Þjóðviljinn - 01.02.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1953, Blaðsíða 3
Súnnudagur 1. febrúai* í195& — ÞJÓÐVILJINN — (3' -7- • , ia fc. . "fl V Fyrsti bókaílokkur Mals og menningar — 6. bók Undir Skuggabjörgmn I KJÖRBÖKAFLOKKI Máls og menningar í hausl voru níu bækur eftir jafnmarga höf- unda: sex innlenda, þrjá er- lenda. Þeir útlendu eru allir heimsfrægir, fimm heimamenn- irnir þjóðkunnir. Sá sjötti, Kristján Bender, varð fyrst kunnur með þessari bók sinni. Hún heitir Undir Skuggabjörg- um, flytur tíu smásögur — og felst í þeim spásögn um meiri frægð höfundi. Bókin dregur nafn af fyrstu sögunni. Hún fjallar um brigð ástarinnar. Það er í henni nota- ]eg kimni íbland, góðar athug- anir á sálum, um hana leikur nokkuð sterkt andrúmsloft. Hinsvegar fæ ég ekki séð að áifaævintýrið í lokin dýpki nokkuð sýn vora á ofangreinda brigð, þannig að bygging sög- unnar verður í höfuðatriðum misheppnuð. Næst kemur smáþáttur eða svipmynd af því hvernig hund- ur er virtur ofar manni, á vissum stigum þjóðfélagsins — mjög sterk mynd og skáldleg. Sagan Þvílík æska lýsir ann- arsvegar verzlunarmönnum í gömlum stíl, íhaidssömum og 'búralegum; hinsvegar æsku- manni vöxnum upp í strfðinu, óhræddum við heiminn og fram- takið. Það eru ýms góð atriði í sögunni, ádeila og fyndni til beggja handa. E3n eldri menn- imir eru of þunnir, viðskipti -þeirra við sendilinn öll of ótrú- leg; og mun þetta vera fá- nýtasta saga bókarinnar. Því miður er ég ófær um fuilan dóm yfir Konu Pótífars, þvi ég kann ekki þá frá- sögn sem hún stýðst við. En mikill sálfræðilegur sannleikur er í sögunni, þó Pótífar sé kannski nokkuð vesæll: hvaða kona firrist ekki siíkan mann? En sérstaklega tekst höfundi í þessari sögu að skapa sterkt andrúmsloft, og fyrir það verð ur henni ekki auðgleymt. Dekurbarn er langlengsta eagan; segir frá syni af „góðu fóiki“ sem hefur næga peninga til áð kaupa hann gegnum alla skóla, heitir honum bíl ef hann standi sig veT, o. s. frv. En draumar hans og foreldranna ganga á misvíxl, því æðsta ósk drengsins er að verða hlaupari — þó foreldramir ráði. Að lok- um skapar hann sér sjálfur tækifæri, og er það mikið frum- legur skáidskapur. Má vera að höfundi láti ekki miður að rita lengri sögur en skemmri. Rauður litur er fagurt ástar- ævintýri. Það kemur þó einni blaðsíðu of snemma í ljós að hér er að verki fuglaást. Enn- fremur átti ekki að skáletra seinustu setninguna, því það á að koma fram á eins eðlilegan og látlausan hátt og unnt er að 'hér sé um ást í fuglheimum að ræða. Spóafótur er mjög góð sálar- Jífslýsing, og einna bezt bygg'ð og sögum bókarinnar; saman þjöppuð órofa heild. Silfurpeningurinn er skemmti legt og fjörugt ævintýr um peninga, í einu ánægjuJeg lesn- ing og markvís' ádeila. Það væri gaman að geta lesið hana upp á árshátíð Peningamanna- félagsins. Næstsíðasta sagan, Blómið eilífa, virðist helzt vera sókn- arræða fyrir nýtízkulist, enn- fremur háð um listrýnendur og sleggjudómara. En ef til vill lýsir hún líka þýðingu listarinn- ar fyrir mannlífið, túlkað í blóm inu eilífa: Gyðingnum gang- andi. Hváð