Þjóðviljinn - 20.01.1953, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.01.1953, Qupperneq 5
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. janúar 1953 Þriðjudagur 20 janúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þJÓOVIUINN Útgefandl: Samelningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Rltatjórar: Magnús Xjartanason (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnúa Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Eiga Islendingar að selja erlendum Eiringum einkaleyfi til að nýia verð- mætasta crkugjafa þjóðarinnar? Eitt af því, sem nú er mjög til umræðu að tjaldabaki í herbúðum ríkisstjórnarinar er það, hvernig auðveldast og fljót- ast megi hafa peninga upp úr þeim auðlindum Islands, sem telja má grunnundirstöðu stóriðju. Er það fossaafl landsins, sem hér er um að ræða. Hefur þetta mjög greinilega ikomið fram í skrifum Tímans. S. 1. laugardag var þar forustugrein, sem heitir „Nýjar atvinnugreinir og erlent fjármagn“. Er þar slegið föstu að bæði efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálf- stæði þjóðarinnar muni í framtíðinni byggjast á því að inn á þá leið verði farið, að virkja fossaaflið til stóriðnaðarfram- leiðslu. Þá segir svo: „Það fyrsta, sem þarf að gera í þessu sambandi er að reyna að útvega nægilegt erlent fjármagn án þess að binda okkur skulldabyrði, er síðar verði okkur fjötur um fór. Gjafafé er heldur ekki æskilegt“. Ef nokkur lesandi skyldi vera í vafa um hvað átt er við jneð þessu, þ. e. útvega mikið erlent fjármagn án þess að taka 3án og án þess að þiggja gjafir, þá þarf hann ékki annað en lita í áramótagrein formanns Framsóknarflokksins 31. des. s. 1. Þar segir svo um þetta atriði: „Til þess að veita iðnaðinum ódýrt afl verðum við að nýta þann óhemju auð. sem við eigum í fossaaflinu. Við munum ekki geta fengið það mikið lánsfé sem til þess þarf, enda vafasöm leið að stofna til svo stórfelldra skulda. Hin leiðin sem Norðmenn hafa farið og þeim reynzt með afbrigðum vel, er að veita einkaleyfi til fyrirfram ákveðins tíma og kaupa- rétti að þeim tíma liðnum“. Hér er hugmyndin skýrt sett fram. íslendingar eiga að veita erlendum aðilum, sem verða myndu voldugustu auðhringir veraldar einkaleyfi til að „nýta þann óhemju auð, sem við eig- um í fossaaflinu“. Sem varnagla eigum við að visu að setja það skilyrði, að við eigum kauparétt að fyrirtækjunum að visS- um tíma liðnum. En hvemig fer ef við nú skyldum ekki hafa möguleika til að kaupa hin stóru fyrirtaéki að'þeim tíma liðn- um og myndu ekki vera mestar líkur til að svo færi? Á síðustu árum hafa íslendingar fengið sára reynslu af því, livemig það hefur reynzt að treyst á aðstoð sterkra aðilja. Þetta veit ríkisstjórnin og allir hennar stuðningsmenn. Þetta er þjóðinni smátt og smátt að verða ljóst. Þess vegna þora þeir sem þessu hafa ráðið, ekki lengur að segja að þeir vilji halda lengur áfram á þessari sömu braut. Þess vegna segir Tímian, að við megum ekki stofna til skulda, sem verði okkur síðar fjötur um fót. Þess vegna segir hann enn fremur, að gjafafé sé heldur ekki æskilegt. En þá skal þó reynt að smeygja því á lævíslegan hátt inn í huga þjóðarinnar að við eigum eina ágæta leið til að leysa úr þessum vanda. Sú leið er einföld. Svo einföld að það þarf ekkert