Þjóðviljinn - 28.01.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.01.1953, Blaðsíða 6
3) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. janúar 1953 Enn úr hú&mmðrakrik- myndinni Við birtum á laugardaginn tvœr myndir úr fræðslukvikmynd, sem dans’kir kaupmenn hafa látið gera fyrir húsmæður, Hér ,;oma aðrar tvær. Á þessari vnd er sýnt áhald til að sneiða niður appelsínu- og sítrónubörk í aldinmauk. Sneiðarnar verða jafnari en þegar þær | eru skornar með hnif og verkið fljót- unnið. Gott ráð. Það er auð- veldara að ; klippa steins- ý eljuna en hakka hana niður. Steins- eljugrasið er sett í vatns- glas og síðan klippt, meðan glasinu er smi ið í hring. Á fjórSa þúsund manns híSa effir sima Þegar simi.yar orðinp svo al- nennur hér á árunum fyrir etríð að heita mátti að hann æri í hverju húsi, þá voru það ist margir sem veltu fyrir sér yeirri spuraingu, hveraig fólk 'ór að áður en síminn var 'undinn upp. Síminn var fyrir lesturn ljósasta dæmið um það, Bæjarpósturimi Framhald af 4. síðu. þó enginn skyldi treysta, því að í suðvestri er svartur bakki sem boðar nýtt lcveisu- kast — karl er í vafa. MÁRGT GETUR klofnað. Nú hafa jazzunnendur skipzt í tvo andstæða hópa undir nafninu Flamingó og Jazz- klúbbur íslands. Ekki er Bæjarpóstinum kunnugt um hvað ágreiningnum veldur, hvort menn skiptast í dixie- land-sinna eða bí-bob-sinna, en líklegt er að ágreiningur- imi sé að einhverju leyti per- sónulegur. Haft er fyrir satt, að Flamingó-blásarar blási elcki hjá Jazzklúbbnum og öfugt. * STJÖRNUBÍÓ sýnir óvenju geðþgkka mynd, Anna Lu- casta, amer. Efni hennar rist- ;ir að vísu ekki mjög djúpt, en skírskotar þó til þess maxm- Jega, og heldur athyglinni. :Sérlega skemmtilegur er leik- : ur þeirra Broderiek Craw- fords, Oscar Hamoltka og Paulette Goddards auk nokk- iurra ágætra aukahlutverka. : Myndin er langt fyrir ofan það sem við eigum að venjast 1 hversdagslega, en ber all mik- inn fceim af leiksviði enda gerð eftir leikriti. hversu mjög nútímatækni liafði auðveldað iíf manna. Síðan hefur margt gerzt. Tækninni hefur enn fleygt áfram, þó munu þeir aldrei hafa verið fleiri, sem vita vel af eigin reynslu livernig það er að hafa ekki síma. ' Nú munu liggja listar á skrif- stofu bæjarsímans í Reykjavík með nöfnum 'á fjórða þúsund marins, sem sótt liafa .um síma og bíða eftir að þeim verði út- hlutað númeri. Allt bendir til þess að þeir muni fá að blða lengi. Svona hefur það verió árum saman, og litlar horfur á að batni á næstunni. Þúsund- ir númera hafa. bætzt við bæj- arsímann ,en allt hefur komið fyrir ekki, bæiinn hefur vaxið svo ört, að hver viðbót hefur verið sem dropi I hafið. Hafi verið erfitt að vefa simalaus áöur fyrr, þá er það margfalt erfiðara nú, eftir að fjarlægðir innanbæjar bafa margfaldazt á við það sem áö- ar var. Það er ekkert smáræðis óhagræði fyrir það fólk sem býr í úthverí'unum að hafa ekki síma, það vita þeir sem þannig eru staddir af eigin reynslu og þeir sem lieppnari hafa verið, munu eiga auðvelt með að setja sig í spor þeirra. Óhagræðið er skiljanlega mest fyrir það fólk sem býr í útbverfunum. Að því liefur áður verið vikið hér í blaðinu, að jiað mundi bæta mikið úr skák, ef settir yrðu upp ai- menningssímar sem víðast í bænum, en þ,ó helzt í úthve.rí'- unum. Bezt væri náttúrlpga aó allir þeir sem telja sig hafa nauðsyn fyrir og ráð á síma gætu fengið hann ,og er það sjálfsögð og eðlilag krafa, sem síjórnarvöldin ættu ekki að geta gkorizt undan. Bafmagnstakmörkunin IU. 10.45-13,80 Austurbaarinn og Norðurmýri. milli Snorrabrautar og