem ofsækjendur þeirra og verstu. glæpamenn. Og vit- anlega kemur auðvaldsmál- gögnuirum héma heima ekki til hugar að „elsku vinirnir“ þeina vestra geri sig seka í því að véla borgara innan Sovétríkjanna til hryðjuverka, aðrir eins heiðursmenn og þeir eru í hverri grein, menn serfi ekki mega vamm sitt vita í neinu, eða er ekki svo? Man ég það þá ekíd Tétt. að fyrir nkömmo hafl fýlkissijórn- in í Hesscn ú Vesturþýzkaiandi neýðzf til að banna siarísemi h’ns hægri smnaða ssskiilýðs- samúands Bund DiuUseher Jugend, eftir að sannazt hafði að xh iid úr því undirbió póli- tísk morð á forvígismsnnnm sósíaldemókrata og kommán- isto í stórum stíl. Gg mnn ég það ekkj ennfremur T'tt. að í þ\rí sambandi h-ífi smnazt að þessi ofbeidisfélagsskapur hafði ekki aðeins notið ífjár- Fratr-hcld á 6. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.