annað en að taka nú upp alvarlegar viðræður við samstarfsþjóðir okkar að leyfa fésterkustu aðilum þeirra að hagnýta „hinar óhemju áuðlindir, sem Við eigum í fossaaflinu“, hagnýta þær eins og þeim sjálf- um þóknast, byggja eigin fyrirtæki á íslandi, vera sjálfir eig- endur með fullum ráðstöfunarrétti á þeirri framleiðslu sem íramleidd væri af íslenzkum höndum með íslenzku afli, því væntanlega mun til þess ætlazt að íslendingar fengju þó náð- arsamlegast að leggja af mörkum verkamannavinnuna, þótt erfitt muni að fullyrða hvernig efndir yrðu á slíku loforði, Væri nú lejdilegt að spyrja? Hvað qj- nýlenduaðstaða ef ekki þetta? Og hvað er líkiegra en að svo voldugt yrði það erlenda fjármálaafl, sem réttindin fær, i atvinnulífi og efnahagslífi Islendinga, að því væri leikur eiam að halda svo á málum að Islendingar hefðu enga möguleika til að gerast kaupendur að þeim fyrirtækjum, sem um væri að ræða, þegar þar að kæmi, þótt Hermann Jónasson þykist geta tekið dæmi af Norðmönn- um máli þessu til sönnunar. Á því er reginmunur að vera þjóð 150.000 einstaklinga eða milljónaþjóð, og mun þó Norðmönnum oft hafa orðið allþungt íyrir fæti í þessum málum. Svo skammur tími er liðinn síðan íslenzka þjóðin losnaði undan margra alda nýlendukúgun að hún á að vera minnug þess, hve varasöm loforð eru í efnum fcem þessum. , Velvakandi og Bakkus kóngur GLAÐVAKANDI skrifar: — Það hefur lengi verið talið mönnum til gildis, að vera konunghollir. Keyri slíkt úr hófi er eðlilegt að á því sé vakin athygli. Þessi konungholli maður, sem hér um ræðir nefnir sig „Velvakandi“ og konungurinn er Bakkus gamli. Með stutu millibili „í daglega lífi‘ sínu, kjalarmegin í miðju Morgunblaðinu ber hann fram lof sitt og tilbeiðslu til Bakkusar kóngs og hvetur aðra til eftirbreytni. Með aðstoð dansks vínkaupmanns hefur Velvakandi m. a. komizt að þeirri niðurstöðu að nú þurfi menn ekki lengur að þjást af svefnleysi, og ráðið er einfalt: Ákalla Bakkus, bergja af örlæti hans áður en farið sé að sofa. Og sjá bæn þín er heyrð! Þú sofnar undir handleiðslu hans hátign- ar! (Áfall fyrir lyfsalana!). Þið þreyttu sem þjáist í dagsins önn og striti, full af áhyggjum sem valda svefnleysi, ykkur hefur verið, í nafni hans „almættis", boðinn sætleiki svefnsins. Merkilegt að Velvakandi skuli skreyta „Daglegt líf“ sitt með myna af vínlausum borðum þar sem sýnilegt er að allt gengur rólega fyrir sig, en það er ekki í anda konungsins. í mörgu hef- ur Velvakandi að mæðast og að mörgu verður hann að hyggja í þessu dekri sínu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, sem er einstæð eða finnst ykkur ekki, að það verði þrautin þyngri að fá unga og gamla til að fella sig við settar reglur og lagaboð, en heldur þó áfram í vísindaleg- um tón, og segir, að „frá fornu fari hefur það viðgengizt að „blóta á laun“.“ Áframhaldið í hugrenningum hans þennan dag bera nú keim af „blóti á laun“ því hann vitnar í ummæli m. a. Bismarks gamla og Gladstone, er segir að áfengi „sé skömm og svívirðing.