Aðalstræt- ís, Tjarnargötu og Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunn- an. Hafnarfjöiður og nágrenni. — Reykjanes. • Eftir hádegl (kl. 18,15-19,15) Nágrenni Reykjavikur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur , að Hliðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthóisvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangáivallasýslur. YFIRLÝSIN6 Vegna greinar, sem birtist í dagblaðinu „Tíminn' hinn 25. þ. m. um framlag ríkisins vegna prestskosninga, er fram fóru í Reykjavíkurprófastsdæmi 12. okt. s.l., þar sem talið er, að enginn hafi viljað vinna í kjördeildum, né annað við iramkvæmd kosn- inganna, nema fyrir fullt kaup, vilja safnaðarnefndir viðkomandi sókna gefa eftirfarandi yfirlýs- ingu:_ 1. Ástæðan til þess að safnaðar- nefndir fóru þess á leit við biskup landsins, að hann beitti sér fyrir því. að varið væri úr ríkissjóði allt að fimmtán þúsund krónum, til þess að taka þátt í kostnaði við nefndar kosningar var sú, að þessar nýju sóknir, eru gjörsam- lega eignalausar og fá engan eyri af sóknargjöldum, fyrr en allt að einu ári frá stofnun sóknanna. Þetta þyrfti ef til vill, nánari skýringar, en til þess er ekki rúrn hér. 2. Enginn kjördeildarmaður, eða þeir sem stóðu fyrir kosning- unum hafa fengið einn einasta eyri fyrir störf sín, hvað þá, að þeir hafi fengið fullt kaup, eins og segir í nefndri blaðag'rein, enda munu þeir sjálfir geta um þetta borið. 3. Aliir kunnugir vita, að kosn- ingar eru mjög dýrar í fram- kvæmd hér í Reykjavík, er átt.a til niu þúsund manns ganga til kosninga, svo sem við samningu lcjörskrár, auglýsingar o. fl., þó að ekki sé greitt fyrir þau störf, sem um getur í nefndri grein. enda mun þessi fjárveiting naumast fyrir þessum óhjákvæmilega kostnaði.' Reykjavík 26. janúár 1953 Safnaöarnefndimar. II M. keppnin Framhald af 3. síðu. Lið Sviss er raunverulega hreinir atvinnumenn. Ítalía sendir lið blandað áhugamönnum og um Portúgal er svipað að segja, menn fá þóknun fyrir leiki, þó að þeir fái ekld það mikið fyrir leiki, að þeir geti lifað á því, Haiti, Svíar og Finnar ganga skemmra í greiðslum. Danmörk, Hollancl og Noregur eru ekki með í þessum leik, enda slundum kölluð 3 síðustu áhuga- mannalönd knattspyrnunnar. Svo koma Ungver.jar og Júgó- slavar (ef þeir þá keppa), en þar eru menn sem geta , ef þeim sýn- ist svo, æft þegai< þá lystir, án þess að fá sérstalca greiðslu fyrir leiki. Á þessu sést að hér eigast at-: vinnumenn við. En maður spyr: hvenær kemst á H.M. hreinna áhugamanna? Keppni þessi verður leikin í tveim köflum. Næsta sumar verð- ur keppt um það, hverjir komist í úrslit í þann hóp sem keppir til úrslita, en ekki er ráðið hvernig þvi verður háttað. NEVIL SHUTE: V____;_____________y 24. Hljóðpípusmiðurinn verður erfitt monsieur. Þér skiljið — herinn hefur tekið alia bíla. Það er hægara að ferðast meö lest“. Hann hristi höfuðið. „Eg vil heldur fara í bíl“. Hún virti hann fyrir sér stundarkorn. ,,Er monsieur að fara ekki á morgun heldur hinn?“ ,,Já, ef litla stúlkan er orðin nógu hress til að ferðast". Hún sagði vandræðaleg: ,,Mér þykir það mjög leitt, en monsieur er tilneyddur að fara þá í síðasta lagi. Ef telpan er ennþá lasin, þá skulum við reyna að fá herbergi fyrir mon- sieur einhvers staðar annars staðar. En okkur hefur verið tilkynnt, að á morgim muni aðalskrifstofur járnbrautanna verða fluttar frá París og hingað“. Hann starði á hana. „Ætla þeir að flytja skrifstofurnar frá París?“ Hún hristi höfuðið. „Ég veit ekki annað en þetta, monsieur. Allir gestir okkar verða að fara“. Hann þagði andartak. Siðan sagði hann: „Flvað sögðuð þér að bifreiðastöðin héti?