sem öðru líður er sagan að ýmsu athyglisverð. Satt að segja er ég ekki al- veg viss um síðustu söguna. Nema það er yfir henni sterk- ur blær, í baksýn hennar spegl- ast þung og framandleg örlög. Frásagnaraðferðin er líka prýði- leg, en óijóst hve mikið skáld- skapargildi það hefur áð láta kvikindið þræða svona ná- kvæmlega alla stafi þessa grafna nafns. En þegar sög- unni er lokið situr hún í minni manns — og skapi. Kristján Bender er ekki full- þroska skáld, og er það vel. Á sögum hans í heild er ekki fastmótað skáldskaparsnið, en þær benda tii þess að honum séu ýmsir vegir opnir í þessari grein. Mannlýsingar hans eru yfirleitt ekki skýrar, málið er svo sem hvorki gott né vont, stíll ekki auðkennilegur þó þar bregði fyrir góðum köflum, t. d. endurtekningamar í fyrstu sögunni. En höfundurinn er gæddur ríku andlegu fjöri, í- myndunarafli, skarpleika í hugs- un, andúð á vanabundnu við- horfi. Og síðast en ekki sízt er afstaða hans siðleg. Hann er sýnilega ötull stúðningsmað- ur hins fátæka, og hann er mjög heitur út í vald penings, og þjóðfélagslegrar drottnunar- aðstöðu í skjóli hans. Hann sér þvert í gegnum hræsnisslæður borgaralegs siðiferðis, og leikur það heldur grátt í sumum sög- um sínum. Flest sýnist mér benda til þess að satíran, háð- sagan, sé sterkasta hlið þessa höfundar. Og hún er áreiðan- lega talsvert sterk. — B. B. % \ ÍÞRÓTTIR nrrsTJóRi: frimann helgason Ffóriánda landsmötiS i hand- knattleik hefst i kvöld ' 1 kVöld' kj. '8 hefst fjórtáúda Jandsmótið í handknattleik í meistaraflokki karla. Keppt er í tveim deildum og eru flokkar frá þessum félögum í mótinu: A-deild: Glímufélagið Ár- mann, íþróttafélag Reykjavík- ur, Knattspyrnufélagið Fram, Knattspyrnufélagið V alur, Knattspyrnufélagið Víkingur og U.M.F. Afturelding. B-deiId: Fimleikafélag Hafn- arfjarðar, Knattspymufélag Reykjavíkur og Þróttur. Allir keppendur mótsins eiga að ganga fylktu liði í salinn er mótið er sett en það gerir forseti ISÍ Ben. G. Waage. Núverandi íslandsmeistari er Glímufélagið Ármann. í fyrra kom Afturelding upp í I. deild en KR féll niður í B-deild. Um úrslit í A-deild er mjög erfitt að spá því mörg félögin eru jöfn en ekki er ótrúlegt að Ármann, Valur og Vikingur bítist um efstu sætin. I B-deild eru líkurnar mestar fyrir KR. Maður saknar hinna gömlu góðu Hauka í þennan hóp, og vonandi verður ekki langt þangað til að við fáum Suður- nesjamenn með í dansinn. Mót þetta stendur til 8. marz, en jafnaðarlega verður keppt tvö kvöld í viku á þessu tímabili og fara tveir leikir fram á kvöldi. Þar sem gera má ráð fyrir að margir leikir verði jafnir og „spennandi* er fullvíst að handknattleiksunn- endur eiga í vændum marga skemmtilega stund að Háloga- landi á næstu vikum. Valur hefur orðið meistari 7 sinnum, Ármann þrisvar, Haukar einu- sinni, ÍR einu sinni, Fram einu sinni. Hver verður svo meist- ari 1953 ? — Að þessu sinni sér Knattspyrnufélagið Valur um mótið. Leikirnir í kvöld verða í A- deild: Ármann : IR og Fram : Valur. Getraunaúrslit Arsenal 6 Bury 2 1 Áston Villa 0 Brentford 0 x Blackpool 1 Huddersfield 0 1 Bolton 1 Notts Co. 1 x Burnley 2 Sunderland 0 1 Chelsea 1 W.B.A. 1 x Everton 4 Nott. For. 1 1 Halifax 1 Stoke 0 1 Manch. City 1 Luton 1 X Preston 2 Tottenham 2 x Plymoth 1 Barnsley 0 1 Sheffield U. 1 Birmingham 1 x LAUSN A SKÁKÞRAUT EFTIR PRÓKES 1. Rf4 g2 2. Rh3! glR+! 