“ í sömu andrá svífur hann til ljóðs „listaskálds- ins góða“ og vitnar í ljóðlinuna: „Látum því vinir vínið andann hressa". Velvakandi er ekki í vafa um að skáldið sé á sínu máli. Ekkert skal fullyrt um hugrenningar, Jónasar Hall- grímssonar er kvæði þetta varð til, en það virðist liggja í loftinu, og ef til vill hefur Vel- vakandi hins „daglega lifs“ orð- ið þess var á löngum vökum og bænum, að ekki sé ólíklegt að „listaskáldið11 hafi skipt um skoðun og svar hans við áköllun Velvakanda í dag yrði á þessa leið: „Það á enginn að bragða áfengi, það getur verið ban- vænt.“ Glaðvakandi." Þjóðleikhúsið: Leikdansar EilIKS BIDSTED Sviðsmynd úr leikdans- inum „Ég bið að heilsa“. UnDANFARIÐ hefur farið fram mikil rannsókn á starf- semi og tilraunum fimmtuher- deilda í alþýðuríkjunum utan járntjalds og ýmislegt sögu- legt komið fram í dagsljósið. Hafa rippljóstranimar vakið mikla athygli heimafyrir að vonum, en þó hefur þeim ekki síður verið hampað í vestræn- um löndum. Hafa afturhalds- blöð og útvarpsstöðvar hafið feiknarlega áróðursherferð, lýst sakborningunum sem tandur- hreinum englum, búið til hug- vitssamlegustu sögur um hvat- ir ráðamannanna og beitt öllu því ofsalegasta orðbragði sem tiltækt er. Eru vonir auðsjáan- lega taldar standa til þess að takast megi að rugla allmarga. í ríminu. • Þetta hefur verið reynt einu sinni fyrr með dágóðum ár- angri, en skyldi ekki vera dá- lítið hæþið að vega á ný í sama knérunn eftir þá reynslu sem áður er fengin? Árin 1937 og 1938 fór fram mjög víðtæk réttarrannsókn á starfseml fimmtuherdeilda í Sovétríkjun- um. Varð af því tilefni feiki- legur úlfaþytur í vestrænum blöðum, og má raunar segja að blaðagreinarnar nú séu uppprentanir síðan þá, sömu staðhæfingarnar og getsakirn- ar, sömu fúkyrðin. Þessi mikli áróður hafði talsverð áhrif um skeið, en senn 'kom þó að því að allur heimurinn skyldi að hann hafði verið blekktur af áróðursflóðinu og réttarhöldin í Moskvu fengu nýtt gildi. rískur Seyss-Inquart, enginn tékkóslóvaldskur Henlein, eng- inn slóvakiskur Tiso, enginn belgískur Degrelle, enginn norskur Quisling, enginn dansk ur Fritz Clausen, enginn franskur Petain“. En ástæðan til þess að engin fimmta her- «lj»r deild fannst í Sové.tríkjunum vgr &ú „að á árunum 1937 og 1938 urðu hin miklu „hrein- gerningarmálaferli“ í Rúss- landi. Þau komu eins og skriða, hvert á fætur öðrum, og heim- urinn starði á þau í nndrandi skelfingu og, að því er virtist hjartgröinni meðaumkun með gömlum og heiðarlegum bolsc- vikum, en sá ekki annað í þeim en hamslausa persónulega inn- byrðis valdabaráttu milli Stal- íns og gamalla og nýrra and- stæðinga hans. Það er hægra að átta sig á öllum þessum málum nú eftir á, þegar kunn- ugt er orðið um fimmtuher- deildarstarf nazista í ýmsum löndum, játningar sakborning- anna sem mjög voru tortryggð- ar víða um heim, hafa fengið nýja merkingu s"ðan“. Og enn sagði séra Sigurður: „En hitt er staðreynd sem nú er orðin deginum ljósari að það var eng- in fimmta herdeild til í Rúss- landi 1941, þegar innrásarher- inn þurfti á henni að halda. Hún hvarf í hreingerningun- um“. Þannig er sú reynsla sem fengin er af staðhæfingum afturhaldsblaðanna á þessu sviði og staðreyndunum. Það dylst ekki neinum að Banda- ríkin hafa lagt á það megin- áherzlu undanfarin ár að stunda fimmtuherdeildarstörf í ríkjum alþýðunnar og meira að segja hafa verið veitt til þeirra starfa 100 millj. dollara opin- skátt á fjárlögum Bandaríkj- anna. Það situr sízt á þeim sem slík verk skipuleggja að þykjast undrast að þau beri