“ „Citroen hifreiðastöðin, monsieur. Ég skal liringja þangað fyrir yður, ef þér viljið, monsieur". „Þakka yður fyrir“, sagði hann. Hún fór inn i símalclefann; hann heið við skrifborðið kvíð- inn og áhyggjufullur. Honum fannst sem eitthvert óheilla- net væri að þrengjast að honum og neyða hann til að fara þangað sem hann var ófús að fara. Bíllinn til St. Malo var hnífurinn sem skar á þetta net og opnaði houum leið út iií erfiðleikunum. Gegnum glerið í simaklefanum sá hann stú 1: - una tala; hann beið óþreyjufu’lur. Brátt kom hún til baka. „Það er ómögulegt", sagði hún. „Það er ekki til neinn bíll í slíkt ferðalag. Mér hykir það leitt — monsieur Duval forstjóra bifreiðastöðvarinnar þykir það einnig leitt — en monsieur verður að fara með lest". Hann sagði með hægð: „Eitthvað hlýtur að vera hægt að gera. Einhver taíll hlýtur að veva tiTt Hún yppti öxlum. „Monsieur gæti farið og talað við r.ion- sieur Duval á stöðinni. Ef einhver í Dijon getur útvegað vagn í slíka ferð, þá er það hann. Hún sagði honum til vegar; tíu minútum síðar var hann staddur á skrifstofu Fraklcans. Stöðvareigandinn var vissi í sinni sök. „Jú, híl“, sagði liann. „Það er hægur vandi, mon - sieui’, bílinn gæti óg íundið. En benzín, — herinn hefur feng- ið hvern einasta dropa af benzíni. Aðeins með því að brjóta lögin get ég útvegað hetizín á bílinn — skiljið þér? Og svo eru það vegirnir. Það er ógeraingur að lcomast eftir bílveg- unum til Parísar, ógerningur, monsieur". „Og síðast en elcki sízt“, sagði hann, „gæti ég hvergt fundið mann sem vildi alca bílnum. Þjóðverjarnir eru komn- ir yfir Signu, monsieur; þeir eru komnir yfir Mame. Hver veit hvar þeir verða daginn eftir morgundaginn ?“ Gamii maðurinn þagði. Frakkinn sagði: „Ef monsieur vill íkomast til Englands, þá ætti liann að fara með lest og fara sem fyrst“. Howard iþa'kkaði honum fyrir og fór aftur út á götuna. Það var farið að skyggja; hann gekk eftir gangstéttinni í þungum þönkum. Hann nam staðar hjá veitingahúsi, fór inn og bað um glas a.f Pemocl og vatni. Hann tólc glasið og settist við borð úti í homi, sat þar stundarkorn og horfði á skrautlegar visnauglýsingamai' á veggjunum. Horfurnar voru mjög ískyggilegar. Ef liann færi núna, þegar í stað, gat verið að hann kæmist frá St. Malo til Eng- lands; ef hann hiði í þrjátíu og sex lclukkustundir þá gæti verið að þýzka flóðbylgjan hcfði skollið yfir St. Malo eins og Caiais og' Boulogne. Þeim virtist miða ótrúlega fljótt áfram. Það hlaut að verða hægt að stöðva þá, áður en þeir íkæmust til Parísar? Það var óhugsandi að París félli? Honum leizt ekki á flutninga jámhrautarskrifstofaíma frá París. Það virtist ekki vita á gott. Hann gæti farið iheim á gistihúsið. Hann gæti klætt bæði börnin, greitt reikning sinn og i'arið með þau niður á járn- brautarstöð. Ronna yrði elckert um það. Og Siieila — já, Sheila átti ikápu. Ef til vill gæti hann lcomizt yfir sjal til að sveipa um hana. Að vísu var komið kvöld og samgöng- ur voru óreglulegar; ef til vill þyrftu þau að bíða tímum saman á pallinum, — bíða eftir lest sem aldrei kæmi. En hann væri þó að gera tilraun til að koma börnunum til Engþinds cins og hann hafði lofað Cavanagh. En ef Sheilu versnaði? Ef henni yvði kalt og hún fengi lungnabólgu ? Það gæti hann aldrei fyrirgefið sjálfum sér. Börnin voru í umsjá hans; hann rækti ekki skyldu sína ef hann væri að flækjast með þau niður á brautarstöð að næturlagi til þess

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.