3. Kf2! Rxh3f 4. Kfl! og heldur svarta kónginum inni í horninu. Ef 2. —glD þá 3. Rf2f, og ef 1. —Kgl þá 2. Re2+ og Rxg3. I>ORSTEINN VALDIMARSSON: SVÖRTUSKÓGAR. Eitt er boSorð í Svörtuskógum: eldinum lindirnar! f Svörtuskógum er viðkvæöi: vatnið eldinum! f Svörtuskógum er brennd í börk eikanna og á skjálfandi laufin skipun dauðans: lindirnar eldinum, vatnið Járnviði! Heita rök ragna rök Járnviðar; — hver safnar forða siéttunnar? sökkvi járnviðar — og bliðkar eldinn fórnum? forsjón Járnvlðar — og vekur eyðandi reiði hans? rödd Járnviðar! Hei ræður hljóði; hrýtur þruman í kyrðinni; hrynur dögg sem tár af krónum þyrstra trjánna, hrtslast höfug sem dreyri um hrjúfar og skrælnandi rætur, hvéffur móð án enda í skreiðar greipar sandsins; — sem kornið sigð er funa búin bráð. Sem akur sigðar bíður mörkin báls; — borin er þó skýr í ógnardrauma sprekl feigu furða náiægs dags: að seyru dregur ramma því um rót; en rót er ein að ölium saman skógi; og moldin gljúp af banni luktum brunnum drykkjar á grózku, limar, lauf og blóm, kræklur og fræ í foldar skauti svæfð, sprota og tré, sem relsa úr eldi og ösku hátimbruð þök af stofnum sveigð í storkun og hvelfd í þrá mót heiði roðableiku, — en f jær í skýjum skruggan þaggar dunur, sliðrandi Ieiftur slæg f úfnum flókum, og storminn kyrrir; — él er horfið hjá, og hlær frá tindi morgungeislinn frjálsi, og Ies í grasi af týndum lögmálstöflum hin gleymdu stef við nýja sólarsöngva: það boðorð fyrst, að hel skal lífl lúta; það dæmi fremst, sem loks er öldum Ijóst, — að eitt varð alls klökkvast, — ok Járnviðar, og birtúsk.jarrast, •— blekking Járnviðar, og funa fangléttast, — feyskja Járnviðar. Hart slítur Fárbauti fallið hrör að kolum; — sér nokkuð Svörtuskóga? svarra rauðar glóðir, en regnslæðum ljósum Iéttir mildur þeyr: — hvað utan rjóður eitt á Heiðmörkinni grænu. Vín í desemberlok 1952. liggur leiðin Una eVónsdóÉÉir 75 ára 1 gær átti Una Jónsdóttir skáldkona í Vestxnannaeyjum 75 ára afmæli. Hún er mörgum kunn víða um land af vísum sínum og Ijóðum. Una hefur jafnan fylgt alþýðunni að mál- um og verið sósíalisti. Hún mun hafa talið sig til Alþýðu- flokksins á meðan hann var og hét í gamla daga, en gerðist á- samt manni sínum Guðmundi Guðlaugssyni fylgjandi Komm- únistaflokks Islands og stofn- andi 1930. Þegar Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn •— reis af grunni með flokkslegri sameiningu Kommúnista og vinstri Alþýðu- flokksmanna gerðust þau hjón- in stofnendur hans og eru jafn- an síðan öruggir liðsmenn hans. — Hafa þeim hjón- um vafalaust borizt margar og hlýjar árnaðaróskir í tilefni af- mælisins, og yill Þjóðviljinn taka undir þær, um leið og hann þakkar henni stað- festu hennar og tryggð í bar- áttunni fyrir bættum þjóðfé- lagsháttum, bjartri framtíð manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.