einhvern árangur. Hitt er skilj- anlegt að uppljóstranimar nú veki sömu heift þeirra og mála- ferlin í Mosikvu 1937 og 1938. j líggur leiðin \ Það var í haust að ballett- meistarinn danski Erik Bidsted var ráðinn til Þjóðleikhússins ásamt konu sinni dansmeynni Lise Kæregaard, og hafa bæði tekið nokkurn þátt í leiksýning- um; þau hjón eru miklir kunn- áttumenn í sinni grein, og hafa getið sér orðstír yíða um lönd. Það hefur orðið aðalstarf þeirra hér á landi að halda uppi kennslu í listdansi, en auk þess hefur Erik Bidsted samið leik- dans að beiðni þjóðleikhús- stjóra, „Ég bið að heilsa“, og er efnið sótt í Ijóð Jónasar Hallgrímssonar. Árangur þessa margþætta starfs birtist á sviði leikhússins um þessar mundir, og í fyrsta sinn á föstudags- kvöldið var. Sýningin er í þremui' liðum og vekur leikdansinn nýi að vonum mesta eftirvæntingu og athygli, en tónlistina hefur Karl O. Runólfsson samið og byggt að nokkru leyti á alkunnu og ástsælu lagi Inga T. Lárusson- ar. Leikdans þessi er í stytzta lagi og getur ekki kall- azt tilkomumikið verk, enda virðist lhin fræga kliðhenda listaskáldsins góða ekki vel til þess fallin að semja við heilan leikdans, en önnur verkefni nærtækari: í ýmsum kvæðum íslenzkum, æfintýrum og þjóð- sögum er gnótt af hæfilegu dramatísku efni, og bíður kom- andi daga. En þýtt og viðfeldið er yerk Eriks Bidsted, samið af smekkvísi og hugkvæmni og öruggum skilningi á hinu und- ursamlega ljóði. Og fallega fóru þau hjónin með aðalhlutverkin, en Erik Bidsted var þröstur- inn og Lise Kæregaard engill- inn með húfu og rauðan skúf; af öðru dansfólki kvað mest að vorvindunum, Sigríði Ármann, hinni kunnu dansmey og Ieik- dansahöfundi, Guðnýju Péturs- dóttur og Irmy Toft. Baldur Hólmgeirsson var þokkalegur í gerfi skáldsins, en varla nógu sannfærandi; kyæðið sjálft mælti Æyar Kvaran fram að tjaldabaki. Sá flutningur tókst ekki vel, og er raunar óþarfur með öllu, lag Inga T. Lárusson- ar nægir eitt til að minna á orð og efni ljóðsins. Lárus Ing- ólfsson teiknaði fallega bún- inga, og eru þjóðbúningar hans einkum verðir athygli. En með fullkomnari notkun ljósa og tjalda hefði mátt skapa sterk- ari og sannari hugblæ á svið- inu; leiktjald Magnúsar Páls- sonar er að vísu gott verk í sjálfu sér, en sýnir aðeins strönd og hlíðar og bát á fiski- miði, sjálfur dalurinn, heim- kynni gtúlkimnar og hennar fólks, sést hvergi. Þá sýndu Erik Bidsted og Lise Kæregaard örstutt en marg frægt atriði úr sígildum leik- dansi, Grand Pas de Deux úr lokaþætti „Þyrnirósu", hinu fræga og stórbrotna verki er Pepita samdi forðum við tóna Tschaikovskys. Glæsileiki og þróttur einkenndu dans hinna erlendu listamanna og er næg sönnun um kunnáttu þeirra og snitli. Einni spurningu hlaut ó- hjákvæmilega að skjóta upp í huga manns: Hvenær kemur sú tíð að hægt verður að, sýna „Þyrnirósu“ hér á landi? Síðast skal aðeins getið þess þáttar sem fyrstur var á leik- skránni, en það var sýning nemenda þeirra er notið hafa kennslu Eriks Bidsted undan- farna mánuði og numið af hon- um undirstöðuatriði eða staf- róf listdansins. Stór hópur bama og ungra kvenna sýndu æfingar á slá og gólfi og var frammistaðan ærið misjöfn sem nærri má geta; hitt þarf ekki að efa að við eigmn „mörg efnileg og ung listdansaraefni hér á íslandi", eins og dans- meistarinn kemst að orði í leikskránni, og geta má þess að dans tveggja bama, Helga Tómassonar oð Guðnýjar Frið- steinsdóttur, vakti óskipta gleði. Nemendasýning þessi yrði reyndar miklu skemmtilegri ef kennarinn stæði sjálfur á svið- inu og skýrði hin ýmsu spor og æfingar, heiti þeirra og hlut- verk fyrir leikhúsgestum, slík kennslustund væri okkur fávís- um áhorfendum bæði gagnleg og kærkomin. Að sýningu lokinni ætlaði lófatakinu aldrei að linna og Framhald á 7. síðu. SKALKURINN FRA BUKHARÁ in Sem dæmi um þessi umskipti má taka ummæli séra Sigurð- ar Einarssonar. 1942 skrifaði hann grein í tímaritið Helga- fell undir fyrirsögninni: „Verð- ur Rússland sigrað?“ í upp- hafi greinarinn ar skrifaði hann: „I þessari styrjöld ge.ur allt skeð, — nema eitt“. Og „þetta eina sem ekki skeður er það að Rúss- land verði sigrað“. Og hver var svo ástæðan til þessarar sig- urvissu Sovétríkjanna að dómi séra- Sigurðar Einarssonar ? „Það hefur komið á daginn að í Rússlandi er enginn austur- 304. dag-ur Þeir gripu Hodsja Nasreddín og bundu hendur hans. Hann veitti enga mótspyrnu, en hrópaði: Emírinn hefur iofað að náða þá dæmdu. Þið hafið heyrt það! Fólkið byrjaði að malda í móinn, og æsing- in fór vaxandi; verðirnir urðu að hafa sig alla Við. Fólkið hrópaði hærra og . hærra: Emírinn lofaði að náða þá. dæmdu. Baktíar fór að verða skefldur yfir öllu þessu uppnámi, og sagði því við emírinn: Herra, láttu þá fara, annars verður uppþot. — Og emírinn fylgdi ráðum hans. Er hinum sextiu föngum, sem átti að taka af lífi, hafði verið sleppt, hurfu þeir á samri stundú í mannþyrpinguna. En Hodsja Nasredd.in var .fanginn. Guðmundur Pálsson, kennari Minningaiorð Fyrir nokkrum árum kynnt- ist ég Guðmundi Pálssyni á þingí austfirzkra kennara á Seyðisfirði. Hann vakti þegar athygli mína, drengilegur, svip- hreinn og tillögugóður. Síðan h'ef ég jafnan fagnað því þeg- ar fundum okkar hefur borið saman. Þegar ég nú sit við hljóð- nemann og hlusta á útför hans, þá rifjast upp góðar stundir á heimili hans og konu hans, Ásdísar Steinþórsdóttur. Þær stundir gleymast ekki. Það var gott að vera gestur á heimili ungu hjónanna og ræða sam- eiginleg áhugamál. Réttsýr.i, sanngirni og heiðríkja andans réði þar ríkjum. Viðmót þeirra var heillandi og hlýtt. Áhugi Guðmundar á félagsmálum var einlægur, sprottinn af trú á sigur þess góða, nærður af ást til alls, sem lifir. Hann átti einaig þann hæfileika í ríkum mæli, að vekja aðra til hugs- unar og glæða þann innri eld, sem gerir mennina að „mönn- um“. Guðmundur Pálsson var þeim 'kostum búinn, sem góðan kenn- ara prýða, hugkvæmur, glaður, skapstilltur og vinsæll. Ég veit líka, að fögur eftirmæli á hann í hug og hjarta nemenda sinna. Guðmundur Pálsson var ís- lenzkri kennarastétt til sóma. Starfsbræður hans harma nú góðan dreng og félaga, en minning hans lifir og veitir þeim mest, sem þekktu hann bezt. Það er allt of oft háttur okkar mannanna, að viður- kenna góða samfylgd fyrst að leiðarlo'kum, en Guðmundur var sá gæfumaður, að hann átti, þégar ungur að árum, viður- kenningu þeirra, sem þekktu hann og með honum unnu. Ekki veit ég, hvort-Cruðmund- ur hefur lengi gengið líkamlega vanheill til s'kógar. Honum var efcki tamt að fjölyrða um eigin hag. Þannig eru oft þeir menn gerðir, sem eiga andlegt þrek og víðan sjónhring. Ég votta ekkju Guðmundar og öllum ástvinum hans dýpstu hluttekningu og bið þá að veita móttöku þökk mioni ti lhins látna vinar fyrir viðmót hans og vinarþel. Leiðin til fegurra lífs og meira siðgæðis er einum áfanga styttri fyrir störf þeirra manna, sem beita góðum hæfi- leikum af trúmennsku og drengskap. Þeir láta eftir sig þann arf, sem ekki glatast. Slík ir menn lifa þótt þeir deyi. Minninguna um Guðmund Pálsson geymi ég í iþeim sjóði, sem gott er að eiga og ekki verður frá manni tekinn. Skúli Þorsteinsson Hafnarverkamaðui skrifar: Aðvörun til AB-manna Mikið er nú brosað á vinnu- stöðum Dagsbrúnarmanna að tilburðum AB-blaðsins. Á skömmum tíma hefur blaðið birt tvær langlokur, sem ekkert hafa haft inni að halda annað en órökstutt níð um Dagsbrún og stjórn hennar. I fyrra s'kipt- ið var Vaffsi greyið að verki en bar auðnulítinn ungkrata fyrir óþverranum. Vildi Vaffsi sýnilega ekki einn bera ábýrgð á framleiðslunni og tók því þann kostinn að birta slúður sitt í formi viðtals við ung- kratann. Ekki gat þó Vaffsi á sér setið og gerði í lok „við- talsins" óspart gys að fórn- arlambi sínu, sem hann kvað hafa stikað víglega um gólf stofunnar meðan þeir ræddust við! S. 1. föstudag birtir svo AB enn langloku um Dagsbrún. Höfundurinn er Albert Ims- land. Er grein hans gamalt nöldur hans af Dagsbrúnar- fundum og marghrakin ó- sannindi sem enginn kunnug- ur tekur minnsta mar’k á. Sem dæmi um þetta má nefna að Albert fullyrðir í grein sir.ni að færeyskir sjó- menn landi hér oft fiskúrgaagi sjálfir og gangi þannig inn á starfssvið Dagsbrúnar. Sögu þessa kom Albert með á Dags- brúnarfundi í vetur en gat e>ki rökstutt hana með nokkru dæmi þegar á hana var gengið og varð sér því til minnkunar frammi fyrir öllum fundai'- mönnum. Annað dæmi um málflutning Alberts þessa er að núverandí forusta Dagsbrúnar eigi svo til engan þátt í því samningsá- kvæði félagsins að verkamenn skuli fá greidda 7 daga í slysa- tilfellum. „Einn dagur, sá sjö- undi, eru öll afrak núverandi stjórnarforustu í þessu efni“ segir þetta sannleiksvitni AB- blaðsins. Sannleikurinn er hinsvegar sá að ákvæðið um greiðslur í slysatilfellum fékkst fyrst í samninga í stjómartíð eining- armanna í Dagsbrún. Þetta vit- um við verkamenn vel og því alveg þýðingarlaust fyrir Al- bert eða aðra að reyna að telja okkur trú um anaað. Ég ætla ekki að ræða við þennan útsendara kratabrodd- anna og atvinnurekenda um hverjir "höfðu forustu um kjarabætur verkalýðnum til handa 1951 og aftur nú. Við verkamenn vitum fullvel að það voru einingarmenn og þá ekki sízt forvígismenn Dagsbrúaar. Húsbændur Alberts höfðu í báðum tilfellunum öðrum og ó- líkum hlutverkum að gegna og frammistöðu þpirra mun seint verða gle>Tnt af verkámönnum. Ég ráðlegg AB-mönnum að fara varlegar eftirleiðis í mál- flutning af þessu tagi. Við verkamenn erum kunnugri mál- unum en þeir halda cg k'.roum sæmilega að greina á milli þess sem rétt er og rangt. Og þeir eru áreiðanlega færri nú ,en nokkru sinni fyrr Dagsbrúnar- mennirnir sem óska eftir byí að kalla að nýju yfir íélag sitt svipaða niðurlægingu og ríkjandi var í málefnum þess þegar við verkamean tók’'ai' til Framh. á 6. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.